Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 1

Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 1
Sunnudagur 28. marz Bls. 49-96 Sophia Loren sem nú er 48 ára, stendur nú á krossgötum í lifí sínu. Hún ræðir hér opinskátt við blaðakonuna Diane de Dubovay um skoðanir sín- ar á ástum og hjónabandi. Viðtalið birtist í banda- ríska blaðinu Los Angeles Times í janúarlok sl. Vil gera tilraunir með nýjan lífsstil varð sú, að hún reyndi ekki að draga fjöður yfir sannleiksgildi þessa orðróms. Arum saman höfðu þeir, sem gerst þekktu til, vitað að hið fullkomna hjóna- band Carlo Ponti og Sophiu Loren var fjarri því að vera fullkomið. Ýmsar ástæð- ur liggja til þess að Sophia Loren hefur verið mjög ófús að ræða opinberlega sögu- sagnir um ástarævintýri eiginmanns síns og helzt hefur hún viljað leiða þau hjá sér. Fátækt, niðurlæging og öryggisleysi æsku- áranna hafa magnað þrá hennar eftir ör- yggi og jafnvægi, eða svo hefur hún sjálf skýrt frá. Frá fornu fari hafa evrópskar konur fyrirgefið eiginmönnum sínum ðtryggð í hjúskap og sett eigið öryggi og samstöðu fjölskyldunnar ofar skamm- vinnri rómantík. Hjónabandið ekki keppikefli Á yfirborðinu virðist Sophia Loren fyrirgefa manni sínum. Hins vegar virðist Ponti ekki hafa áttað sig á, hversu mjög ástarævintýri þau, sem hann dró litla dul á, særðu stolt konu hans og ollu trúnaðar- bresti í samskiptum þeirra. Fyrir fjórum árum virtist hún farin að endurskoða sína bjargföstu sannfæringu um að hjónaband væri bezta trygging kon- unnar í fjárhagslegu og tilfinningalegu til- liti. Nú sagði hún við mig: „Fyrir tuttugu árum dreymdi allar kon- ur um að giftast. Mig líka. En ég held, að það mikilvægasta í lífinu sé að hitta mann, sem maður dáir og virðir. Það er mjög sjaldgæft. Ef kona er svo heppin að hitta slíkan mann gæti svo farið að hún giftist honum. En mér er hjónabandið ekkert keppikefli lengur. Það er sambandið milli karls og konu, sem mestu skiptir, en ekki það, hvaða samkomulag þau gera sín á milli.” Beizkjan í garð Ponti situr enn í henni. Sophia Loren hefur greinilega engu gleymt. í fyrstu virtist hún ákveðin í þí að öðlast sómatilfinningu að nýju með því að gjalda Ponti við líku líkt. Sumarið 1979 sást hún á almannafæri í París ásamt myndarlegum frönskum pop-söngvara. Fregnir hermdu að þar áður hefði hún sézt í fylgd með ítölskum leikara. Þegar hér var komið sögu virtist hjóna- band þeirra Sophiu Loren og Carlo Ponti vera nánast nafnið tómt. Það táknaði lítið meira en sameiginlegt heimilisfang og sameiginlegt forræði fyrir börnum og eignum, en báðir aðilar fóru sína leið eftir því sem þeim þóknaðist. nÉg hef verið svo einmana í lífi rnínu," trúði Sophia Loren mér fyrir í samtali, sem við áttum fyrir skömmu. Rödd hennar var þrungin samblandi af trega og óþol- inmæði. „Að nokkru leyti hefur þetta stafað af vinnu minni," sagði hún. „Ég var alltaf fjarri ástvinum mínum í einhverju hótel- herbergi, alein, með handrit í höndum, og þetta var ekkert nema vinna, vinna, vinna. Ég skynjaði einveru mína í gegn um merg og bein og ég reyndi að njóta hennar — jafnvel þótt ég vissi að það var nokkuð sem ung kona ætti ekki að gera. En ég var mér meðvitandi um mikla ábyrgð. Þess vegna var líf mitt helgað vinnunni — ekki aðeins i eitt, tvö eða þrjú ár — heldur í tuttugu eða tuttugu og fimm ár.“ Hún þagnaði andartak og virtist rifja upp fyrir sér þá miklu fórn sem hún hefur fært í gegn um árin og einnig þá breyt- ingu, sem hefur nýlega orðið í lífi hennar; skyndilegan búferlaflutning frá París til Genfar; þrálátan orðróm um ástarbríma hennar og virts fransks læknis; yfirvof- andi aðskilnað við Ponti, stoð hennar og styttu og eiginmann í 28 ár; og — færi hún frá Ponti — líkurnar á því að hún missti umráðarétt yfir heittelskuðum börnum sínum, Carlo yngri, 13 ára, og Edoardo, níu ára. „Ég er ennþá einmana," hélt Sophia áfram, „mér fellur einveran sjálf. En nú brenn ég í skinninu eftir annars konar lífi.“ Rödd hennar varð ákveðnari. „Ég vil gera tilraun með nýjan lífsstíl. Maður lifir aðeins einu sinni. Og maður verður að reyna að njóta þess til fullnustu." „Hvað finnst eiginmanni þínum um þær breytingar, sem þú ert að gera á lífi þínu?“ spurði ég. „Maðurinn minn hefur unnið alla sína ævi og það er ógerningur að breyta honum. Hann er bara svona. En ég hef annars konar þarfir. Ég er ennþá mjög ung í anda og ég bíð eftir því að lífið færi mér eitt- hvað óvænt." Brestir í hjónabandi Fyrstu fundir okkar Sophiu höfðu verið fjórum árum áður. Þá átti ég' við hana viðtal á heimili hennar í París, ríkmann- legu húsi í barrokstíl á Avenue George V steinsnar frá Champs-Elysees. Þá hafði ég þótzt finna bresti í hjónabandi hennar og Carlo Ponti, en svo virtist sem djúp gjá hefði myndazt milli hjónanna. Opinber- lega hafði hún lýst því yfir, stolt og varkár eins og henni var lagið, að engin vandamál hefðu gert vart við sig í hjónabandinu. Hún gaf ýmsar skýringar á þeim sögu- sögnum, svo sem þær, að blöðin hefðu blásið út fréttir af því að Ponti hefði daðr- að við ítalska leikkonu, og að hann ætti í lagalegum þrætum við yfirvöld á Ítalíu. En þegar ég hafði orð á þessum sögusögn- um virtust þær koma illa við hana og hún fór í fyrstu undan í flæmingi. Á svipaðan hátt brást hún við spurningum um meint ástarsamband hennar sjálfrar. Raunin Borgarstjórinn í Sévres dregur gnt- ingarhringinn á fingur Sophiu er hún gift- ist Carlo Ponti. Ast við fyrstu sýn Sagt er að fundum þeirra Sophiu Loren og dr. Etienne-Emile Baulieu hafi borið saman í desember 1980. Það voru sameig- inlegir vinir, sem kynntu þau og þessir sömu vinir hafa skýrt frá því, að þar hafi orðið ást við fyrstu sýn á báða bóga. Dr. Baulieu var mikilsmetinn sérfræðingur í Sjá nánar á miðopnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.