Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 32

Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 VIÐSKIPTI Örn Johnson, framkvæmdastjóri Skorra hf., t.v. og Ib Lykke Jensen, verk- fræðingur frá Elpan-fyrirtækinu, sem framleiðir Wanpan-ofnana. Ljósmynd Mbl.: Kmilía „Gólflistaofnar“ Nýjung frá Skorra hf. NÝLEGA var staddur hér á landi Ib Lykke Jensen, verkfræðingur frá danska fyrirtækinu Elpan ApS til að halda kynningu á Wanpan-ofnum fyrirtækisins fyrir Skorra hf., sem tekið hefur að sér umboð fyrir þá hér á landi. Að sögn Arnar Johnson, fram- kvæmdastjóra Skorra hf. sóttu kynninguna verkfræðingar og arkitektar. „Wanpan-ofnarnir eru nýjung. Þeir eru eins og gólflistar, aðeins 13,6 sentimetra háir og þeir eru lagðir á a.m.k. þrjá veggi í hverju herbergi og í eldhúsum á sökkul innréttingarinnar," sagði Örn ennfremur. Örn sagði, að með notkun Wanpan-ofnanna héldist herberg- ishitinn alls staðar mjög jafn. Það munaði minna en hálfri gráðu, hvort mælt væri niður við gófl, í miðju herberginu, eða við loftið. „Með þessu jafna hitastigi verður nær enginn dragsúgur og ryk- myndun verður mun minni en ella, enda safnast ekki ryk bak við þessa ofna, gagnstætt því sem ger- ist við notkun venjulegra ofna,“ sagði Örn ennfremur. „Þessi jafni hiti þýðir í raun minni orkunotkun, sem talið er að geti numið allt að 20%. Þá er stað- setning húsgagna með þessum ofnum mjög auðveld, því ekki þarf að taka tillit til þeirra eins og eldri gerða,“ sagði Örn Johnson. Þá kom það fram hjá Erni, að þegar væru komnir í nokkur hús ofnar frá fyrirtækinu og nokkur hús yrðu tengd á næstunni. Þá kom það fram í máli Jensens, að í Wanpan-ofna má leggja raf- magnstengla og fleira, sem leiðir til sparnaðar í byggingarkostnaði. „Elpan fyrirtækið framleiðir einn- ig rafmagnsofna, sem byggja á sömu hugmyndinni, það er gólf- listi, sem lagður er á a.m.k. þrjá veggi í hverju herbergi." Sendið inn upplýsingar um nýjungar! VIÐSKIPTASÍÐAN er eins og nafnið ber með sér vettvangur viðskipta, auk efnahagsmála og athafnalífs almennt. Því þykir rétt að hvetja iðnfyrirtæki og inn- og útflutningsfyrirtæki til að senda viðskiptasíðunni upplýs- ingar um nýjar framleiðsluvörur, sem þau hafa á boðstólum, eða nýja þjónustu af einhverju tagi. Á fundi ráðgjafanefndar EFTA: Ahyggjum lýst vegna sífelldra undanþágubeiðna íslendinga RÍKISSTYRKIR og byggðastefna og hvernig auka mætti samvinnu um að örva fríverzlun og vinna gegn hafta- stefnu innan og utan EFTA-land- anna voru helztu viðfangsefni fund- ar ráðgjafanefndar EFTA, sem Ragnar S. Haildórsson, formaður Verzlunarráðs íslands, og Árni Árna- son, framkvæmdastjóri ráðsins, sóttu 10.—12. marz sl. í fréttabréfi Verzlunarráðs ís- lands segir, að tilhneigingar gæti sums staðar, einkum þar sem dregið hefur mikið úr hagvexti og atvinnuleysi hefur aukizt, til að setja milliríkjaverzlun óeðlilegar skorður. „Talsverðar umræður spunnust um byggðastefnu og ríkisstyrki. Almennt er álitið, að vegna byggðastefnu ýmissa EFTA-landa og styrkja í kjölfar hennar til framleiðslufyrirtækja verði út- flutningsverð vara frá viðkomandi svæðum ódýrari en ella. Erfitt hefur þó reynzt að sýna fram á þetta með beinum dæmum. í raun og veru er ekkert hægt að gera fyrr en einhver lögformlegur málsaðili kærir og rökstyður mál sitt með skýrum dæmum. Málið varð þó ekki útrætt, en ákveðið var að taka það aftur á dagskrá á næsta fundi nefndarinnar í júní í sumar í Helsinki," segir ennfremur í fréttabréfinu. Þá segir, að í Genf hafi menn lýst yfir áhyggjum sínum við full- trúa Verzlunarráðsins vegna sí- felldra undanþágubeiðna íslend- inga frá fríverzlunarsamningnum. „Þeir sögðu, að