Morgunblaðið - 07.03.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
39
Itluliilr
íKaupmannahöffn
✓✓
u
Snorrabraut Glæsibæ
Miövangi - Hafnarfirði
Austurstræti 10
sími: 27211
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Á myndinni eru félagar Sinnhoffer
strengjakvartettsins.
lagsmenn hafa lengst af verið á
þriðja hundrað og félagsgjöldum
hefur verið stillt í hóf, en af því
leiðir að klúbburinn hefur aldrei
haft mikil fjárráð. Hann hefur
því orðið að treysta á góða sam-
vinnu við íslenska tónlistar-
menn, þó að þeir hafi oft fengið
litla umbun fyrir störf sín.
Nokkrum sinnum hafa erlend
sendiráð gert klúbbnum fært að
fá hingað erlenda tónlistarmenn
á þriðjudag verða tónleikar á
vegum klúbbsins í Bústaða-
kirkju. Þar mun Sinnhoffer-
kvartettinn frá Þýskalandi
flytja sex kvartetta eftir klass-
ísk tónskáld frá ýmsum tímum.
A efnisskránni í kvöld verða
flutt verk eftir Gregor Josef
Werner, Beethoven og Brahms,
en á þriðjudaginn leikur kvart-
ettinn verk eftir Schubert,
Haydn og Shostakovitch.
Sinnhoffer-kvartettinn heim-
sækir nú Kammermúsíkklúbb-
inn í annað sinn. En félagan
kvartettsins starfa allir í
Múnchen.
Nú bjóðum við ýmsa möguleika fyrir fermingarnar. Tweedjakkar frá kr. 900.—, buxur kr. 450.— og
prjónavesti kr. 150.—, eða buxur og vesti og sportblússur íýmsum gerðum og verðum. Og auðvitað er
skyrtan og bindið með klút í stíl ásamt skónum á sama stað.
Kammermúsíkklúbburinn 25 ára
Á ÞESSU ári er Kammermúsík-
klúbburinn 25 ára. Hann var stofn-
aður snemma árs 1957. Tilgangur-
inn var að gangast fyrir flutningi
klassískra kammertónverka, eink-
um þeirra sem litlar líkur voru til
að aðrir aðiljar kæmu á framfæri.
Þau tónverk, sem flutt hafa verið á
vegum klúbbsins, eru því framar
öllu fyrir fámenna hópa, einkum
tríó, kvartettar og kvintettar.
Forgöngumenn um stofnun
Kammermúsíkklúbbsins voru
Guðmundur W. Vilhjálmsson og
Magnús Magnússon prófessor,
ásamt Ragnari Jónssyni í
Smára, Ingólfi Asmundssyni og
Hauki Gröndal, en Árni Krist-
jánsson píanóleikari og Björn
Ólafsson fiðluleikari voru for-
sjármenn um tónlistarval og
flutning lengi framan af starf-
semi klúbbsins.
Klúbburinn hefur síðan starf-
að óslitið í 25 ár og haldið að
jafnaði 4—5 tónleika á vetri. Fé-
sem komið hafa fram á vegum
klúbbsins.
Megináhersla hefur ávallt ver-
ið lögð á að vanda til efnisvals á
tónleikum klúbbsins og reynt að
flytja úrvalsverk allt frá bar-
okkskeiðinu fram á okkar daga.
Á fyrri árum klúbbsins voru
stundum flutt verk fyrir kamm-
ersveitir, t.d. Brandenborgar-
konsertar Bachs og verk eftir
Vivaldi, en með tilkomu Kamm-
ersveitar Reykjavíkur lagðist
það af. Stöku sinnum hafa verið
fluttar raðir einleiksverka, sem
aðrir hefðu naumast staðið að,
t.d. allar einleikssvítur Bachs
fyrir cello, sem Erling Blöndal
Bengtsson hefur tvívegis flutt
fyrir klúbbinn. Mesta átak, sem
klúbburinn hefur gert á svipuðu
sviði, er flutningur allra strok-
kvartetta Beethovens á árunum
1976—1978, en þeir höfðu þá ekki
verið fluttir í heild hér siðan
strengjakvartett Adolfs Busch
flutti þá á vegum Tónlistafélags-
ins 1946.
Síðustu árin hafa flestir tón-
leikar klúbbsins verið haldnir í
Bústaðakirkju, sem er hið ágæt-
asta tónleikahús; hins vegar hef-
ur orðið að leita í aðra staði þeg-
ar á píanói hefur þurft að halda.
Reykjavíkurborg og mennta-
málaráðuneytið hafa undanfarið
styrkt starfsemi Kammermús-
íkklúbbsins með fjárframlögum.
í forsvari fyrir félagsskapinn
eru nú dr. Jakob Benediktsson,
Þórarinn Guðnason læknir, Ein-
ar B. Pálsson prófessor og Guð-
mundur W. Vilhjálmsson.
I dag, sunnudaginn 7. mars, og
Al'ta.YSINCASIMINN KR:
22410
R:@