Morgunblaðið - 28.03.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.03.1982, Qupperneq 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 íslandsfálkinn: Bein samsvörun milli stofnstærðar fálka og rjúpu Sýning sunnudag, mánudag, þriójudag og miðvikudag kl. 21.00. Forsala er í Háskólabíói — ef hart er í ári verða minni fálkaung- arnir bráð sterkari bræðra sinna Ljóflmynd J.G.K. Fálkanum líkaöi illa mannaferðin við hreiðrið og sveimaði stöðugt yfír þvf, án þess þó að gera tilraun til árása. ÍSLANDSFÁLKINN hefur lengi þótt mikil gersemi og var fyrr á öldum mjög eftirsóttur af höfðingj- um og kóngafólki, sem notaði þá til veiða. Fálkinn er enn eftirsóttur og eins og kunnugt er af fréttum, hafa útlendingar gjarnan lagt hingað leið sína tii að ræna fálka- ungum og eggjum. Fálkinn er al- friðaður og eru ströng viðurlög við drápi á honum og eggjatöku. Þá er oft erfitt að komast að hreiðri fálk- ans og Ijósmyndir af hreiðrum og hreiðurstöðum ekki leyfðar nema með samþykki ráðuneytis. Er það til þess að reyna að halda hreið- urstöðum leyndum til að koma í veg fyrir eggja- eða ungarán og til þess að fuglinn kvekkist ekki og yfirgefi hreiðrið. Hér á landi er talsvert til af fálka, fyrst og fremst á Vest- fjörðum og Norðurlandi, kannski nokkur hundruð pör. Annars fer fjöldinn nokkuð eftir stærð rjúpnastofnsins og er nær um beina samsvörun þar á milli og varps fálkans. Þannig er rjúpan aðalfæða fálkans. Inn til lands- ins lifir hann 90 til 95% á rjúpu, en annars er það nokkuð bundið af því hvort um aðra fæðu er að ræða. Við Mývatn er til dæmis mikið af öndum og fálkinnn tek- ur talsvert af þeim. Nú ef fálki verpir nálægt sjó mætti ætla, að af nógu væri að taka, lunda og kríu til dæmis, en þrátt fyrir það lifir fálkinn þar um 50% af rjúpu. Fálkinn verpir venjulega í maí og ungar eru um 5 vikur í hreiðri. Mjög breytilegt er hve margir ungar komast upp, það fer eftir ætinu. Sjaldgæft er að 3 og 4 ungar komist upp, 1 til 2 er algengast. Oft kemur fyrir, ef lífsbaráttan er hörð, að hörð samkeppni verður á milli ung- anna og verða þá þeir, sem minna mega sín undir, drepast og eru gjarnan étnir af bræðrum sínum. Fálkinn verpir eggjum sínum með nokkru millibili og byrjar að liggja á strax, þannig að nokkur aldursmunur getur orðið á milli unganna og þá er styrkleikinn og atgangurinn fljótur að segja til sín, ef æti er af skornum skammti. Hér hefur fálkinn lagt undir sig gamalt hrafnshreiðurstæði og er óvenju auðvelt að komast að hreiðrinu. Ljósmynd J.G.K. Líklega hefur lífsbarátta bræðranna verið heldur erfið, því sá eldri neytti aflsmunar, hafði ætið af hinum, sem svalt og lenti síðan í maga bróður síns. Ljrámynd J.G.K.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.