Morgunblaðið - 07.03.1982, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982
STEINÞÓR ODDSSON,
lést ?6. (ebrúar aö Elliheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Bú
staðakirkju mánudaginn 8. mars kl. 13.30.
Laugheiður Jónsdóttir
og börn.
t
Astkær eiginkona mín,
GUÐRUN MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR HUMPHREYS,
veröur jarðsungin frá Aöventista-sjöundadagskirkjunni, mánudag-
inn 8. marz nk. kl. 15.00.
John Humphreys.
t
Hjartkær eiginkona mín, dóttir, móöir, tengdamóöir og amma,
GUÐRÍDUR BJÖRNSDÓTTIR,
Hóaleitisbraut 81,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 10. mars kl.
13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
Ólafur H. Jónsson, Steínunn Pólsdóttir,
Guðrún B. Ólafsdóttir,
Anna M. Ólafsdóttir,
Herþrúður Ólafsdóttir,
Steinunn Þ. Ólafsdóttir, Siguröur Geirsson,
Ásta Jenný Siguröardóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Eyöi-Sandvik,
sem lést þann 26. febrúar, veröur jarösunginn frá Stokkseyrar-
kirkju, laugardaginn 6. marz kl. 2 e.h.
Kristín Bjarnadóttir,
Jón Guömundsson,
María H. Guðmundsdóttir,
Siguröur Guömundsson, Eygló Gunnlaugsdóttir,
Kristmann Guömundsson,
Bjarni Guömundsson, Rannveig Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum hjartanlega alla samúö og vináttu viö fráfall eiginmanns
míns, fööur, stjúpföður, tengdaföður, afa, bróöur og tengdasonar,
VILHJÁLMS JÓNSSONAR,
vélstjóra,
Álftamýri 48.
Agatha H. Erlendsdóttir,
Vilhjólmur Vilhjólmsson, Lórus Jóhannesson,
Ólafta B. Davíösdóttir, Jóhannes Jóhannesson,
Anna B. Davíösdóttir, Sighvatur Bl. F. Cassata,
Erlendur Davíösson, Elsa K. Gunnlaugsdóttir,
barnabörn, systkini og tengdaforeldrar.
t
Hjartanlega þökkum viö öllum hinum fjölmörgu sem auösýndu
okkur samúö og vinarhug við andlát og útför
JÓHANNESAR KOLBEINSSONAR,
Furugeröi 1, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til Feröafélags islands, fyrir auösýnda viröingu,
einnig þökkum viö læknum og hjúkrunarfólki á deild A3, Borgar-
spitala, fyrir mikla hjálp og hlýhug í veikindum hans.
Valgerður K. Tómasdóttir,
Björg Ágústsdóttir, Svanur Ágústsson
og aörír vandamenn.
t
Þökkum hjartanlega öllum vinum og vandamönnum hlýhug og
samúöarkveöjur viö andlát og útför
KRISTJÖNU SIGRÍÐAR JÓSEFSDÓTTUR
fró Ormslóni.
Þökkum læknum og starfsfólki 6-A Borgarspítalans fyrir alla hjálp-
ina í veikindum hennar. Guö blessi ykkur öll.
Jóhann Ó. Jósefsson,
Vigdís Siguröardóttir, Sigtryggur Þorlóksson,
Jósef Kristjónsson, Ásrún Einarsdóttir,
Ólína í. Kristjónsdóttir, Gunnar Snorrason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Vigfús Jakobsson
frá Hofi - Minning
Hinn 14. janúar þessa árs lést á
heimili sínu í Oakland t Kali-
forníu, Vigfús Jakobsson.
Vigfús var fæddur að Hofi í
Vopnafirði 2. desember 1921.
Hann var því nýlega orðin sextug-
ur þegar hann lést.
Faðir Vigfúsar var séra Jakob
Einarsson, sem var prófastur að
Hofi í Vopnafirði í marga áratugi.
Hann tók þar við embætti eftir
föður sinn, séra Einar Jónsson,
sem síðast var þar prófastur en
var áður prófastur að Kirkjubæ í
Hróarstungu. Einar Jónsson var
þingmaður Norðmýlinga og er
höfundur ætta Austfirðinga eins
og margir þekkja.
Móðir Vigfúsar var Guðbjörg
Hjartardóttir frá Ytra-Álandi í
Þistilfirði. Faðir hennar var
Hjörtur Þorgilsson, hreppstjóri
þar, en í móðurætt var hún af
Krossavíkurætt.
Vigfús tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1941. Þá voru allar leiðir lokaðar
til Evrópu til framhaldsnáms og
fór hann því til Bandaríkjanna.
