Morgunblaðið - 07.03.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
21
ið hefði verið í meirihluta í eigu
Islendinga.
100 millj. kr. töpuðust
vegna orkuskömmtunar
— Andstæðingar stóriðju hafa
notað tækifærið við þennan aftur
kipp í markaðsmálum áls og kísil-
járns og magnað upp andróður gegn
stóriðju. Hvað vilt þú segja um
þetta?
— Andstæðingar stóriðju hafa
notað tækifærið til að hlakka yfir
óförum ÍSALs, Járnblendisins og
Kísilgúrverksmiðjunnar og ekki er
hægt að setja út á það að menn
gleðjist, þegar þeir heyra fréttir
sem þeim líkar vel. Á það ber að
líta, að áhætturekstur eins og
stóriðja hlýtur að verða við því
búin að taka við sveiflum í af-
komu. Forsendur til að byggja upp
slíkan rekstur eru að sjálfsögðu
þær, að þegar til lengri tíma er
litið, þá komi reksturinn út já-
kvæður. Það er ekkert launungar-
mál, að fyrstu 10 ár í starfrækslu
ÍSALs komu út með nokkru tapi,
en dæminu hefði gjörsamlega ver-
ið snúið við, ef ekki hefði komið til
skömmtunar á forgangsorku á ár-
inu 1979—1981, þegar nægur
markaður var fyrir það ál, sem
ekki var hægt að framleiða vegna
orkuskömmtunar. Vegna þessa
töpuðust 100 millj. nýkróna. Það
hefði einnig gert okkur betur í
stakk búna til að mæta áfallinu
sem núna er, ef skömmtun hefði
ekki verið, en um það þýðir ekki að
fást úr því sem komið er.
Stækkun álversins í Straumsvík
kemur ekki aðeins til greina held-
ur virðist vera langálitlegasti
kostur okkar íslendinga til þess að
geta selt meiri orku og haldið
áfram uppbyggingu á orkuverum
okkar. Hins vegar hafa núverandi
stjórnvöld engan áhuga í þeim
efnum og að sjálfsögðu ætlast
Alusuisse ekkert fyrir með það, ef
stjórnvöld sýna því engan áhuga.
Ég geri hins vegar ráð fyrir, eins
og ég hef sagt áður, að ef til slíks
kæmi, þá mundi Alusuisse vilja
hafa meðeiganda til þess að dreifa
áhættunni.
Að lokum vil ég taka það fram,
að enda þótt nú hafi syrt í álinn
bókstaflega og öldin hafi bruggað
áli vont kál, svo lauslega sé vitnað
í vísu eftir Jón Árnason, þá hef ég
trú á því, að til langframa þá muni
stóriðja eiga fullan rétt á sér á
Islandi og sé nauðsynleg forsenda
þess að okkur takist að nýta þær
orkulindir, sem við eigum, því það
er öllum augljóst, að fiskistofnar
og landgæði eru fullnýtt, ef ekki
ofnýtt.
Tekjur íslendinga
af Álverinu
340 milljarðar gkróna
— Getur þú nefnt tölur um tekjur
íslendinga af Álverinu í Straums-
vík?
— Heildartekjur íslendinga af
Álverinu hafa frá upphfi, þ.e.
1969, numið um 3400 milljónum
nýkróna á núvirði, eða um 340
milljörðum gamalla króna. Það
svarar til um 33% af heildarveltu
fyrirtækisins á þessum tíma. Til
samanburðar má nefna, að fjár-
lögin, sem samþykkt voru á Al-
þingi í desember sl., hljóðuðu upp
á tæplega 8000 milljónir nýkróna.
— Undanfarin misseri hefur ver
ið unnið að uppsetningu fujlkomins
mengunarbúnaðar í Álverinu.
llvernig miðar þeim framkvæmdum
og hver er kostnaðurinn?
— Framkvæmdir við mengun-
arvarnir eru á lokastigi. Fram-
kvæmdum við skála II er lokið að
öllu leyti og framkvæmdir í skála
I eru á lokastigi. Kostnaður við
þessar framkvæmdir nemur 39
milljónum dollara eða 360 milljón-
um króna (36 milljörðum gkróna).
Þótt hér sé um að ræða geysidýrar
framkvæmdir, hafa þær nokkra
hagræðingu í för með sér, þannig
að við vonumst til að þær geti
minnkað rekstrarkostnað í fram-
tíðinni.
Orkuverð og útflutningur
Orkuverð hefur mjög verið til
umræðu upp á síðkastið. Hve hátt
orkuverð greiðir ÍSAL og hver er
samanburðurinn við önnur lönd?
— Greiðslur fyrir orkuverð eru
sem hér segir:
1. ÍSLAND
ÍSAL greiðir 6.475 US mills á
kWst og flytur út alla sína
framleiðslu, eða ca. 85.000 t,
þegar ekki er orkuskortur og
markaður hagstæður. Auk þess
greiðir ÍSAL framleiðslugjald
($ 20—34,81/t) — eða sem svar-
ar 1,25—2,17 US mills á kWst.
