Morgunblaðið - 28.03.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 28.03.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 65 Rithörundurinn Jerzy Kosinski kom til New York 1957, 24ra ára gamall, með 2 dali í vasanum og kunni ekki orð i ensku. Mansons, þar sem vinkonur hans, Woytek Frykowski og Gybbi Folg- er, voru myrtar ásamt eiginkonu Polanskis. A sama hátt er hægt að staðfesta sannleiksgildi sögunnar, þegar sovéska skáldið Evtusjenko telur Kissinger á að gefa sér úrið sitt sem merki um vináttu þeirra. Kosinski hefur greitt það æði dýru verði að halda grímunni, eins og hann hefur gert. Hann er lágur maður og grannholda með segul- magnað augnaráð, minnir mest á hæglátan villimann, sem um sinn hefur brugðið sér í spjátrungslíki. Hann tekur á móti atvinnublaða- mönnum, hlaðinn frábærum svör- um og stingur sjálfur upp á því að myndin verði tekin í „kokinsku" umhverfi innan um svarta reyk- háfana uppi á þaki á hótelinu hans í París. Þrátt fyrir það, og raunar andstætt því, heldur hann í þess- um skrýtna tvískinnungi sig við öll hámarksþægindi. Eins og hann geti ekki haldið áfram að forða sér öðruvísi en með því að ganga á mjórri línu. Þegar söguhetjan Levanter fremur blóðskömm með móður sinni, skyldi það þá vera játning eða tilbúningur? „Hver sannleikurinn er? Attið ykkur á því að í góðri skáldsögu er allt sannleikur í augum lesandans ...“ og þegar Levanter drepur rússn- eskan njósnara á sérkennilegan hátt í New York? „Þegar þessi manneskja varð fyrir ... ja, slysi, þá var ég í Sviss. Ykkur dettur þó ekki í hug að ég fari að segja ykk- ur að ég hafi drepið hana?“ Ekki verður þetta dregið í efa. En þegar maður les þessa ná- kvæmu og óhugnanlegu lýsingu á morði uppljóstrarans, þá finnur maður undir beiskri gleði hefnd- arinnar, ekki aðeins hlutverkið sem Kosinski hefur skapað sögu- persónum sínum, heldur einnig hann sjálfan, rithöfundinn, í hlut- verki dómarans. Hjá Kosinski les Don Quijote ekki rómantískar riddarasögur, heldur Machiavelli, Dadley Chase. Og vindmyllurnar hans eru harðstjórar, hvaða lit sem þeir bera. Við lát konu sinnar 1968 varð Kosinski að hverfa úr heimi vel- lystinganna, sem hann hafði þá búið við um sex ára skeið og snúa aftur til Háskólans. Hann gerðist kennari í ensku í Wesley, Prince- ton og Yale, en hætti að kenna 1973, þegar hann varð forseti al- þjóðlega Pen-klúbbsins fyrir rit- höfunda. Þessi tvö stjórnunar- tímabil, sem leyfileg eru sama for- seta, lagði hann mikla vinnu og orku í að frelsa rithöfunda, sem haldið er í fangelsum og verða fyrir pyntingum. Hann hefur líka haft afskipti af og lagt lið Alþjóða mannréttindadómstóli Sameinuðu þjóðanna og Amerísku frelsis- samtökunum. Hann hrósar sér af því að hafa haft persónuleg af- skipti af frelsun og aðstoð við a.m.k. 80 menntamenn, pólitíska og trúarlega fanga úr ýmsum átt- um, bæði fyrir austan járntjald og í Suður-Ameríku. Og ef í það fer, þá hlífist hann ekki við að segja að hann hafi verið ráðgjafi rithöf- undar í hættu við réttarhöld í Connecticut. Nú orðið lifir Kosinski á skrift- um og skiptir lífi sínu í tvennt: „Hálft árið bý ég í Bandaríkjun- um, sem nokkurs konar skrifstofu- maður fyrir mannréttindi. Ég skrifa auðvitað líka og leik póló. En ég er þá hvenær sem er til reiðu til að aðstoða fólk, sem þarfnast hjálpar, þar með talið fjárhagslegrar aðstoðar. Hina sex mánuði ársins, frá nóvember að telja, bý ég í Crans-sur-Sierre