Hafði Vigfús áhuga á skógrækt og
nam hann skógarfræði við háskól-
ann í Seattie, nyrst á vesturströnd
Bandaríkjanna. Lauk hann þar
prófi nokkrum árum síðar með
gráðunni „Master of Forestry",
sem mætti kalla skój?fræðingur.
Á síðustu námsárum sínum fór
Vigfús nokkrar fræsöfnunarferðir
til Alaska á vegum Skógræktar
ríkisins. Safnaði Vigfús í þessum
ferðum fræjum og græðlingum af
mörgum þeim tegundum trjá-
plantna og runna, sem hingað
hafa verið fluttar frá Alaska og
prýða nú okkar gróðursnauða
land. Einnig stundaði Vigfús þessi
sumur aðra vinnu í Alaska til þess
að greiða námskostnað sinn. Var
sú vinna við nýtingu skóga eða
skógarhögg og vinnslu timburs, en
það var meginefni námsins við há-
skólann í Seattle. Prófritgerð
Vigfúsar við skólann var um
möguleika á flutningi trjátegunda
frá Alaska til íslands.
Ætlun Vigfúsar með námi sínu
var að starfa við skógræktina hér
á landi. Starfaði hann tvö ár fyrir
Skógrækt ríkisins hér að loknu
námi, en hélt þá aftur utan til
vesturstrandar Bandaríkjanna.
Bæði var hér takmarkaður vett-
vangur fyrir það nám sem hann
stundaði og einnig hafði vestur-
strönd Ameríku heillað hann með
allri sinni náttúrufegurð og mögu-
leikum. Á fyrstu árum sínum vest-
an hafs vann Vigfús við uppsetn-
ingu á sögunarmyllum og við nýt-
ingu skóga og timburs. Síðar fór
hann yfir í að byggja og selja
íbúðarhús. En sú starfsemi hefur
löngum fylgt íslendingum þar um
slóðir. Byggði Vigfús á þessum ár-
um fjölda íbúðarhúsa, bæði á Oak-
land-svæðinu við San Fransisco og
norður í Seattle. Mikill uppgangur
var á þessu sviði lengi vel, bæði
vegna mikilla flutninga fólks til
Kaliforníu úr öðrum hlutum
Bandaríkjanna og uppbyggingar
flugvélaiðnaðarins í Seattle. Nú á
seinni árum, þegar byggingariðn-
aðurinn dróst saman, hætti Vigfús
þessari byggingastarfsemi og rak
þau hús er hann byggði síðast sem
leiguhúsnæði.
Vigfús starfaði mikið fyrir ís-
lendingafélagið á San Fransisco-
svæðinu og var lengi í stjórn þess
eða formaður. Hann var einnig
lengi í stjórn Óperufélagsins í
Oakland.
Vigfús var einn þeirra manna er
ætíð bera utan á sér svip íslend-
ings, þó dvalið sé lengi meðal ann-
arra þjóða. Hann hafði mikinn
áhuga á tengslunum við landa
sína, bæði í Kaliforníu og hér á
landi. Þó hann dveldi meira en
hálfa ævi sína í Bandaríkjunum,
mátti ekki heyra á íslensku hans
hin minnstu áhrif enskunnar.
Hann var mjög frískur og at-
hafnasamur í lífi sínu og athöfn-
um. I samskiptum sínum við aðra
var hann allra manna reiðubún-
astur til að greiða götu annarra.
Hann kom til dyranna eins og
hann var klæddur og tryggur vin-
um sínum.
Vigfús var mikill áhugamaður
um flug og átti oftast einkaflugvél
eða hlut með öðrum. Flaug hann
sjálfur víða um Bandaríkin, vest-
urströndina, til Kanada og Al-
aska. T.d. má nefna, að þegar
hann byggði hús í Seattle en bjó í
Oakland, flaug hann heim á lítilli
einkaflugvél um hverja helgi, ým-
ist einn eða með þá er fyrir hann
unnu. Þetta er álíka löng leið og
frá Reykjavík og suður fyrir
landamörk Skotlands og Engl-
ands. Hann átti þann draum að
fljúga frá Kaliforníu til íslands og
+
Viö þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö
andlát og útför litla drengsins okkar, sem andaöist hinn 19. febrú-
ar sl.
Petrína Ottesen, Haukur Jónsson,
Dagný Hauksdóttir og aðrir vandamenn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
FANNEYJAR LOVÍSU JÓNSDÓTTUR.
Sigurður Þorlóksson,
Sverrir Þorláksson, Kristjana Guömundsdóttir,
Kolbrún Þorléksdóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö viö andlát og útför systur
okkar,
HALLDÓRU DANÍELSDÓTTUR,
Hétúni 12.
Systkinin
skoða merki um byggðir norrænna
manna á Nýfundnalandi og Græn-
landi í leiðinni.
