Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 37

Morgunblaðið - 01.04.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982 37 Guðný Halldórs- dóttir — Minning Æviskeið móðursystur minnar, Guðnýjar Halldórsdóttur, er á enda runnið. Síðustu tvö árin urðu henni þungbær, sökum erfiðra veikinda. Hún lést að Sólvangi í Hafnarfirði þann 24. mars og verður jarðsungin í dag, 1. apríl. Dunna, eins og hún var oftast kölluð af sínum nánustu, fæddist í Vindheimi í Norðfirði þann 1. febrúar 1911. Hún var næstelsta barn sinna elskulegu foreldra, hjónanna Guðríðar Hjálmarsdótt- ur og Halldórs Asmundssonar. Eftirlifandi systkin hennar eru Rúna Vigdís og Svanbjörg, búsett- ar hér fyrir sunnan, og Lára, Stef- án og Gísli, búsett á Neskaupstað. Elsta systirin, Þórunn, lést síð- astliðið haust. Æskuár frænku minnar liðu eins og flestra annarra ungmenna á þeim árum. Fljótt var farið að vinna fyrir sér og létta undir með heimilinu. Annir hins líðandi dags voru miklar og því leið tíminn fljótt. Þó að Dunna væri búsett hér fyrir sunnan mestan hluta ævi sinnar var tryggð hennar til átt- haganna mikil. Þar átti hún vini og vandamenn, sem hún minntist alltaf með hlýjum hug. Sem ung kona kynntist hún lífsförunaut sínum, Arinbirni Ólafssyni. Hann var mikill mannkostamaður og okkur börnunum í fjölskyldu Dunnu afar góður. Þau bjuggu að Suðurgötu 15 í Hafnarfirði. Þar var gestkvæmt og gott að vera, enda þau bæði góð og gestrisin. Einnig dvöldu hjá þeim oft og iðu- lega unglingar í námi. Upp í huga minn kemur minning um löngu liðin jól á heimili þeirra. Þá settist húsbóndinn við orgelið sitt og lék jólasálmana en húsfreyjan gerði okkur gestunum, bæði smáum og stórum, allt til ánægju. Þá var sannarlega hátíð í bæ. Þessar kæru stundir og svo margar aðrar munu aldrei gleymast. Það var mikið áfall fyrir Dunnu, þegar Arinbjörn lést, árið 1960. Þá fór hún að vinna utan heimilisins. Hún var alla tíð mjög dugleg og trúr starfskraftur. Síðari árin, meðan heilsan leyfði, vann hún í eldhúsinu á Sólvangi. Ragna, ráðskona þar, og starfssystur hennar eiga miklar þakkir fyrir þá tryggð og góðvild, sem þær sýndu Dunnu til hinsta dags. Einnig eru þakkir færðar öllum þeim, sem hjúkruðu henni og heimsóttu, til að létta henni stundirnar. Góð kona er gengin, hún var alltaf hreinskiptin og sönn. Skyldmenni hennar og fjölskyldur þeirra þakka að ieiðarlokum alla þá ástúð og umhyggju, sem hún sýndi þeim. Megi algóður Guð leiða Dunnu mína inn í ljósið. Fari hún í friði. Ragna Stórgjafír til Goð- dala- og Mælifellskirkju Fyrir skemmstu lék Heiðmar Jónsson organisti i Goðdölum fyrsta sinni við guðsþjónustu á nýtt harm- onium, sem hafði verið gefið kirkj- unni, keypt til landsins frá Hamborg fyrir milligöngu söngmálastjóra. Hljóðfærið, sem er bæði dýrt og gef- ur færi á fjölbreyttum orgelleik, gáfu hjónin í Árnesi, Helgi Valdi- marsson og Snjólaug Guðmunds- dóttir og Guðmundur sonur þeirra og er rausn þeirra mikil og á orði höfð. Hið vandaða kirkju-harmonium er minningargjöf um foreldra Snjólaugar, hjónin í Litluhlíð í Vesturdal, Guðmund Ólafsson og Ólínu Sveinsdóttur ljósmóður. Guðmundur var organisti í Goð- dölum í hálfan fimmta áratug. Þegar hann tók við starfinu var æði gamalt og lélegt hljóðfæri í kirkjunni, en hann beitti sér fyrir því, að harmonium það, sem fram til þessa hefur verið í kirkjunni og vel dugað, var keypt, a.m.l. fyrir samskotafé og ágóða af samkomu og hlutaveltu, sem haldin var á Tunguhálsi. Gamla hljóðfærið var gefið Abæjarkirkju, en spilltist þar mjög, enda er Ábæjarkirkja óeinangrað steinhús, og var það loks tekið þaðan, gert upp og mun vera til á Siglufirði. F.h. Goðdalasafnaðar færir undirritaður fjölskyldunni í Ár- nesi alls hugar þakkir fyrir hina góðu gjöf til kirkjunnar og mun hlutast til um, að silfurskjöldur með nöfnum Litluhlíðarhjóna verði settur á hljóðfærið. — Með tilkomu þess hafa allar 3 kirkj- urnar í Lýtingsstaðahreppi eign- azt vönduð hljóðfæri, en til Reykjakirkju var keypt stórt og nýlegt harmonium frá Búðareyr- arkirkju í Reyðarfirði vorið 1977 og nýtt hljóðfæri til Mælifells- kirkju ári fyrr. Á sl. sumri gáfu hjónin Jóhann- es Reykjalín Snorrason flugstjóri og Arna Hjörleifsdóttir Mæli- fellskirkju forkunnarfagra altar- isstjaka til minningar um Hauk son þeirra, er átti lögheimili á Háubrekku, nýbýli, sem reist var í Mælifellslandi 1949 og nú er eign þeirra hjóna. Haukur Jóhannes-' son var fæddur 20. apríl 1959 og fórst í flugslysi að Sigmundar- stöðum í Þverárhlíð 8. nóvember 1979 ásamt félaga sínum, einnig kornungum flugmanni. Hinir veglegu altarisstjakar eru mikil kirkjuprýði á Mælifelli og ber fagurlega við hina stóru og glæsilegu altaristöflu, málverk síra Magnúsar Jónssonar prófess- ors frá Mælifelli. F.h. safnaðarins skulu gefend- um færðar fyllstu þakkir. Blessuð sé minning Hauks sonar þeirra. Ágúst Sigurðsson Eigum nú gott úrval af fallegum marmara og skífu. Tilvalið á baðherbergi, forstofur og fleiri staði. Komið og skoðið úrvalið S.HELGASON HF SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677 new balance S Jogging-skór í sérflokki Við bjóðum 5 gerðir af þessum frábæru skóm: Teg. 420 dömuskór. Stæröir 36—41 Kr. 456.— Teg. 395 herraskór. Stæröir 39—46. Kr. 391__ Teg. 220 herraskór. Stæröir 39—46. Kr. 303__ Teg. 660 herraskór. Stæröir 39—46. Kr. 520.— Teg. 730 herraskór. Stæröir 39—47. Kr. 655.— newbalance B 5 stjörnu skór. * ** utiuf Glæsibæ, sími 82922. P

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.