Morgunblaðið - 07.03.1982, Síða 46

Morgunblaðið - 07.03.1982, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. MARZ 1982 að var 25. marz 1980. Flugvél frá Kaupmannahöfn lenti á flugvellinum í Glasgow. Með vélinni var sending — böggull sem lét lítið yfir sér. Samt varð uppi fótur og fit um leið og vélin nam staðar fyrir framan flugstöðvarbygging- una. Þessi böggull hafi forgang. Það var hlaupið með hann í gegnum tollinn og út í bíl sem síðan var ekið með miklum hraða eftir þröngum og drungalegum strætum borgarinnar unz hann nam staðar fyrir framan Viktoríu-sjúkrahúsið þar sem bögglinum var komið í hendur Tom McAll- isters læknis. Það var Interferon — örlítið magn — sem átti að nægja handa tveimur litlum drengjum í skamman tíma. Þessi ögn hafði kostað sem svarar 30 þúsund krónum og það hafði tekið McAllister marga mánuði að særa hana út úr Kierulf Neilson, forstöðumanni Interferon- rannsóknarstofunnar í Danmörku. McAll- ister hafði til meðferðar tvo unga drengi sem báðir voru með banvænt krabbamein. Þeir voru mjög þjáðir og meðteknir af sjúkdómnum. Það eina sem hugsanlega gat komið að gagni var Interferon. Um leið og lyfið barst var farið að gefa drengjun- um það, en 12. apríl efndi McAllister til blaðamannafundar, sem varð til þess að brezk læknastétt stóð agndofa. Annar sjúklingurinn, sem var með svo slæmt æxli í innra eyra að andlit hans var með öllu óþekkjanlegt „var farinn að sjá með vinstra auga í fyrsta skipti í tvo mánuði og vinstra eyrað var farið að taka á sig ein- hverja mynd. Heilsufar hans að öðru leyti hafði tekið algjörum stakkaskiptum." Brezku blöðin gengu af göflunum: Krabbamein læknað! Töfralyf bjargar dreng! Interferon er undralyf! Kraftaverk í Glasgow! Símarnir í sjúkrahúsunum i Glasgow hoppuðu á borðunum. örvæntingarfullt fólk grátbændi læknana um Interferon til að bjarga ástvinum sínum. Krabbasjúkl- ingar grétu og buðust til að leggja fram aleigu sína — hvað sem væri — fyrir nokkra dropa af lyfinu. Æst fólk þyrptist að læknunum með brigzlum um að þeir væru að hamstra lyfið handa fáeinum út- völdum. Það endaði með því að heilbrigð- isráð borgarinnar sá sér ekki annað fært en að birta opinberlega tilmæli til almenn- ings um að láta af ásókninni. Fyrstu viðbrögð brezkra vísindamanna yfirleitt voru efablandin, en síðan kom mörgum þeirra saman um að of fljótt hefði verið farið að beita Interferoni í barátt- unni gegn krabbameini. Áður en langt um leið gaf hin brezka Samræmingarstofnun krabbameinsrannsókna út þessa orðsend- ingu: „Þar sem krabbameinssjúkdómar eru al- gengir — um 145 þúsund Bretar deyja úr þessum sjúkdómum á ári hverju — eru fáir sem ekki kynnast persónulega þeim gifurlegu erfiðleikum sem aðstandendur og vinir krabbameinssjúklinga fá að reyna. Samúðin er því einlæg með þeim sem frásagnir blaða, útvarps og sjónvarps hafa vakið vonir hjá og þeim sem hafa síðan gert örvæntingarfullar tilraunir til að útvega Interferon. Eigi að síður verðum við að hafa biðlund — því að svo lítið magn af Interferoni er fáanlegt og það sem fæst er óheyrilega dýrt, en vandlega skipulagð- ar tilraunir hljóta aö hafa forgang, þannig að unnt verði að komast að því hversu áhrifarikt lyfið er í raun og veru, um leið og leiða er leitað til að framleiða það á einfaldari hátt. Þessi visindalega gagnárás hafði ekki mikil áhrif, en þegar fyrsti sjúklingur McAllisters lézt er hann hafði fengið lyfið í tvær vikur og „Daniel", drengurinn sem hafði tekið svo miklum stakkaskiptum, andaðist sl. sumar, komst kyrrð á. „Ég gat ekki annað sagt en það,“ sagði læknirinn, „að við gerðum allt sem hægt var.“ Interferon er náttúrulegt efni, sem flestar frumur í mönnum og dýrum geta framleitt án þess þó að gera það nema stöku sinnum og þá í svo litlum mæli að 270 blóðgjafir þarf til að vinna úr Interferon sem nægir sjúklingi í fáeinar vikur. Þar við bætist að vinnsla efnisins úr blóði manna er gífurlega flókið og tímafrekt verk. Það litla sem hingað til hefur verið hægt að framleiða af efninu hefur farið í stranglega takmarkaðar rannsóknir á ákveðnum krabbameinssjúkdómum, en af- leiðingin er m.a. sú að á þessu stigi máls- ins er harla lítið vitað um það hvert nota- gildi efnisins kann að geta orðið. Þó eru miklar líkur á því að það komi að gagni