Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 27 ast við mælitæki, sem dregin hafa verið í kerrum aftan í bílum. Þessi bíll getur mælt bremsuskilyrði á flugbrautum mun nákvæmar, en hægt var að gera með gömlu að- ferðinni. Þegar hafa verið seldir liðlega 80 bílar og margir eru í pöntun, m.a. hefur komið til tals að fá svona bíl á Keflavíkurflug- völl. Ákvörðun þar að lútandi hef- ur þó ekki verið tekin. Á ísbrautinni fór í lokin fram keppni gestanna, en hver maður átti að aka fimm hringi á ísbraut- inni á sem skemmstum tíma og var ekið á þremur nákvæmlega eins útbúnum SAAB 900 Turbo- bílum. Undirrituðum tókst heldur óhönduglega upp og ók einum hring of mikið og var þar með kominn með óheyrilegan refsi- tíma. Var raunverulega úr keppni. Félagi minn frá íslandi, Sveinn Óskarsson, sölustjóri SAAB á ís- landi, stóð hins vegar fyrir sínu og lenti í þriðja sæti í keppninni. Að- eins tveir Norðmenn voru á undan honum og þess ber að geta, að báð- ir voru þeir þaulvanir rallöku- menn, en við Sveinn voru hins veg- ar algerir nýgræðingar í faginu. Eftir aksturinn á ísnum voru menn paraðir niður tveir og tveir til þess, að taka þátt í tæplega 170 km löngu ralli um þjóðvegi og sveitavegi í nágrenni Rovaniemi. Þetta var þó ekki keppni um tíma, heldur einfaldlega, að komast rétta leið eftir leiðarbók. Við Sveinn, sem lentum saman í bíl voru rétt lagðir af stað, þegar við urðum vitni af heldur spaugi- legum hlut. Tveir danskir blaða- menn fóru á bíl á undan okkur. Allt í einu tókum við eftir því, að á móti okkur kom stór flutningabíll á ofsaferð og var aftanívagninn eins og vængjataska aftan í hon- um. Hinir dönsku vinir okkar urðu svo skelfingu lostnir við þessa sjón, að þeir tóku sig til og snar- beygðu útaf veginum í skyndingu. Það tókst hins vegar ekki hönd- uglegar til en svo, að þeir stöðvuð- ust á snjóbakka við veginn þvers- um, þannig að við máttu hafa okkur alla við, að stöðva okkar bíl. „Það var alveg á hreinu, að frekar ætlaði ég að svífa útaf en að lenda fyrir þessum flutningabíl, því það hefði ekki þurft að fjölyrða um endanlok okkar hefðum við lent fyrir honum, sagði danski bílstjór- inn. Eftir þessa uppákomu má segja, að rallið hafi gengið vel fyrir sig. SAAB-bíllinn, sem við ókum reyndist hinn ágætasti, var mjög stöðugur á íslögðum vegun- um. Allir þátttakendurnir komust á leiðarenda án teljandi vand- ræða.Eftir, að „alvöru lífsins„ lauk, þ.e. reynsluakstrinum, var brugðið á léttari strengi og farin stórskemmtileg snjósleðaferð um landssvæðið í kringum Rovaniemi. Hver fékk eigin snjósleða til um- ráða og ekið var um mjög fallegt landssvæði. Er ekið hafði verið um nokkra stund fengu menn hress- ingu og ákveðið var að efna til snjósleðakeppni, sem allir tóku þátt í. Langflestir, sem þarna voru, fóru sína fyrstu ferð á snjósleða og var því mjög skemmtilegt að fylgjast með mönnum. Það var hreinlega eins og menn fengju horn upp úr höfð- inu, þegar þeir tóku að þenja sleð- ana á íslögðu vatni. Jafnvel hinir rólegustu menn, eins og Hilding Johnson vinur okkar fengu hina mestu útrás í öllum hamagangn- um. Þegar snjósleðakeppninni lauk tók bara næsta keppni við, en það var keppni á tveimur hreindýra- sleðum. Þótti mönnum það hin bezta skemmtun, enda voru menn að upplifa slíka ferð í fyrsta sinn. Mönnum gekk mjög mishöndug- lega að stjórna dýrunum, sem greinilega voru mjög stygg og létu illa að stjórn. Urðu oft úr kostu- lega senur. Menn keyrðu í kross og kútveltust um ísinn sjálfum sér og öðrum til ánægju. SAAB-mönnun- um tókst því einstaklega vel að blanda saman gamni og alvöru í þessari ferð blaðamanna frá Danmörku, Noregi og íslandi, sem tókst í alla staði einstaklega vel og þeim til mikils sóma. Eru þeim hér með færðar þakkir fyrir. Tveir keppendur Ijúka keppni i keppninni i ísbrautinni, vinstra megin Dan- inn Ole Poulsen og Sveinn Óskarsson, sölustjóri SAAB hér i landi. Tveir danskir „kollegar“ tóku það rið að aka útaf þegar þeir mættu stónim flutningabíl, sem þeim þótti allt eins líklegt, að myndi aka i þi. Keppnin i ísnum fór fram i þremur nikvæmlega eins SAAB 900 Turbo- bilum. Hér er beðið eftir merki dómarans, Eriks Carlssonar, rallkappans fræga. Hér kemur Erik Carlsson út úr einni S-beygjunni sem hann tók i ofsahraða, til þess að sýna igæti bílsins. llndirritaður og Erik Carlsson iður en lagt var upp í ökuferðina „frægu“. i Jean Jacqes Annoud, leikstjóri Leitarinnar að eldinum, sem var frumsýnd á Evrópu- markaði samtímis í London og Reykjavík: „Stefni að því að gera kvikmynd á íslandi“ „ÉG STEFNI hiklaust