Morgunblaðið - 01.04.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
45
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
jla 'D ir
Ingjaldur Tómasson skrifar:
„Djöflar en ekki menn!w
Heiðraði Velvakandi.
Þessi mín yfirskrift eru orð
DanUtu Walesa, eiginkonu hins
víðfræga verkalýðsforingja, töl-
uð í tilefni þess að æðsti maður
herstjórnar Póllands hafnaði
beiðni um nærveru Walesa við
skírn yngsta barns hans. Ekki er
mér gruniaust um að þetta neyð-
aróp móður verði sem önnur
neyðaróp úr „sæluríki" kommún-
ista, bæði fyrr og síðar, kæft í
fæðingunni, eða þagað í hel af
vestrænum, og þar með íslenzk-
um fjölmiðlum. Það er sannar-
lega óhugnanlegt að hlusta og
horfa á það hvernig fjölmiðlarn-
ir (flestir) virðast samtaka í því
að breiða yfir hina djöfullegustu
yfirráðastefnu, sem nokkurn
tíma hefir hrjáð okkar vansæla
mannkyn.
Fjölmiðlarnir og aftaníossar
þeirra, reyna ætíð, þegar Rússar
vinna sín glæpaverk (sbr. Pól-
land nú), að fara sem fyrst á
stúfana til að leita að snöggum
blettum hjá vestrænum löndum,
til að nota sem yfirbreiðslu yfir
hin „sósíalhelgu" glæpaverk
kommúnista. Stundum fer þessi
feluleikur þeirra heldur klaufa-
lega fram.
Strax og herstjórn Póllands
tók völdin að skipan Rússa, fóru
fjölmilar að bera saman og
leggja að líku, valdatöku hersins
í Póllandi og Tyrklandi — en
heyktust fljótt á því vegna þess
að það var vonlaust. Allur heim-
urinn vissi að tyrkneska þjóðin
heimtaði að herinn tæki völdin,
vegna langvarandi óstjórnar og
upplausnar sósíalista.d
Og nú er það Mið-Ameríka,
sérstklega El Salvador, sem nú
er notað hvað mest í yfir:
breiðslufeluleik fjölmiðla. I
langan tíma hefir ríkt hernaður
og byltingarástand í löndum
Mið-Ameríku. Ekki mæli ég því
bót. En víst er, að það er ekki
nema brotabrot af hinum ein-
dæma blóðidrifna mannrétt-
indaafbrotaferli Rússa.
Aðeins fá eindæmi: Berlín-
armúrinn beinlínis skar í sundur
þúsund fjölskyldur á einni nóttu.
Algert einsdæmi í heimssögunni.
Morðæði Stalíns. Nauðungar-
flutningur milljóna fólks úr
Eystrasaltslöndunum og víðar.
Ungverjaland, Tékkóslóvakía,
Afganistan og nú Pólland.
Aróður fjölmiðla gegn kyn-
þáttamisrétti Suður-Afríku hef-
ir lengi verið í tízku og er nú
aukinn mjög. Ekki mæli ég því
stjórnarfari bót, en víst er, að
það er aðeins barnaleikur í sam-
anburði við ofbeldis- og kúgun-
arvél Rússa víðsvegar um heim.
Sama alls staðar í kommaheim-
inum. Kínverjar slepptu nýlega
40 þúsundum pólitískra fanga
eftir 40 ára fangavist — þó er
vitað að það er aðeins smábrot
af þeim fjölda sem líður miklar
þjáningar i kínverskum fangels-
um.
Vart líður sá dagur að ekki
berist fregnir af stórfelldum
auðgunarbrotum eða stórsvindli
kommaforystumanna, bæði í
Rússlandi og víðar í „sósíal-
sæluríkjunum". Fyrir áhrif
Samstöðu í Póllandi voru 500
ríkisstarfsmenn reknir úr emb-
ættum fyrir langvarandi þjófnað
og svindl.
Ég held að það hafi verið al-
þjóðafangahjálpin sem krafðist
þess að fá að kanna aðbúnað
fanga í Suður-Afríku. En það
hefur aldrei heyrst að þeir krefð-
ust rannsóknar í hinum tröll-
aukna Gúlagi Rússa, og þá er
vitað um gjörvalla heimsbyggð-
ina að þar eru fangar pyntaðir
tugþúsundum saman — ýmist í
fangelsum, þrælabúðum eða á
vitfirringahælum. Sameinuðu
þjóðirnar þykjast berjast gegn
mannréttindaSrotum, en bjóða
toppmannréttindabrotaþjóð setu
í heiðurssæti. Er ekki hálfgerð
hrælykt af þessu öllu?
Og meðan allur þessi óhugnað-
ur fer fram, sefur hinn vestræni
ofneyzlubrjálaði heimur á sitt
græna eyra, værum svefni. Og
ekki eru minnstu líkur á því að
við íslendingar rumskum frekar
af hinum falska sæluvímusvefni,
meðan óstjórnarferlíkið okkar
getur pínt stöðugt vaxandi
lánsfé út úr erlendu auðvaldi, til
þess eins að halda uppi eyðslu-
sukki þjóðarinnar.
