Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 48

Morgunblaðið - 13.02.1982, Page 48
Sími á ritstjócn og skrifstofu: 10100 Síminn á afgreiðslunni er 83033 JWorjjimfolíifoifo LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 „Nóg að senda þeim myndir af handritum“ - segir Jón Helgason prófessor um fyrir- hugaðan flutning handrita vestur um haf — MÉR finnst þetta fretnur óviðkunnanlegt og ég held að þeir geti bara fengið myndir af handritunum, það er nógu gott í þá, sagði Jón Hclgason prófess- or í Kaupmannahöfn er Mbl. innti hann álits á fyrirhuguðum flutningi nokkurra íslenskra handrita á sýningu í New York, en sýningin er hluti af kynningu í Bandaríkjunum á menningar lífi Norðurlanda. — Þeir skilja ekki hvort eð er þessi handrit og það væri alveg sama hvaða pjötlu við sendum þeim, sagði Jón Helgason enn- fremur og taldi hann að sýning þessi og fyrirhöfn Norðurland- anna vegna hennar væri „alltof mikið brölt". Mbl. ræddi einnig við Ingvar Gíslason menntamálaráðherra og hafði hann þetta að segja: — Ég var tregur til að fallast á að senda handrit á þessa sýningu, en tel það eingöngu mögulegt með samþykki forsætisráðherra, gegn því að fyllstu öryggisráðstafanir verði gerðar og að forstöðumenn Árna- stofnunar óski þess eindregið, og ítrekaði menntamálaráðherra að gæta yrði fyllsta öryggis. Jón Samsonarson handritafræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar var einnig inntur álits síns og sagði hann slíka sendingu ekki gerlega nema vel væri gengið frá öryggismálum, hann setti sig ekki gegn þessu ef stjórnvöld væru því samþykk. Arnarflug fær leyfi til Þýzkalands og Sviss - segir Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra Gott skíðafæri um allt land ÞAÐ SPÁIR \el fyrir skíðaiðkendur um helgina og má búast við þvf að þeir leggi þúsundum saman í skíða- löndin í dag og á morgun. Að sögn Veðurstofunnar verður norðaustanátt um allt land um helgina, bjart sunnanlands en ganga mun á með éljum fyrir norð- an. Morgunblaðið hafði samband við nokkra skíðastaði í gær og var svarið alls staðar það sama, nægur snjór og gott skíðafæri. Opið verð- ur í Bláfjöllum og öðrum skíðastöð- um sunnanlands og sömu sögu er að segja frá öðrum stöðum sem Mbl. ræddi við, Akureyri, Isafjörð og Húsavík. Þær eru glaðhlakkalegar starfsstúlkurnar í Fiskiðjunni við fyrstu loðnufrystingu ársins. I.>>smvnd sifurm-ir Fyrstu frystingarhæfu loðnunni á þessu ári landað f Eyjum Mistök við verðlagningu kindakjöts: Annar flokkur varð dýrari en sá fyrsti ANNARS flokks kindakjöt er 11 aurum dýrara í verslunum en fyrsta flokks kjöt. Er það vegna mistaka sem áttu sér stað við út- reikning á verði kindakjöts við síð- ustu niðurgreiðslur landbúnaðar afurða 1. feb. sl. Að sögn Gunnars Guðbjarts- sonar framkvæmdastjóra Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, er skýringanna sennilega að leita í því að verðbreytingar hafa orðið minni í öðrum flokki en þeim fyrsta og lækkaði annar flokkur minna í verði 1. feb. sl. þegar niðurgreiðslur tóku breytingum, heldur en fyrsti flokkur. Sagði Gunnar að þessi skekkja yrði leiðrétt við næstu verð- breytingu 1. mars. Sagði hann að ekki hefði verið tekið eftir þess- um mistökum fyrr en eftir að búið var að auglýsa verðið. KAP II frá Vestmannaeyjum kom til heimahafnar í gær með um 220 lestir af frystingarhæfri loðnu og var fryst af kappi í 4 verkunastöðvum fram eftir kvöldi í gær. Þetta er fyrsta frystingarhæfa loðnan sem berst á land á þessu ári. Kap II fékk alls tæpar 300 lestir af loðnu út af Ingólfshöfða og eins og áður sagði fóru 220 lestir í frystingu. Loðnan reyndist mjög góð, 50 til 52 hrygnur voru í kílói og er það nokkru betra en undanfarin ár og hrognafylling er 18 til 19%, en í 20 til 22% er