Morgunblaðið - 01.04.1982, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö.
Stefnir í glundroða
í fjármálakerfi
þjóðarinnar?
Frumvarp að lánsfjárlögum er að ljúka vegferð sinni gegnum þingið,
þremur mánuðum á eftir áætlun, en það ber að afgreiða samhliða
fjárlögum fyrir áramót. Það er einkum tvennt, auk seinagangsins, sem
vekur athygli í þessu sambandi. Hið fyrra er, að þetta frumvarp spannar
ekki einvörðungu lánsfjárákvæði, eins og ætla mætti, heldur jafnframt
og ekki síður breytingar á nýlega samþykktum fjárlögum. Það segir sína
sögu um vinnubrögðin og flumbruganginn, að ekki er liðinn fjórðugur
fjárlagaárs þegar ríkisstjórnin þarf að breyta þeim í verulegum atriðum
með ákvæðum í lánsfjárlögum.
I annan stað staldrar fólk við þá staðreynd, að þrátt fyrir ráðgerðan
verulegan samdrátt bæði í raforku- og hitaveituframkvæmdum, stefnir
í stórfellda erlenda skuldaaukningu á þessu ári. I stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar, frá í febrúar 1980, er það stefnumark sett fram
í kafla um fjárfestingarmál, að greiðslubyrði af erlendum skuidum skuli
ekki fara fram úr 15% af útflutningstekjum þjóðarinnar. Samkvæmt
lánsfjárlögum 1982 er hinsvegar stefnt í aukningu erlenda skulda, sem
kalla á u.þ.b. 19—20% greiðslubyrði sem hlutfall af útflutningstekjum.
Hér er komið langt yfir hættumark og getur haft afdrifaríkar afleið-
ingar, ef ófyrirséðar sveiflur verða í þjóðarbúskapnum.
Hér á eftir verður vikið að nokkrum vafaatriðum, sem stinga í augu
við lestur lánsfjárlaga 1982:
• Innlend fjáröflun virðist ofmetin. Ætlunin er að selja spariskírteini
fyrir 150 m.kr., en salan á sl. ári var aðeins 43 m.kr.
• Erlend skuldasöfnun er ógnvekjandi, þrátt fyrir 40% samdrátt í
orkuframkvæmdum. Seðlabankinn áætlar skuldastöðu erlendra lána í
árslok a.m.k. 39% af þjóðarframleiðslu. Greiðslubyrðin er áætluð 19%.
• Algjör óvissa ríkir um fjármögnun Framkvæmdasjóðs, í kjölfar
þess að hann skortir helming þess fjármagns úr lífeyrissjóðum, sem
lánsfjáráætlun fyrra árs gerði ráð fyrir. Þetta hefur í för með sér
fyrirsjáanlegan fjárskort atvinnuveganna og áframhaldandi samdrátt í
fjármunamyndun.
• Lausaskuldir Byggingarsjóðs ríkisins við Seðlabanka vóru um 40
m.kr. um sl. áramót. Að auki skortir sjóðinn 90 m.kr. til að geta fram-
fylgt niðurskorinni áætlun í ár, sem miðast aðeins við frumlán til 1100
nýrra íbúða, en 1978 vóru slík lán tæplega 1900. Á heildina litið verður
fjármögnun húsnæðismálasjóðanna mikið áhyggjuefni á þessu ári.
• Framkvæmdir á vegum stóriðju og stórvirkjana dragast saman um
43,5% á þessu ári að magni til, framkvæmdir í hitaveitum um 43,5%,
fjárfesting atvinnuveganna um 9,1%, auk þess sem fyrirsjáanlegur er
samdráttur í íbúðabyggingum enn eitt árið. Hinsvegar eykst fjárfesting
í opinberum byggingum um 6,8%. Þróun fjárfestingar, samkvæmt
lánsfjáráætlun og reynslu fyrri ára, er því uggvænleg.
• Erlendar lántökur til að fjármagna rekstrartap ríkisfyrirtækja og
undirstöðuatvinnugreina setja og dökkan svip á þessi lánsfjárlög. Þar
má nefna kreppulán, sem Byggðasjóður á að veita fyrirtækjum í sjávar-
útvegi í því góðæri, sem ríkt hefur, lán til að fjármagna rekstrartap
orkufyrirtækja og Sementsverksmiðju ríkisins, svo dæmi séu nefnd.
