Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Kolmunninn: Helst kemur til greina að frysta hann um borð og herða síðan 1 iandi ENN ER EKKI ákveðið hvort einhver íslenzk skip fara til kol- munnaveiða í sumar, en þó er hugsanlegt að eitt til tvö skip fari til veiðanna, að því er Baldur Jónsson í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér frá Færeyjum, þá ætla Færeyingar sér að veiða 300 þúsund lestir af kolmunna á þessu ári og hafa þeir meðal annars keypt mjög stór og öflug skip til kolmunnaveiðanna. í fyrra keyptu Færeyingar skip- ið Giljanes og gengu veiðar þessar mjög vel. Hafa þeir nú í huga að kaupa tvö til þrjú skip, sem yrðu þá stærri en Giljanes, yfir 2.000 tonn, því reynslan virðist sýna, að til að ná góðum árangri á kol- munnaveiðum, þurfa skipin að vera stór og hafa mjög öflugar vélar. Kolmunninn kominn á dekkið. Baldur Jónsson sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að ekki væri búið að ákveða enn hve miklu fé yrði veitt til veiða á kolmunna. Eigendur Eldborgar hafa sýnt áhuga á að senda skipið til kolmunnaveiða. Þá þannig, að kolmunninn yrði frystur um borð og síðan farið með hann í land til frekari vinnslu og kolmunninn þá annaðhvort unnin í skreið fyrir Nígeríumarkað eða í marning. Að sögn Baldurs þá kæmi vel til álita að einhver frystihúsanna á Aust- fjörðum gerðu frekari tilraunir með marningsvinnslu, og hefur verið rætt um að þau yrðu styrkt á einhvern hátt til þess, til dæmis í formi lána. Eigendur skuttogarans, sem nú er verið að byggja fyrir Hólmavík, hafa sýnt áhuga á að senda togar- ann á koimunnaveiðar þegar hann verður tilbúinn og yrði togarinn þá látinn fiska kolmunna, sem færi í kolmunnaskreið þegar í land kæmi. Bundið slitlag á þjóðvegi í sumar: Lagt á 150 km víða um land Aætlað er að Vegagerð ríkisins leggi i sumar um 150 kílómetra af bundnu slitlagi á þjóðvegi landsins, að því er Jón Rögnvaldsson yfir- verkfræðingur hjá Vegagerðinni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Er um að ræða tiltölulega stutta vegakafla vitt og breitt um landið, en fyrir eru rösklega 500 km þjóð- vega lagðir bundnu slitlagi. Jón Rögnvaldsson sagði, að meðal þess sem lagt yrði í sumar væru nokkrir kaflar á Norðurleið- inni, milli Reykjavíkur og Akur- eyrar. Þar er um að ræða vegar- spotta á Kjalarnesi, á Hvalfjarð- arströnd, í Skagafirði og í Húna- vatnssýslu. Þá verður lagt slitlag á alllangan kafla út frá Húsavik og í Aðaldalshrauni. Enn má nefna, sagði Jón, að lokið verður við veginn milli Hellu og Hvols- vallar i Rangárþingi, lagt verður á Biskupstungnabraut, á veginn sunnan Hólmavíkur á Ströndum, á Sauðárkróksbraut, á veginn milli Reyðarfjarðar og Eskifjarð- ar á Austfjörðum og á veginn um Fagradal. Lengstu kaflana af þessum kvaðst Jón telja vera á Hvalfjarð- arströnd og við Húsavík, meira en 7 km á hvorum stað. Hinn árlegi „peysufatadagur" Verzhmankóla íslands var 1 gær, en hann er hluti þeirra hefða framhaldsskólanna í höfuðborginni sem setja svo mikinn svip i bæjarlífið um þetta leyti irs. Hér eru nokkrir nemendur í tilheyrandi búningum, kjól Og hvítt Og peysufötum. Ljósm: Emilí* Bj. Björnsdóttir. * Samninganefnd ASI: Nauðsynlegt að verkalýðsfé- lögin afli sér nú þegar heimild- ar til boðunar vinnustöðvunar 72 MANNA samninganefnd ASÍ samþykkti á fundi sínum í gær, að hún teldi nauðsynlegt að verkalýðsfélögin afli sér nú þeg- ar heimildar til vinnustöðvunar. Jafnframt taldi hún að samn- ingum hefði ekkert þokað áfram þrátt fyrir að viðræður hafi stað- ið yfir í mánaðartíma. Jafnframt vítti samninganefndin harðlega vinnubrögð samningaráðs VSL Fer samþykkt nefndarinnar hér á eftir: „Þar sem eiginlegum samninga- viðræðum hefur enn ekki þokað áfram þrátt fyrir að viðræður hafi að nafninu til staðið í mánaðar- tíma, lýsir 72 manna samninga- nefnd Alþýðusambandsins því yf- ir, að hún telur nauðsynlegt að verkalýðsfélögin afli sér nú þegar heimilda til boðunar vinnustöðv- unar. Samninganefndin vítir harðlega vinnubrögð samningaráðs Vinnu- veitendasambandsins og skorar á viðsemjendur að þeir gangi til raunhæfra viðræðna um kröfur verkafólks í stað þess að búa stöð- ugt til tækifæri til þess að tefja viðræður og drepa málum á dreif." Ályktunin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Talsvert hefur verið um fundi hjá sáttasemjara ríkisins að und- anförnu. Fundi deiluaðila í kjara- málum ríkisverksmiðjanna lauk eftir 13 tíma setu á 5. tímanum aðfaranótt síðastliðins miðviku- dags og hefur annar fundur verið boðaður á morgun, laugardag. Þá verður í dag fundur með ASÍ, VSÍ og Vinnumálasambandinu og að undanförnu hafa byggingarmenn fundað hjá sáttasemjara. Vaka hefur samþykkt myndun meirihluta með