Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Eskifjörður Umboðsmaöur óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðiö. Uppl. hjá umboösmanni í síma 6137 og hjá afgreiðslu- manni í Reykjavík sími 83033. ftot&uitMftfófe Kynningarstarf Húsmæðrakennari eða kona vön kynn- ingarstörfum óskast. Um er aö ræöa kynn- ingarstarf á framleiðslu fyrirtækisins, í versl- unum einn eöa tvo eftirmiðdaga í viku. Uppl. ekki gefnar í síma einungis á skrifstofu fyrirtækisins. Verksmiðjan Vilkó, Brautarholti 26, Reykjavik. Atvinna Kjötvinnsla Óskum eftir aöila til starfa viö kjötvinnslu ' vora nú þegar. Upplýsingar veittar hjá starfsmannastjóra á skrifstofunni í Skeifunni 15 milli kl. 2 og 4 í dag. HAGKAUP Skeifunni 15. Reykjavík. Skrifstofustarf hjá all stóru verslunarfyrirtæki er laust til um- sóknar. Starfiö, sem er að sjá um (tölvu-) bókhald fyrirtækisins, krefst verslunarmenntunar og áhersla er lögö á reglusemi og stundvísi. Umsóknir, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist augld. Mbl. merkt: „S — 6018“, verður fariö meö sem trúnaðarmál. Blikksmiðir Blikksmiðir óskast. Nýja blikksmiðjan, Ármúla 30. Fiskvinna — Reyjavík Okkur vantar starfsfólk í fiskvinnslustöð okkar viö Grandagarð — Reykjavík. Einkum vantar okkur vanan flakara og flatnings- mann, auk starfsfólk í frystingu og saltfisk- vinnslu. Mötuneyti á staðnum. Vinna hálfan daginn möguleg. Fiskverkun Jóns Ásbjörnssonar. Uppl. í síma 17748. Óskum eftir að ráða duglega menn til starfa í verksmiöju vorri, sem fyrst. Mikil vinna. Góö laun fyrir góða menn. Uppl. veittar í síma 84111 og á staðnum milli kl. 9—17. Bandag hjólbarðasólunin hf, Dugguvogi 2. Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir stöðu í skrifstofustjóra | forsætisskrifstofu Norðurlandaráðs Skrifstofustjórinn stýrir forsætisskrifstofu Norðurlandaráðs, sameiginlegri skrifstofu fyrir samstarf þjóðþinga á Norðurlöndum meö aösetur í Stokkhólmi. Samkvæmt starfsreglum Norourlandaráðs á forsætisnefndin að velja í skrifstofustjóra- stöðuna ríkisborgara í einhverju öðru Norð- urlandanna en því sem skrifstofan er í. i stjórn skrifstofunnar eru jafnframt tveir vara- skrifstofustjórar og einn upplýsingastjóri. Forsætisnefndin leitast viö að fá í þessi störf menn frá sem flestum Norðurlandaþjóð- anna. Starfi annars varaskrifstofustjórans gegnir nú sænskur ríkisborgari, hitt starfið er laust. Skrifstofustjórinn verður ráðinn til fjögurra ára frá og með 1. september 1982 eöa sem fyrst að þeim degi liðnum. Ríkisstarfsmaöur á samkvæmt samkomulagi Norðurlanda rétt á fjögurra ára leyfi frá störfum til að starfa í sameiginlegri Norðurlandaskrifstofu. Laun og starfskjör fara að nokkru eftir því sem gildir um forstöðumenn í ríkisþjónustu í Svíþjóð og að nokkru eftir sérstökum regl- um. Núverandi skrifstofustjóri hefur í grunn- laun 15.640 sænskar krónur á mánuði. Auk þess er honum greidd uppbót vegna starfs erlendis og persónuuppbót. Skrifstofustjór- inn hefur ókeypis bústað með aðstöðu til gestamóttöku. Nánari upplýsingar veitir Friðjón Sigurðsson skrifstofustjóri Alþingis, sími 11560, eða Gudmund Saxrud skrifstofustjóri forsætis- skrifstofunnar og Jan O. Karlsson varaskrif- stofustjóri, sími í Stokkhólmi 14 34 20. Umsóknir skal stíla til forsætisnefndar Norð- urlandaráðs (Nordiska rádets presidium) og senda forsætisskrifstofunni (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32 Stockholm) í síðasta lagi 10. maí 1982. Rafvirki óskast til afgreiöslustarfa á rafmagnsvöru- lager. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist augld. Mbl. merkt: „R — 6017“. Skrifstofustarf Heildverslun óskar að ráða starfskraft til tölvuútskrifta. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. merkt: „V — 6019“. Fiskvinnsla - bónus Óskum eftir vönu fólki í borðavinnu og í önn- ur störf. Bónuskerfi — mötuneyti — keyrsla til og frá vinnu. Hraðfrystistööin i Reykjavik hf., Mýrargötu 26, sími 23043. Rafmagnsverk- fræðingur Verkfræöistofa Sigurðar Thoroddsen óskar að ráða (sterkstraums) verkfræðing til starfa, sem fyrst. Garðabær Leikskólinn Bæjarból óskar eftir fóstru hálfan daginn á síðdegisdeild strax. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 40970. Gjaldkeri Við óskum að ráða gjaldkera á skrifstofu okkar. Starfsreynsla og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Bindindi áskilið. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu okkar að Lágmúla 5, Reykjavík, fyrir 21. apríl Tryggingafélag bindindismanna Meiraprófs- bílstjórar Nokkrir meiraprófsbílstjórar óskast. Upplýsingar hjá verkstjórum í síma 85833. B.M. Vallá hf. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar óskar eftir að ráða deildarstjóra sem tekur til starfa 1. ágúst 1982, og ráðunaut sem tekur til starfa 1. september 1982. Norræna ráöherranefndin er samstarfsvettvangur norrænu ríkis- stjórnanna og var sett á stofn árlö 1971. Samstarfiö tekur til flestra sviöa þjóðfélagsins, m.a. iðnaöar-, fólags-, og orkumála, náttúru- verndar, vinnumarkaöar og vlnnuumhverfls, sveitarstjórnarmála, neytendamála, samgöngumála og norrænnar hjálpar til þróunarland- anna. Skrifstofa ráöherranefndarlnnar, sem er i Osló, sér um daglega fram- kvæmdastjórn samstarfs sem fellur undlr vettvang ráöherranefnd- arinnar og annast skýrslugerö, undirbúning og framkvæmd ákvarö- ana ráöherranefndarinnar og stofnana þeirra sem undir hana heyra. Það er nauösynlegt aö þeir sem slnni þessum störfum, eigl hægt með aö tjá sig í ræöu og riti á einu af starfsmálum skrifstofunnar; dönsku, norsku eöa sænsku. Starfinu fylgja allmikil feröalög á Noröurlöndum. Samningstíml er 4 ár meö vlssum möguleikum á framlengingu. Rikis- starfsmenn eiga rótt á fril frá embættl i allt aö 4 ár. Starfiö er vel launaö og vinnuskilyröi góö. Deildarstjórinn á aö stjórna fagdeild 1. Deildln ber nú sem stendur ábyrgö á samhæf- ingu og skipulagi norrænnar samvinnu á sviöi iðnaöar- og orkumála, efnahags- og gjaldeyrismála, sveitarstjórnarmála, landbúnaöar og skógræktar, verslunarmála, samgöngu- og feröamála ásamt bygging- armálefnum. Deildarstjórinn þarf aö hafa langa reynslu af stjórnunarstörfum, þar af nokkur ár sem yfirboöarl. Þaö er til bóta að hafa reynslu af yflrstjórn i rikisrekstri. Góö samstarfs- og sambandshæfni er nauösynleg. Auk þess er hag- stætt aö hafa reynslu af norrænu eöa ööru alþjóölegu samstarfi. Ef umsækjendur standa jafnt aö vígi, veröur dönskum umsækjanda frekast veitt staöan. Astæöan er sú, aö óskaö er eftir aö skipta embættum yfirboöara milli Noröurlanda. Umsóknarfrestur er til 10. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar veita avdelingssjef Rutger Croneborg eöa adminlstrasjonssjef Ragn- ar Kristoffersen. Ráðunauturinn á aö annast ritarastörf fyrir embættismannanefndirnar og hafa sam- band viö ýmiss konar stofnanir, fylgjast með áætlunum og starfshóp- um. Ráöunauturinn er ábyrgur fyrlr framkvæmd áætlanageröa á sin- um faglega vettvangi Aöalverkefnl á liöandl stundu er stjórnun sam- starfs byggingamála, meö þvi m.a. aö sklpuleggja og sjá um fram- vindu framkvæmdaáætlana ráöherranefndarlnnar. Ráöunauturinn getur elnnig þurft aö sinna öörum verkefnum á fagsviöinu. Umsækjendur eiga aö hafa reynslu af opinberri stjórnun. Sérstök reynsla á sviöi byggingamála er æskileg. Ráöunauturinn á aö vera búlnn góöum st|órnunarhæfileikum, sam- vinnuhæfni og geta unniö sjálfstætt. Umsóknarfrestur er til 10. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar veita avdelingssjef Rutger Croneborg, konsulent Olof Holmberg eöa administrasjonssjef Ragnar Kristoffersen. Upplýsingar um stööurnar eru veittar i sima (02) 11 10 52. Skriflegar umsóknir sendlst: NORDISK MINISTERRÁDS GENERALSEKRETÆR Postboks 6753, St. Olavs plass, Oslo 1. NORGE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.