í Sviss, þar sem ég stunda skíða- íþróttina. Þá ræður eigin sjálfs- elska alfarið." Hann vill vera óbundinn af heimili og föstum dvalarstað, eins og Fabian í „Ástríðuleikur", vera pólóleikarinn sem reikar með hestinn sinn í lúxuskerru um heiminn, frá einum stað til ann- ars. Hann finnur sig heldur ekki heima í bókmenntaheiminum: „Gagnrýnendurnir á austurströnd Bandaríkjanna eru ekkert hrifnir af mér. 70% af sölu bóka minna er í Suður- og Miðvesturríkjunum. Þar á ég vissulega vinsældum að fagna. Þegar ég skrifa þar í ein- hverri stórverzluninni á bækur mínar, þarf ég lögregluvernd. Ég er umkringdur 4000 manns eins og kvikmyndastjörnurnar. Þetta fólk, þessir ósviknu Ameríkanar, þeir skilja mig alveg og af djúpu inn- sæi. Þeir líta á bækur mínar, sem aðrir telja „hrottafengnar" eins og dulbúnar handbækur í listinni að lifa af. Það er mér mikil hvatn- ing.“ Víkjum hér í lokin að sögu Kos- inskis „Fram í sviðsljósið", sem sjálfsagt er kunnust íslenzkum lesendum eftir að Almenna bóka- félagið gaf hana út, og af sam- nefndri kvikmynd með Peter Sell- ers, Shirley MacLaine, Melvin Douglas og Jack Warden í aðal- hlutverkum, þar sem enn er hægt að sjá hana í Bíóhöllinni. Hún fjallar um mann að nafni Chance, sem alizt hefur upp utan við um- heiminn og lifir óþekktur og skil- ríkjalaus lokaður í þeim garði, sem honum hefur í bernsku verið gert að annast. En þar kemur að honum er hrundið úr þessu örugga skjóli fram í sviðsljósið, þar sem allra augu hvíla á honum. Eftir að hafa lesið um æskuár höfundar- ins, hljómar söguþráðurinn all- kunnuglega. Fyrir heppni lendir Chance hjá áhrifamanni í banda- rískum stjórnmálum og frú hans. Og eftir það er brautin furðugreið til frama og ásta, ekki sízt fyrir það að þessi myndarlegi maður er fortíðarlaus. Það ríður baggamun- inn. Fjallar bókin um hvernig honum vegnar við þessar aðstæð- ur. (E.Pá. tók saman.) Notaðir snjótroðarar Eftirtaldir snjótroðarar eru til sölu frá verksmiðjum í Sviss, Frakklandi og Austurríki. Kassbohrer P.B. 39 Dieselvél M.Benz 145 hö. Álbelti, 3,9 m sporbreidd. Vökvalyfta með valtara og sleða. Notkunartími 4000 klst. Verð frá verksmiðju: Kr. 132.000. Kassborer P.B. 39 Dieselvél M.Benz 145 hö. Álbelti, 3,9 m sporbreidd. Vökvalyfta með valtara og sleða. Ýtutönn. Notkunartími 2600 klst. Verð frá verksmiðju: Kr. 186.000. Ratrac SWB—MD—Turbo Dieselvél M. Benz 145 hö. Stálbelti, 4,2 m sporbreidd. Vökvalyfta með valtara og sleða. Ýtutönn (breytanleg á 6 vegu). Notkunartími 2300 klst. Verö frá verksmiðju: Kr. 234.000. Ratrac SWB—AB—649 Dieselvél 155 hö. Stálbelti, 4,2 m sporbreidd. Vökvalyfta með Hydrol-valtara. Ýtutönn (breytanleg á 6 vegu). 60 hö. snjófræsari (malar haröfenni). Notkunartími 1400 klst. Verð frá verksmiðju: Kr. 396.000. Allir snjótroðarar eru yfirfarnir frá verksmiðju. Góð greiðslukjör. Ennfremur eru möguleikar á kaupum á ýmsum öörum gerðum af snjótroöurum, snjóblásurum og snjóruöningstækjum frá svissneska fyrirtækinu Rolba A/G. Upplýsingar í símum 96-21720 Akureyri og 66066 Reykjavík. býður upp á úrval fermíngargjafa Útvarps- ____ og segul- bands tækifrá | -e**í*. Sharp. SS»**s ULí 0 Vasa tölvur og tölvuúr. BRflUn rakvélar. Vekjaraklukkur frá Braun og Multitech. RRQlin í?rf"*r,i,æ.ki Einnig hina DnnUII harliöunarjarn. sívinsælu ffllT(3) leslampa. Gjörið svo vel og lítið inn. Austurveri, sími 84445.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.