rökstuðningur fyrir þessum undanþágum væri ekki alltaf fullnægjandi, enda þótt leyfi hafi verið veitt. Á síðustu mánuðum er hér um að ræða inn- borgunarskyldu á húsgögn og inn- réttingar," en íslendingar þurfa að gera EFTA grein fyrir þróun- arverkefni í húsgagnaiðnaði í júlí í sumar og framlenging á sérstöku gjaldi á sælgæti og kex, „en við TÖLUVERÐIR erfiðleikar hafa ver- ið í bifreiðaframleiðslu í S-Kóreu. Þannig hefur stórfyrirtækið Hy- undai aðeins nýtt 45% af fram- leiðslugetu sinni í bilaiðnaði. Á síð- asta ári framleiddi bílaiðnaðurinn í S-Kóreu um 135 þúsund bíla, en framleiðslugetan nemur um 300 þús- und bílum. Heildartap bílaiðnaðarins í S-Kóreu á síðasta ári nam um 100 milljónum dollara, en búist er við einhverri söluaukningu í ár, þann- ig að heildarsalan verði um 170 þúsund bílar. Auk Hyundai er önnur bílasmiðja í S-Kóreu, sem nefnist Saehan, og er að hluta til í þurfum að gera EFTA grein fyrir stöðu sælgætisiðnaðarins í sept- ember. Þá kom fram, að Norð- menn hafa gert athugasemdir við það, að fiskiskip voru tekin af frí- lista hér á landi. Rök íslendinga eru vernd fiskistofna, en Norð- menn halda þvi fram, að þetta samrimist ekki EFTA-samningn- um og þeir óttast, að þetta kunni að hafa áhrif á viðskipti sín við íslendinga," segir að síðustu í fréttabréfi Verzlunarráðs íslands. eigu bandarísku bílasmiðjanna General Motors. Þessar tvær bíla- smiðjur berjast um lítinn heima- markað. Á síðasta ári var gerður samn- ingur milli Hyundai og japönsku bílasmiðjanna Mitsubishi um byggingu bílaverksmiðju í S-Kóreu, sem getur sett saman 300 þúsund bíla á ári, og er stefnt að því, að hún taki til starfa á árinu 1985. Japanska bílasmiðjan mun Ieggja fram tækniþekkingu og bifreiðahluti. GM og Saehan hafa einnig uppi áform um að byggja verksmiðju, sem framleitt getur 300 þúsund bíla á ári. Erfiðleikar í bíla- iðnaði S-Kóreu Japanskar bílasmiðjur: jr Ihuga fjárfestingu á Formósu i Bretlandi og í Bandaríkjunum FORMÓSUMENN undirbúa nú um- talsverða bílaframleiðslu þar i landi og hafa ákveðið að setja upp bíla- smiðju í samstarfi við erlendan að- ila, sem framleitt gæti um 200 þús- und bíla á ári. Er hér um fjárfest- ingu að ræða, sem nemur um einum milljarð dala, og er það stáliðjuver á Formósu, sem verður meirihluta að- ili í þessari nýju bílasmiðju, en valið stendur um samstarf við annaðhvort Toyota eða Nissan. Hugmyndin er sú að framleiða bíla til útfíutnings, til Bandaríkjanna, Evrópu og Japan, en ekki er gert ráð fyrir, að þessar bílasmiðjur verði komnar i fullt gagn fyrr en að fimm árum liðnum. Þessi áform geta hins vegar haft áhrif á áætlanir Nissan um að byggja bílasmiðju í Bretlandi, sem framleiða mundi um 200 þús. bíla á ári. Talið er, að velji Form- ósumenn Nissan fremur en Toy- ota, muni Nissan-bílasmiðjurnar í Japan ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að byggja einnig bíla- smiðju í Bretlandi, auk þess sem veruleg gagnrýni er innan jap- anska fyrirtækisins á áætlanir þess um fjárfestingu í Bretlandi. Ágreiningur hefur komið upp milli brezkra stjórnvalda og jap- anska fyrirtækisins um það, hversu mikill hluti af bilunum yrði að vera framleiddur í Bret- landi. Nissan telur sig ekki geta hagnazt á þessari framleiðslu, ef brezk-framleiddir hlutir í bílana verða meira en 60% af hverjum bíl. Talið er, að Japanir hafi áhyggjur af því, að gæði brezku hlutanna verði ekki nægilega mik- il. Bretar leggja hins vegar áherzlu á, að brezk-framleiddir hlutir verði a.m.k. 65% af hverjum bíl. Þá er einnig ágreiningur um það, hversu mikla fjármuni Bretar leggi fram til þessarar bílaverk- smiðju. Fleiri japanskar bílasmiðjur hafa uppi áform um fjárfestingar erlendis. Þannig hefur Mitsubishi uppi áætlun um framleiðslu á smábílum í samvinnu við Chrysler í Bandaríkjunum, en Chrysler- verksmiðjurnar eiga sem kunnugt er 15% af japönsku verksmiðjun- um. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að japanska fyrirtækið muni leggja fram bæði tækniþekkingu og fjármagn í þetta nýja fyrirtæki í Bandaríkjunum. Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna: Meiri hagnaður verzlunar hefur farið í að greiða hærri skatta „ENN liggja ekki fyrir nákvæmar tölur um afkomu smásöluverzlunar á síðasta ári, en hins vegar er Ijóst, aó afkoman var skárri á síðasta ári heldur en á árinu 1980,“ sagði Magnús E. Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka íslands, m.a. í skýrslu sinni á aðalfundi sam- takanna fyrir skömmu. „Meðaltalsveltuaukning er talin vera 67,8%, en opinberar tölur um verðbólgu á sama tíma eru 50—51% eftir því hvort miðað er við fram- færsluvísitölu eða byggingarvísitölu. Þó má telja, að hækkun á neyzlu- vöruverði, sem talin er vera 50,6% sé sú hækkun sem sé sambærileg við 67,8% veltuaukningu. Því er ljóst, að nokkur aukning hefur orðið á vöru- magni í sölu,“ sagði Magnús enn- fremur. „Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar má ætla að um 5% magnaukning hafi orðið að meðaltali í verzluninni, og hefur því hreinn hagnaður fyrir skatta aukizt nokkuð frá fyrra ári. Þess ber hins vegar að gæta, að skattar hafa aukizt og því lítið eftir af þessum hagnaði þegar tekið hefur verið tillit til þeirra. Þá er Ijóst, að á þessu ári verður ekki sama aukning og var á sl. ári í veltu verzlana. Þróun efnahagsmála síð- ustu mánuði gefur ekki vísbendingu um aukinn kaupmátt lána, og er- lendur gjaldmiðill hefur hækkað í verði og þar með vöruverð," sagði Magnús ennfremur. I skýrslu sinni vék Magnús að því, sem hann kallaði eitt af eilífðarmál- um samtakanna, en það er sú stað- reynd, að fjölmargir kaupmenn standa utan samtakanna. Hann sagði m.a.: „Ég veit ekki hverjir aðr- ir, en þeir, sem stunda verzlun sem ævistarf eigi að vera sammála um, að efla beri verzlunina í landinu og búa eigi betur að henni svo að hún geti betur sinnt þörfum og kröfum þjóðar sinnar. Til að stuðla sem bezt að slíku þarf að efla samtök kaup- manna. Þeir, sem standa utan sam- takanna hafa ekki trú á sínu ævi- starfi ef þeir vilja ekki veg þess meiri. Þeir sem stunda verzlunar- störf, en vilja ekki efla sín eigin samtök eru ekki klókir kaupmenn, það er sú manngerð sem vill láta aðra berjast fyrir umbótum sem þeir eru fyrstir til að hagnýta sér. Það eru nefnilega til litlir kallar með mikla veltu, og það eru til menn, sem standa utan allra samtaka til þess að spara sér félagsgjöld, þessir menn hæla sér gjarnan af þessu, og hvetja jafnvel aðra til þess að haga sér eins. Þeir geta því varla talizt vinir verzlunarinnar, þeir stuðla að sundrung en ekki samstöðu, en gera sér í fæstum tilfellum grein fyrir því,“ sagði Magnús ennfremur. Þá sagði Magnús einnig í skýrslu sinni, að þeir sem hafa starfað fyrir verzlunina í landinu viti hvað beri að varast. „Við vitum, að það eru ákveð- in öfl hér á landi, sem beinlínis vinna gegn verzluninni. Við höfum orðið varir við slíkt margsinnis. Megnið af okkar starfi fer líklega í að koma í veg fyrir að ýmislegt kom- ist í framkvæmd sem ætlað er, það er við vinnum fyrirbyggjandi starf." íslenzk verzlun hefur alltof lengi látið bjóða sér of lítið og þess vegna er hún háðari ríkisvaldinu en æski- legt væri,“ sagði Magnús E. Finns- son, framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtaka tslands að síðustu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.