í viðureigninni við hina ýmsu veirusjúk- dóma og margir gera sér vonir um að hér sé loks komið efni sem dugir við venjulegri kvefsótt, en þeir eru fáir sem hafa ekki talsvert af þeim kvilla að segja. Hingað til hafa vísindamenn einungis getað leyft sér að láta sig dreyma um að nota Interferon gegn kvefi og flensu svo dæmi séu nefnd um tiltölulega saklausa sjúkdóma, en nú er útlit fyrir að senn verði það ekki svo fjarlægur möguleiki. Tekizt hefur að finna aðferð til að búa til Inter- feron í rannsóknarstofum, en í aðalatrið- um felst sú aðferð í sameiningu litninga. Sumir visindamenn eru jafnvel svo bjart- sýnir að gera ráð fyrir því að Interferon- raunir á verða enn um hríð innan við 1% þeirra sem haldnir eru krabbameini. En ef til væri nóg af Interferoni, þannig að allir gætu fengið það, væri krabbamein þar með úr sögunni? Þótt undarlegt megi virðast er þessi spurning út í hött. Þótt oft sé talað um krabbamein sem einn ákveðinn ógnvald þá stenzt sú orðnotkun ekki vísindalega. Við krabbameini getur tæpast orðið um að ræða eitt læknisráð eða eitt læknislyf þvi að krabbamein er ekki einn tiltekinn sjúkdómur. Hér er í rauninni um að ræða fjöldann allan af sjúkdómum, sem eiga sér hinar margvíslegustu orsakir, en það sem þeir eiga allir sameiginlegt eru hinar óút- magnið sem læknavisindin hafa til ráð- stöfunar allt að fimmþúsundfaldist á þessu ári vegna þessa vísindaafreks. Hvort sem sú spá stenzt eða ekki er óhætt að gera ráð fyrir því að innan skamms muni aðstæður gerbreytast, en fyrst í stað verð- ur megináherzla lögð á rannsóknir, og þá fyrst og fremst á því hvaða krabbameins- sjúkdóma sé hægt að eiga við með efninu. í öðru lagi verða gerðar tilraunir með nýjar Interferon-tegundir. Hingað til hefur allt Interferon sem notað er í tilraunum með mannslíkamann verið unnið úr ræktuðum frumum en innan skamms verður farið að búa til Interferon úr sóttkveikjum þar sem frumum hefur verið breytt með aðstoð litninga. Þrátt fyrir framfarir á þessu sviði er þó ekki útlit fyrir að í bráð standi Interferon til boða hverjum sem hafa vill. Þeir krabbameinssjúklingar sem fyrirsjáan- lega verður hægt að gera Interferon-til- reiknanlegu frumubreytingar sem fara að eiga sér stað um leið og sjúkdómurinn kviknar, svo og það að frumur glata sér- hæfileikum sínum þannig að þær hætta að geta gegnt ætlunarverki sínu. Sumir hafa gert sér í hugarlund að einn góðan veðurdag sigrist læknavísindin á krabbameini, rétt eins og þegar fundin var leið til að verjast lömunarveiki og ýmsum smitsjúkdómum, en samanburður af þessu tagi á hér ekki rétt á sér. Lömunarveiki er ákveðinn og afmarkaður sjúkdómur með auðþekkjanleg einkenni og orsök þessa sjúkdóms þekkt, þ.e. honum veldur utan- aðkomandi sóttkveikja. Líkaminn reynir að losa sig við þessa utanaðkomandi árás og ónæmisefnið hjálpar honum til að gera það. Aftur á móti sprettur krabbamein af svo margvíslegum og dularfullum rótum að mjög erfitt er að grafast fyrir um þær, hvað þá að skera á þær. Og það sem meira er — það er talið að undirræturnar eigi sér VOLVO 343 DL 345 DL 'Ryðvörn er innifalin I verði Hjá öðrum eru gæði nýjungr hjáVolvohefð! Á meðan aðrir bjóða „litla bíla" á u.þ.b. 150.000 krónurbjóðum við Volvo 540 í þremur mis- munandi útfærslum. Petta eru dæmigerðirVolvoar, þarsem gæðin sitja í fyrirrúmi, en verðið er lægra en flestir gera sér í hugarlund. Pað er ekki á hverjum degi, að þú getur fest kaup á nýjum Volvo fyrir lægra verð en almennt gerist og gengur á bílamarkaðnum. Volvo 540 bílarnir eru allir fram- eiddir samkvæmt gæða og öryggiskröfum Volvo - munur- inn liggur í hurðum, innrétt- ingum, hestöflum og gírkassa. Þú getur valið á milli 2ja vélar- stærða í Volvo 545 og 545. Annars vegar er um að ræða Volvo B14. Pað er snörp vél og lipur, 70 hestöfl DIN. B14er hljóðlát og viðbragsðgóð 1,41 vél. Hinn kosturinn heitir Volvo B19. Það er kraftmeiri vél, sem margir sækjast eftir. B19 er 95 hesöfl DIN og 2 lítra. Volvo 540 bílarnir eru allir bein- skiptir, - með 4ra gíra Volvo gír- kassa. Þá má einnig fá bílana sjálfskipta. Bæði beinskiptu og sjálfskiptu gírkassarnir eru við afturöxul, en það er einmitt lykillinn að frábærum þyngdar- hlutföllum Volvo 540.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.