Morgunblaðið - 28.03.1982, Side 44
92
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
íien/n/vfífí
Press Syndicote
v
ferbasjonv/arpib mitt komiá hingað
einu sinni enn ?"
Ilönnurturinn fær heiðursverðlaun-
in á þessu ári fyrir hönnun þessa
stilhreina og einfalda loftlampa!
Með
morgunkaffinu
l*ú gerir drenginn snarvitlausan
mcð þcssu!
HÖGNI HREKKVÍSI
/ Velvakanda
fyrir 30 árurn
Lögregluvörður
við Hótel Borg
ÞEGAR kemur fram á vökuna,
leggja lögregluþjónar leið
sína að Hótel Borg til að halda þar
vörð.
Borgin er víst ekki kunnust
fyrir kyrrlátt heimilislíf, en engu
að síður búa þar þó tugir frið-
samra borgara, sem einskis óska
fremur en fá að sofna á réttum
tíma, því að annir bíða að morgni.
Öskur og grenj
fullra og ófullra
EN UNGA fólkið með glamp-
ann í augunum verður um-
svifameira eftir því sem á kvöldið
líður, og þess vegna hefir nú orðið
að grípa til þess að hafa lögreglu-
vörð við Borgina, um það leyti,
sem gleðskapnum er slitið í vöku-
lokin.
Syngjandi eru sumir, aðrir öskr-
andi, en grunntónninn er eins og
jarmur í réttum. Flestir eru öl-
móðir.
En ekki eru öldrykkjumennirnir
einir um hávaðann. Aðrir sitja úti
fyrir alls gáðir í bílum sínum og
þeyta horn í djöfulmóði.
Gistihúsið varð því að fá lög-
regluna til að skakka leikinn og
hugsaði svo fyrir hag þeirra gesta
sem ekki dvöldust á fyrstu hæð.
Þórarinn Björnsson skrifar:
Athugasemdir við skrif H.L.
Til Velvakanda!
í Velvakanda þann 25. þ.m. sá
ég hinar furðulegustu fullyrðingar
einhvers nafnleysingja, sem
merkir skrif sín aðeins H.L. Fyrir-
sögnin er: „Hér þarf að gera stór-
átak“. Komum svo að efni því sem
H.L. skrifar um.
Við fyrsta kaflann hefi ég ekk-
ert að athuga. í næsta kafla segir
í síðustu línunum hjá H.L., að þótt
stofninn í smygluðu fíkniefni sé
raunverulega hass, sé það e.t.v.
blandað ópíum eða englaryki, en
það síðarnefnda sé stórhættulegt
ofskynjunarlyf sem geti valdið
varanlegri geðveiki. Ég tel furðu-
legt, að H.L. skuli segja, að bara
annað lyfið sé stórhættulegt. Ég
tel þau vera það bæði.
Við þriðja kafla hef ég ekkert að
athuga. En svo kemur fjórði kafli.
Þar segir H.L.: „Hér áður fyrr
voru menn verðlaunaðir fyrir að
skjóta refi og fengu ákveðna upp-
hæð fyrir skottið." Ég spyr: Hve-
í
Hér þarf að gera stórátak
Atfæti Velvakandi
Að undanförnu hefur verið mik-
il umræða um skaðsemi reykinga
er það vel. Við sjáum líka öðru
hverju greinar í blöðum þar sem
varað er við áfenKÍaneyzlu ojf rakt-
ar þær afleiðintfar, sem hún hefur
á líkama oj? persónuleika. Skrif af
þessu tagi.eru vissulefia áranRurs-
rik ok gaRnleff. því þó marf(ur
ikelli við þeim skollaeyrum eru
iðrir sem hlýða aðvoruninni ofí
láta reykingar og drykkju eiffa sig.
Hitt þykir mér skorta að fólk sé
nf>f?samlefía varaö við eiturlyfjum
" nr" ólöirlega til jandsins,
hæfft að hafa svipaða aðferð þar
sem eiturlyfjasnatarnir eru ann-
ars veffar. Það mætti t.d. verð-
launa þann sem kæmi með upplýs-
inffar er leiddu til handtöku eitur-
lyfjasnata með dáffóðri peninffa-
upphæð. Þannif; hynx éfi að koma
mætti upp um margan kauðann.
Kkki «et éfj skilist við þetta efni
á þess að minnast á^læknadópið"
Það eru ennþá til læknar á íslandi
sem skrifa út lyfseðla á amfetam-
ín — lyf 9em flest rlki hafa nú
strikað út af lyfjaskrá ok er
raunverulega ekki annað en eitur-
lyf sem «erir menn óða. Þetta
vandamál mun nú í rénun, þa
sem yngri læknar munu vera mui
strangari oft hetur á verði að þessi
leyti en þeir eldri. Þarna er þ
vissulef^a vandamál fyrir hendi of
væri auðveldlef;a hæfjt að fferi
stórátak ef vilji væri fyrir hend
— éf? þekki dæmi um grófa mis
notkun af þessu taffi of( það mum
margir fleiri Rera. Kr ekki komini
'timi til að stmfta á kýlinu?
I þessum málum er um tvennt
að ræða. Skera upp herór eði
fljóta sofandi að feigðarósi.
H.L.
nær voru þessi verðlaun lögð
niður? Séu þau ekki lengur greidd,
þá er það meira en ég veit.
Svo slær H.L. út jóker fyrir
tromp og segir: „Ékki get ég skilist
við þetta efni án þess að minnast á
„læknadópið". Það eru ennþá til
læknar á íslandi sem skrifa út
lyfseðla á amfetamín, lyf, sem
flest ríki hafa nú strikað út af
lyfjaskrá og er raunverulega ekki
annað en eiturlyf sem gerir menn
óða.“
Ég spyr aftur. Hvaða flest ríki
eru það sem hafa tekið amfetamín
af lyfjaskrá? Myndi H.L. vilja
upplýsa mig um það. Svo bætir
H.L. um betur og bítur höfuðið af
skömminni með því að segja:
„Þetta vandamál mun nú í rénum,
þar sem yngri læknar munu vera
mun strangari og betur á verði að
þessu leyti en þeir eldri.“
Það geta engir læknar í dag, eða
hafa getað, skrifað upp á amfet-
amín handa sjúklingum sínum að
vild, að minnsta kosti ekki síðast-
liðin tvö ár eða jafnvel lengur. Það
er landlæknir einn og ráðuneyti
hans sem gefur út kort til ákveð-
ins tíma í senn. Án þessara korta
getur enginn læknir gefið út lyf-
seðla á amfetamín. Þessi kort fá
aðeins þeir sem á þeim þurfa að
halda heilsu sinnar vegna og um
þetta eru mjög strangar reglur, að
ekki sé um misnotkun að ræða.
Allar umsóknir um slík kort fara
fyrir fund hjá landlæknisembætt-
inu.
Það er fremur leitt, þegar menn
taka upp á því að skrifa um mál-
efni, sem þeir hafa lítið sem ekk-
ert kynnt sér. En verst og vesæld-
arlegast af öllu þegar menn þora
ekki að skrifa undir nafni,
skammast sín fyrir eigin persónu
og nota hin furðulegustu dulnefni.
Þess vegna langar mig að lokum
til að beina eftirfarandi til H.L. og
annarra af sama sauðahúsi: Góðir
skriffinnar, skrifið undir fullu
nafni eða ef þið þorið það ekki,
haldið ykkur saman.
I*órarinn BjörnsHon,
LaugarnesUnga 9 b.