Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 21 um, vátryggingu og fleiru, sem við greiðum við útflutning á þessum tunnum, þá við fáum aldrei greiðslu fyrir hrognin. Þessu má því á vísan hátt líkja við Pól- landssöfnunina, þó í þessu tilfelli sé verið að veita þeim, sem ekki eru í nauðum staddir. Þá er aðeins eftir að geta um þær 6000 tunnur af hrognum af 1982 framleiðslu sem samkomu- lagið gerir ráð fyrir að danskir kaupendur geri fyrirfram samn- ing um. Þýskir kaupendur vilja ekki binda sig, vegna vonar um enn ódýrari hrogn frá Kanada. Af þessum 6000 tunnum höfum við þegar gert samkomulag um 2000 tunnur á 330 dollara og með stað- greiðslu. Nú er bætt við 4000 tunn- um miðað við verðlækkun um 42 dollara á tunnu, og greiðslukjör, 60 dagar ef afskipað er fyrir júní- lok, annars 30 daga greiðslufrest- ur. Ekki virðist vera sett undir þann leka, að kaupendur geti sjálfir skapað sér greiðslufrest eftir eigin óskum, með því að kaupa fyrst umsamið magn í okt., nóv., eða jafnvel desembermánuði og fá þá 30 daga gjaldfrest. Þann- ig hafa þeir aftur náð sínum 6 mánaða gjaldfresti, og fjármagns- þunginn hvílir enn á sjómönnum okkar. Hinsvegar held ég að bæði reynslan frá því í fyrra og óvissan sem umræður þessar hafa skapað um hvort hægt verði héðan af að ná nokkrum fyrirframsölum, geri það að verkum, að þátttaka í grásleppuveiðum í ár verður mjög lítil. Kaupendur sem ákveðið höfðu að kaupa hér hrogn á fullu verði, 330 dollurum, en fá svo til- lögur um að ef þeir kaupi það magn af hrognum, sem þeir áður höfðu ákveðið að kaupa, þá geti þeir fengið þau á 288 dollara og greiðslufrest að auki, þeir bíða auðvitað eftir því, hvor stefnan verður ofaná, og ef ákveðið verður að halda 330 dollara verðinu, þá verða þeir vonsviknir og tregir til samstarfs á ný. Ég er ekki viss um að það þurfi neina stjórnun á takmörkun á afla, held að það muni gerast af sjálfu sér, en veru- lega minni framleiðsla á grá- sleppuhrognum í ár, frá því sem verið hefur undanfarin 2 ár, er það eina sem getur skapað jafnvægi á þessum markaði á ný. London: Breskir bladamenn í boði sendiherra FJÖLMENNT boð fyrir fréttamenn var haldið á heimili íslenzku sendi- herrahjónanna í London í fyrradag í tilefni af fvrirhugaðri heimsókn for seta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, til Bretlands dagana 16. til 20. febrúar nk. Voru fréttamönnum af- hent gögn um land og þjóð, og for setann. Sendiherra, Sigurður Bjarna- son, hélt stutta ræðu, og sendi- fulltrúi, Þórður Einarsson kynnti dagskrá heimsóknardaganna og svaraði fyrirspurnum. Tómas Karlsson, blaðafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins, var einnig á stað- num. Sýndu blaðamenn heimsókn- inni mikinn áhuga, en a.m.k. tvö blaðanna sendu blaðamann til ís- lands á dögunum, The Times og Guardian verða með sérstakar út- gáfur um íslenzk málefni meðan á heimsókninni stendur. Starf bruna- málastjóra auglýst laust STARF brunamálastjóra til að veita Brunamálastofnun ríkisins hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur um stöðuna er til 22. febrúar nk. Stöðu brunamála- stjóra gegnir Þórir Hilmarsson í dag, en hann hefur verið settur í starfið sl. þrjú ár. Staðan er auglýst í 11. tbl. Lög- birtingablaðsins og er það gert að fenginni umsögn stjórnar Bruna- málastofnunar. Brunamálastofn- unin heyrir undir félagsmálaráðu- neytið og er það Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, sem veitir stöðuna. Er Mbl. ræddi við settan brunamálastjóra, Þóri Hilmars- son, í gær og spurði ástæðu þess að starfið væri nú auglýst, vildi hann ekki tjá sig um málið. .llOr'wöH VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur frædslufund f Átthagasal Hótel Sögu mánudaginn 15. febrúar nk. kl. 20.30 um efnið Vtsitala og verðbólga Framsögumaður: Ólafur Davíðsson, hagfræðingur forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar # Hvernig er hægt að tryggja kaupmátt launa þinna? # Er vísitala orsök verðbólgunnar? # Tryggja verðbætur kaupmátt heimilanna? # Koma niðurgreiðslur að tilætluðum notum? Félagsmenn V.R. eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum Fundarefnið er brýnt og varðar hvert einasta heimili í landinu RVERZLLNARMANNAFELAG REYKJAVIKl RB Húseiningar hf. sýna tvílyft einbýlishús í Garðabæ um helgina Einingahúsin frá Siglufirði hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir útlit og gæði. Nú gefum við væntanlegum húsbyggjendum kost á því að skoða Siglufjarðarhús sem búið er að byggja að Hraunhólum 16 í Garðabæ. Sýningartími verður laugardaginn 13. febrúar kl. 13-18 og sunnudaginn 14. febrúar ki. 10-12 og ki. 14-18. HÚSEININGAR HF Þeir sem hafa hug á því að fá Siglufjarðarhús til uppsetningar á fyrri hluta þessa árs eru beðnir að hafa samband við Húseiningar h/f, sími (96) 71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, hjá Guðmundi Óskarssyni, verkfræðingi, Skipholti 19, sími (91) 15945.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.