Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10-100
"\
2WoToimMatiity
Síminn á afgreiðslunni er
83033
J$lúr#unWní>ií>
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
Nýir þriggja mán-
ada verðtryggðir
innlánsreikningar
Vanskilavextir lækka úr 4,5% í 4,0%
„Lengi tekur sjórinn við“ hefur löngum verið haft að orðatiltæki. Sú virðist
þó ekki vera raunin á lengur í l’orlákshöfn, þvi þar voru menn í óða önn að
moka drasli úr höfninni í gær, er blaðamann og Ijósmyndara Morgunblaðs-
ins bar þar að. Ljósm.: Ragnar Aielason.
HINN 21. apríl nk. ganga í gildi nokkur nýmæli varðandi
verðtryggingu inn- og útlána. Stofnaður hefur verið nýr flokk-
ur innlána með 3ja mánaða binditíma, fullri verðtryggingu
miðað við lánskjaravísitölu, en engum vöxtum. Þá verða
stofnaðir tveir nýir flokkar verðtryggðra útlána innlánsstofn-
ana, sem verða í þremur flokkum.
Fyrir það fyrsta verður miðað við lánstíma minnst eitt ár,
en þá verða vextir 2% á ári. Vextir verða 2,5% þegar lánstím-
inn er minnst 212 ár og loks verða vextir 3% þegar lánstíminn
er minnst 5 ár.
Jafnframt verða vanskilavextir
lækkaðir úr 4,5% í 4% á mánuði.
Vanskilavextir af verð- eða geng-
istryggðum skuldbindingum
lækka úr 6% í 5% á ári til viðbót-
ar samningsvöxtum og verð-
tryggingu.
I fréttatilkynningu Seðlabanka
íslands segir m.a.: Segja má, að
þessar breytingar séu mikilvægur
áfangi í vaxta- og verðtrygg-
ingarmálum, því að með þeim
komast að fuilu í framkvæmd
gildandi ákvæði laga um verð-
tryggingu sparifjár og útlána.
bætur á þær innistæður, sem
staðið hafa óhreyfðar yfir mán-
uðinn, en innistæður sem staðið
hafa inni hluta úr mánuði fá sér-
stakar verðbætur, sem nú verða
3% á mánuði, og reiknast eins og
venjulegir vextir. Til loka þessa
árs verður heimilt að flytja inni-
stæðu af reikningum, sem háðir
eru uppsagnarfresti yfir á verð-
tryggðan sparireikning, enda þótt
uppsagnarfrestur sé liðinn.
Stjórnarfrumvarp um 6% skyldusparnað:
Verðlagsráð:
Heimilar
hækkan-
ir á bil-
inu 7-15%
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi
sínum i gærdag að heimila 11%
hækkun á kaffi, en fyrirtækin höfðu
sótt um 11—23% hækkun. Þá sam-
þykkti Verðlagsráð, að heimila 10%
hækkun á smjörlíki, en farið hafði
verið fram á 20% hækkun.
Þá samþykkti Verðlagsráð að
heimila 7—15% hækkun á fiski-
bollum og fiskbúðingi, en farið
hafði verið fram á þá hækkun.
Samþykkt var að heimila 10%
hækkun á innanlandsfargjöldum í
flugi; en farið hafði verið fram á
15% hækkun.
Samþykkt var að heimila 14%
hækkun á vöruafgreiðslugjöldum
skipafélaga, en farið hafði verið
fram á 25% hækkun og loks sam-
þykkti Verðlagsráð á fundi sínum
að heimila 10% hækkun á olíu-
farmgjöldum innanlands, en fyrir-
tækin höfðu farið fram á 13%
hækkun.
Lagður á tekjuskattstofn
umfram 135 þúsund krónur
Allt frá stofnun vaxtaaukareikn-
inga á árinu 1976 hefur verið að
því stefnt að bæta hag sparifjár-
eigenda og koma á betra jafnvægi
í peningamálum. Með lögum um
stjórn efnahagsmála og fleira frá
1979 var þessi stefna staðfest af
löggjafanum, og var því ákveðið,
að reglur um verðtryggingu
skyldu einkum við það miðaðar
að tryggja allt sparifé, sem bund-
ið er til þriggja mánaða eða leng-
ur, gegn rýrnun af völdum verð-
hækkana.
Nýju innlánsreikningarnir
verða hliðstæðir 6 mánaða reikn-
ingum. Án uppsagnar verður
unnt að taka út innistæðu, sem
staðið hefur í fulla þrjá mánuði.
