Morgunblaðið - 01.04.1982, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður:
Hofmóður og hroki
iðnaðarráðherra
Tímabært að aðrir taki við
Mér fara á eftir meginatriði úr
máli Birgis ísleifs Gunnarssonar (S)
í umræðu um stjórnartillögu til
þingsályktunar um virkjunarfram-
kvæmdir og orkunýtingu, sem hann
flutti á Alþingi i fyrradag.
VÉFRÉTTASTÍLL
Frumvarp um raforkuver var
flutt á síðasta þingi. Frumvarpið
fékk harða gagnrýni, sem m.a.
beindist að því, að sá mikilvægi
þáttur, sem snýr að orkunýtingu
lá alveg eftir. Stórvirkjanir kalla
á fastmótaða stefnu varðandi
orkufrekan iðnað.
Þá var ekki tekið af skarið
varðandi næstu virkjun. Hvert
árið líður án þess að ákvörðun sé
tekin. Þessar tafir hamla nú
verulega uppbyggingu okkar
Kram hefur verið lagt stjórnar-
frumvarp um málefni aldraðra. Frum-
varpið er í 5 köflum: I) Skipulag öldr-
unarþjónustu, 2) Framkvæmdasjóður
aldraðra, 3) Ileimaþjónusta, 4) Dval-
arstofnanir fyrir aldraða, 5) ýmis
ákvæði; auk þriggja ákvæða til bráða-
birgða: um samstarfsnefnd aldraðra
um endurskoðun laganna innan 5 ára
og að 26. greinin, sem fjallar um
kostnað við vistun á dvalarstofnunum,
komi til framkvæmda i áföngum eftir
nánari ákvörðun ríkisstjórnar.
í greinargerð er minnt á tvö
frumvörp, sem flutt voru á 103.
löggjafarþingi, frumvarp Péturs
Sigurðssonar, Matthíasar Bjarna-
sonar og Halldórs Blöndals, þing-
manna Sjálfstæðisflokks, um sér-
hannað húsnæði fyrir aldraða og ör-
yrkja og stjórnarfrumvarp um heil-
brigðis- og vistunarþjónustu.
Helztu nýmæli frumvarpsins eru
talin:
• 1. Sett er fram það markmið að
aldraðir eigi völ á þeirri heil-
brigðis- og félagslegri þjón-
ustu, sem þeir þurfa og að þessi
þjónusta sé veitt á því þjón-
ustustigi, sem sé eðlilegast og
hagkvæmast miðað við þörf og
ástand hins aldraða.
• 2. Lagt er til aðyfirstjórn öldrun-
armála sé í höndum eins ráðu-
neytis, heilbrigðis- og trygg-
ingamaíaráðuneytis, og að þar
verði sett á stofn sérstök deild
til að annast þennan mála-
flokk.
• 3. Lagt er til að sett verði á stofn
samstarfsnefnd um málefni
aldraðra Hlutverk þessarar
nefndar yrði allvíðtækt, annars
vegar stefnumótandi og hins
vegar ráðgefandi.
• 4. Lagt er til að stjórnun heilsu-
gæslustöðva, í samvinnu við fé-
lagsmálaráð, þar sem þau
starfa, verði falin stjórn öldr-
unarmála á sínu svæði.
• 5. Lagt er til að við hverja heilsu-
gæslustöð starfi þjónustuhópur
aldraðra. Þessi þjónustuhópur
yrði samstarfshópur starfs-
fólks heilsugæslustöðvar,
starfsfólks félagslegrar þjón-
ustu svo og þeirra stofnana,
sem vinna að öldrunarþjónustu
á starfssvæði þjónustuhópsins.
• 6. Lagt er til að komið verði á fót
heimaþjónustu fyrir aldraða.
Með heimaþjónustu er átt við
þá aðstoð, sem veitt er á heim-
ili aldraðs einstaklings. Þessi
þjónusta er tvíþætt, annars
vegar heilbrigðisþjónusta ogog
hins vegar félagsleg þjónusta.
vatnsaflsvirkjana og þeim stór-
felldu atvinnumöguleikum, sem
þeim fylgja.