Þó það verði sennilega til lít-
ils, vil ég reyna að skora á
kirkjuyfirvöld og alla þá trú-
flokka íslenzka, sem þykjast
berjast fyrir hinum guðdómlega
mannréttindaboðskap Krists, að
senda öflug mótmæli til pólsku
herstjórnarinnar gegn þeirri sví-
virðu að banna Waiesa að vera
við skírn yngst barns síns. Líka
væri tilvalið að kirkjan gengist
fyrir fjölmennum mótmælafundi
við rússneska sendiráðið hér. Ég
vil eindregið hvetja kirkjuyfir-
völd til þess að hafa eina messu-
helgi um allt land með fyrirbæn-
um fyrir hinni langhrjáðu
pólsku þjóð. Mjög vel viðeigandi
væri að flytja messuna á upp-
risuhátíð mannkynsfrelsarans
Krists. Og allir kirkjugestir um
land allt ættu að sameinast í því
að syngja frelsisbæn Pólverja
fullum hálsi. Ég læt fyrsta verið
fylgja hér með.
(iuð, þú sem vorri ættjorð skýldir áður.
Alvaldi (iuð, sem vilt að hún sig reisi.
IJt þú í náð til lýðsins, sem er hrjáður.
I^agður í fjötra, jafnt í borg sem hreysi.
(iuð heyr vor óp, er grættir þig við biðjum.
(»ef oss vort land og frelsa það úr viðjum.
Geta ekki keypt brýnustu nauð-
synjar á einum og sama stað
íbúi í Heimunum skrifar:
„Mikið yrðum við þakklát hérna
í Heimunum, ef einhver af kaup-
mönnum borgarinnar vildi koma
upp matvælaverzlun, þar sem
„Heimakjör" var, en sú verzlun
var lögð niður síðastliðið vor. Síð-
an verslunin var lögð niður erum
við svo illa sett að geta ekki keypt
brýnustu nauðsynjar á einum og
sama stað. Eina búðin í næsta
nágrenni við okkur er fiskbúð, og
er hún ágæt og snyrtileg. Þó að
„Glæsibær" tilheyri Heimunum
kemur sú verzlun ekki öllum til
góða því hverfið nær yfir mjög
stórt svæði. Við vonum að þetta
mál verði tekið til athugunar af
einhverjum kaupmanni."
Orð Þórarins eru í tíma töluð,
en lítið hefur verið minnst á þetta
mál. Hins vegar er eilíflega verið
að rífast um einhverja ógeðslega
timburkofa. Miðbærinn er ein
ruslarahrúga — grautfúnir timb-
urkumbaldar og subbuleg steinhús
standa þar viðhaldslaus en frið-
helg — en friðunarnefndirnar
skeyta því engu þótt útsýnisstaðir
Reykvíkinga séu eyðilagðir. Það
væri þó að minni hyggju verðugra
verkefni að berjast fyrir friðun
þessara fáu staða sem bjóða uppá
fagurt útsýni, heldur en að vera að
lappa uppá þessa kofa sem auðvit-
að á að rífa.
Að lokum langar mig til að
víkja að þessari auglýsingu um af-
notagjöld sjónvarps. Burtséð frá
því hve auglýsingin er fáránleg, þá
skil ég ekki hver þörf er á því að
auglýsa í þessu tilfelli. Ef maður
borgar ekki, er einfaldlega hægt
að loka fyrir sjónvarpið hjá
manni. í þessari fáránlegu auglýs-
ingu segir meðal annars, að við
eigum aö komast hjá kostnaðar-
sömum aðgerðum — en hvernig
eigum við að komast hjá þeim, er-
um það ekki við sem borgum þessa
rándýru auglýsingu?"
I Velvakanda fyrir 30 árum
Hljópstu apríl?
ÍKLEGA ertu búinn að
hlaupa apríl, þegar þú lest
þessar línur, en þó að þú hafir
ekki munað eftir aprílhlaupinu,
þá gætirðu ef til vill enn snúið á
kunningja þinn.
Ekki er kunnugt um, hvers
vegna menn hafa tekið upp á
þessum fjára að láta menn
hlaupa apríl, en líklega er gabbið
komið upp í Frakklandi á 16. öld.
Aprílglópar eru þeir kallaðir,
sem látnir eru hlaupa apríl.
Litla flugan að vcstan
Ihverri götu suðar hún „Litla
flugan" hans Sigfúsar Hall-
dórssonar, þessi, sem hann kom
með að vestan í vetur.
Strákarnir blístra Iagið undir
berum himni, húsmæðurnar
raula það við eldhúsborðið og
barnfóstran syngur hvítvoðung-
inn í svefn.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta
skipti, sem þessi vinsæli dægur-
lagahöfundur vinnur hvers
manns hug og hjarta. Um tíma
þótti mörgum dálætið á Tonde-
leyó keyra úr hófi, og enn lifir
sumsstaðar í þeim gömlu glæð-
um.
Myndað eins og alsnjóa
UM alskýja og léttskýja er það
skemmst að segja, að þau
eru með öllu rétt mynduð og sízt
virðast þau ósmekklegri en al-
skýjað og léttskýjað, þó að lítt
muni þau þekkt úr talmáli.
Björn Sigfússon, háskólabóka-
vörður, minnir á, að Jónas Hall-
grímsson noti orðið alsnjóa og sé
það nú vel þekkt á Norðurlandi.
Þessi orð eru eins mynduð og
gizkar Björn á, að þau hafi fyrst
orðið til á skáldatungu.
í öllum lengdum
Þakjárniö fæst í öllum lengdum upp aö
10 metrum. Einnig í „standard" lengdum frá
6-13 fet. Höfum einnig fyrirliggjandi:
KJÖLJÁRN ÞAKPAPPA
RENNUBÖND ÞAKSAUM
B.B. fyrir þá sem byggja