Morgunblaðið - 01.04.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
5
Stjórnarfrumvarp
um tollkrít í efri deild
— þingmannafrumvarp í nefnd í neðri deild
STJÓRNARFRUMVARP um tollkrít var lagt fram á Alþingi í gær og segir
m.a. í athugasemdum með frumvarpinu, að verði það samþykkt á þessu þingi
sé talið tæknilega framkvæmanlegt að hrinda tollkrít í framkvæmd 1. janúar
1983, þannig að þá verði innflytjendum, sem í fyrra fluttu inn vörur fyrir 25
milljónir króna eða meira, veitt heimild til innflutnings með greiðslufresti og
mörkin síðan lækkuð í áfongum, þannig að innflytjendur með að minnsta
kosti milljón króna innflutning á verðlagi 1981 fái tollkrítarheimild frá og
með 1. janúar 1984.
Tekið er fram í athugasemdun-
um að gert sé ráð fyrir sérstöku
frumvarpi um breytingar á
ákvæðum laga um skipan gjald-
eyris- og viðskiptamála og lögum
um tollskrá svo tollkrítin megi ná
fram að ganga, ef samþykkt verð-
ur.
Á árinu 1977 skipaði þáverandi
fjármálaráðherra, Matthías Á.
Mathiesen nefnd til að endurskoða
gildandi lög og reglur um toll-
heimtu og tolleftirlit og árið eftir
skilaði nefndin m.a. tillögum um
greiðslufrest á aðflutningsgjöld-
um á grundvelli sérstakrar lög-
gjafar. Sú ríkisstjórn, sem síðan
tók við, hreyfði ekki málinu, en
siðan hafa nokkrir þingmenn með
Matthías Á. Mathiesen sem fyrsta
flutningsmann, endurflutt frum-
vörp um tollkrít og nauðsynlegar
breytingar á gjaldeyrislögum og
tollskrá tvisvar sinnum; í síðara
skipti á yfirstandandi þingi og er
það frumvarp nú í meðförum fjár-
hags- og viðskiptanefndar neðri
deildar.
Fjármálaráðherra leggur
stjórnarfrumvarpið um tollkrítina
fram í efri deild.
„Get ekkert sagt
að svo stöddu“
— sagði Jóna Sigurjónsdóttir formaður dagmæðra
um hugmynd Guðrúnar Helgadóttur
MBL. hafði samband við Jónu Sig-
urjónsdóttur formann Félags
dagmæðra í Reykjavík og spurði
hana hvert viðhorf dagmæðra væri
til þeirrar hugmyndar Guðrúnar
Helgadóttur að dagmæður verði
ráðnar hjá borginni og þiggi laun
þaðan. í frétt blaðsins í gær sagði
Guðrún það skoðun sína að þetta
væri eina sjáanlega lausnin á þeim
deilum sem risið hafa milli dag-
mæðra og skattyfírvalda að undan-
förnu.
„Ég get ekki svarað því að svo
stöddu, það fer allt eftir því
hvernig dagmæðurnar yrðu
ráðnar og hvernig að þessum
málum yrði staðið." Jóna sagði
að fyrirhugaður væri fundur
með dagmæðrum og fulltrúum
frá Reykjavíkurborg þar sem
nánar yrði fjallað um þessi mál,
og væri að honum loknum unnt
að greina frá viðhorfum dag-
mæðra til þeirra tillagna sem
þar yrðu kynntar.
Næturútvarp í sumar
Á FUNDI útvarpsráðs 30. marz var
tekin ákvörðun um að hefja útsend-
ingar næturútvarps í sumar að til-
lögu Stefáns Jóns Hafsteins frétta-
manns.
Að sögn Vilhjálms Hjálmars-
sonar formanns útvarpsráðs,
hefðu menn almennt verið sam-
mála í útvarpsráði að gera þessa
tilraun. Að vísu hefði sumum þótt
tillaga Stefáns full ginstrengings-
leg þar sem nær eingöngu er gert
ráð fyrir að leika rokktónlist í
þessum þáttum en þó hefði náðst
samkomulag um að reyna þetta.
Þessar útsendingar munu að öll-
um líkindum hefjast á miðnætti
og Ijúka kl. 3 að morgni. Stefán
mun sjá um þessa þætti til að
byrja með. Verða þeir á dagskrá
sumarmánuðina.
Gjafir til bygg-
ingar borgarleikhúss
Á 85 ÁRA afmælishátíð Leikfélags
Reykjavíkur þ. 11. janúar sl. bárust
félaginu ýmsar gjafir frá fjölmörgum
leiklistarunnendum og velunnurum
félagsins, segir í frétt frá LR.
Síðustu Háskóla-
tónleikarnir
FIMMTÁNDU og siðustu Háskóla-
tónleikarnir verða í hádeginu á
morgun, föstudag, í Norræna hús-
inu.