Lánsfjárlögin eru, eins og fjárlögin, byggð á áætlaðri 33% verðbreyt-
ingu milli áranna 1981 og 1982, en það þýðir 25—27% verðbólgu frá
upphafi til loka líðandi árs. Þessi verðþróun er grundvallarforsenda í
þessari löggjöf. Frá því að þessi „reiknitala" fjármálaráðherra var
hönnuð á haustnóttum hefur margt breytzt, sem gerir þessa „forsendu"
óraunhæfa. Grunnkaup hefur hækkað um 3,25% umfram þessa „for-
sendu". I kjölfar meiri fiskverðshækkunar en reiknað var með í þessum
„forsendum" varð stórfelld gengislækkun í janúarmánuði sl. Gengi doll-
ars hefur hækkað um 33,2% síðan 9. október í fyrra, þegar frumvarp til
lánsfjárlaga var fyrst lagt fram. Verðbólgan verður því augljóslega
meiri en 25—27% á þessu ári en þar með eru forsendur bæði fjárlaga og
lánsfjárlaga brostnar.
Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir aprílmánuð og
hækkaði hún um 3,71% í þeim mánuði, sem jafngildir 54,9% á 12
mánuðum. Hagstofan hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi í fyrri hluta marzmánaðar. Reyndist hún hafa hækkað um
11,7% sem gerir 55,67% á 12 mánuðum. Sé litið á hækkun framfærslu-
vísitölunnar óniðurgreiddrar reyndist hún vera 12,7% hinn 1. febrúar sl.
og spár Hagstofu og Þjóðhagsstofnunar benda til þess, að svipuð hækk-
un verði 1. maí nk. Þetta jafngildir rétt urr, 58% á 12 már.uðum. Jafnve!
þótt niðurgreidd frámfærsluvísitala sé lögð tii grundvallar í veröbóta-
útreikningum, sem augljóslega er misvísandi mælikvarði, reiknast verð-
bólguhraðinn á þann mælikvarða 45% á 12 mánuðum.
Það er þvi hverju mannsbarni ljóst, að miðað við þann verðbólgu-
hraða, sem við blasir, og ört gengisfall frá því lánsfjárlagafrumvarpið
var lagt fram, eru „forsendur" þessara frumvarpa þegar brostnar.
Ákvæði stjórnarsáttmála um sama verðbólgustig hér á landi og í ná-
grannalöndum 1982 er því miður orðið að „Hafnarfjarðarbrandara". En
mergurinn málsins er, að lánsfjárlög, sem byggð eru á svo röngum
forsendum um verðbólgu og gengisskráningu, en fastri krónutölu til
ýmissa framkvæmda, þýða raunveruiega stórfelldan sjálfvirkan niður-
skurð á framkvæmdum og geta leitt til algjörs glundroða í fjármálakerfi
þjóðarinnar.
Deilt um útflutning íslenskra hrossa:
Markaður fyrir 1.2
hesta á ári í Þýski
„NÚ ERU um 20 þúsund íslenskir hestar í Vestur-Þýskalandi, og miðað við að
meðalaldur þessara hesta sé 12 til 17 ár, lætur nærri að nauðsynlegt sé að fá
1500 hesta árlega til viðhalds stofninum,“ sagði Klaus Becker, formaður félags
ræktenda islenskra hesta í Vestur-Þýskalandi meðal annars á blaðamannafundi
í gær. Becker sagði einnig, að um 2000 hryssur af íslenska hestastofninum væru
nú í Þýskalandi, en þar fæddust þó ekki nemma 4 til 500 folöld árlega, vegna
þess að Þjóðverjar hefðu ekki áhuga á ræktun, auk þess sem hún væri of
kostnaðarsöm vegna landþrengsla og af fleiri ástæðum. En af þeimm 4 til 500
folöldum, sem fæðast árlega, verða um 300 reiðhestar, sagði Klaus Becker. „Það
þýðir að okkur vantar um 1200 hesta árlega frá íslandi til viðhalds stofninum, og
þá er ekki verið að tala um aukna útbreiðslu eða að reyna að svara óskum nýrra
aðila er vilja eignast íslensk hross.“
Blaðamannafundurinn í gær var
haldinn í nýju og glæsilegu hesthúsi
Arnar Kjærnested í Mosfellssveit,
og er líklega fyrsti blaðamanna-
fundur hérlendis í hesthúsi. Auk
Arnar stóðu fyrir fundinum þeir
Aðalsteinn Aðaisteinsson og Sig-
urður Sæmundsson, tamningamenn.
Auk þeirra sátu svo fundinn þeir
Þorkell Bjarnason hrossaræktar-
ráðunautur Búnaðarfélagsins,
Gunnar Bjarnason fyrrum hrossar-
æktarráðunautur, Halldór Jónsson í
Stokkhólma, Agnar Tryggvason frá
útflutningsmiðstöð Sambandsins,
Friðþjófur Þorkelsson, Sigurbjörn
Bárðarson, Pétur Behrens og fleiri,
en frá Þýskalandi voru þau Ulu og
Klaus Becker.
