Morgunblaðið - 07.03.1982, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.03.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 35 Kristbjörg Erlends- dóttir - Minningarorð Fædd 10. janúar 1943 Dáin 27. febrúar 1982 Með nokkrum orðum ætla ég að minnast Kristbjargar Erlends- dóttur, sem lést langt um aldur fram aðeins 39 ára gömul. Ég hafði aðeins þekkt hana um eins árs skeið, en hún var skrif- stofumaður á sýslu- og bæjarfóg- etaskrifstofunni á Seyðisfirði. Hún starfaði þar um nokkurra ára skeið og vann fyrst hálfan daginn, en hin síðari árin allan daginn. Kristbjörg var mjög vel gefin og góður starfskraftur. Hún hafði stúdentsmenntun og stundaði lögfræðinám um nokkurt skeið, en hætti námi vegna veikinda, sem hún fékk aldrei fullkomin bata af og háðu henni mjög alla tíð. Kristbjörg vann margvísleg störf hjá embættinu og var ein- staklega fljótvirk og virtist hún njóta sín best, ef yfirfullt var af verkefnum. En illa leið henni, ef lítið var að gera og leiddist allt hangs. Held ég að afköst hennar (■uA er eilíf ást, engu hjarta er ha*tt. Kíkir eilíf ást, sérhvert böl skaJ b«tt. Ixrfið (iuð sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Ta-mt er húmsins haf, allt er Ijós og Hf. Stefán frá llvítadal. Hinn 27. febrúar sl. andaðist á heimili sínu, Firði 3, Seyðisfirði, Kristbjörg Erlendsdóttir, ritari. Hún var fædd í Firði, Seyðis- firði, 10. janúar 1943. Foreldrar hennar voru Erlendur, sýslumað- ur og bæjarfógeti, f. 24.09. '11 — d. 26.11. ’80, Björnsson, Eysteinsson- ar á Orrastöðum og Katrín f. 20.04. ’13, Jónsdóttir, Jónssonar í Firði í Seyðisfirði. Kristbjörg lauk stúdentsprófi vorið 1963 frá Menntaskólanum á Akureyri. Af frekara námi varð ekki vegna veikinda, sem þá fór að bera á, og fylgdu henni upp frá því. Strax að loknu námi hóf hún störf hjá föður sínum á sýslu- skrifstofunni á Seyðisfirði og var þar ritari til síðasta dags. Kristbjörg var góðum gáfum gædd, sem þó aldrei nutu sín til fulls vegna veikinda. Hún átti létt með að læra, var skapföst og ákveðin. Verk sem hún gat unnið í dag, geymdi hún ekki til morguns. Kristbjörg bjó yfir mikilli tungumálaþekkingu og var um tíma í Þýskalandi og Englandi. Þá lærði hún hraðritun í dönskum bréfaskóla, og lauk þaðan mjög góðu prófi. Kristbjörg giftist ekki, og bjó alla tíð hjá foreldrum sínum á bernskuheimilinu í Firði. Við starfsfélagar Kristbjargar af sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði minnumst hennar meö þakklátum huga og þökkum gott samstarf. Við minnumst dugnaðar hennar og atorku sem seint mun gleym- ast. Katrínu, Vilborgu og systkinum hennar vottum við einlæga samúð. Starfsfólk sýsluskrifstofunnar á Seyðisfirði. Orkunotkun í Finnlandi minnkar lUlsinki, 4. marz, frá Harry (.ranbort;, rréUariUra Mbl. ORKUNOTKUN Finna jókst að- eins um eitt prósent árið 1980, miðað við árið áður. Helztu ástæður fyrir minnkandi orku- notkun eru sagðar hækkandi orkuverð og áróður fyrir orku- sparnaði. Talið er að engin aukn- ing verði á orkunotkun árið 1982. Þrjú prósent aukning varð á raforkunotkun, en iðnaður, sem byggir á raforku, notar þriðjung allrar orku, sem not- uð er árlega í Finnlandi. Hlutdeild kjarnorkuvera í rafmagnsframleiðslunni jókst um helming, en notkun olíu til raforkuframleiðslu minnkaðt í fyrra, og vonast er til að olíu- notkunin eigi enn eftir að minnka. Innan skamms hefj- ast viðræður við Sovétmenn um lækkun olíuverðs, en verð á olíu á heimsmarkaði hefur lækkað að undanförnu. við margvísleg störf hafi verið mjög mikil og störfin svo vel og fljótt af hendi leyst að alveg ein- stakt megi teljast, enda hefur hún kyn að rekja til einstakra elju- og athafnamanna. Kristbjörg var mjög vinsæl hjá starfsfélögum sínum, hjálpsöm og* vildi hvers manns vanda leysa. Oft gat hún verið hvöss í svörum, en það var veikindum hennar um að kenna, því að óvenju hlýtt hjarta sló undir, sem þeir kunnu að meta sem til þekktu. Margir eru þeir sem syrgja lát hennar og þá ekki síst í heima- byggð hennar á Seyðisfirði. Harm- ur og söknuður er þó mestur hjá móður hennar, Katrínu Jóns- dóttur, systkinum og fjölskyldu, en aðeins er liðið rúmt ár frá and- láti föður hennar, Erlends Björns- sonar, sýslumanns. Kristbjörg elskaði fjölskyldu sína heitt og oft ræddi hún við mig um móður sína, systkini sín og börn þeirra, svo og sérstaklega Vilborgu Gunnars- dóttur, sem hafði búið á heimili hennar frá barnæsku og verið henni sérstaklega góð. Bar hún mikla umhyggju fyrir þeim og vildi gleðja eftir besta mætti. Bið ég Guð að blessa þau öll og styrkja í harmi þeirra. Sigurður Helgason Fjarstýrð hágæðasamstæða Með því að ýta á einn takka á fjarstýringunni úr sæti þínu getur þú fengið hljómlist frá hljómplötu/ segulbandstækinu eða útvarpstækinu. Stórir ljósastafir í stjórnborðinu sýna þér stöðugt hvað er í gangi. Hægt er að stýra tækinu með tölvunni á tækinu sjálfu eða með fjarstýringu sem fylgir. Komdu og skoðaðu — þú munt sannfærast. Verö 18.254. Greiðslukjör. Tölvuminni og tímatæki gera yður kleift að stilla tölvuna innan 24 klst. þannig að tækið fari í gang samkvæmt yðar óskum þ.e. t.d. kveikja á útvarp- inu og taka upp á segulbandið. Við álítum að viðskiptavinir okkar kunni heldur betur að meta þetta. 'O' Bang&Olufsen VERSLIÐ í SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP DG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SIMI 29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.