Morgunblaðið - 07.03.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.03.1982, Qupperneq 36
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 I>egar Fleet Street fór hjá sér Bretar ekki á einu máli um hve langt eigi að ganga í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni BIKINI mm DAILY STAR PICTURl SPÍCIAl DIANA Mutn-to-be in her itsy-bitsy costume »*<**%• - Ptchu* ipK.ti an Crnti* Ptgt*. íam: BUCKTON CALLS OFFRA/L STR/KE xjtxrús •> “***••* .siff-zv^s «?>"a«s Zgrcge. '■.f-Tr'.--. WSZ&Z "vr.lSV^. THISIS WHAT m ROW'S ALL ABOUl FOLKS! ímií? t» ritt <« W' THE SUNH THE QUEEN AND THOSE PICTURES.. TTN blached oat inbombscare (*.) KS W&Œð; i.é-í ae?« iHS ~- Í-S3.TS --: !í ».3^ •»*«■ ^£r§§ WLAY £50,000 BINCOI ta Wl Mtn » «■ hp Z l.ondon, 4. mars. Krá Ilildi Ilelgu Sigurðardóttur. Díana, prinsessa af Wales, heldur áfram að vera senuþjófur númer eitt, jafnvel svo að drottningunni þykir nóg um, að því ersumir sejya, og beina athygli fjölmiðla ok almennings í Bretlandi frá alvarlegri umhugsunarefnum. Eins og kunnugt er birtu blöðin The Sun og Daily Star á dögunum myndir af prinsessunni fáklæddri að baða sig á Bahamaeyjum í fylí?d með manní sinum. En eins og alheimur veit, væntir stúlkan sín í júnímánuði nk. Þessar myndbirtingar ollu miklum úlfa- þyt í ýmsum herbúðum og þótti mörgum sem þarna væri full langt gengið í frjálsri blaða- mennsku. Hirðin brást ókvæða við og blaðafulltrúi drottningar sendi samdægurs óvenjulega harðorða yfirlýsingu. Þar sagði að birting myndanna flokkaðist undir „smekkleysu af grófasta tagi“, sem ekki samræmdist siða- reglum breskrar blaðamennsku. Elisabet drottning var í frétta- tilkynningunni sögð vera í miklu uppnámi og allar símalínur í Buckinghamhöil rauðglóandi, er konunghollir þegnar tjáðu van- þóknun sína. Viku áður hafði Karl prins átt fund með full- trúum dagblaðanna þar sem hann þakkaði þeim sérstaklega fyrir tillitssemi í garð Díönu að undanförnu og kvaðst vona að það ástand héldist óbreytt enn um hríð. En skömmu fyrir jól barst persónuleg beiðni frá drottningu þess efnis að dregið yrði úr aðgangshörku við prins- essuna, sem væri áT erfiðu stigi meðgöngutímans og hefði auk þess, ólíkt hinum meðlimum kon- ungsfjölskyldunnar, ekki haft alla ævina til þess að venjast því að vera sífellt í sviðsljósinu. „I)í»numanía“ Sem dæmi um það hve grannt er fylgst með ferðum prinsess- unnar, eða „Díönumaníuna", eins og sumir kalla það, má nefna að um daginn brá stúlka sér inn í söluturn. Sem ekki væri í frásög- ur færandi nema fyrir þær sakir að næstu daga voru lesendur blaða á borð við Sun og Star dyggilega uppfræddir um smekk Díönu á súkkulaðikúlum og tyggi- gúmmítegundum og maðurinn sem seldi prinsessunni varning- inn Ijóstraði því upp, líkt og um ríkisleyndarmál væri að ræða, að hún hefði ætlað að kaupa kók líka en snúist hugur. Forsíðum „gulu pressunnar“ var því borgið í bili. „Fáránlegt uppistand“ Daginn eftir myndbirtingarnar og mótmælin úr höllinni báðust bæði blöðin afsökunar og hin blöðin gerðu málinu góð skil á forsíðum og jafnvel í leiðurum. Þingmenn neðri málstofunnar sendu frá sér mótmælaskjal, und- irritað af þingmönnum allra flokka, þar sem bæði blöðin voru vítt fyrir athæfið. Samviskubit The Sun risti svo djúpt að blaðið sá sig tilneytt að endurbirta myndirnar, sem reyndar voru teknar á svo löngu færi að þær hefðu getað verið af hverjum sem var. „Það var aldrei ætlun okkar að særa neinn. Ef sú er raunin þykir okkur fyrir því,“ sagði í The Sun. „Meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar eiga rétt á einkalífi líkt og aðrir, en þar á móti kemur svo réttmætur áhugi almennings, sem við verðum einnig að taka tillit til.