Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Spánverjar ætla sér ekki að tapa: 250 milljónir peseta í hagnað Burgow, Spáni. Frá Helgu Jónsdóttur, frétUriUra Mbl. HEIMSMEISTARAKEPPNIN í knattspyrnu mun verða ein stórkostleg- ustu viðskipti í efnahagssögu Spánar. Mun keppnin verða bágstöddum efnahag landsins gífurleg lyftistöng, og afsanna kenningar þeirra sem frá upphafi hrelldu spaensku þjóðina með að halda því fram að keppnin yrði til þess að leggja efnahag landsmanna í rúst. Það, að halda þennan íþróttaviðburð, mun hafa meiri þýðingu fyrir Spánverja en þátttaka í lokakeppninni án þess að hafa þurft að keppa í undanriðlum. í byrjun var undirbúningur keppninnar erfiður. Því var helst að kenna gagnrýnendum sem byrjuðu að mótmæla harðlega án þess að vilja bíða eftir árangri. Núna, þegar aðeins eru 3 mán- uðir til setningar keppninnar, og brátt verða liðin 4 ár síðan byrj- að var í alvöru á undirbúningi hennar, hefur mjög athyglis- verður árangur komið í Ijós. Samkvæmt útreikningum mun heimsmeistarakeppnin færa spænsku þjóðinni í aðra hönd 250 milljónir peseta. Yfir 1,5 milljónir manna munu fylgjast með gangi hennar. Ef til vill fer vel á því núna að minnast orða sjálfs forseta und- irbúningsnefndar HM, Rai- mundo Saporta, sem sagt hefur frá byrjun: Hafið engar áhyggj- ur, Spánverjar munu ekki þurfa að leggja fram einn peseta til heimsmeistarakeppninnar. Og það sem meira er, fyrsta kenning Saporta og samstarfsmanna hans er að undirbúningurinn yrði ekki kostnaðarsamur fyrir spænska ríkið. Frá upphafi hef- ur ráðum verið þannig háttað að peninga til þess að standa straum af kostnaði hefur ekki verið aflað með opinberum styrkjum eða með aðstoð ríkis- sjóðs. Fjórir milljarðar peseta er sú upphæð, sem nauðsynlegt hefur verið að afla til að ljúka undir- búningi fyrir keppnina. Og þess- ir 4 þúsund milljón pesetar hafa aldrei verið þyrnir í augum ríkisins né hins almenna borg- ara. Þótt þátttaka hins síðar- nefnda hafi verið mikilvæg frá upphafi og án hennar hefði ekki verið mögulegt að afla þessara tekna, er það sanna, að ekki hef- ur verið lagður neinn aukaskatt- ur á Spánverja. Helstu útgjaldaliðir skipu- lagsnefndar hafa verið skipulag, bygging og lagfæringar leik- vanga. Sá kafli er viðvíkur hreinu skipulagi keppninnar hefur kost- að 1,7 milljónir peseta. Þessara peninga hefur verið aflað með sérstökum happdrættum. Á þennan hátt hefur ekki aðeins tekist að ná tilgreindri upphæð, heldur miklu meira, þar eð í öðru happdrættinu kom fyrsti vinn- ingur upp á óseldan miða og fór því beint í féhirslu skipulags- nefndar. Geyislegur hagnaður Þessar tekjur renna, eins og eðlilegt er, í ríkissjóð að keppni Raimundo Saporta, forseti undir- búningsnefndar HM. lokinni. Þær munu sanna frá- bært starf skipulagsnefndar, er hefur ekki aðeins unnið stórvirki án halla, heldur mun skila miklu hærri fjárupphæð en nauðsyn- legt er til að koma vel frá fjár- hagshlið keppninnar. Það þarf að taka tvennt fram viðvíkjandi framkvæmdum á leikvöngum: þær viðgerðir sem sjálfir eigendur leikvanganna sjá um að framkvæma og þau verk sem skipulagsnefnd er ábyrg fyrir. Hvað viðvíkur fyrri framkvæmdum greiða borgarráð brúsann eða sjálf knattspyrnu- félögin með töku bankalána. Endurgreiðsla lánanna mun fara fram á 11 árum með 11% árlegum vöxtum. Heildarupphæð vegna lagfær- inga á leikvöngum nemur 5 milljónum peseta. Skipulags- nefnd HM leggur ekki til einn peseta til þessara framkvæmda þar sem allar endurbætur og breytingar á leikvöngunum verða eftir keppnina eigendum þeirra, þ.e.a.s. knattspyrnufélög- unum, til góðs. Samt sem áður er líklegt að félögin og borgarráðin taki á móti fjárupphæð frá get- raunum, þannig að félögin geti