Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 21

Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 21 við þetta í frístundum sínum um kvöld og helgar. — Nei, ég lít ekki svo á, að við séum hér í samkeppni við Gunnar Bjarna- son. Þetta er í rauninni skyldu- verk hjá okkur, því eðlilegt er að Búnaðarfélagið komi þessum upplýsingum á framfæri á þenn- an hátt, og alltaf hefur staðið til að gefa þetta út í bókarformi. Til mín hafa borist áskoranir frá landsþingum hestamannafé- laga og fleiri aðilum, og það er meðal annars verið að koma til móts við óskir þessara aðila með fyrirhugaðri útgáfu. Þetta er á hinn bóginn mikið verk, og ekki alveg vandalaust að hrossarækt- arráðunauturinn vinni að útgáfu af þessu tagi samhliða sínum störfum, en nú er sem sagt kom- inn skriður á málið og liðsstyrk- ur, þar sem er Jón Steingríms- son. En í sambandi við þá bók sem Gunnar er nú að vinna að, vil ég aðeins segja það, að það kom mér mjög á óvart er ég frétti af því. Menn kunna að halda ýmis- legt um þetta, en sannleikurinn er sá, að ég hafði ekki hugmynd um að þetta stæði fyrir dyrum er ákveðið var að ráðast í þessa út- gáfu hér hjá Búnaðarfélaginu. Ekki ætla ég að fara að lasta Gunnar Bjarnason, fjarri því, en ég varð mjög undrandi á þessum fréttum." Þorkell sagði sem fyrr segir, að ættbókin næði aftur til ársins 1961, er hann tók við störfum hrossaræktarráðunauts. Ekki væri hugmyndin að gefa út bæk- ur um þá hesta, sem ættbókar- færðir voru á starfstíma Theó- dórs Arinbjörnssonar eða Gunn- ars Bjarnasonar, „enda þekki ég ekki þá hesta, ekki frekar en aðr- ir þekkja til þeirra hrossa sem ég hef skoðað og fært í ættbækur síðustu ár. Það er eðlilegt að þeir, sem best þekkja til á hverj- um tíma, gangi frá þessu efni til birtingar," sagði Þorkell Bjarna- son að lokum. - AH Hinn kunni og umdeildi stóðhestur Nðkkvi 260 frá Hólmi. Ef þió eruð ekki enn búin nö ákveðn fermingarg jöf ina œttuð þið aðlesa þetta: Viö hjá Heimilistækjum h.f. eigum mikiö úrval hagnýtra og skemmtilegra hluta sem eru tilvaldar fermingargjafir jafnt fyrir stúlkur og drengi. Philips útvörp. Fyrir rafhlöður og 220 volt, mono og Sambyggð eöa lausir I sterío, lítil og stór. Philips útvarps og kassettutæki. Steríoupptaka, innbyggöir J? hljóönemarog útvarp meö FM bylgju. V'/á Philips rakvélar. Einfaldar og litlar eöa stórar og fullkomnar, en allarframtíöarvélar. hitaburstarog hárblásarasett, - ölltæki Philips hársnyrtitæki. Hárblásarar, sem þarf til hársnyrtingar. Philips vasadisco. Litlu kassettutækin sem alla unglinga Philips Morgunhaninn. morgnana meö hring- dreymir um aö eignast. Útvarp og vekjaraklukka i einu tæki, sem vekur þig á ingu eöa Ijúfri tónlist. Hjá okkur fáió þió veglega g jöf á vœgu verði! heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.