Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
61
Árarnir á Deygiferð.
dagsins í dag. Músíkin verður
sögurþráðsins vegna að undir-
strika það sem er að gerast á
sviðinu hverju sinni og mér
finnst það hafa tekist. Tónlistin
fellur mjög vel að textanum, held
ég.
Þetta hefur verið okkur hér góð
og dýrmæt reynsla og umfram
allt skemmtileg. Þó held ég að
þetta hefði ekki verið framkvæm-
anlegt nema vegna sannfær-
ingarkrafts Báru. Hún er svo
sannfærð um að þetta takist
allt,“ sagði Árni Scheving. Bára
heyrði þessi síðustu orð hans og
sagði brosandi: „Þið eruð alveg
frábærir."
„En ég kalla það nokkuð gott
að vera komin þetta langt með
Jass-Inn þar sem ekki var farið
að byrja á þessu af alvöru fyrr en
rétt fyrir jólin," sagði svo Árni í
lokin.
Það mæðir mikið á Pálma
Gunnarssyni hljómlistarmanni í
dans- og söngleiknum Jass-Inn.
Hann fer með ein sex mismun-
andi hlutverk og hendist inn og
út af sviðinu eins og jójó. Pálmi
er ekki alóvanur söngleikjum því
hann lék í Jesus Christ Superstar
í Austurbæjarbíói á sínum tíma,
engu minna hlutverk en þann
óhamingjusama Júdas.
„Eg er hluti af örlagaþræði
ungu hjónanna," sagði Pálmi. „Ég
birtist þeim í líki allra handa
vandamála og erfiðleika, sem þau
þurfa að yfirstíga. Ég er þeirra
örlagavaldur án þess þó að troða
neinu upp á þau. Þau verða sjálf
að velja og hafna.
Þetta er ekkert ósvipuð vinna
og í Superstar. Þetta er hópvinna,
en hérna eru allt aðrar aðstæður
en voru þá. Fólkið sem tekur þátt
í þessari sýningu bæði á sviði og
baksviðs hefur sýnt af sér ótrú-
legan dugnað. Ég er mest hissa á
MorgunblaAiA/ Kristján Einarason.
Þær eru margar freistingarnar í vegi
hjónanna.
því að þetta fólk skuli vera uppi-
standandi ennþá. Það er ég viss
um að fáir hafi þurft að vinna við
eins lélegar aðstæður og við höf-
um þurft að vinna við. Þetta „sjó“
er kraftaverk," sagði Pálmi.
Aðalkvenhlutverkið í dans- og
söngleiknum er stúlka að nafni
Sigrún Waage með á sinum herð-
um. Hún hefur verið í Jassball-
etskóla Báru í tvö og hálft ár.
Einnig hefur hún verið í List-
dansskóla Þjóðleikhússins og
leikið nokkur minniháttar hlut-
verk í Þjóðleikhúsinu „frá barns-
aldri".
„Ég leik nýgifta unga stúlku,
sem gengur bara undir nafninu
Hún og getur allt eins verið sam-
„Hvað var það sem þau gerðu rangt?“ Guðbergur Garðarsson og Sigrún
Waage.
nefnari fyrir allar þær ungu
stúlkur, sem eru að stofna heimili
með mönnum sínum,“ sagði Sig-
rún. „Hún þarf að takast á við
lífið, er bjartsýn á framtíðina en
leitandi fyrir sér. „Týpísk" stúlka
sem giftir sig en veit ekki hvað
hún á eftir að ganga í gegnum.
Ég trúi því varla ennþá að
þetta sé orðið að veruleika. Mér
líst mjög vel á þetta framtak
Báru. Það hefur þurft mjög
sterka manneskju eins og Bára er
til að hrinda þessu í framkvæmd.
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég
tek þátt í einhverju svona stóru
og vissulega kvíði ég fyrir frum-
sýningunni, en ég veit að sá kvíði
Hcndrika Waage. Draumsýn.
hverfur alveg um leið og ég er
komin inn á sviðið," sagði Sigrún.
Sá sem fer með eitt aðalkarl-
hlutverkið í leiknum heitir Guð-
bergur Garðarsson. Hann hefur
verið i Jassballettskóla Báru í ein
fjögur ár og lék með í söngleikn-
um Evítu, sem settur var á svið á
Hótel Sögu hér um árið.
„Ég leik Hann, sem er maður
nýgiftur og þarf að takast á við
vandamál í lífinu, sem hann gerði
sér ekki grein fyrir að væru til, og
þó Hann sé hamingjusamlega
giftur koma upp árekstrar, og er
þá nóg sagt um söguþráðinn,"
sagði Guðbergur. „Það vill svo til
að sjálfur er ég nýgiftur og þekki
mikið af þessu sjálfur og lifi mig
þar af leiðandi vel inn í hlutverk-
ið.
Mér þykir mjög gaman að
þessu. Það er vissulega krefjandi
þetta hlutverk og ég kvíði nokkuð
fyrir frumsýningunni en sá kvíði
hverfur veit ég þegar ég kem inn
á sviðið," sagði Guðbergur rétt
eins og Sigrún.
Það er meiningin að gefa Jass-
Inn út á plötu. — ai.