Sr. Gunnar Björnsson Bolung-
arvík og Jónas Ingimundarson
leika saman á selló og píanó verk
eftir Marin Marais, Henry Eccles
og tilbrigði eftir Beethoven um
stef úr einni óratoríu Hándels.
Frú Guðný Helgadóttir, ekkja
Brynjólfs Jóhannessonar leikara
færði af þessu tilefni húsbygg-
ingarsjóði Leikfélagsins að gjöf 5
þúsund krónur til byggingar Borg-
arleikhúss í nýjum miðbæ við
Kringlumýrarbraut. Af sama til-
efni bárust húsbyggingarsjóðnum
að gjöf aðrar 5 þúsund krónur frá
börnum þeirra hjóna: Önnu Brynj-
ólfsdóttur, Helgu Brynjólfsdóttur,
Kristjönu Brynjólfsdóttur og Birgi
Brynjólfssyni.
Húsbyggingarsjóður Leikfélags
Reykjavíkur var stofnaður fyrir
tæpum 30 árum að tilhlutan
Brynjólfs Jóhannessonar, sem þá
var formaður Leikfélagsins.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
lagt á það mikið kapp, að Borgar-
leikhús Reykvíkinga verði vígt þ.
18. ágúst 1986 á 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar.
Sjónvarpið hefur
mótttöku fréttaefn
is um gervihnött
Gunnar Dal
Ný ljóðabók
Gunnars Dal
VÍKURÚTGÁFAN hefur gefið út
Ijóðabókina „Öld fíflsins“ eftir
Gunnar Dal.
í bókinni er 31 ljóð og dregur
bókin nafn af því fyrsta. Þetta er
29. bók Gunnars Dal, en ljóðasafn
kom út 1977 og einnig hafa sumar
bækur hans komið í fleiri en einni
útgáfu, þ.á m. „Spámaðurinn",
þýdd ljóð. Þá hafa ljóð hans birzt í
erlendum þýðingum; á ensku,
þýzku og norsku.
„Öld fíflsins" er 104 blaðsíður í
litlu broti, unnin hjá Steinholti hf.
og Bókbandsstofunni Örkinni hf.
Sjónvarpið hóf útsendingu frétta-
efnis frá bresku fréttastofunni Vis-
news í fyrradag. Hér er um að ræða
10 mínútna fréttasendingar um
gervihnött sem sjónvarpið tekur við
á degi hverjum. Að sögn Boga
Ágústssonar, fréttamanns á Sjón-
varpinu, eru þetta stuttar frétta-
myndir um helstu atburði sólar-
hringsins á undan. Bogi sagði að
Visnews-fréttastofan, sem er dótt-
urfyrirtæki breska sjónvarpsins
BBC, skipti við helstu sjónvarpsstöð-
var hins vestræna heims. Af þeim
sökum kæmi fram í fréttasendingum
þessum nokkuð alþjóðlegt vestrænt
fréttamat.
Kostnaður við þessa fréttaþjón-
ustu Visnews er um 160 þúsund á
mánuði. Landssími Islands fær
109.500 í sinn hlut fyrir móttöku
efrtisins, en Visnews um 50 þús-
und. Að sögn Boga væri innifalið í
því verði, sem Visnews-fréttastof-
an setti upp, ýmiss konar önnur
fréttaþjónusta, sem íslenska sjón-
varpið nyti góðs af. Það efni kæmi
þó ekki um gervihnött hingað til
lands. Það kom ennfremur fram
hjá Boga að sjónvarpið hefði í
hyggu að taka upp gervihnatta-
samband við EBU, Samband evr-
ópskra útvarps- og sjónvarps-
stöðva, er fram liðu stundir.
Ástæðan til þess væri sú að frétta-
sendingar þaðan eru lengri og efn-
ismeiri. Það sem stæði í vegi fyrir
því nú væri hinn mikli kostnaður
við móttöku þess efnis hér á landi.
Sinfóníutónleikar:
Frumfluttur
óbókonsert Leifs
Þórarinssonar
SEXTÁNDU áskriftartónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar íslands á þessu
starfsári verða í Háskólabíói í kvöld.
Á efnisskrá eru eftirfarandi verk:
Francaix: Horloge de Flore, Leifur
Þórarinsson: Óbókonsert og er það
frumflutningur, Brahms: Sinfónía
nr. 1.
Stjórnandi er Páll P. Pálsson og
einleikari Kristján Þ. Stephensen,
fyrsti óbóleikari Sinfóníuhljómsveit-
ar Islands. Auk þess leikur hann
jafnframt ýmsa aðra tónlist, svo sem
með Kammersveit Reykjavíkur og er
nú kennari við Tónlistarskólann í
Reykjavík og Tónlistarskólann í
Garðabæ.
FERMINGAR
GJÖFIN í ÁR
Mest seldu feröa-
tækin á Islandi
Verö frá kr. 1.695,00.
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8. REYKJAVlK