2. NOREGUR
I Noregi er orkuverð 3,482
Naur. (5,8 US mills) á kWst eða
11% lægra en það verð sem ÍS-
AL greiðir. Þetta orkuverð á að
endurskoða miðað við 1. júlí í ár
og hækkar þá væntanlega um
40%. Auk þess er greiddur 2,2
Naur. (3,7 US mills) skattur af
orkuverði. Reiknað er með
óbreyttum skatti frá 1. júlí nk.
og hækkar þá verðið með skatti
um 24%. Norðmenn flytja út
um 96% af sinni álframleiðslu,
eða ca. 630.000 t (1978).
3. KANADA
I Kanada er orkuverð á austur-
ströndinni (Quebec-fylki) 4—5
Can. mills á kWst (3,3—4,1 US
mills), og á vesturströndinni
(British Columbia-fylki) 5—6
Can. mills á kWst (4,1—4,9 US
mills). Meðaltal ofangreindra
verða er 5 Can. mills (4,1 US
mills) á kWst, eða 37% lægra
en ÍSAL greiðir. Til nýrra verk-
smiðja er orkuverðið í St. Jam-
es Bay 10—12 Can. mills á kWst
(8,2—9,8 US mills) og í Mani-
toba-fylki 12 Can. mills á kWst
(9,8 US mills). Verð á orku
seldri til verksmiðja Alcoa og
Reynolds í Massena í New York
ríki í Bandaríkjunum er ný-
umsamið 10—12 US mills.
Kanadamenn flytja út um 82%
af sinni framleiðslu, eða 830.000
t (1978).
Búið að loka sem svar
ar 22% af afkastagetu
— Og að lokum Ragnar, hver er
staðan á álmörkuðunum í dag og
hverjar eru framtíðarhorfur?
— Staðan á álmörkuðum
heimsins er sú í dag, að verulega
hefur dregið úr notkun á áli og eru
afleiðingarnar þær, að draga hef-
ur þurft stórlega úr framleiðslu.
Afkastageta í áliðnaði í vest-
rænum heimi er nú um 11,7 millj.
tonna á ári, þar af er búið að loka
sem svarar 2,5 millj. tonnum, eða
22%. í Bandaríkjunum er búið að
loka um 27,2%, í Kanada 6,5%, í
Evrópu 5,8%, en í Asíu 60,8%. Á
sjöunda áratugnum varð aukning
á álnotkun sem svarar um 8% á
ári að meðaltali. Á áttunda ára-
tugnum var þessi vöxtur mun
hægari og reyndar enginn á árun-
um 1973—1981. Sérfræðingar hafa
spáð því nú um nokkurt skeið, að
vöxtur í álnotkun muni verða í
kringum 3—4% á ári, sem er mjög
góður vöxtur ef miðað er við hag-
vöxt, sem væntanlega verður
minni í heiminum. En þessar síð-
ustu upplýsingar virðast nú ekki
benda til þess að þessar spár séu
mjög áreiðanlegar, en um þetta er
of snemmt að segja. Það kemur
vart í ljós fyrr en þessari kreppu,
sem nú er, linnir.
Það er ljóst að vegna þessara
breytinga í heiminum, þá munu
nýjar álverksmiðjur rísa þar sem
ódýrt vatnsafl er fyrir hendi.
Þetta á við um Suður-Ameríku,
Afríku og Miðausturlönd. Mörg
önnur svæði hafa dottið úr mynd-
inni, svo sem Ástralía. Fyrir að-
eins tveimur árum var talað um
það að Ástralía yrði stærsti ál-
framleiðandi í heimi, þar eð
Ástralíumenn gætu framleitt ál
með ódýrri kolaorku. Nú er komið
annað hljóð í strokkinn þar syðra,
kolin eru ekki nógu ódýr orkugjafi
og hætt hefur verið við flest ný
álver þar, m.a. hætti Alusuisse við
að reisa álver þar vegna of hás
orkuverðs.
Það má vissulega segja, að það
séu erfiðir tímar í áliðnaðinum
þegar maður getur sagt að einu
„góðu“ fréttirnar sem maður heyr-
ir, séu af lokun verksmiðja, sem
selja á sömu markaði og við. En
maður vonar auðvitað að ástandið
batni sem allra fyrst. — SS
Merkið Æk
sem WB)
hægt er að
treysta á
Einlit alullarteppi í Ijósum litum.
Tegund: París — Ný gerð
Til afgreiöslu í 4ra metra breidd
meö undirlagi.
Þetta eru teppin sem beöiö hefur
veriö eftir.
Við þjónum þeim sem eru
að byggja, þurfa að breyta
og vilja bæta.
Grensásvegi 18, sími 82444.
Einnig til sölu 6 cyl. Bedford díselvél vel yfirfarin, ásamt Ford vökvastýri með dælu.
Einstakt tækifæri
Lúxusbflar á tombóluverði
Ford Econaline F-150, ár-
gerð 1979. Teppaklæddur í
hólf og gólf, ekinn 55 þús.
km. Vél 8 cyl. 351 cc.
Sjálfskiptur.
Yfirbyggður Ford F-100,
Costom pickup 4x4, árgerð
1974. Plussklæddur
m/snúningsstólum,
Jocmans-felgum, Lapp-
lander-dekkjum, sjálf-
skiptur m/quatra-track.
Vél 351 cc. Lítið ekinn og
vel með farinn dekurbíll.