Vigfús giftist Paulu McKinnley,
sem var úr einni af fyrstu land-
nemafjölskyldunni sem komst
vestur yfir Klettafjöllin. Varð
þeim ekki barna auðið og þau
skildu.
Undirritaður dvaldist við nám í
Berkeley veturinn 1964—’65.
Kynntist hann þá Vigfúsi og tókst
þá vinátta sem staðið hefur til
þessa dags. Reyndist Vigfús hon-
um sem besti vinur og gerði allt til
að gera honum dvölina þar vestra
sem áhugaverðasta. Var þá t.d.
flogið í flugvél hans um Kaliforníu
eða farið á laxveiðar fyrir utan
Golden Gate. í tveim síðustu
heimsóknum Vigfúsar hingað til
lands fórum við saman í hesta-
ferðir inn á afrétti og gistum í
leitarmannakofum. Kom þá í ljós
að hann var vanur hestaferðum og
afburða hestamaður, sem óþægum
hestum þýddi lítið að sýna neinar
kúnstir. Bjó hann þar að reynslu
sinni frá æskuárunum þegar hann
var sendur af föður sínum frá
Hofi í Vopnafirði, einn með 10—20
hesta, til móts við gesti til Möðru-
dals, eða um 60 km leið.
í seinni ferðinni, í ágúst 1980,
var ætlunin að ríða kringum
Heklu, en sú ferð raskaðist, þar
sem Hekla gaus á þeirri stundu er
við ferðafélagar komum að rótum
fjallsins við Haukadal. Má því
segja að landvættirnar hafi kvatt
Vigfús svo jörðin hafi skolfið í síð-
ustu heimsókn hans hingað til
lands.
Ég vil svo að lokum votta öllum
hans nánustu, systur hans, Ing-
unni Black, náinni vinkonu, Fay
Roth, og ættmennum, mína inni-
legustu samúð vegna fráfalls vin-
ar míns.
Bergsteinn Gizurarson
Vigfús Jakobsson var fæddur að
Hofi í Vopnafirði 2. desember 1921
og var því nýorðinn 60 ára er hann
lést af hjartaslagi á heimili sínu í
Oaklandi í Kaliforníu þann 14.
janúar 1982.
Foreldrar hans voru hjónin
Guðbjörg Hjartardóttir frá Ytra-
Álandi í Þistilfirði og Jakob Ein-
arsson, prestur og síðar prófastur
að Hofi í Vopnafirði.
Guðbjörg móðir hans stundaði
kennslustörf á sínum yngri árum
frá 1908—1919 og síðast í Vopna-
firði við barnaskólann, þar til þau
Jakob giftust. Hún var röggsöm
kona og stjórnsöm enda í mörg
horn að líta á stóru heimili.
Jakob vígðist fyrst sem aðstoð-
arprestur til föður síns síra Ein-
ars Jónssonar, prófasts að Hofi,
en tók svo við af honum er hann
lét af störfum.
Séra Einar afi okkar gat því í
ríkara mæli einbeitt sér að því að
Ijúka sínu mikla verki, Ættum
Áustfirðinga, sem Jakob samdi
síðan nafnaskrá við á seinni hluta
sinnar ævi og Benedikt Gíslason
frá Hofteigi, sá alkunni atorku- og
fræðimaður, sá um útgáfu á. Fjöl-
mennt var á Hofi á þeim árum, oft
um og yfir 30 manns, einkum á
sumrin þegar kaupafólk bættist
við, enda þrjár og jafnvel fjórar
fjölskyldur á bænum.
Þar upplifðum við börnin mörg
ævintýri bæði við leik og störf. Við
vorum ekki gömul þegar farið var
að notast við okkur til að reka
kýrnar á morgnana og sækja þær
á kvöldin. Seinna fengum við svo
meiri alvörustörf, svo sem að
hjálpa til við heyskapinn o.fl. Við
vorum ekki lítið upp með okkur
börnin þegar við fengum að heyja
á eigin spýtur, slá, þurrka og
flytja heim, enda kapp í liðinu.
Uffi, eins og hann var kallaður af
sínum nánustu, ólst upp í for-
eldrahúsum þar til hann hóf nám
við Menntaskólann á Akureyri
1936 og raunar lengur, því alltaf
kom hann heim á sumrin og vann
að heyskapnum.
Hann var snemma laginn að
fást við vélar þær sem þá voru
komnar til heyskapar og hafði
gott lag á hestum, enda hafði
hann yndi af þeim, vissi hvað þeir
þoldu og hvað mátti bjóða þeim.
Vigfús tók próf upp í 2. bekk
Menntaskóla Ákureyrar og varð
því gagnfræðingur 1938 en stúdent