Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
23
og fimm menn
reknir í Hanoi
Giap
aðrir
VO NGUYEN Giap, herforinginn sem átti mestan þátt i ósigrum Frakka
og Bandaríkjamanna í Indókína, hefur verið rekinn úr stjórnmálaráði
víetnamska kommúnistaflokksins ásamt fimm mönnum öðrum.
Tilkynning var birt um hreinsunina á síðasta degi fimmta þings víet-
namska kommúnistaflokksinbs í ga*r, miðvikudag, en cngar ástæður
tilgreindar.Óánægju hefur gætt í flokknum undanfarna mánuði vegna
erfiðleika í efnahagsmálum og slælegrar forystu.
Þessir valdamenn voru endur-
kosnir: Le Duan, aðalleiðtogi
flokksins, Truong Chinh forseti,
Pham Van Dong forsætisráð-
herra, Pham Hung, yfirmaður
áróðursmála, og Le Duc Tho
hugsjónafræðingur.
í hreinsununum í stjórnmála-
ráðinu voru völd Van Tien Dung
varnarmálaráðherra aukin.
Hann stjórnaði árásinni á Saig-
on 1975, fékk sæti í stjórnmála-
ráðinu 1980 og tók við starfi
landvarnaráðherra af Giap
hershöfðingja í fyrra.
Dung er nú sjötti valdamesti
maðurinn í ráðinu, næstur á eft-
ir Le Duc Tho, en var áður ní-
undi í röðinni. Le Duc Tho er
talinn einn valdamesti maður-
inn, þótt hann skipi aðeins
fimmta sætið.
Le Thang Nghi, sem var rek-
inn úr stöðu yfirmanns áætlana-
gerðar í febrúar 1980, hefur ekki
fengið uppreisn æru. Hann varð
að víkja þegar tilkynnt var að
fimm ára áætlunin 1976—80
hefði farið út um þúfur. Þessi
mistök hafa valdið miklum vöru-
skorti, jafnvel á lífsnauðsynjum.
Nguyen Co Thach utanríkis-
ráðherra var skipaður annar
tveggja aukafulltrúa í stjórn-
málaráðinu. Fulltrúum í ráðinu
var fækkað úr 15 í 13. Thach er
talinn hafa of stutta reynslu að
baki til að fá strax sæti aðal-
fulltrúa í stjórnmálaráðinu.
Le Duan flokksleiðtogi kom
fram opinberlega í febrúar í
fyrsta skipti í tvo mánuði og
virtist hafa náð sér eftir nýrna-
aðgerð. Hann verður 74 ára í
næsta mánuði.
Pham Van Dong forsætisráð-
herra er 74 ára og hefur látið í
ljós áhuga á því að setjast í helg-
an stein, þótt hann hafi sagt er-
lendum gestum að hann búizt við
að gegna störfum í nokkur ár
enn. Flestir valdamestu menn-
irnir eru um eða yfir sjötugt og
komust til áhrifa áður en Ho Chi
Minh lézt 1969.
Fimm ráðherrar voru reknir
þegar breytingar voru gerðar á
ríkisstjórninni í fyrra og yngri
og menntaðri menn tóku við. Um
30% félaga kommúnistaflokks-
ins voru reknir í fyrra.
Meðal upprennandi flokksleið-
toga eru To Huu (61 árs), sem
fékk sæti í stjórnmálaráðinu
1980 og er talinn hugsanlegur
eftirmaður Pham Van Dong for-
sætisráðherra og Nguyen Lam,
formaður ríkisskipulagsnefndar-
innar. (AP, Cuardian).
Nú geta allir faríð að mála.
Komið og kynnið ykkur málningartilboðið.
*
Otrúlegur afsláttur.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi.
Opið mánud. - miðvikud. 8-18
Opið fimmtudaga 8-18
Opið föstudaga 8-22
Opið laugardaga 9-12
Munið aðkeyrsluna
frá Franuiesvegi.
1BYGGINCAUÖBUB
HRINGBRAUT T19, SIMI X)600
Sprenging í lest
hefndaraðgerð
Hilbao, 31. marz. AP.
BLADIÐ „Deia“ i Bilbao segir að mað-
ur, sem hafi hringt án þess að geta
nafns, haldi því fram að sprengingin er
varð fimm að bana í París-Toulouse-
hraðlcstinni hafi verið verk samtaka
hægrisinnaðra Baska — Spænsku
Baskahersveitarinnar.