loðnan talin kreistingarhæf. Þessi loðna verður send á Japansmarkað. Nú eru eftir 4 bátar, sem hafa leyfi til að veiða upp í hálfan kvóta og af þeirri veiði eru liklega óveiddar á milli 3.000 og 4.000 lestir. Þessir bátar eru Kap II og Heimaey frá Vestmannaeyjum og Krossanes og Sæberg. „ÉG MUN senda þeim svar um áætlunarleyfín alveg á næstunni," sagði Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvenær tekin yrði ákvörðun varð- andi umsókn Arnarflugs um áætlun- arleyfí til Evrópu. Saltfískur til Portúgal fyrir einn milljarð í ár - 5% lækkun í dollurum frá sfðasta ári, en um 37% hækkun í íslenzkum krónum NÝLEGA gerði Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda einn stærsta físksölusamning, sem fs- lendingar hafa gert, við portúgalska ríkisfyrirtækið Reguiadora. Samið var um sölu á 31.500—41.250 tonn- um af saltfíski og er heildarverð- mæti samningsins, eins og líklegt er að hann verði nýttur, liðlega 103 milljónir Bandaríkjadollara eða um einn milljarður nýkróna á núgild- andi gengi. Söluverðið í þessum samningi er um 5% lægra í dollurum en í samsvarandi samningi fyrir ta'pu ári, en hækkunin í íslenzkum krónum er hins vegar um 37%. Til Portúgal voru í fyrra flutt út 38.400 tonn af saltfiski og eftir er að afgreiða um 5 þúsund tonn upp í samning síðasta árs. 40 þúsund tonn af saltfiski samsvara um 120 þúsund lestum af fiski upp úr sjó. I þessum samningi er uppistaðan þorskur eða allt að 39 þúsund tonnum, en hins vegar er nokkur samdráttur í ufsa. Morgunblaðið ræddi i gær við Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóra SÍF, og sagði hann að með þessum samningi væri grunnurinn lagður að framleiðslu þessa árs. Aðspurður um hin markaðslöndin við Miðjarðarhafið sagði Friðrik, að þeir markaðir væru allir mjög mikilvægir og framleiðslan stæði ekki án þeirra. Hann sagði að gengismálin ættu eftir að verða erfið og t.d. á Spáni og Ítalíu væri samkeppnin hörð við Dani, Færey- inga og Norðmenn. Þær þjóðir selja í mynt sinna landa, en ís- lendingar hins vegar í dollurum. Allar götur frá því í fyrra hafa danska og norska krónan verið að veikjast gagnvart dollarnum. I þessari ferð heimsóttu for- ystumenn SÍF einnig Italíu og Spán, sem ásamt Portúgal og Grikklandi eru stærstu markaðs- lönd íslendinga fyrir óverkaðan saltfisk. í fyrra var tiltölulega lít- ið selt af saltfiski til Ítalíu, en um þann markað sagði Friðrik Páls- son, að þess þyrfti að gæta að þangað færi ekki annað en 1. flokks fiskur. Á Spáni stóð ekki til að gera samning í þessari ferð. Sjá nánar á miðopnu. „Við höfum fengið svör við okkar fyrirspurnum bæði í Þýzka- landi og Sviss, auk þess sem við höfum rætt við Arnarflugsmenn um á hvern hátt þeir hyggist standa að þessu flugi. Það líður því mjög að endanlegu svari,“ sagði Steingrímur Hermannsson Verður svarið í þeim dúr, sem Arnarflugsmenn óskuðu eftir, þ.e. leyfi til Frankfurt og Hamborgar í Þýzkalandi og Ziirich í Sviss? „Arnarflugsmenn sóttu um leyfi til Þýzkalands, Sviss og Frakk- lands og ég gaf þeim loforð í nóv- ember um leyfi til Þýzkalands og Sviss og svarið verður á þeim grundvelli," sagði Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra að síðustu. Vísitalan hækk- ar um liðlega 8% UM HELGINA verður gengið end- anlega frá útreikningi framfærslu- vísitölunnar og á mánudag mun Kauplagsnefnd koma saman til fundar og ákveða hversu háar verð- bætur á laun verða 1. marz nk. Samkvæmt upplýsingum Mbl. nemur hækkun framfærsluvísi- tölunnar nú liðlega 8%, en þá hefur ríkið greitt niður um 3 pró- sentustig, í samræmi við efna- hagspakkann, sem kynntur var á dögunum. Það má því reikna með, að almenn laun í landinu hækki um liðlega 8% 1. marz nk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.