Eftir allan þennan tíma — eft-
ir það tæpa ár, sem liðið er síðan
frumvarp um raforkuver var
samþykkt hér á Alþingi, hefði
mátt ætla að nú væri komið að
endapunktinum, nú væri unnt að
taka langþráða ákvörðun um
næstu virkjun og hvernig nýta
mætti orkuna úr henni — og
jafnframt væri unnt að marka
stefnu um áframhaldandi upp-
byggingu raforkuvera til alda-
móta og nýtt stórátak til eflingar
atvinnulífi landsmanna.
Sú virðist ekki raunin, því að
enn einu sinni kemur tillaga frá
iðnaðarráðherra og ríkisstjórn,
• 7. Settar eru fram skilgreiningar
á því hvaða stofnanir teljist
dvalarstofnanir fyrir aldraða.
• 8. Lagt er til að vistunarmat fari
fram áður en menn verði vist-
aðir á dvalarstofnunum fyrir
aldraða.
• 9. Lagt er til að kostnaöur af vist-
un á dvalarstofnunum fyrir
aldraða verði greiddur af
sjúkratryggingadeild Trygg-
ingastofnunar ríkisins eða með
beinum framlögum úr ríkis-
sjóði. Þó er gert ráð fyrir því að
vistmenn taki þátt í greiðslu
dvalarkostnaðar, eftir ákveðn-
um reglum í samræmi við tekj-
ur.
sem er í algjörum véfréttarstíl.
Eins og tillagan lítur út er hún
ekki ákvörðunarhæf á Alþingi.
Því valda mjög atriði, sem ég
mun víkja nánar að.
CRIJNDVÖLLUR EKKI
TIL STAÐAR
Þingmenn hafa fengið í hendur
ítarlegar skýrslur frá Lands-
virkjun, Orkustofnun og Raf-
magnsveitum ríkisins. í öllum
þessum skýrslum kemur fram, að
grundvöllur ákvörðunar um
framkvæmdaröð er ákvörðun um
nýtingu orkunnar. Niðurstaða um
hagkvæmustu röðun virkjana er
mismunandi eftir því hvernig,
hvar og hvenær stóriðjan er
reiknuð inn í dæmið. Þennan
grundvöll vantar alveg í tillögu-
gerð iðnaðarráðherra. Það vantar
marktæka alvöruáætlun um upp-
byggingu orkufreks iðnaðar.
FRIÐÞÆGING
Forsvarsmenn ríkisstjórnar-
innar miklast af þeim orkunýt-
ingarkostum, sem þeir telja að
séu fyrir hendi. Stöðugt er verið
að skýra okkur frá viðræðum við
allskonar erlenda aðila, sem hafi
áhuga á hinu og þessu varðandi
orkufrekan iðnað á íslandi. Mér
koma í hug orð viðskiptaráðherra
hér á þingi ekki alls fyrir löngu,
þegar hann var að lýsa öllum
þeim erlendu umboðsmönnum,
sölumönnum og ráðgjöfum, sem
vildu koma á viðskiptum með
olíu. Viðskiptaráðherra hafði
ekki trú á þessu. Sama er að ger-
ast í stóriðjumálum. Hingað er
stöðugur straumur erlendra um-
boðsmanna, ráðgjafafyrirtækja
og sölumanna, sem bjóða þjón-
ustu sína á þessu sviði, vilja
koma á viðskiptum, selja tækni-
þekkingu, markaðsþekkingu og
hvað eina. Ekkert raunhæft kem-
ur þó úr þessu. Flutt eru frum-
vörp um nýjar verksmiðjur. Það
virðist fyrst og fremst vera til
Birgir ísleifur Gunnarsson
friðþægingar, því að ekkert ger-
ist. Því miður virðist boðað frum-
varp um kísilmálmverksmiðju á
Reyðarfirði vera þessu marki
brennt. í því máli eru enn allt of
margir lausir endar til þess að
það geti talist raunhæf fram-
kvæmd.
ÓVISSA UM BLÖNDU
Tímasetning virkjana er enn
óljós. Ráðherra talar um næstu
stórvirkjun á árinu 1986 og í síð-
asta lagi 1987. Ekkert bendir enn
til að sú tímaáætlun standist.
