Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 1
56 SIÐUR 81. tbl. 69. árg. FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Prentsmiója Morgunblaðsins. Falklandseyjar: „Allir vilja yfírgefa eyjarnar áður en til átaka kemur“ Hosni Mubarak Egypta- landsforseti og Ariel Sharon, varnarmálaráðherra ísraeis, á fundi í Kaíró í gærmorgun. Þeir ræddust við í 90 mínút- ur um deilumál landanna og fyrirhugaðan brottflutning Israelsmanna frá Sínaískaga. Úrslitafundur Haigs í Buenos Aires í dag London, Washington, Buenos Aires, 15. aprík AP. ALEXANDER Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt í dag frá Washington í 16 tíma flugferð til Buenos Aires í annað sinn á skömmum tíma til að revna að koma á sáttum í deilu Argentínu- manna og Breta um Falklandseyjar. Margrét Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, sagði fyrir ferð Haigs, að fundur hans og ráðamanna í Argentínu að þessu sinni myndi skipta sköpum í deilunni. Brezka fréttastofan BBC hafði það eftir hernaðarlegum heimild- um í Argentínu í dag, að fjöldi skipa í flota landsins hefði látið úr höfn, en ekki kom fram hvort skipin sigldu í suðurátt í átt til Falklandseyja. Brezka varnarmálaráðuneytið sagði í dag, að vera kynni að arg- entínsku skipin hygðu á áróðurs- siglingu til að skapa hrifningu heima fyrir, en þau myndu vart hætta sér inn á 200 mílna svæðið umhverfis Falklandseyjar, sem Bretár hafa lýst hernaðarsvæði. Brezki flotinn, sem siglir á fullri ferð í átt til eyjanna, á nú eftir tæplega viku siglingu á svæð- ið. Fleiri skip og flugvélar hafa verið sendar til liðs við flotann og Nimrod-þotur brezka sjóhersins fylgjast með svæðinu, sem flot- inn siglir til. Hafa þoturnar aðset- ur á Uppstigningareyju á Suður- Atlantshafi, en hún er eign Breta. Brezk herskip og kafbátar hafa fyrirmæli um að skjóta að fyrra bragði fari argentínsk skip inn á hernaðarsvæðið við Falklandseyjar. Hópur fólks frá Falklandseyjum kom til Bretlands í dag eftir að Argentínumenn vísuðu þeim úr landi. Hér var mest megnis um að ræða embættismenn brezku stjórnarinnar á eyjunum og fjöl- skyldur þeirra. Dick Baker, vara- ríkisstjóri á eyjunum, sagði við komuna til London, að eyjaskeggj- ar væru reiðir og sárir í garð arg- entínska innrásarliðsins, en engin átök hefðu orðið. Sagði hann að Argentínumennirnir kæmu að flestu leyti vel fram, en væru hins vegar illa vistaðir og leituðu til heimamanna um matvæli og hefðu auk þess slátrað sauðfé íbú- anna. John Fowler, fræðslustjóri á eyjunum, sagði í bréfi til foreldra sinna, að allir þeir, sem eftir væru á Falklandseyjum vildu komast þaðan á brott áður en bardagar um þær hæfust. Kínverska stjórnin lýsti í dag yfir stuðningi við málstað Argent- ínu í deiiunni, en lét jafnframt í ljós von um að ekki kæmi til bar- daga. Sovézka fréttastofan Tass sakaði Bandaríkin um að láta stjórnast af eigingjörnum hvötum í deilu þessari, sem lýsti sér í óeðlilegum afskiptum af henni. (Símarmnd AP.) Bjartsýni ríkjandi um lausn deilu Egypta og Israelsmanna Jerúsalem, 15. apríl. AP. Varnarmálaráöherra ísra- els, Ariel Sharon, kom í dag aftur til Jerúsalem eftir stutta ferð til Kaíró, þar sem hann átti vidræður við Mub- arak Egyptalandsforseta og aðra ráðamenn. Sharon sagði við komuna til ísraels, að Eg- yptar hefðu heitið sér að gera breytingar á stöðu herliðs þeirra á vesturhluta Sínaí- skaga í samræmi við friðar- samning ríkjanna. Egyptar munu einnig senda háttsettan yfirmann í hernum til ísraels til að reyna að