Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 33

Morgunblaðið - 13.02.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 33 Kveðjuorð: Hannes K. Os/carsson Vestmannaeyjum Fæddur 19. desember 1957 Dáinn 21. janúar 1982 Skammdegið á íslandi var að þessu sinni með bjartara móti, staðviðrasamt en kalt. Hver árstíð hefur sinn hugþekka svip ef grannt ei skoðað. Með hækkandi sól horfum við bjartari augum fram á við. Ekki fer það framhjá neinum að slysin á nýbyrjuðu ári eru orðin óhugnanlega mörg, mörg ungmennin kölluð á brott, skammdegið eykur á slysahættu í okkar norðlæga landi með hið breytilega veðurfar. Spurningin um ráðgátu tilver- unnar verður sjaldan áleitnari en þegar kornungt fólk fellur frá á morgni lífsins. Þessi beizki veru- leiki kallar okkur öll til vitundar um að sérhvert okkar fetar ár og dag ósýnilega markalínu lífs og dauða. Ekkert er öruggt eða sjálfgefið. Fimmtudaginn 21. janúar síð- astliðinn lést af slysförum elsku- legur vinur okkar og félagi, Hann- es Kristinn Óskarsson, aðeins 24 ára að aldri. í gær glaður og kátur en í dag ekki lengur á meðal okkar. Okkur setur hljóð við at- burð sem þennan og skortir orð til að lýsa tilfinningum okkar enda mega þau sín lítils á slíkri stundu. Minningarnar hrannast upp, þær eru allar á einn veg, ljúfar og hlýj- ar. Við lát hans kemur okkur í hug að „þeir sem guðirnir elska deyja ungir". Þeim er ætlað annað og stærra hlutverk en það sem hinni jarðnesku tilvist tilheyrir. I erfiljóði Jónasar Hallgríms- sonar um Tómas Sæmundsson segir: „Ég veit, að látinn lifir, það er huggun harmi gegn.“ Hannes var félagi í Hjálparsveit skáta og starfaði að þessu hugðar- efni sínu af lífi og sál. Avallt viðbúinn, er kjörorð skátahreyfingarinnar og þannig er Hannesi bezt lýst, tilbúinn hvenær sem var til að vinna hin ýmsu verk í þágu Hjálparsveitar- innar og vina sinna og skipti þá litlu máli hvenær, hvar eða hvað það var. Og Hannes var viðbúinn eins og ávallt þegar kallið kom um að belgískt skip væri í nauðum statt við Vestmannaeyjar. En Hannes sneri ekki aftur frá þessum björg- unarstörfum. Hann lét líf sitt í þágu annarra á göfugan hátt og lengra verður vart komizt. Hannes var yfirlætislaus og góður félagi sem lítið fór fyrir, staðfastur og trúr. Hann var glað- sinna, ávallt með bros á vör og gamanyrði á takteinum. Hjálp- semi, greiðvikni og góðsemi, skyldurækni og samvizkusemi, drenglyndi og dugnaður voru hon- um í blóð borin. Hann var hug- rakkur og drengur góður. Allar okkar minningar um Hannes tengjast þessum mannkostum. Við kveðjum nú Hannes um leið og við þökkum fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum með honum. Þó að þetta séu fátækleg orð sem við ritum í minningu hans þá lifir minning hans skær í hug- um okkar um ókomna framtíð. Við biðjum Guð að leiða hann og vernda yfir móðuna miklu og styrkja aðstandendur hans og ástvini og aðra þá sem sakna hans sárt. Blessuð sé minning Hannesar, hins hugrakka og góða drengs. Kristín og Magnús Skólabörn á íslenskri kristniboðsstöð i Kenýa. Hafnarfjörður: Kynningarvika á kristniboðsstarfi Kristniboðsdeild KFUM og K í Hafnarftrði heldur sérstaka kristni- boðsviku í Hafnarfirði dagana 14. til 21. febrúar. Verða haldnar samkom- ur hvert kvöld í húsi KFUM og K við Hverfísgötu og hefjast þær kl. 20:30. Fyrsta samkoman verður í kvöld, sunnudag, og tala þá Sig- urður Pálsson námsstjóri og Gísli Arnkelsson formaður Sambands ísl. kristniboðsfélaga, en á sam- komunum er m.a. greint frá kristniboðs- og hjálparstarfi sam- bandsins í Kenýa og Eþíópíu. Sýndar verða myndir og fluttar frásögur af starfinu. Önnur kvöld vikunnar tala m.a. kristniboðarnir Jónas Þórisson og Helgi Hró- bjartsson, einnig Guðlaugur Gunnarsson, sr. Valgeir Ástráðs- son, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og sr. Frank M. Halldórsson. Þá syngur Æskulýðskór KFUM og K í Reykjavík á samkomunum á miðvikudagskvöld og sunnudaginn 21. febr. 69 íbúðir í smíðum um áramót á Sauðárkróki Sauóárkróki. H. frbruar. SAMKVÆMT upplýsingum bygg- ingarfulltrúans á Sauðárkróki, Jó- hanns Guðjónssonar, voru 69 íbúðir í smíðum í kaupstaðnum um sl. áramót, allar í einbýlis- og raðhúsum, auk 48 bílskúra og 12 annarra bygginga. Nú eru 686 íbúðir í notkun á Sauðár króki, en íbúar eru 2210 talsins. Á árinu 1981 voru 19 nýjar íbúðir teknar í gagnið i einbýlis- og raðhús- um og 18 bílskúrar, en byrjað á 14 íbúðum og 13 bílskúrum. Fullgerðar voru 4 byggingar til annarra nota og byrjað á öðrura 4. Hafist var handa við byggingar á nýju skipulögðu íbúðarhúsasvæðis, svokölluðu Túnahverfi. Þar var á árinu flutt inn i 2 hús, 3 eru fokheld og 3 grunnar steyptir. Allar eru þessar byggingar við götu sem nefnist Dalatún. Nú í janúar var úthlutað 20 lóðum í Túnahverfi og enn er þar nokkrum lóðum óráð- stafað. Þá eru einnig nokkrar lóðir óbyggðar í Hlíðarhverfi m.a. fyrir verkamannabústaði, sem verða raðhús. Sambýlishús (blokkir) er ákveðið að byggja austan við Ár- torg, sem enn er reyndar ekki til, en verður syðst í bænum þar sem nú eru að rísa höfuðstöðvar kaupfé- lagsins. I þessum sambýlishúsum eiga að verða allt að 160 íbúðir. Byggingar í smíðum, aðrar en íbúðir, eru helstar: Heilsugæslu- stöð, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða, verknámshús Fjöl- brautaskólans, íþróttahús, verzlun- arhús KS, 2 iðnaðarhús, verbúðir við Hesteyri, hús Fiskiðjunnar hf. við Eyrarveg og leikskólahús bæj- arins við Sæmundarhlíð. Kári. Snúið á vcrðbólguna, nú er tækifærið 1 Hefur þú efni á aö láta þetta tækifæri ónotaö? Hvetjum ykkur til aö koma og panta fyrir 18. febrúar, en þá hækkar verö á HTH innréttingum um 10% vegna erlendrar veröhækkunar. ,, . „ ^ Veriö velkomin. Opiö kl. 10—6. innréttinga- húsiö Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun sími 27344

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.