Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 15 Karpov tapar fyrir krökkum (’hichester, 15. apríl. AP. KARPOV heimsmeisUri í skák beið lægri hlut fyrir fjórum ungum brezk- um skákmönnuum, þ. á m. yngsta þátttakandanum, er hann tefldi hraðskák við 25 efnilegustu skák- menn Breta af yngri kynslóðinni. „Ég er ekki almennilega búinn að átta mig á því að ég hafi lagt heimsmeistarann að velli. Ég tók af honum tvö peð í tveimur leikj- um og hann átti sér ekki viðreisn- ar von upp úr því,“ sagði Edward Lee, 14 ára skólapiltur, sem neyddi Karpov til uppgjafar í 43 leikjum. Karpov varð einnig að lúta í lægra haldi fyrir John Richard- son, Alan Byron og John Cox, en þeir eru 18—20 ára. Fjölteflið stóð yfir í 6% klukkustund og vann Karpov 11 skákir, 10 lauk með jafntefli, en hann tapaði fjórum, eins og fyrr segir. Karpov sagðist ekki hafa teflt jafn erfitt fjöltefli um dagana, og aldrei hlotið jafn slæma útreið. Frá gossveðinu umhverfis El Chiconal í SA-Mexíkó. Mexíkanskur hermaður stendur vörð um eitt yfírgefnu þorpanna í nágrenni eldfjallsins, sem látið hefur í sér heyra með reglulegu millibili undanfariö og valdið gífurlegu tjóni. Finnum fjölgar HeLsinki, 15. apríl. AP. SAMKVÆMT skýrslum fínnsku hagstofunnar voru Finnar 4.811.391 talsins um síðastliðin áramót og hafði því fjölgað á árinu um 24.575. í Finnlandi urðu 63.586 fæð- ingar árið 1981 og 44.411 andlát. Frá útlöndum sneru 15.799 Finnar heim, flestir frá Svíþjóð, og 10.399 manns fluttust af landi brott. Atvinnuleysi í Hollandi eykst llaag, 15. apríl. AP. Atvinnuleysingjum í Hollandi fjölgaði í síðasta mánuði í 482 þús- und, eða 11 prósent vinnufærra manna, og hafa þeir ekki verið fleiri frá lokum seinni heimsstyrj- aldar. Atvinnulausir karlar eru 331.800 og atvinnulausar konur 150.200. Fjölgaði atvinnulausum körlum um 14.900 í marz-mánuði og konum um 2.900. Fimm morðingjar Sadats teknir af lífi Kairó, 15. apríl. AP. FIMM öfgasinnar, sem þátt tóku í morðtilræðinu við Anwar Sadat forseta, voru líflátnir í dögun, tveir voru leiddir fyrir aftökusveit og þrír hengdir. Hosni Mubarak forseti greiddi fyrir aftökunum með því að hafna beiðni um að morðingjunum yrði hlíft við lífláti. Verjendur morð- ingjanna hafa gagnrýnt Mubarak fyrir þessa ákvörðun, og ættingjar fímmmenninganna hafa krafízt þess fyrir dómstólum að fá afhent lík þeirra, en morðingjarnir voru greftraðir í ómerktum grafreitum strax eftir aftökurnar. Tvímenningarnir, sem leiddir voru fyrir 10 manna aftökusveit á skotsvæði hersins fyrir utan Kairó, voru Khaled Ahmed Shawki El-Islambouly lautinant í landhernum og leiðtogi morðtil- ræðisins 6. október, og undirfor- ingi í varasveitum hersins, Huss- ein Abbas Mohammed. El-Islam- bouly var hinn rólegasti og fór með bænir fyrir aftökuna, en Mo- hammed var óstyrkur og óskaði einskis á síðustu mínútum sínum í tölu lifenda. Þeir voru líflátnir með 15 mínútna millibili. Hinir þrír voru hengdir með 30 mínútna millibili í fangelsi í Kairó. Tveir þeirra voru óbreyttir borgarar, sem voru í lánsbúning- um við tilræðið, og hinn þriðji Abdel-Salam Farrag Atteya, meintur leiðtogi öfgasinnaðra mú- hameðstrúarmanna, Al-jihad (heilagt stríð). Síðasta ósk eins þremenninganna var að skuldir hans yrðu greiddar, og áður en Atteya var leiddur í gálgann bað hann um að fá að skrifa konu sinni bréf, þar sem hann hvatti hana til að finna sér nýjan mann. Þremenningarnir sýndu allir still- ingu áður en hert var að