Sé hún ekki tekin út binzt hún á
ný í þrjá mánuði, og hefur hver
reikningur fjögur úttektartíma-
bil á ári, sem hvert um sig stend-
ur í 10 daga. Um hver mánaða-
mót, þegar ný lánskjaravísitala
tekur gildi, eru færðar vísitölu-
VKRCLEGIJR samdráttur hefur orðiö
í framleiðslu frystihúsanna, það sem
af er árinu og til dæmis er framleiðsla
frystihúsa innan Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna um 23,5% minni en
á sama tíma i fyrra og samdráttur í
framleiðslu Samhandsfrystihúsanna
er einnig mikill. Aftur á móti hefur
orðið mikil aukning í framleiðslu
skreiðar og saltfisks, og hinn I. apríl
síðastliðinn var saltfiskframleiðslan
30% meiri en á sama tíma í fyrra.
Guðmundur H. Garðarsson,
blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að fyrstu
þrjá mánuði ársins hefðu frystihús
innan SH framleitt um 17.000 smá-
lestir á móti 21.000 smálestum
Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Al-
þingi frumvarp til laga um skyldu-
sparnað allra skattskyldra aðila árið
1982. Samkvæmt frumvarpinu skulu
skattstjórar annast útreikning á
skyldusparnaðinum, sem skal vera
6% af tekjuskattstofni umfram 90
þúsund krónur. Af lægri tekjuskatt-
stofni reiknast ekki skyldusparnaður.
Veittur skal skyldusparnaðarafsláttur
er nemur kr. 2.700 hjá hverjum
manni, þannig að skyldusparnaður til
greiðslu kemur aldrei til af lægri
tekjuskattstofni en kr. 135.000.
Skyldusparnaður greiðist til ríkis-
sjóðs. Hann skal lagður inn á sér-
stakan reikning hjá ríkissjóði á
nafni þess er sparar og bundinn til 1.
fyrstu þrjá mánuði síðasta árs og er
munurinn því 4.000 smálestir eða
23,5%.
„Ástæðan fyrir þessum sam-
drætti er einfaldlega, að mikil
áherzla hefur verið lögð á fram-
leiðslu saltfisks og skreiðar. Freð-
fiskmarkaðirnir, eins og til dæmis í
Bandaríkjlinum, hafa verið frekar
erfiðir borið saman við sama tíma í
fyrra og eins ef miðað er við salt-
fiskmarkaðina til þessa," sagði Guð-
mundur.
Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar
Sambandsins, sagði þegar rætt var
við hann, að framleiðsla Sambands-
frystihúsanna hefði dregist saman
um 9% fyrstu þrjá mánuði þess árs.
febrúar 1986 með 1% vöxtum og
verðtryggingu í samræmi við þróun
lánskjaravísitöiu. I þessu sambandi
má minna á, að sala á verðtryggðum
spariskírteinum ríkissjóðs á þessu
ári hefur gengið mjög vel í kjölfar
þess, að kjörin voru stórbætt frá því
sem áður var. Nú eru greiddir 3,5%
vextir af skírteinunum, en ekki
nema 1% af þessum nýja skyldu-
sparnaði. Skyldusparnaður skv.
þessu frumvarpi er ekki frádráttar-
bær til tekjuskatts, en inneignir, svo
og verðbætur af þeim, hlíta sömu
reglum um framtalsskyldu og skatt-
lagningu og sparifé. Ríkissjóður skal
endurlána Byggingarsjóði rikisins
innheimtan skyldusparnað sam-
kvæmt þessu frumvarpi með sömu
Kvað Sigurður að samdrátturinn
væri mestur í frystingu þorsks,
frysting á ýsu og karfa hefði hins
vegar aukist aðeins og aukist mikið
á ufsa.
Friðrik Pálsson, framkvæmda-
stjóri Sölusambands ísl. fiskfram-
leiðenda, sagði, að saltfiskfram-
leiðslan hefði aukist um 30% miðað
við fyrstu þrjá mánuði síðasta árs.
Hinn 1. apríl síðastliðinn hefði
framleiðslan numið 22 þúsund smá-
lestum, en verið 17 þúsund smálestir
eftir fyrstu þrjá mánuði síðasta árs.
