Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Nígería: Sendinefnd farin að ræða skreiðarmálin NU KR farin til Nígeríu sendinefnd frá íslandi til að ræða við þarlenda um kaup á skreið. Formaður sendi- nefndarinnar er Stefán Gunniaugs- son deildarstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, þá fara fulltrúar allra helstu skreiðarútflytjenda í ferðina og full- trúar frá Seðlahankanum og Lands- bankanum. Stefán Gunnlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að gert væri ráð fyrir að viðræð- um við Nígeríumenn lykju um miðja næstu viku, en þó gætu þær dregist eitthvað. Að öðru leyti sagði hann að lítið væri hægt að segja um fyrirhugaðar viðræður, menn yrðu aðeins að vona að þær myndu ganga vel. Flóamarkaður í Laugarneskirkju Næstkomandi laugardag efnir Kvenfélag Laugarnessóknar til flóa- markaðar í kjallarasal Laugarnes- kirkju. A boðstólum verða ónotuð föt í miklu úrvali og á góðu verði. Auk fata verður ýmislegt annað á boðstólum. Markaðurinn hefst kl. 14.00. Flóamarkaðurinn er liður í fjár- öflun Kvenfélagsins til ágóða fyrir byggingu safnaðarheimilisins, sem nú rís við Laugarneskirkju. Á þessu ári er stefnt að því að gera húsið tilbúið undir tréverk og málningu. Kvenfélagskonur hafa öflugt félagsstarf innan safnaðar- ins og verður safnaðarheimilið mikill fengur fyrir starfsemi fé- lagsins svo og annarra safnaðarfé- laga. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur. Formannaskipti hjá Fáki Mikið er um dýrðir hjá Hesta- mannafélaginu Fáki um þessar mundir, en félagið verður 60 ára 24. april nk. Afmælishóf var haldið á Hótel Sögu 26. mars sl. en á sjálfan afmælisdaginn stendur til aö fara mikla hópreið uppí Hlégarð og drekka þar afmæliskaffi. I»ar verða skemmtiatriði, ávörp o.fl. Síðan verður riðið heim, hestunum sleppt og því næst verður dansleikur að Hlégarði um kvöldið. Á kappreiðasviðinu er fyrst á döfinni í vor deildarmót íþrótta- deildar Fáks og er það um næstu helgi, þ.e. heigina 17. til 18. apríl. Firmakeppni félagsins verður svo 8. mai nk. og vorkappreiðarnar 15. maí. Starfinu á þessu sviði lýkur svo með hinum árlegu Hvíta- sunnukappreiðum Fáks um hvíta- sunnuhelgina 28. til 31. maí. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá urðu formannsskipti á nýafstöðunum aðalfundi félagsins. Guðmundur Ólafsson, sem gegnt hefur formennsku um árabil, hætti að eigin ósk en við for- mennsku tók Valdimar K. Jóns- son. Er hann til vinstri á mynd- inni. Ljósm.: G.T.K. „Þetta er nýjasti bíllinn, en hann var tekinn í notkun 15. febrúar sl. í dag erum við með 3 bíla í notkun en sá fjórði ketnur í haust.“ Helgi Haraldsson forstöðumaður ferðaþjónustu fatlaðra. „Um hundrað ferðir daglega“ — segir Helgi Már Haraldsson forstöðumaður ferðaþjónustu fatlaðra „FASTAR ferðir hjá ferðaþjón- ustu fatlaðra eru um 60 á virkum dögum og fólk þá aðallega keyrt í vinnu og skóla. Meðalferða- fjöldinn er hinsvegar um 100. Við reynum að samræma ferðirnar eins og við getum, en það er oft langt á milli staða, þar sem um 70% af farþegum okkar búa í heimahúsum og því oft fáir sem eiga samleið," sagði Helgi Már llaraldsson sem veitir ferðaþjón- ustu fatlaðra forstöðu, en hún er til húsa í Hátúni 12. „Þeir sem eru í vinnu eiga sínar föstu ferðir árið um kring, en aðrar ferðir þarf að panta fyrir klukkan fjögur daginn fyrir akstur, skrifstof- an er ekki opin á laugardögum og sunnudögum, þannig að pöntun þarf að koma fyrir fjögur á föstudögum ef fólk óskar eftir akstri um helgar eða á mánudag.“ „Eru farþegarnir á öllum aldri?" „Já, yngsti farþeginn er 11—12 ára, en elsti er minnir mig faeddur 1891." Helgi sagði að ferðaþjónust- an hefði hafið akstur fyrir blinda í desember sl., en eigin- lega vantaði herslumuninn á að hægt væri að þjóna blindu fólki sem skyldi, en það stend- ur þó til bóta. „Margar af föstu ferðunum hætta er skólum lýk- ur í vor, og getum við þá sinnt þessu fólki betur." „Hvað er langt síðan ferða- þjónustan tók til starfa og hver var aðdragandi hennar?" „Ferðaþjónustan hefur starfað frá 1. janúar 1979, en aðdragandinn var sá að 1974 fluttu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins tillögu á