Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
3
Ríkið eigi allt að 40% í sykur-
verksmiðju í Hveragerði
FRUMVARP til laga um sykurverksmiðju í Hveragerði var lagt fram á
Alþingi í gærdag, en í athugasemdum frumvarpsins segir, að reiknað sé með,
að ríkið sé eigandi allt að 40% af hlutafé félagsins. Einstaklingar, fyrirtæki
og sveitarfélög verði eigendur 60% hlutafjár.
Samkvæmt 2. grein frumvarps-
ins er ríkisstjórninni heimilt, að
leggja fram allt að 29 milljónum
króna af fé ríkissjóðs, sem hlutafé
í nefndu félagi, og taka lán í þessu
skyni. Framangreind upphæð
miðast við lánskjaravísitölu 1.
marz 1982 og breytist í samræmi
við hana.
Ríkisstjórninni er ennfremur
heimilt, að veita ríkisábyrgð fyrir
lánum eða taka lán, er hlutafélag-
Ljósmyndarafélag íslands:
Býður öldruðum
gjafamyndatökur
Morgunblaðinu hefur borizt
fréttatilkynning frá Ljósmyndarafé-
lagi íslands, þar sem segir að frá 1.
apríl til 1. nóvember 1982 muni fé-
lagið standa fyrir gjafamyndatökum
til aldraðra, 70 ára og eldri.
Gjafamyndatökur fara þannig
fram, að þær ljósmyndastofur,
sem taka þátt í þessu tilboði taka
niður pantanir og taka síðan 4
uppstillingar þegar fólkið kemur í
myndatökuna, viðkomandi að
kostnaðarlausu.
„Þetta er m.a. gert i tilefni af
ári aldraðra en þó einnig vegna
þess að ljósmyndarar vilja garnan
reyna að ná til þessa fólks. Það er
enginn hégómaskapur hjá þessu
gamla fólki að láta mynda sig, það
munu ættingjar þess reiðubúnir
að taka undir," segir í frétt félags-
ins.
inu verði veitt til byggingar verk-
smiðjunnar, að fjárhæð samtals
43 milljónir króna, eða jafnvirði
þess í erlendri mynt, þó ekki
meira en 25% af heildarlánsþörf
vegna stofnkostnaðar.
Þá er ríkisstjórninni heimilt að
fella niður aðflutnings- og sölu-
gjöld af vélum, tækjum og vara-
hlutum til verksmiðjunnar. Fjár-
málaráðherra setur reglur um
framkvæmd þessa ákvæðis og
aðra þætti er varða aðflutnings-
og sölugjöld af efni og aðföngum
til verksmiðjunnar.
Ennfremur er ríkisstjórninni
heimilt að leigja hlutafélaginu lóð
úr landi ríkisins í ölfusdal undir
verksmiðjubyggingu og tryggja
því rétt til nýtingar jarðgufu á
jarðgufusvæði í eigu ríkisins í Ölf-
usdal.
í frumvarpinu er ákvæði til
bráðabirgða, en í því segir, að ekki
sé ríkisstjórninni heimilt að taka
þátt í hlutafélaginu né leggja
fram fé ríkissjóðs, sem hlutafé, né
veita ríkisábyrgð eða taka lán fyrr
en tryggð hafa verið hlutafjár-
framlög annarra aðila fyrir 60%
af hlutafé væntanlegs félags.
Aðalfundur
Eimskips
Aðalfundur Eimskipafélags ís-
lands hf. verður haldinn í Súlnasal
Hótel Sögu og hefst klukkan 13.15,
næstkomandi föstudag, 2. apríl.
Starfsmenn ríkisverksmiðjanna
hafa aflað verkfallsheimilda
STARKSMENN ríkisverksmiðjanna
hafa aflað verkfallsheimilda, en ekki
hefur enn verið tekin ákvörðun um
boðun vcrkfalla.
Verksmiðjur þær sem hér um ræð-
ir eru Áburðarverksmiðjan í Gufu-
nesi, Sementsverksmiðjan á Akra-
nesi og afgreiðsla hennar á Ártúns-
höfða í Reykjavík, og Kísiliðjan við
Mývatn. Síðdegis í gær var haldinn
sameiginlegur fundur Dagsbrúnar
og Verkakvennafélagsins Framsókn-
ar og þar samþykkt heimild til
handa trúnaðarmannaráðum félag-
anna, en önnur félög höfðu þá þegar
samþykkt slíkar heimildir. Það eru
trúnaðarmannaráðin sem boða
vinnustöðvanir á viðkomandi stöð-
um.
