Morgunblaðið - 01.04.1982, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1982
47
Einn snjallasti leikmaður enska liðsins, Karl Tatham.
„Væri mögulegt að fá
símanúmer Kristjáns
Sigmundssonar í Víkingi?"
Liö í V-Þýskalandi leitar upplýsinga
„VÆRI mögulegt að fá upplýsingar
um símanúmer Kristjáns Sig-
mundssonar markvarðar í Víkingi?**
var sagt í símann. Simtalið var frá
Vestur-Þýskalandi og þegar blaða-
maðurinn spurði í hvaða tilgangi
óskað væri eftir símanúmeri Krist-
jáns, kom i Ijós, að hringt var vegna
þess að 1. deildarlið OSC-Dortmund
hefur mikinn áhuga á að kanna,
hvort Kristján hefur áhuga á aö
koma til liðsins og spreyta sig sem
atvinnumaður. Símanúmer Kristjáns
var gefiö upp og sjálfsagt á félagið
eftir að setja sig í samband við hann.
Þetta sýnir, að vel er fylgst með ís-
lenskum knattleiksmönnum og ef
þeir sýna góða frammistöðu, er um
leið farið aö bjóða þeim að fara utan
til að leika með liöum sem eru til-
búin að greiða þeim stórfé fyrir æf-
ingar og keppni. Og víst er það
freistandi fyrir áhugamennina hér
heima að taka slíkum tilboðum og fá
eitthvaó fyrir sinn snúð fyrir erfiðar
æfingar og keppnir.
— ÞR.
Alkmaar í úrslit?
Guðrún setti
kúluvarpsmet
Verður enska
landsliðið skipað
Bandaríkjamönnum?
- Jónas Jóhannesson leikur sinn 50. landsleik
KYKRl leikirnir í undanúrslitum
hollcnsku bikarkeppninnar i
knattspyrnu fóru fram i gærkvöldi.
Alkmaar tók á móti Spörtu frá
Rotterdam og sigraði 2—1. Kees
Kist og Jos Jonker skoruðu mörk
Alkmaar, en Ronald Langbeek
svaraði fyrir Spörtu. Gæti útimark-
ið orðið Rotterdam-liðinu dýrmætt.
í hinum leiknum í undanúrs-
litunum mættust Haarlem og
Utrecht á heimavelli fyrrnefnda
liðsins. Ekkert var skorað í
leiknum, 9.000 áhorfendum til
mikillá leiðinda. Utrecht stendur
því með pálmann í höndunum.
Siðari leikirnir fara fram 13.
apríl næstkomandi.
Guðrún Ingólfsdóttir KR setti nýtt
íslandsmct í kúluvarpi á innanfé-
lagsmóti í KR-heimilinu í gærkvöldi.
Guðrún varpaöi 15,64 metra, og
bætti því met sitt um hvorki meira
né minna en 57 sentimetra, því
gamla metið var 15,07 m. Kristján
Gissurarson KR setti persónulegt
met i stangarstökki á mótinu, stökk
4,75 metra.
ÍSLAND leikur fyrsta leik sinn af
þremur gegn enska landsliðinu í
körfuknattleik í Laugardalshöllinni
á morgun og hefst leikurinn klukk-
an 19.00. Á laugardaginn verður síð-
an leikið i Borgarnesi klukkan 14.00
og á sama tíma á sunnudeginum
suður í Keflavík.
Mbl. hefur áður birt landsliðs-
hópinn sem mætir Englendingum,
en í fyrsta leiknum munu hvíla
þeir Hjörtur Oddsson og Viðar
Vignisson. Liðið annað kvöld skipa
því þeir Jón Sigurðsson KR, sem
jafnframt er fyrirliði, Símon
Ólafsson Fram, Guðsteinn Ingi-
marsson Fram, Torfi Magnússon,
Jón Steingrímsson, Ríkharður
Hrafnkelsson og Kristján Ágústs-
son allir í Val, Jónas Jóhannesson
og Valur Ingimundarson UMFN,
Axel Nikulásson og Jón Kr. Gísla-
son ÍBK og Pálmar Sigurðsson
Haukum.
Jónas Jóhannesson Njarðvík
leikur sinn fimmtugasta landsleik
að þessu sinni og heiðursgestur
KKÍ á leiknum er faðir Jónasar,
sem staðið hefur dyggilega á bak
við Jónas sem og Njarðvíkurliðið í
heild, sem unnið hefur íslands-
meistaratitilinn tvö keppnistíma-
bil í röð.
Enska liðið er afar sterkt, það
vann sig upp í A-riðil í fyrra, en
féll aftur niður og var mál manna
að heppnin hefði ekki verið á
bandi þess. Er lið þetta talið ör-
uggt með sigur í næstu B-keppni.
Þrátt fyrir styrkleika þeirra
ensku, gæti hæglega orðið um
spennandi leiki að ræða, því ís-
lenska liðið hefur síðustu árin
velgt sér sterkari liðum undir ugg-
um á heimavelli og nægir að
minna á sigra gegn Frökkum og
Finnum á síðasta keppnistímabili.