“ Blaðið vill meina að almenningur sé þess megin í málinu og vitnar því til staðfestingar í 37 ára gamla hús- móður, „sem hringdi og sagði að myndirnar væru reglulega sæt- ar“. The Star tók í sama streng en vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið „í landhelgi", þar sem engin tilmæli hefðu borist úr höllinni um að láta Díönu í friði í fríinu. The Guardian sagði að ýmsir að- ilar í Fleet Street væru hálf vandræðalegir út af þessu máli, en nú væri breskur almenningur þó alltént vel upplýstur um það hvernig kóngafólk hagaði sér á baðströndum; sæti sumsé á sól- stólum og makaði sólolíu hvað á annað. Þá hafði Guardian eftir ritstjóra Star, L. Turner, að við- brögð hirðarinnar væru „út í hött“. „Við hefðum aldrei birt þessar myndir. Eins og á stendur á Dí- ana prinsessa rétt á að slaka á í nokkra daga án þess að fjölmiðl- ar veiti henni eftirför," sagði Dai- ly Express, sem fór þó fínna í sakirnar en sum hinna blaðanna enda eigendur Express og Star þeir sömu. The Sun er hinsvegar í eigu ástralska blaðakóngsins Roberts Murdoch. Einn af dálkahöfundum The Times lét sér fátt um finnast: „Þetta fólk hefur atvinnu af að sýna sig við ólíklegustu tækifæri og öll þessi heilaga vandlæting er jafn fáránleg og myndirnar sjálf- ar eru ómerkilegar," sagði hann og líkti uppistandinu við storm í vatnsglasi. í þættinum „What the papers say“, í BBC 1-sjónvarpsstöð sl. laugardag var „bikinimálið" tekið fyrir og fékk það jafn langan um- fjöllunartíma og deilan um afdrif The Times, sem nú stendur sem hæst. Þátturinn var í umsjón Richards Ingrams, ritstjóra Pri- vate Eye, sem er eitt vinsælasta skopblaðið í Englandi, með al- varlegu ívafi þó. Ingrams sagði Star hafa haft nauman vinning yfir Sun hvað varðaði væmni og tilgerð í myndatextum. En þar var Díana m.a. kölluð „Bahama-mamma í pínu-pínu bikiníinu sínu“. „Ann- ars standa þessir tveir keppinaut- ar nokkuð jafnt að vígi,“ sagði Ingrams. „Og fullyrðingar The Star um að Karl og Díana hafi vitað að verið var að taka af þeim myndir og staðið á sama, koma fyllilega heim og saman við lífs- reynslusögur ljósmyndaranna, sem fóru á fætur klukkan fjögur um morguninn og skriðu í gegn- um frumskógarþykkni þéttriðið brenninetlum í hálfan sólarhring með aðdráttarlinsu, sem vó hálft tonn, á bakinu til að taka myndir sem eins hefðu getað verið af herra og frú Smith á ströndinni í Blackpool." Hladamannaráðið for- dæmir myndbirtingarnar Breska blaðamannaráðið, „The Press Council", sendi i gær frá sér yfirlýsingu þar sem bæði blöðin eru vítt og sögð hafa „sett smánarblett á breska blaða- mennsku með framferði sínu“. Yfirlýsingin var birt í stórum dráttum á forsíðum margra blaða í dag. En í henni var m.a. tekið fram að The Star hafi beðið af- sökunar opinberlega, en afsökun The Sun dæmd dauð og ómerk þar sem blaðið valdi henni stað sem næst myndum af prinsess- unni, endurbirtum. Þá seldi Sun erlendum blöðum myndirnar, en Star ekki. Og hefur allt upplag af breskri útgáfu Paris Match, um 7.000 eintök, verið kyrrsett, að ósk enskra dreifingaraðila, vegna þess að þar getur að líta mynd- irnar umtöluðu. „Jafn ágeng íhlutun í einkalíf fólks og hér er um að ræða er því aðeins réttlætanleg að hún þjóni almenningsheillj" segir í ályktun Press Council. „I þessu tilfelli var síku ekki til að dreifa heldur óeðlilegri forvitni og gróðafíkn." -Wesaveyoumonsyandsijrveyooright 4 1<,;■ **na» . >■'„< v, tvx ixy.f, «. TV, »»•> ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.