Ottó A. Michelsen, fráfarandi for- Gunnar M. Hansson, forstjóri
stjóri IBM. IBM.
Ottó A. Michelsen lætur
af forstjórastarfi hjá IBM
— Gunnar M. Hansson, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs tekur við
FORSTJÓRASKIPTI verða hjá IBM á Islandi í dag, 1. apríl. Þá mun
Ottó A. Michelsen láta af störfum forstjóra að eigin ósk, en mun áfram
starfa hjá IBM, sem ráðgjafi um sérstök málefni. Við forstjórastarfinu
tekur Gunnar M. Hansson, sem undanfarið hefur verið framkvæmd-
astjóri markaðssviðs fyrirtækisins.
Ottó A. Michelsen lærði
skriftvélavirkjun í Þýzkalandi á
árunum 1938 til 1944 og
brautskráðist sem fínvirki frá
Teknologisk Institut í Kaup-
mannahöfn árið 1945. Ottó var
aðalstofnandi Skrifstofuvéla hf.
árið 1946 og stjórnaði því fyrir-
tæki til ársins 1967. Hann vann
að stofnun útibús IBM World
Trade Corporation hér á landi og
var ráðinn forstjóri þess er það
tók til starfa í maí 1967. Því
starfi hefur hann gegnt síðan.
Þótt nokkuð vanti á, að Ottó
hafi náð hámarksstarfsaldri
starfsmanna IBM, sem er 65 ár,
óskaði hann eftir því við yfir-
stjórn fyrirtækisins, að yngri
maður leysti hann nú af hólmi í
forstjórastarfinu. Það hefur nú
verið ákveðið, en Ottó mun eins
og áður sagði taka að sér störf
sem ráðgjafi hjá IBM. Ottó er
fæddur 10. júní 1920 á Sauðár-
króki og er kvæntur Gyðu Jóns-
dóttur og eiga þau hjón fjögur
börn.
Gunnar M. Hansson lauk
viðskiptafræðiprófi frá Háskóla
íslands 1969. Þá þegar hóf hann
störf sem kerfisfræðingur hjá
fyrirtækinu. Árið 1973—1974
starfaði hann að markaðsmálum
IBM í Danmörku, en fór síðan til
Parísar og vann þar í tvö ár í
aðalstöðvum IBM í Evrópu. Eftir
heimkomuna tók hann við ný-
stofnaðri söludeild IBM á ís-
landi, en á síðasta ári var hann
skipaður framkvæmdastjóri
markaðssviðs fyrirtækisins.
Gunnar M. Hansson er fæddur
i Reykjavík 13. júlí 1944 og er
kvæntur Gunnhildi S. Jónsdótt-
ur og eiga þau hjón tvö börn.
HEIMSMEISTARAR
í SKÍÐAFIMISÝNA
LISTIR SÍNAR
í BLÁFJÖLLUM
3.0G 4.APRÍL
Meö hjálp góöra manna hefur okkur hjá SKÍ tekist aö fá
hiö heimsfræga VOLVO skiöaliö til þess aö sýna listir
sinar á íslandi. Auövitaö ætlum viö aö nota tækifæriö
og reyna aö rétta viö bágan hag skiöasambandsins.
Viö höfum því fengiö leyfi yfirvalda til aö selja inn á
Bláfjallasvæöiö sýningardagana.
Veröinu er mjög stillt í hóf, aöeins 20 krónur.
Sýningin fer fram kl. 13.30 báöa dagana og veröurselt
inn á svæöiö til kl. 14.00
Notiö þetta einstaka tækifæri og styrkiö skiöa-
sambandiö i leiöinni.
SKÍÐASAMBAND ÍSIANDS
Skí&akabarett í Broadway, sjá bls. 43
Tónlist er stór þáttur i skíöasýningunni.
BOSE hljómkerfi frá Heimilistækjum mun koma henni tilskila.
Volvo Ski Show eru á
BLIZZARD Skíöum.
Þau fást í
utiuf
Volvo Ski Show nota
salomon bindingar.
Þær fást i
A
jpPORTVAL
/