Hins vegar er möguleiki á því að
enska liðið verði alls ekki skipað
enskum leikmönnum, því bresku
landsliðin hafa tekið upp þá
stefnu að leita til Bandaríkjanna
eftir afburðamönnum sem eiga
ættir að rekja til Bretlandseyja.
— gg-
Sætur sigur Vals
ÞAÐ virðist ekki vera formsatriði að
Ijúka einum einasta leik í hand-
knattleiknum hér á iandi, a m.k.
hallast maður að því eftir að hafa
séð Val rótbursta Þrótt 28—17 í
8-liða úrslitum bikarkeppni HSf í
fyrrakvöld. Fyrir nokkrum dögum
gersigraði Þróttur fslandsmeistara
Víkings og síðast er Þróttur og Valur
mættust, og það er mjög stutt síðan,
sigraöi Þróttur 30—18. Sveiflurnar
þvi ótrúlegar.
Annars sýndi Valur allar sínar
bestu hliðar á sama tíma og Þrótt-
arar rótuðu í öllum skúmaskotum
eftir sínum verstu. Ekkert gekk á
sama tíma og Valsmenn léku við
hvern sinn fingur og loks létu
Þróttarar mótlætið fara í skapið.
Við það varð fall þeirra algert.
Hjá Val var mikið jafnræði meðal
leikmanna, sem heild small liðið
frábærlega saman. Jakob, Friðrik
og Þorbjörn Guðmundsson í fyrri
hálfleiknum voru þó frískastir.
Hjá Þrótti voru allir á sama plan-
inu.
Mörkin:
Valur: Þorbjörn G. 8, Friðrik 5,
Þorbjörn J. 4, Steindór 4, Jakob 3,
Theodór og Jón Pétur 2 hvor.
Þróttur: Sigurður 5, Jón Viðar 3,
Jens 3, Páll og Magnús 2 hvor,
Einar og Gunnar eitt hvor.
— gg-
Bikarinn til Fram
KKAM sigraAi ÍK í úrslitum bikarkeppni í hand
knattleik kvenna í gærkvöldi og verður það að
lelja.st með meiri háttar feluleikjum síðustu ára.
liOkatölur urðu 19—9 fyrir l'ram, staðan í hálf
leik 8—3. Keynt verður að greina betur frá þ«*ssu
siðar.
Skíðasamband íslands
heldur B-námskeiö í Alpagreinum á ísafiröi dagana
12,—20. apríl.
Nánari upplýsingar í símum 29079 og 76740.
SKÍ.
JEPPAEIGENDUR
Við ráðgerum að skipuleggja hélendisferðir í sumar fyrir þig og jepp-
ann þinn. Við bjóðum:
Skipulagningu: Valdar verða áhugaveröar leiðir, sumar talsvert erfið-
ar.
Leidsögn: í fararbroddi verður mjög duglegur fjallabíll með ýmsum
sérbúnaði, t.d. talstöð, spili o.fl. Honum ekur þaulvanur fjallabílstjóri.
Öryggi: Hægt verður að veita hjálp ef minniháttar bílanir verða.
Bensín verður með í ferðunum, þar sem þess er þörf.
Gisting verður oftast í húsum, annars í tjöldum (greiðist sér).
Grillad verður sameiginlega á hverju kvöldi og reynt að hafa smá
kvöldvöku.
Gert er ráð fyrir aö kostnaður á hvern þátttökubíl verði nálægt 200 kr.
á dag. Allir bílarnir verða auðkenndir með sérstökum veifum. Lögð
veröur áhersla á að leiðbeina mönnum að aka þannig að sem minnst
spjöll verði á landinu, einnig hvernig skal aka yfir ár og aðrar torfærur.
Sem dæmi um fyrirhugaðar ferðir má nefna: Arnarvatnsheiöi, Ing-
ólfshöfða, Fjallabaksleiðir, Sprengisand, Vatnajökul, Langjökul, Land-
mannalaugar, Lakagígir og fleira og fleira.
Einnig getum við útvegað jeppa til leigu á afar hagstæðu verði.
kj
Fyrsta feröin (páskaferð ’82) verður farin aö Húsafelli miðvikudaginn
7. apríl og gist þar 3—5 nætur sameiginlega. Farnar veröa torfærar
leiðir t.d. á Arnarvatnsheiði (ef færð leyfir) og að Langjökli þar sem
við verðum með snjóbíl svo fólki er ráðlagt að taka skíðin með, eínnig
að taka vélsleða með fyrir þá sem þá eiga. Á kvöldin grillum við
sameiginlega og höldum svo kvöldvöku á eftir. Sundlaugin verður
opin.
Ferðaskrifstofa Ferðaskrifstofa
Snjóferðir hf. ríkisins FÍB,
Reykjanesbraut 6, ». 25855.
Nóatúni 17, ». 29999.