Enn er mikil óvissa varðandi
Blönduvirkjun. Ógerðir eru
samningar við einn hrepp og allir
samningar við einstaka landeig-
endur ógerðir. Útboðslýsingar
eru heldur ekki tilbúnar. Varð-
andi Fljótsdalsvirkjun eru enn
viss tæknileg hönnunarvandamál
á ferðinni, t.d. hvernig eigi að
hanna 25 km langan skurð uppi á
reginfjöllum án þess að til veru-
Fram hefur verið lagt á Alþingi
stjórnarfrumvarp um heimild til
hækkunar á hlutfé íslands i Alþjóða-
bankanum úr 22,2 milljónum Banda-
legra ísvandamála komi. Allt tek-
ur þetta tíma, ef gæta á fyllsta
öryggis- Við erum því nú i raun
að tala um tillögu, sem felur í sér
virkjun í fyrsta lagi 1988.
AÐ SITJA AF
SÉR TÆKIFÆRI
Því lengur sem það dregst að fá
nýja virkjun í gagnið — því
minni líkur eru á því að hægt sé
að bæta nokkru við orkufrekan
iðnað áður en ný virkjun tekur til
starfa. Eg óttast að með þessum
óhæfilega drætti á ákvörðunum,
þá séum við nú í þeirri hættu að
vera búnir að sitja af okkur tæki-
færi til að auka orkufrekan iðnað
nema bæta við nýjum virkjunum.
HOFMÓÐUR OG HROKI
Ráðherra hefur staðið illa að
samningum við heimamenn um
Blönduvirkjun. Samningaumleit-
anir fóru of seint af stað og í
samningunum sjálfum fór iðnað-
arráðherra fram af of miklum
hofmóði og hroka. Hann setti
fram samningsdrög í september
sl. og lýsti þeim sem einskonar
úrslitakostum. Það hleypti strax
illu blóði í heimamenn. Þegar í
Ijós kom að samningsdrögin yrðu
ekki samþykkt, lýsti ráðherra þvi
yfir í sjónvarpsþætti, að réttast
væri að tala ekkert meir við þessa
menn og virkja annars staðar.
Þessi aðferð að ögra og ógna er
ekki góð leið í samningum. Þetta
er ótrúlega líkt aðferðum iðn-
aðarráðherra gagnvart Alu-
suisse. í þessum tveimur mikil-
vægu samningaumleitunum
stendur allt fast. Það er engin til-
viljun. Ráðherra hefur notað
svipaðar aðferðir í báðum tilvik-
um. Hann hefur ekki reynst góð-
ur samningamaður og því eiga
aðrir að taka við.
ríkjadala í allt að 68,0 milljónir dala
miðað við gullgengi dollars 1. júli
1944. í janúar 1980 samþykkti banka-
ráð Alþjóðabankans rúmlega tvöfóld-
un á hlutafé til að styrkja stöðu hans
á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum.
Aukningin skiptist i réttu hlutfalli við
hlutafjáreign sem fyrir er.
Aðildarríkjum ber að greiða 0,75%
í gulli eða Bandaríkjadölum, 6,75%
í eigin gjaldmiðli, en afganginn í
ábyrgðarfé, sem stendur til trygg-
ingar skuldbindingum bankans. Þá
er heimiluð sérstök viðbótaraukn-
ing að fjárhæð 3,35 miiljarðar dala
sem skiptist jafnt á öll aðildarlönd
bankans eða 25 milljónir dala á
hvert þeirra.
ísland naut áður nokkurrar lána-
fyrirgreiðslu í bankanum en í at-
hugasemdum með frumvarpinu
segir: „Um frekari lántökur Islend-
inga hjá bankanum er ekki að ræða
af því að þjóðartekjur iandsmanna
eru langt fyrir ofan það mark, sem
bankinn setur nú sem skilyrði fyrir
lánveitingum sínum."
Virkjunarkostir:
*
Aherzla á Búr-
fellsvirkjun II
Það kom fram í máli Hjörleifs
Guttormssonar, orkuráðherra, í um-
ræðu á Alþingi í gær, miðvikudag, að
Landsvirkjun legði nú aukna áherzlu
á Búrfellsvirkjun II fram yfir aðra
valkosti á Þjórsársvæði, s.s. Sultar-
tangavirkjun og aflaukandi aðgerðir
við Hrauneyjafoss og Sigöldu.