Sagt var að sprengju hefði verið
komið fyrir í hraðlestinni til að mót-
mæla því að Frakkland væri griða-
staður aðskilnaðarsinna Baska úr
samtökunum ETA.
Spænska Baskahersveitin hefur
lýst sig ábyrga á nokkrum tilræðum
við baráttumenn ETA á Spáni og í
Frakklandi á undanförnum árum.
Maðurinn sem hringdi í „Deia“
sagði að Spænska Baskahersveitin
hefði ákveðið að hefna sín á franskri
grund í hvert sinn sem ETA stæði
fyrir hryðjuverkum á Spáni til að
knýja á frönsku ríkisstjórnina um að
binda enda á þá aðstöðu sem ETA
hefur hingað til haft í Frakklandi.
ETA lýstu því yfir í dag, miðviku-
dag, að samtökin hafi ráðið skurð-
lækni af dögum og nokkrum klukku-
stundum síðar lézt lögreglumaður í
sjúkrahúsi af sárum sem hann fékk í
Rússar fá olíu-
leitartæki
Rlaine, Washinglon rylki, 31. mars. Al’.
EFTIR fjögurra daga töf var 19
vörubifreiðum með búnað til olíu-
leitar, sem Rússar höfðu keypt í
Bandaríkjunum, loks leyft í dag að
halda ferð sinni áfram til Kanada
þar sem varningnum verður skipað
út. Það var bandaríska tollgæslan,
sem stöðvaði flutninginn þar til
gengið hefði verið úr skugga um, að
hann væri ekki á lista yfir þær vör-
ur, sem bannað er að selja Sovét-
mönnum. Að sögn tollgæslunnar
reyndist ekki svo vera.
árás hryðjuverkamanna í síðustu
viku.
Lík skurðlæknisins, Ramiro Car-
asa, fannst í skógi í útjaðri San Seb-
astian. Orðrómur er á kreiki um að
læknirinn hafi neitað að hlynna að
ETA-manni fyrir skömmu.
í Madrid var skýrt frá handtökum
sjö meintra ETA-manna, sem báru
ábyrgð á tilræði við þjóðvarðliða,
ránum og sprengjutilræðum í nokkr-
um raforkuverum. Lögreglan segir
að þeir hafi fengið þjálfun sína í
Frakklandi.
Carrington
í Jerúsalem
Jerúsalem, 31. marz. AP.
(’ARRINGTON lávarður, utanríkis-
ráðherra Breta, hóf í dag tveggja daga
viðræður við ísraelska leiðtoga i
skugga áframhaldandi illdeilna Vest-
ur-Evrópuríkja og ísraels um
Palestínumálið.
I þann mund sem viðræðurnar
hófust birti ísraelska utanríkisráðu-
neytið yfirlýsingu, þar sem vísað er
eindregið á bug gagnrýni Evrópu-
ríkja á baráttu Israelsmanna gegn
Palestínumönnum á Vesturbakkan-
um.
í yfirlýsingunni er veitzt að
plaggi, sem var birt eftir leiðtoga-
fund EBE, og það kallað „rangfærsl-
ur“ þar sem þar segir að Israels-
menn fótum troði mannréttindi
Araba á Vesturbakkanum — ekki sé
tekið tillit til æsingastarfsemi PLO
sem „stefni að því að koma í veg
fyrir að nokkuð miði áfram í átt til
friðsamlegrar lausnar á svæðinu".
fsraelsmenn telja Carrington lá-
varð einn helzta frumkvöðul yfirlýs-
ingar Vestur-Evrópuríkja 1980 þar
sem hvatt er til „aukaaðildar“ PLO
að friðarviðræðum.
á kilómetragjaldi, innanlands og utan.
Flugmenn okkareru fíestum hnútum kunnugirá fíugvöllum
nágrannalandanna.
Margra ára reynslai farþegaflugi og vöruflutningum.
LEIGUFLUG
Sverrir þóroddsson I
Öfiugar og f ullkomnáV f lugvélar, sem geta farið á f lesta islenska f lugvelli.
auk þess að fjúga án millilendinga til flugvalla i nágrannalondunum.
Leiguflu g
Sverrís Þóroddssonar
hefur sjúkra-og
neyðarfíugsvakt
allan sólarhringinn.
m28011