Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 1
56 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI
72. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kristilegir demókratar \ E1 Salvador:
Útilokun frá stjórn gæti
kostað borgarastyrjöld
Washington, 31. marz. AP.
LEIÐTOGI kristilegra demókrata í El Salvador varaði við borgarastyrjöld í
landinu ef flokkur hans yrði útilokaður frá næstu stjórn landsins, en í dag
benti allt til þess að flokkurinn mundi missa stjórnartaumana.
Julio Adolfo Rey Prendes flokks-
ritari sagði kristilega demókrata
reiðubúna til viðræðna við hægri
flokkana fimm varðandi stjórnar-
myndun, en sagði að ekkert annað
kæmi til greina en flokkur sinn færi
með meiriháttar hlutverk i næstu
stjórn landsins. „Guð hjálpi landi
voru, ef við verðum neyddir í stjórn-
arandstöðu," sagði Prendes.
Brezhnev í
sjúkrahúsi
Moskvu, 31. marz. AP.
FORM/ELANDI bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins kvað ráðuneytinu
hafa borizt óstaðfestar fregnir um að
Leonid Brezhnev, forseti Sovétríkj-
anna, lægi fársjúkur á sjúkrahúsi, og
sterkur orðrómur um veikindi forset-
ans er á kreiki í Moskvu.
Hermt var að forsetinn hefði
verið lagður inn eftir fjögurra
daga heimsókn til Tashkent í síð-
ustu viku. Sovézka utanríkisráðu-
neytið hefur síðustu daga neitað að
svara spurningum um heilsu for-
setans.
íbúar í grennd við sjúkrahúsið,
þar sem háttsettir sovézkir leið-
togar eru jafnan lagðir inn til með-
ferðar, hafa skýrt frá því að víg-
girðing hafi verið reist í götu vest-
an við sjúkrahúsi. Þá voru sjónar-
vottar að því er bifreið forsetans
var ekið að sjúkrahúsinu á
fimmtudagskvöld.
Hægriflokkarnir hafa myndað
með sér bandalag, og ljóst er að
Þjóðsáttaflokkurinn, sem hrakinn
var frá völdum 1979, er í lykilstöðu á
þingi. Eins og málin standa nú, er
flokkurinn andvígur aðild kristi-
legra demókrata að samsteypu-
stjórn.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
neitaði i dag að tjá skoðun sína á því
hvaða möguleikar væru á að hægri
menn mynduðu samsteypustjórn í
E1 Salvador. Hann sagði Banda-
ríkjastjórn vonast til að ný stjórn
hæfist handa um félagslegar, póli-
tiskar og efnahagslegar umbætur í
landinu. Hann sagði sendiherra
Bandaríkjanna í El Salvador hafa
átt viðræður við leiðtoga allra
flokka er þátt tóku í kosningunum á
sunnudag.
Reagan Bandaríkjaforseti sagði í
kvöld að almenningur i E1 Salvador
hefði „með öllu afneitað ofbeldi í E1
Salvador" í kosningunum á sunnu-
dag og látið í ljós lýðræðisvilja með
mikilli þátttöku. Forsetinn kom sér
hjá því að fjalla um stjórnarmynd-
unarmöguleika og þá stöðu sem
komin er upp eftir kosningarnar.
Varaformaður sósialdemókrata í
V-Þýzkalandi sagði kosningaúr-
slitin í E1 Salvador ekki benda til
þess að lausn á vandamálum þjóðar-
innar væri í augsýn, miklu frekar
væri við enn meiri eymd og kreppu
að búast í landinu.
Kafbátur leynist
undan Bretlandi
liondon, 31. marz. AP.
BREZKI sjóherinn skýrði frá því í dag, að vart hefði orðið við ferðir ókunns
kafbáts í mynni Clyde-fjarðar, en í firðinum er kafbátastöð, sem brezkir og
bandarískir kjarnorkukafbátar hafa afnot af. Heimildir herma, að grunur
leiki á að um sé að ræða sovézkan kafbát.
Kafbáturinn hefur haldið sig
skammt utan landhelgi frá því um
helgina, og fylgjast freigátur,
Nimrod-þotur og Sea King-þyrlur
náið með ferðum hans. Fyrst varð
kafbátsins vart á sunnudag.
Heimildir úr varnarmálaráðu-
neytinu herma, að talið sé að hér
sé á ferðinni rússneskur kafbátur
af Victor-gerð, en það er kjarn-
orkukafbátur með 90 manna
áhöfn. Talið er að báturinn sé að
reyna að fylgjast með ferðum
brezkra og bandarískra kafbáta.
Þá hafa Rússar skipt um togara
í stað „gamals njósnatogara", sem
haldið hefur sig mjög lengi í ná-
grenni Malin Head, og þar hefur
tekið sér stöðu rúmlega 3.000 smá-
lesta skip, sem heitir „Primorya".
Talið er að þar fylgist Rússar með
fjarskiptum brezka sjóhersins og
ferðum kafbáta um Clyde-fjörðinn.
Símamynd Al*.
Hermenn farast við fallhlífarstökk
Kort Irwin, 31. marz. AP.