umbótasinnum VAKA hefur nú samþykkt samkomu- lag samninganefnda Vöku og um- bótasinna um meirihlutasamstarf innan stúdentaráös Háskóla íslands næsta kjörtimabil. Var samkomulag- iö samþykkt á félagsfundi Vöku í gær. llmbótasinnar munu greiða at- kvæði um samkomulagið á félags- fundi í dag. Samkvæmt samkomulaginu mun helztu stöðum skipt þannig að Vaka fær formann stúdentaráðs og formann stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, sem jafnframt er fulltrúi í stjórninni. Umbótasinnar fá aðal- Máltíðir í skólum: „Afrek“ Alþýðubanda- lagsins varð að prentvillu Davíð Oddsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði að um- talsefni á fundi borgarstjórnar i gærkvöldi, kosningabækling Al- þýðubandalagsins, en þar segir m.a. að næsta haust hefjist dreifing máltíða í skólum í borginni. Þetta er eitt þeirra mála sem fullyrt er í Þjóðviljanum að áunnist hafi á þessu kjörtímabili. Davið sagði þennan ávinning m.a. tíundaðan í leiðara Þjóðviljans. Davíð óskaði eftir því að upp- lýst yrði hvar þessi ákvörðun hefði verið tekin og hvenær, og benti hann á að ekki hefði verið gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa á fjárhagsáætlun. Ragnar Júlíusson borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins sagði á fundinum, að hann sæti í nefnd sem ætti að athuga möguleika á matardreifingu í skólum, en eng- inn fundur hefði verið haldinn í nefndinni og hún því engar ákvarðanir tekið en formaður hennar væri alþýðubandalags- maðurinn Hörður Bergmann. í svörum fulltrúa meirihlutans kom það fram, að þeir vissu lítið um þetta mál. Kristján Bene- diktsson formaður fræðsluráðs sagðist ekki hafa fylgst með störfum nefndarinnar og gæti því ekki svarað spurningunni. Sig- urður Tómasson sagðist hvorki ritstýra Þjóðviljanum sé skrifa í það blað. Hins vegar gat hann þess síðar í umræðunni, að hér væri um prentvillu í kosninga- bæklingi að ræða. Sigurjón Pét- ursson sagði að matardreifing ætti að hefjast næsta haust, „næsta haust er ekki liðið, það er að koma,“ sagði hann. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði að villa texta- höfundar væri orðinn stór punkt- ur í málinu. Umræða um þetta mál væri fyrir neðan virðingu borgarstjórnar, enda hér aðeins um „pínulítinn sóðaskap í hönn- un“ að ræða. Sökin væri sú að því væri slegið föstu að þetta hefði gerst, en svo væri ekki. Albert Guðmundsson gagn- ryndi að setja ætti á fót mötu- neyti í skólum, undir slíkum kostnaði gæti borgin ekki staðið. Varðandi þetta atriði sagði Kristján Benediktsson að ekki ætti að gefa máltíðir í skólana, heldur að selja börnum matar- pakka. Borgin myndi ekki greiða matinn. Albert Guðmundsson taldi, að í þessari hugmynd fæl- ist, að opna ætti veitingahús í skólum fyrir þau börn, sem ættu peninga. Davíð Oddsson sagði að Þjóð- viljinn og Alþýðubandalagið hefðu haldið því fram að ákvörð- un um máltíðir í skólum hefði verið tekin. Hins vegar hefði það nú komið fram að um prentvillu hefði verið að ræða! Sömu prent- villuna í kosningabæklingi Al- þýðubandalagsins, í leiðara Þjóð- viljans og í framboðskynningu á síðum Þjóðviljans. Það væri ljóst að Þjóðviljinn væri orðinn ein allsherjar prentvilla. fulltrúa stúdenta í Lánasjóði ís- lenskra námsmanna og ritstjóra Stúdentablaðsins. Varafulltrúar eru ætíð sömu fylkingar og aðal- fulltrúar, nema varaformaður stúdentaráðs, sem verður úr röðum umbótasinna. Atli Eyjólfsson, formaður Vöku, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Vaka teldi þetta samkomu- lag sanngjarnt og með því væri ábyrgðinni skipt jafnt milli fylk- inganna. Hann sagði ennfremur að allt frá kosningum til stúdenta- ráðs, hefðu átt sér stað samninga- viðræður milli Vöku og umbóta- sinna. Hefðu þær fyrst leitt til þess samkomulags, sem Vaka hefði áður fellt, þar eð félagar í Vöku hefðu ekki talið það byggt á jafnréttis- grundvelli milli félaganna. Aldrei hefði slitnað upp úr viðræðunum milli fylkinganna. Þá sagði Atli Eyjólfsson, að ekki hefði verið um stjórnarkreppu að ræða innan stúdentaráðs þennan tíma, sem samningaumleitanir hefðu staðið yfir, þar sem gamli meirihlutinn hefði starfað áfram á grundvelli fyrri samninga og hafi staðið við allar skuldbindingar fyrir hönd stúdentaráðs. Eins og áður sagði fjalla umbóta- sinnar um samkomulagið á fundi í dag og verði það samþykkt þar, verður skilafundur og kosningar formanna og nefnda væntanlega í upphafi næstu viku. Litprentuö leiða- kort SVK komin út STRÆTISVAGNAR Kópavogs hafa gefið út leiðakerfi vagnanna, litprentað kort og tímatöflu, upp- lýsingar um fyrstu og síðustu ferðir og ýmsar ábendingar til farþega. Gildir leiðakerfi þetta frá 28. febrúar 1981.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.