Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.01.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1982 37 Sólveig Halldórsdóttir og Eðvarð Ingólfsson, umsjónarmenn Bollu-bollu. * I Velvakanda fyrir 30 árum Níu sinnum á 12 mánuðum Bifreiðaárekstrum fjölgar jafnt og þétt í lögsagnarumdæmi höfuð- borgarinnar og er það eðlilegt, að svo miklu leyti sem árekstrar geta verið eðlilegir. Árið 1951 voru þeir 1850, en 1750 árið áður. En það er annað, sem ekki vekur síður athygli á skýrslu rannsókn- arlögreglunnar um þessi mál. Margir bílanna hafa lent í árekstri oftar en einu sinni og væntanlega þá sömu ökuþórarnir, eða þetta frá tvisvar og upp í níu sinnum. Þannig hafa 58 vagnar lent í 202 árekstrum á árinu. Mesta furða er, hve ölvaðir menn eiga lítið í árekstrunum, eða um 1,3%. — Fjórir þeirra óheppn- ustu standa þeim fyllilega á sporði. Bolla-bolla góður þáttur Óskar Jónsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég ætla nú apð byrja á því að segja að mér finnst unglingaþátt- urinn Bolla-bolla í útvarpinu vera góður. Það er yfirleitt alltaf þó nokkuð af skemmtilegu efni í hon- um. Viðtalið við Helgu Möller var t.d. bæði fróðlegt og lfiandi. Ég fékk allt annað álit á henni eftir að hafa heyrt þetta viðtal, því að músíkin hennar hefur ekki gefið Þessir hringdu . . . Gífurlegur áhugi á að fá leikinn beint íþróttaáhugamaóur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka Jóhanni Guð- mundssyni fyrir snjallan leik í erfiðri stöðu. Með því að færa Sjónvarpinu peningagjöf fyrir beinu útsendingunni frá Wembley hefur hann stuðlað að því að draumur okkar íþróttaáhuga- manna rætist í þessu efni. Vitað er að gífurlegur áhugi ríkir á því að fá leikinn í beinni sendingu og óverjandi að draga menn á þessu með allri þeirri fínu tækni sem Jóhann Guðmundsson neitt merkilegt til kynna. Einn stór galli finns mér samt vera á Bollunni: Lögin í þættinum eru alveg þau sömu og eru í Óskal- ögum sjúklinga. Það vantar alveg ekta unglingalög í þáttinn, t.d. lög með PIL, Gang 07 4, Theatre of Hate, Bubba Morthens og svoleiðis í staðinn fyrir allt þetta skallap- opp. Svo langar mig að biðja þau sem eru með Bolluna um að taka viðtal við Bubba." fyrir hendi er og láta það stranda á einhverjum smámunum. Sjón- varpið þarf allavega að borga fyrir þennan leik, hvort sem hann verð- ur sendur beint eða eftir viku. Vonandi verður þessi höfðinglega gjöf Jóhanns til þess að úr þessu rætist. Sjónvarpið getur ekki verið þekkt fyrir að hafna þessari gjöf og neita jafnframt að sýna leikinn í beinni útsendingu. Tilbreyting frá öllu poppinu T.N. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst ástæða til að koma á framfæri kæru þakk- læti til hans Knúts R. Magnússon- ar útvarpsmanns fyrir eftirmið- dagsþættina hans, I dúr og moll. Lagaval hans í þáttunum er ein- staklega smekklegt og vissulega kærkomin tilbreyting frá öllu poppinu, sem venjulega er allsráð- andi í eftirmiðdagsþáttunum. Og svo kann Knútur vel þá list að fylgja þessum fallegu lögum úr hlaði. Ég vona svo sannarlega að hann haldi áfram á sömu braut. Sumir of klaufskir, aðrir of fátækir Margendurtekin slysni sama vagns bendir ótvírætt til, að alvar- legur ágalli sé á bílnum eða hæfni ökumannsins nema hvort tveggja komi til. Það virðist ekki heldur ná nokk- urri átt, að þeir klaufskustu og hirðulausustu skuli ekki sviptir ökuleyfi að fullu og öllu. Með því mætti koma í veg fyrir margan áreksturinn. Vanhæfni bílanna sjálfra getur því miður stafað af því, að eigend- urnir hafi ekki efni á að halda þeim við. Margir vagnar í umferð eru aflóga grey, viðhaldskostnað- ur geysilegur, en eigendurnir fá- tækir. r I Morjíunbladinu fyrir 50 árum Vegna vissra rannsókna og at- hugana, sem jeg er að gera við- víkjandi nokkrum atriðum í húsa- gerð, vil jeg mælast til að múrarar og trjesmiðir, sem á þessum vetri þyrftu að breyta eða brjóta niður innanhúsvegg úr steinsteypu, ársgamlan eða eldri, eða brjóta dyr á slíkan vegg, vildu gera mjer aðvart áður en byrjað verður á verkinu. Sömuleiðis bið jeg þá, sem þyrftu að setja ljett timb- * urskilrúm milli herbergja í nýju eða gömlu steinste.vpuhúsi að tala við mig áður en byrjað er á því verki. J»n l’orlák.sson, Bankastr. 11. Símar 1283 og 2305. Lögregluþjónn: „Þjer hafið gleymt því hvað þjer heitið og hvar þjer eigið heima. Getið þjer ekki gefið mjer neinar upplýs- ingar um yður? Sá sljói: Hik — jú — hik — jeg nota alt af flibba nr. 41. — Flokkur okkar fékk fyrstu verðlaun í gær. — Nú, mjer var sagt að hann hefði fengið fjórðu verðlaun. — Það er satt, en við höfðum aldrei fengið verðlaun áður. Uppastunga vegna blessaorar bolgunnar Mjog vonduð amerisk billiardborð Sólstofa og/eða gróöurhus, amerisk, falleg og sterk. Traustir tjaldvagnar á stórum dekkjum Orfa glæsileg þýzk hjólhýsi væntanleg fljótlega Allt fyrirliggianH; Gg íæst meö góðum kjörum. Gisli Jonsson & Co hf. Sundaborg 41. Sími 86644. EF ÞAÐ ERFRÉTT- NÆMT ÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUííLYSINGA- SÍMINN F.R: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.