Fjórir bandarískir fallhlífarhermenn fórust og 24 slösuðust misjafnlega
alvarlega við einar umfangsmestu æfingar fallhlífarhermanna Bandaríkja-
hers á þriðjudag. Verið var að kanna viðbragðsflýti herjanna á sameiginleg-
um æfingum í Mojave-eyðimörkinni þegar slysið varð. Talið er að sviptivind-
ar hafi átt sinn þátt í óhappinu, en fallhlífarstökk er ógerlegt þegar vindur
fer yfir 25 kílómetra hraða á klst. Sjónarvottar segja einn hermann hafa
látið lífið þegar fallhlífin dró hann með sér um lendingarsvæðið. Annar
hermaður fórst er hann lenti á tækjabúnaöi, sem varpað hafði verið niður í
fallhlíf skömmu áður. Þá var lát tveggja aö kenna bilun í fallhlífarbúnaði,
þar sem hvorki aðal- né varafallhlífar opnuðust. Meðfylgjandi mynd var
tekin við æfingamar er um 2.300 hermenn svifu samtímis til jarðar.
Pólskir bændur neyddir
til að afhenda alla búvöru
Narsjá, 31. marz. AP.
HERSTJÓRNIN hefur ákveðið að
skylda pólska bændur að afhenda yfir-
völdum allar búvörur, að því er emb-
ættismenn skýrðu frá í dag. Er það í
fyrsta skipti í tvo áratugi að bændur
eru beinlínis neyddir til að albenda
framleiðslu sína hinu opinbera, og
minnir á þá tíma er bændur voru
beygðir til að framleiða upp í ákveðna
vörukvóta.
Areiðanlegar heimildir herma, að
herstjórnin vilji með þessu treysta
tök sín á fæðuframleiðslunni, en
korn og hveitiskortur hefur aukist
að undanförnu, þrátt fyrir áskoran-
ir til bænda um aukna kornsölu til
ríkisins. Er hveiti og korn skammt-
að eins og aðrar fæðutegundir.
Deila um ferjukaup veldur
stjórnarkreppu í Færeyjum
iNirshöfn, 31. marz. Krá Jóg>an Arge, frétUriUra Mbl.
Færeyska landsstjórnin hefur ákveð-
ið að ekkert verði úr fyrirhuguðum
kaupum á Álandseyjaferjunni Viking
til siglinga milli Islands, Færeyja,
Skotlands, Noregs og Danmerkur,
og af þessum sökum er nú skollin á
stjórnarkreppa í Færeyjum.
í síðustu viku ákvað landstjórn-
in með þremur atkvæðum af
fimm, að rétt væri að leita samn-
inga um kaup á ferjunni. Og
samningar voru það langt á veg
komnir í dag, að náðst hafði sam-
komulag um kaupverðið, 72 millj-
ónir króna, og í raun átti aðeins
eftir að skrifa undir samninga.
Fulltrúar landstjórnarinnar voru
á Alandi og menn frá útgerðinni á
leið þangað til að sækja skipið.
Þegar hins vegar kom að því að
leggja frumvarp um ferjukaupin
fyrir landsþingið, lögðu aðeins
tveir ráðherrar málinu lið. Þrír
ráðherrar greiddu því ekki at-
kvæði að leggja frumvarpið fram,
og þegar stjórnarandstaðan ætlaði
að bjarga málinu og leggja fram
frumvarp, voru þær tilraunir
kæfðar. Fólkaflokkurinn vildi ekki
þurfa að greiða frumvarpi stjórn-
arandstöðunnar atkvæði og fella
stjórnina á þessu stigi málsins.
Það þykir alls ekki útilokað að
samstarf landstjórnarflokkanna
eigi eftir að splundrast út af þessu
máli. Fulltrúar Fólkaflokksins
íhuga nú til hvaða ráða þeir geti
gripið, en ekki er búist við ákveðn-
um aðgerðum úr þeirri átt fyrr en
eftir páska.
Fólk sem unnið hefur við að
dreyfa matvælapökkum frá Vestur-
löndum hefur orðið fyrir árásum
fólks sem illa hefur sorfið að, og
missti einn pakkaberi sjón á öðru
auga í átökum af þessu tagi, að sögn
kvöldblaðsins Wieczorny.
„Fólk heimtar pakkana og telur
sig eiga heimtingu á þeim,“ sagði
blaðið. Það sagði oft hafa komið til
stympinga þegar pakkaberar hafi
neitað að afhenda bögglana fólki,
sem ekki var á sérstökum listum,
sem afhent var eftir.
Embættismaður í innanríkisráðu-
neytinu í Varsjá neitaði í dag að
staðfesta eða vísa á bug fréttum
sovézks blaðs í gær um að „vopnaðar
andbyltingarsveitir" hefðu myrt 43
menn, þar á meðal lögregluþjón, frá
því herlög gengu í gildi í Póllandi.
Hann sagði ráðuneytið myndu
rannsaka fullyrðingarnar, sem birt-
ust í málgagni sovézkra rithöfunda.
Blaðið sagði að í eitthundrað tilfell-
um hefði verið komið upp um ólög-
legan vopnaburð, og yfir 700
skammbyssur, riflar, handsprengj-
ur og eiturvopn verið gerð upptæk.