heng- ingarólinni. Ingrid Bergman berst við krabba London, 15. apríl. AP. AÐ SÖGN brezka blaðsins „Daily Mirror“ er sænska leikkonan Ingrid Bergman alvarlega veik af krabba og berst hún fyrir lífi sínu. Umboðsmaður Bergman í London neitaði að ræða við blaðamenn um veikindi leikkonunnar eða segja hvar hún væri niðurkomin. Um- boðsmaður hennar í New York sagði hana við slæma heilsu, en óljóst hversu alvarleg veikindi hennar væru. Evening Standard í London hafði hins vegar eftir vini leik- konunnar síðdegis, að hún væri „við hestaheilsu, en svolítið þunglynd vegna allra ósönnu fréttanna um heilsu hennar". Mjög náinn vinur Bergman- fjölskyldunnar í New York sagði hins vegar í dag, að Bergman hefði þjáðst af krabbameini í sjö ár, og væri undir læknishendi af þeim sökum. Hún hefði dvalizt öðru hverju á sjúkrahúsi upp á síðkastið, en væri nú á heimili sínu í Lundúnum. í nýútkominni ævisögu sinni viðurkennir Ingrid Bergman að hún hafi átt í stríði við brjósta- krabba. Varð að fjarlægja bæði brjóstin með skurðaðgerð, hið fyrra 1974 og hið seinna 1979. Er hún nú sögð þjást af krabba þriðja sinni. Ingrid Bergman Pólskir stórskotaliðsmenn bisast með fallbyssu, sem notuð er gegn skriðdrekum. Myndin er tekin við æfíngar við Varsjá fyrir skömmu, er herir Varsjárbandalagsins æfðu þar hernaðarlist undir kjörorðinu „Vin- átta '82“. Þess má geta að hlaupvídd fallbyssunnar eru tíu sentimetrar. 140 farast í páskaumferð Kómaborg, 15. apríl. AP. YFIRVÖLD á Ítalíu skýrðu frá því að 140 manns hefðu týnt lífí í um- ferðaróhöppum um bænadagana. Á sömu fimm dögum í fyrra fórust 114 í umferðarslysum á Ítalíu. Talið er að jafngildi 32.870 milljóna bíla hafi ekið um þjóð- vegi Ítalíu um páskana, miðað við 26.110 milljónir í fyrra. Yfir 1,5 milljónir útlendra ferðamanna heimsóttu Italíu um páskana að þessu sinni, og er það met. ÍSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERIKA PORTSMOUTH Mare Garant 16. april Junior Lotte 30 apríl Mare Garant 10. mai Junior Lotte 21. mai Mare Garant 31. mai NEW YORK Mare Garant 20. april Mare Garant 12. mai Mare Garant 2. juni HALIFAX Selfoss 17. april Hofsjökull 10. mai BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Alafoss 19. april Eyrarfoss 26. april Alafoss 3. mai Eyrarfoss 10. mai ANTWERPEN Alafoss 20. april Eyrarfoss 27. april Alafoss 4. mai Eyrarfoss 11. mai FELIXSTOWE Alafoss 21. april Eyrarfoss 28. april Alafoss 5. mai Eyrarfoss 12. mai HAMBORG Alafoss 22. april Eyrarfoss 29. april Alafoss 6 mai Eyrarfoss 13. mai WESTON POINT Helgey 4. mai Helgey 18. mai NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 26. april Dettifoss 10. mai Dettifoss 24. mai KRISTIANSAND Mánafoss 19. april Manafoss 3. mai Manafoss 17. mai MOSS Manafoss 20. april Dettifoss 27. april Manafoss 4 mai Dettifoss 11. mai GAUTABORG Manafoss 21. april Dettifoss 28. april Manafoss 5. mai Dettifoss 12. mai KAUPMANNAHÖFN Manafoss 22. april Dettifoss 29. april Mánafoss 6. mai Dettifoss 13. mai HELSINGBORG Manafoss 23 april Dettifoss 30 april Mánafoss 7 mai Dettifoss 14. mai HELSINKI Irafoss 19. april Mulafoss 5. mai RIGA Irafoss 21 april Mulafoss 7. mai GDYNIA Irafoss 22. april Mulafoss 8. mai HORSENS Irafoss 26. april Mulafoss 10 mai THORSHAVN Mánafoss 29 april VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka trá REYKJAVÍK alla mánudaga frá iSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SlMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.