að því að koma til íslands aftur og gera drauminn um að kvikmynda þar að venileika," sagði Jean-Jacques Ann- oud, hinn franski leikstjóri kvik- myndarinnar „Leitin að cldinum", í stuttu samtali við Mbl. frá London, en Háskólabíó sýnir myndina um þessar mundir. Leitin að eldinum var frumsýnd á Evrópumarkaði samtímis í Reykjavík og London. Til tals kom að Annoud kæmi hingað til lands til að vera viðstaddur frumsýning- una en af því gat þó ekki orðið, og er hann nú staddur í London. „En ekkert land hefur haft önnur eins áhrif á mig og ísland og ég vonast til að geta komið þangað sem fyrst og gert mynd. Það voru mér mikil vonbrigði hvernig fór síðast enda reyndum við allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir það,“ sagði Annoud. Eins og kunnugt er stóð til að taka hluta af Leitinni að eldinum á íslandi sumarið 1980 og var öll undirbúningsvinna hér á landi langt komin þegar verkfall banda- rískra leikara og fjárhagsvand- ræði settu strik í reikninginn á síðustu stundu. Var myndin því tekin í Kanada, Skotlandi og Kenýa. Leitin að eldinum hefur fengið geysigóða dóma, hvar sem hún hefur verið sýnd hingað til, mikið „ hefur verið fjallað um hana í fjöl- miðlum og hún þykir mikil lyfti- stöng fyrir leikstjórann. En Ann- oud vann reyndar óskarsverð- launin fyrir bestu erlendu mynd- ina, að dómi Bandaríkjamanna, „Black and White in Colour", fyrir nokkrum árum. Myndir sem fjalla um uppruna mannkynsins hafa hingað til hlot- ið heldur misjafna dóma, en Leit- inni að eldinum hefur verið líkt við „2001“, sem Stanley Kubrick gerði á sínum tíma og þótti marka tímamót í gerð „framtíðarmynda", með „öfugum tímaformerkjum“. I kjölfar þessara undirtekta eru nú uppi áætlanir um að gera framhald af myndinni. Annoud kvaðst ekki enn vera búinn að ákveða hvort hann tæki það verk að sér og þá e.t.v. á íslandi. „En ef ekki hana þá aðra,“ sagði hann að lokum. „Ég er heillaður af íslandi og bergnuminn af landslaginu, sem ég sá þegar ég ferðaðist um landið á sínum tíma í leit að upp- tökustöðum,” sagði Jean-Jacques Annoud. Jcan-Jacques Annoud við tökuna á Leitinni að eldinum. Aðalfundur Félags leiðsögumanna: Vigdís Finnbogadóttir kjörin heiðursfélagi AÐALFUNDUR Félags leiðsögu- manna var haldinn 10. febrúar síðastliðinn. Fundurinn kaus Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands, heiðursfélaga Félags leiðsögu- manna. Félagið á 10 ára afmæli á þessu ári og hyggst minnast þess á ýmsan hátt. Félagsmenn eru nú 230. í skýrslu stjórnar kom fram, að fyrstu leiðsögumennirnir fengu „skráningu" hjá Ferðamálaráði á síðasta starfsári. Skráningin sam- svarar því sem kallað er „author- ization" í öðrum ferðamannalönd- um og gildir til 5 ára í senn sam- kvæmt reglugerð. Félagið fékk nýtt félagsmerki á árinu og hefur sótt um einkaleyfi á því. Ennfrem- ur kom fram, að auk útgáfu fé- lagsblaðs, sem m.a. flytur fræðslu- efni fyrir leiðsögumenn, er haldið uppi öðru fræðslustarfi, flutt er- indi og farnar fræðsluferðir. Ein slík fræðsluferð að hausti er jafn- framt farin til að hreinsa til eftir ferðamenn á einhverjum vinsæl- um ferðamannastað, en það er við- urkennd staðreynd, að ferðamenn með íslenskan starfsmenntaðan leiðsögumann ganga óaðfinnan- lega um, meðan þeir, sem eru á sjálfs sín vegum, ekki síst íslend- ingar sjálfir, ganga oft sóðalega um landið. Árlega hefur félagið haldið ráðstefnur í Ölfusborgum og boðið til þeirra ýmsum aðilum ferða- þjónustunnar og 25. mars sl. hélt Félag leiðsögumanna ráðstefnu með Landvernd og Landvarðafé- laginu, sem fjallaði um ferðamál á Islandi. Félag leiðsögumanna er stéttar- félag, sem gerir samning um kaup og kjör leiðsögumanna, og eru engir aðrir samningar gildir milli vinnuveitenda og leiðsögumanna en þeir. Félagið er virkur aðili að sam- tökum leiðsögumanna á Norður- löndum, IGC, sem m.a. halda ár- lega ráðstefnu norrænna leiðsögu- manna og verður sú næsta í Kaup- mannahöfn 21.—25. apríl. I aðalfundarlok var samþykkt eftirfarandi ályktun, sem varðar öryggismál farþega, leiðsögu- manna og bílstjóra: „Aðalfundur Félags leiðsögumanna, sem hald- inn var 10. febr. 1982, skorar á stjórnvöld að fella nú þegar niður aðflutningsgjöld á fjarskiptatækj- um langferðabíla, vegna öryggis farþega og starfsfólks." Ályktun þessi hefur verið afhent sam- gönguráðuneyti ásamt greinar- gerð. í stjórn FL eru: Júlía Sveinbjarnardóttir formaður, Ásta Sigurðardóttir, Friðrik Har- aldsson, Kristbjörg Þórhallsdóttir og Inga Ingibjörg Guðmundsdótt- ir. (FrélUtilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.