stemma stigu við vopnasmygli frá yfirráðasvæði Egypta á Sín- aískaga til Palestínuaraba á Gaza-svæðinu. ísraelsmenn hafa undanfarið sakað Egypta um brot á friðar- samningi ríkjanna og gefið í Brezka herskipið „HMS Fearless“, sem nú er í leið til Falklandseyja. Harðir bardagar í Beirút Beirút, 15. apríl. AP. HAKDIK bardagar voru víðs veg- ar í Beirút í dag og kvöld milli vinstri sinnaðra stuðningsmanna íraks og hins svokallaða „am- al“-hóps, sem styður málstað fr- ans í stríði landanna. Að sögn lögreglu var vitað um 27 fallna í þessum átökum í borg- inni og a.m.k. 80 særða. Barizt var á ftmm stöðum í íbúðarhverf- um og nálægt alþjóðaflugvellin- um í Beirút. Hóparnir tveir berjast um völd innan hóps shííta meðal múhameðstrúarmanna í land- inu, en þeir munu um 950 þús- und talsins. Barizt hefur verið í 16 þorpum í Suður-Líbanon undanfarna daga og hafa bar- dagarnir nú borizt til höfuð- borgarinnar. Frelsissamtök Palestínu, PLO, sem hafa höf- uðstöðvar í Beirút, segjast vera hlutlaus í þessum átökum. Sprengja sprakk í dag í fjöl- býlishúsi í Vestur-Beirút í dag og fórust þar fimm manns, þeirra á meðal hjón ásamt 11 ára dóttur þeirra. Upphaflega var talið að maðurinn hefði verið háttsettur innan PLO, en lögreglan upplýsti siðdegis að svo væri ekki, heldur væri bróðir hins látna virkur í PLO. skyn að þeir muni ekki láta af hendi síðasta hluta Sínaískagans 25. apríl nk. eins og samningur- inn gerir ráð fyrir. Hafa tvö ofannefnd atriði einkum verið nefnd í þessu sambandi. Walter Stoessel, staðgengill Haigs, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, átti í dag viðræður við Begin, forsætisráðherra ísraels, um mál þetta og sagðist að þeim loknum vera vongóður um að málið leystist farsællega. Stoessel heldur á morgun til Kaíró og mun hafa meðferðis upplýsingar um önnur þau at- riði, sem Israelsmenn hafa kvartað undan varðandi fram- ferði Egypta að undanförnu. Nokkur bjartsýni virðist ríkj- andi um að takast muni að leysa öll vandamál fyrir 25. apríl. „All- ir virðast á því, að vandamálin séu le.vsanleg," sagði ísraelskur embættismaður í dag. Frakkland: Fyrrum ráðherra fyrirfór sér París, 15. apríl. AP. LOllIS de Guiringaud, sem var utan- ríkisráðherra Frakklands á árunutn 1976—1978 fyrirfór sér í París í morgun. Hann var 71 árs að aldri. De Guiringaud skaut sig með byssu sinni, en ekki er vitað um ástæður verknaðarins, að sögn frönsku lög- reglunnar. Louis de Guiringaud átti að baki langan og farsælan feril innan frönsku utanríkisþjónustunnar og var m.a. sendiherra landsins í Ghana, Alsír og Japan auk þess sem hann var sendiherra Frakka hjá Sameinuðu þjóðunum 1972-1976. Brottvikningu háskóla- rektors mótmælt í Varsjá Varsjá, 15. apríl. AP. STUDENTAR og kennarar við há- skólann í Varsjá lögðu niður vinnu í 15 mínútur í dag til að mótmæla því að rektor skólans, Henryk Samson- owicz, hefur verið neyddur til að segja af sér. Afsögn Samsonowicz var formlega samþykkt af stjórninni í gær, en Samsonowicz, sem er þekkt- ur sagnfræðingur, tók við embætti í fyrra og var fyrsti rektorinn í landinu, sem kosinn var í lýðræðislegri kosn- ingu. Yfirvöld í landinu höfðu ekki af- skipti af mótmælunum í dag, en háskólakennarar og stúdentar safna nú undirskriftum til stuðn- ings Samsonowicz. Rektornum hafði áður verið vikið úr kommún- istaflokknum fyrir að neita að grennslast fyrir um skoðanir kenn- ara skömmu eftir að herlög tóku gildi í landinu í desember sl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.