borgar- stjórnarfundi um að fela for- stjóra strætisvagnanna í Reykjavík að kanna hvort ekki væri tímabært að hefja rekstur á sérhönnuðum vögnum sem gegndu því hlutverki að flytja fatlað fólk milli heimila og vinnustaða. Eiríkur Ásgeirsson forstjóri Strætisvagnanna hafði þá kynnt sér þetta lítillega á Norðurlöndunum og séð að þessa þjónustu vantaði hér. Eiríkur skilaði síðan greinar- gerð 1977. Fyrsti bíllinn var reyndar gefinn Sjálfsbjörg. Kiwanisklúbburinn Katla stóð fyrir söfnun andvirðis bílsins og honum var ekið af sjálf- boðaliðum frá því í febrúar 1977. Sjálfsbjörg komst síðan að raun um að félagið gat ekki rekið bílinn og tók því Reykja- víkurborg við rekstrinum í janúar 1979. Bílarnir taka átta manns í sæti, eða fimm hjóla- stóla. Ferðunum hefur fjölgað töluvert frá upphafi, fyrsta ár- ið voru farnar 4.400 ferðir, næsta ár voru þær 12.400 og 15.900 ferðir voru farnar á síð- asta ári.“ „Hafið þið boðið fötluðu fólki upp á ferðalög?" „Við höfum einfaldlega ekki haft bílakost til þess, og því ekki getað boðið upp á slíkar ferðir á undanförnum árum, en í sumar getum við í fyrsta sinn farið í dagsferðalög. Okkur vantar enn fleiri bíla og sér- staklega finnst mér vanta sam- vinnu sveitarfélaga á Stór- Reykjavíkursvæðinu, því mikið er hringt til okkar frá sveitar- félögunum í kring og við beðnir um þessa þjónustu sem við af eðlilegum ástæðum getum ekki veitt. Það er um rúmt ár síðan farið var að ræða um hvort sveitarfélögin gætu ekki komið inn í þetta, þau gætu jafnvel sameinast um að kaupa einn bíl, og hann yrði síðan rekinn héðan og rekstrarkostnaður borgaður af sveitarfélögunum. Það er búið að taka upp ferðaþjónustu fatlaðra á Akur- eyri sem Akureyrarbær og Sól- borg standa fyrir og full ástæða til að taka þetta upp á Stór-Reykjavíkursvæðinu öllu.“ OQarl óvættanna Kvikmyndir Olafur M. Jóhannesson Ofjarl óvæltanna. Leikstjóri: Desmond Davis. Tónlist: Laurence Rosenthal, flutt af Sinfóniuhljóm- sveit Lundúnaborgar undir stjórn llerbert W. Spencer. Myndataka: Ted Moore. (íamla bíó, páskamynd. Nú er Gamla bíó orðið að óperu- húsi eins og alþjóð mun kunnugt. Væntanlega er mönnum einnig ljóst að enn eru sýndar kvik- myndir í þessu gamla bíóhúsi milli þess sem fornar ljósakrónur þess titra undan voldugum aríum íslenskra hetjutenóra. Ég veit ekki hvort einskær tilviljun ræður því að páskamynd Gamla bíós að þessu sinni er einmitt um hetjur slíkar sem gjarnan skreyta óperu- svið? Ekki eru hetjur þessarar myndar samt norrænar að upp- runa, fremur að í æðum þeirra renni hellenskt blóð hitað í brenn- andi Miðjarðarhafssól. Þannig er Perseifur, sem „Ofjarl óvætt- anna“ snýst um, með logandi möndlubrún augu og biksvart hár. Hinsvegar eru guðir Ólympsfjalls, sem öllu ráða í þeirri goðsögn sem mynd þessi er spunnin kringum, afar norrænir ásýndum. Minnir Seifur þrumuguð (Sir Laurence Kerr Olivier) á íslenskan sjómann af Hrafnistu. Og sjálf Afródíta (Ursúla Andress) er með wagner- ískan valkyrjusvip. Er freistandi að álykta að höfundar myndar- innar líti upp til hins germanska kynstofns. Hvað um það, þá sýnir „Ofjarl óvættanna" hina hell- ensku guði í réttu ljósi. Þeir eru Hetja myndarinnar, Perseifur (Harry Hamlin), faðmar hina undurfögru Andrómedu (Judy Bowker). breyskir og á vissan hátt ekki ólíkir dauðlegum mönnum. Skýrir þessi breyskleiki hve náið sam- band guðs og manns varð í Grikklandi hinu forna — menn voru nánast eins og heima hjá sér á Ólympstindi. Nú eru þessir heimilislegu guðir bara til í bíói og á bók. Nú gæti háttvirtur lesandi álit- ið sem svo að páskamynd Gamla bíós ’82 væri eingöngu við hæfi þeirra sem hafa innsýn og þekk- ingu á grískum goðheimi. Vissu- lega er mynd þessi áhugaverð sak- ir hins goðsögulega efnis. Samt held ég að hún höfði fremur til yngstu kynslóðarinnar. Menn verða nefnilega að hafa gaman af ævintýrum til að njóta „Ofjarls óvættanna". Hugarheimur barns- ins er sveipaður slíkum ævintýra- ljóma að ekki sakar þótt skrýmsl- in í bíó séu eins og beint úr Tómstundabúðinni. Fyrir hina sem sjá heiminn baðaðan í ís- bláum geislum raunveruleikans er býsna lítið varð í plastskrýmsli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.