greitt skuldir sínar án nokkurra erfiðleika. Skipulagsnefnd HM greiðir 2.270 milljónir peseta fyrir framkvæmdir á knattspyrnu- leikvöngum í þeim borgum þar sem keppni mun fara fram. Hér er um að ræða verk, er ekki verða notuð að heimsmeistara- keppni lokinni þar eð þau verða ekki nauðsynleg starfsemi spænsku knattspyrnufélaganna. Þessarar upphæðar hefur skipulagsnefnd HM aflað með tekjum af getraunum, en þátt- taka í þeim hefur aukist gífur- lega. Það er, sem sé um að ræða 4 milljarða peseta, sem aldrei hafa verið nein byrði fyrir ríkið og alls ekki heldur fyrir hinn al- menna borgara. Auk þess mun heimsmeistara- keppnin þýða stórviðskipti fyrir Spán, sérstaklega munu stórfyr- irtæki og hluti spænsks iðnaðar njóta góðs af öllu saman. Nú þegar orrustunni er senn lokið stendur uppi ein hetja: Rai- mundo Saporta. Maður, sem unnið hefur bug á allri gagnrýni, og ef einhverjum þykir það lítið, tala tölurnar sínu máli. Nýlega kom á markaðínn nýr Sanitas Safi í nýjum umbúðum. Sanitas Safinn inniheldur c-vítamín og er án litarefna. Við bjóðum 3 bragðtegundir af Sanitas Safa, appelsínusafa, sykursnauðan appelsínusafa og blandaðan ávaxtasafa í nýjum 1 líters og 1,8 líters umbúðum. „Safttui semerenfum tékur” Sendir hrossi árnaðaróskir Hungerford, 15. apríl. AP. ANNA Bretaprinsessa hefur sent árnaðaróskir hrossi, sem slasaðist í umferðarslysi, og birtu brezk blöð í dag mjndir af árnaðaróskakorti, sem Anna og aðrir þáttlakendur í hestamótinu í Badminton árituðu. Hesturinn, Pétur mikli, er einn keppnishesta Sue Benson, sem þátt tekur í mótinu í Badminton, og fengu fréttirnar um óhappið talsvert á hana. Hesturinn er að hressast, að sögn eigendanna. Brezka konungsfjölskyldan er rómuð fyrir hesta- og hundavin- áttu. Faye Dunaway í það heilaga London, 15. apríl. AP. LEIKKONAN Faye Dunaway tjáði fréttamönnum að hún muni hvað úr hverju ganga í hjónaband. Ætlar hún að giftast gamla kærastanum og Ijósmyndaranum Terry O'Neil. Kvað hún athöfnina munu fara fram í kyrrþey og væri óákveðið hvort þau yrðu pússuð saman í kirkju eða hjá borgarstjóra. Dun- away fór í dag í tveggja vikna frí til New York með O’Neil, en fyrir stafni er taka nýrrar myndar, þar sem hún leikur aðalhlutverk. Fay Dunaway Þriðja hvert hjónaband mun enda með skilnaði l/ondon, 15. apríl. AP. ÞRIÐJA hvert hjónaband í Bretlandi mun enda með skilnaði, ef svo heldur fram sem horfir, að sögn manntals- skrifstofunnar brezku. Samkvæmt skýrslu stofnunarinn- ar endar fjórða hvert hjónaband með skilnaði innan 15 ára hjúskap- ar, og á árinu 1980 skildu 12 af hverjum þúsund hjónum, sem er hæsta hlutfall hingað til, tvöfalt hærra hlutfall en árið 1971, og þrisvar sinnum hærra hlutfall en 1968. Ef sama þróun heldur áfram mun þriðjungur brezkra hjóna skilja fyrr en seinna. Bretar telja það huggun harmi gegn að þeir standa Banda- ríkjamönnum að baki í þessum efn- um, því þar er annað hvert hjóna- band fyrirfram dæmt til að mis- lukkast og enda með skilnaði. Dóttursonur * Olafs konungs í hjónaband Ríó de Janeiro, 15. apríl. AP. IIAKON liorentzen, dóttursonur Olafs Noregskonungs, gekk að eiga brazil- íska stúlku í dag. Að brúðkaupsdögun- um loknum halda hjónakornin til Nor- egs, þar sem Hakon mun starfa hjá DNC-bankanum, en hann er hagfræð- ingur að mennt. Hakon er sonur Ragnhildar Alex- öndru Lorentzen prinsessu. Hann hefur verið búsettur í Brazilíu frá því hann var tveggja mánaða. Hans helzta áhugamál er svifdrekaflug og varð hann brazilískur meistari í svifdrekaflugi í fyrra. Eiginkona hans, Martha Carvalho de Freitas, sem er 22 ára, er sálfræðistúdent og íþróttakona. Hún er sögð af dæmi- gerðri fjölskyldu í Ríó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.