í upphafi fundarins sagði Örn
Kjærnested, að tilefni hans væri að
ræða útflutning á íslenskum hross-
um, en útflutningur virtist nú vera í
mikilli lægð. Örn kvaðst nýkominn
úr átta daga ferð um Þýskaland, þar
sem hann hefði rætt við sölumenn
íslenskra hesta, og skoðað tamn-
ingamiðstöðvar. „Það er staðreynd
að Þjóðverja vantar hesta, og þeir
eru reiðubúnir að kaupa þá,“ sagði
Örn. Hann sagði hins vegar, að yrði
samþykkt sú tillaga er fram hefði
verið lögð á Búnaðarþingi, að banna
útflutning stóðhesta, þýddi það
dauðadóm yfir öllum samskiptum
íslendinga og Þjóðverja varðandi
hesta. Örn sagðist vonast til að
gagnlegt væri að menn hittust á
fundi sem þessum, og skiptust á
skoðunum, en fundarstaðurinn,
hesthúsið, hefði verið valinn í þeirri
von að meiri árangur næðist af
fundi á slíkum stað, en ef hann væri
haldinn yfir dýrum veigum á hótel-
um höfuðborgarinnar.
Klaus Becker tók því næst til
máls, og sagðist fagna því tækifæri,
er hér gæfist til að ræða þessi við-
kvæmu mál, öllum væri sameigin-
legur áhuginn á íslenska hestinum,
þó menn greindi á um margt.
Hingað til lands kvaðst Becker hafa
komið fyrst 16 ára, og unnið þá á
Kirkjubæjarbúinu á Rangárvöllum,
og kynnst mönnum eins og Stefáni
Jónssyni, Halldóri Jónssyni og
Gunnari Bjarnasyni, er hefðu
sannfært sig um sérstæða eiginleika
íslenska hestsins.
Klaus Becker sagði, að tvær hætt-
ur steðjuðu fyrst og fremst að ís-
lenska hestamarkaðnum í Þýska-
landi, exemsjúkdómar og skortur á
hestum frá Islandi. Unnið væri að
rannsóknum á exeminu og ef vel
væri að staðið væri von til að
sameiginleg þekking manna í ýms-
um löndum leiddi til þess að unnt
væri að komast fyrir hann. Það ætti
því að vera yfirstíganlegt vandamái
væri rétt á málum haldið. Ef það
tækist á hinn bóginn ekki, gætu
menn gleymt útflutningi íslenskra
hrossa til Þýskalands, þar sem milli
40 og 50% þeirra fengju exem, en
aðeins um 5% þeirra er fæddust
ytra. Sannleikurinn væri sá, að
helst vildu menn kaupa íslenska
hesta frá íslandi, og kæmi þar
margt til. Dýrt væri að rækta þá
ytra, og hefðu því flestir stórir
ræktendur hætt því, eins og raunar
tölurnar um fædd íslensk folöid
ytra sýndu best. Menn vildu þó geta
eignast folöld undan hrossum sín-
um, og einhverjir kynnu að vilja
eiga kynbótahross. Það myndi því
hafa afar slæm áhrif á Þjóðverja, ef
bann yrði sett á útflutning kynbóta-
hrossa frá Islandi. Þjóðverjar hefðu
fengið nóg af því að láta banna sér
eitt og annað. Þeir myndu því
bregðast við á þann hátt að hefja
sjálfir ræktun heima fyrir með
þeim 2000 hryssum er fyrir hendi
væru, og verða þar með alveg óháðir
íslendingum. Þetta væri tilfinn-
ingamál, og afar óskynsamlegt væri
af íslendingum að banna útflutning
á kynbótahrossum. Tölur sýndu það
enda á síðustu árum, að mjög lítið
væri um útflutning stóðhesta, svo
hér væri lítið vandamál á ferðinni
fyrir Islendinga.
Þorkell Bjarnason sagði, að hann
væri síður en svo einn á báti í því að
setja strangari reglur um útflutn-
Klaus Becker
Gunnar Bjarnason
Þorkell Bjarnason
Frá blaðamannafundinum í hesthúsinu í Laugarbakka í Mosfellssveit í gær: Klaus Becker fyrir boðsendanum, milli
Arnars Kjærnested og Péturs Behrens, sem túlkaði mál Beckers yfir á íslensku. i.jónm.: KriHiján Kinarsson.