Undirritaðir væru samningar við
5 hreppa af 6 um framkvæmd
Blönduvirkjunar og stæði þeim
sjötta til boða að ganga inn í samn-
ingsgerðina. En gildandi lög um
virkjunarkosti kvæðu á um annan
virkjunarkost, ef samkomulag
strandaði nyrðra (Fljótsdalsvirkj-
un).
Tillaga sjálfstæðismanna:
Samræmt tölvukerfi
í þágu landbúnaðar
Skipulagsleysi veldur
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að skipa nefnd 7 manna
til þess að gera tillögur um sam-
ræmt númerakerfi yfir bújarðir í
landinu, með það að markmiði að
gera tölvuvinnslu margs konar
þátta landbúnaðarins og upplýs-
ingamiðlun á því sviði fljótvirkari
og öruggari.
Eftirgreindir aðilar skulu skipa
fulltrúa í nefndina: Hagstofa ís-
lands, Búnaðarfélag íslands, Stétt-
arsamband bænda, Fasteignamat
ríkisins, Landnám ríkisins og
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Lindbúnaðarráóhcrra skipar einn
mann í nefndina og skal hann vera
formaður nefndarinnar.
Nefndin skal skila tillögum til
landbúnaðarráðherra fyrir 1. janú-
ar 1983.“
Þannig hljóðar tillaga sem
Steinþór Gestsson og Egill Jóns-
son hafa lagt fram á Alþingi um
kerfisbundna röðun jarða til hag-
nýtingar við samræmda tölvu-
vinnslu og upplýsingamiðlun.
í greinargerð segir m.a.:
„Það er hverjum manni Ijóst,
að tölvuvinnsla gagna hefur nú
þegar verið tekin í þjónustu
töfum og tvíverknaði
stjórnkerfisins og í sjónmáli er
að fleiri og fleiri þættir í sam-
skiptum manna verða að laga sig
að lögmálum tölvunnar ef fullt
jafnræði á að haldast með
starfsgréinum þjóðfélagsins.
Landbúnaðurinn hefur þegar
komist i snertingu við þetta
kerfi í ýmsum greinum atvinnu-
vegarins. Forðagæslan hefur
verið sett í tölvuvinnslu. Jarð-
ræktin, nautgriparæktin og
sauðfjárræktin hafa einnig feng-
ið úrvinnslu sinna gagna í tölvu.
Mjólkuriðnaðurinn og afurðasal-
an yfirleitt hafa nýtt þá vinnslu
í æ ríkari mæli.
En eitt er þó það sem veldur
Stcinþór K)>>ll
erfiðleikum og torveldar fyllstu
not þeirrar kerfisbreytingar sem
tölvuvinnslan getur valdið, og
það er að ekkert samræmt tölvu-
kerfi er til afnota innan land-
búnaðarins né til þess að tengja
hann miðlun eða móttöku upp-
lýsinga á vegum hinnar almennu
stjórnsýslu.
Hverri starfsgrein hættir til
að setja sér eigið kerfi til að
vinna eftir: Hagstofan hefur sett
upp röðun sýslu- og sveitarfé-
laga sem náð hefur almennri út-
breiðslu til mikilla þæginda og
flýtisauka við úrvinnslu gagna.
Hagstofan hefur einnig byggt
upp talnaröð sveitabæja eða
jarða, sem hvergi er notuð
óbreytt svo okkur sé kunnugt.
Fasteignamat ríkisins notar þá
röð lítið breytta svo og Stéttar:
samband bænda, forðagæsla BÍ
og jarðræktin. Hins vegar er
búfjárræktin utan við þetta
kerfi svo og Landnám ríkisins.
Slíkt skipulagsleysi veldur töf-
um og tvíverknaði þar sem fleiri
aðilar verða mjög oft að veita
upplýsingar um sama efni, en
samræming gæti komið í veg
fyrir slíka verkleysu."
Frumvarp um málefni aldraðra:
Skipulag öldrunar-
þjónustu, heimaþjón-
usta, dvalarstofnanir
Alþjóðabankinn:
Verður íslenzkt
hlutafé þrefaldað?