Kvað Friðrik hér vera um mjög
mikla aukningu að ræða, því þess
bæri að geta, að saltfiskframleiðsl-
an hefði aukist um 50% árin 1979 til
1981.
kjörum og hann sætir sjálfur. Bygg-
ingarsjóður hafði áður launaskatt
sem höfuðtekjustofn, en var sviptur
þeim tekjustofni, sem nú rennur
beint í ríkissjóð, og var fjárhags-
stöðu hans þar með stefnt í verulega
hættu.
í greinargerð með frumvarpinu
segir m.a.:
„Meginreglan varðandi einstakl-
inga er sú að skyldusparnaðarupp-
hæð sé 6% af tekjuskattstofni yfir
kr. 135.000. Vegna sérsköttunar
hjóna er þó talin þörf ítarlegri
ákvæða. Væru þau ákvæði ekki fyrir
hendi myndu hjón, þar sem aðeins
annað þeirra aflar tekna, verða
sparnaðarskyld á sama hátt og ein-
staklingur, þ.e.a.s. þegar við 135.000
króna markið. Á hinn bóginn myndi
hjónum, sem eru með jafnháan
tekjuskattstofn, fyrst vera gert skylt
að spara þegar samanlagður tekju-
stofn þeirra nær 270.000 krónum. Til
þess að leiðrétta þennan óeðlilega
mun er farin hliðstæð leið og við
álagningu tekjuskatts, þ.e.a.s. að
lækka ofangreint sparnaðarmark
formlega úr kr. 135.000 í kr. 90.000
en veita síðan afslátt frá reiknuðum
skyldusparnaði að fjárhæð kr. 2.700
eða sem nemur 6% af kr. 45.000 (þ.e.
135 þúsund mínus 90 þúsund). Gagn-
vart einhleypum breytir þessi form-
lega meðhöndlun engu, en þar sem
umræddan afslátt skal millifæra
milli hjóna eftir þörfum hækkar
skyldusparnaðarmark annars hvors
hjónanna um allt að kr. 45.000 miðað
við að annað hjóna hafi ekki haft
tekjuskattstofn yfir kr. 90.000. Sam-
kvæmt ákvæðum frumvarpsins verð-
ur skyldusparnaðarmark af saman-
lögðum tekjuskattstofni barnlausra
hjóna á bilinu kr. 180.000 til kr.
270.000. Hvar skyldusparnaðarmark
hjóna er á þessu bili er háð tekju-
skiptingunni milli þeirra.
Þá er skyldusparnaðarmark
hækkað vegna framfærslu barna og
nemur sú hækkun 10.000 krónum í
tekjuskattstofni fyrir hvert barn
(þ.e. 6% af 10.000 kr. = 600 kr. =
afsláttur vegna barns). Afsláttur
þessi tvöfaldast fyrir hvert barn um-
fram þrjú. Þar sem þessi ívilnun er
einnig í formi afsláttar kemur hún
hjónum að fullu til góða óháð tekju-
skiptingu þeirra."
Verði frumvarp þetta að lögum er
áætlað að það auki ráðstöfunarfé
Byggingarsjóðs ríkisins um sem
næst 35 milljónir króna. Gert mun
ráð fyrir að hækka lán til þeirra sem
eru að eignast íbúð í fyrsta sinni.
Sjá miðopnu: „Fvrst og fremst ætlað til að
greiða yfirdráttarlán" og fleiri ummælL
Skipulagsbæklingurinn:
Spurningum
enn ósvarað
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Eg-
ill Skúli Ingibergsson, sagði á borgar-
stjórnarfundi í gærkvöldi, að hann gæti
ekki svarað spurningum um svonefnt
kynningarrit um skipulagsmál, sem
horgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins
lögðu fram á borgarráðsfundi 6. apríl
síðastliðinn.
Ástæðu þess að spurningum hefði
ekki verið svarað á næsta borgar-
ráðsfundi, eftir að spurningarnar
voru fram bornar, væri sú að sá
fundur hefði verið sá fyrsti eftir
páska.
Bjóst borgarstjóri við að hann
gæti svarað umræddum spurningum
á fundi borgarráðs á morgun, föstu-
dag.
í spurningunum er óskað svara við
nokkrum atriðum varðandi bækling-
inn, m.a. um kostnað við gerð hans,
áætlaðan kostnað á fjárhagsáætlun,
hvort kortið á forsíðu ritlingsins
væri það sama og skipulagsstjórn
ríkisins staðfesti og fleira.
Mikill samdráttur í frystingu:
Saltfiskframleidslan hef-
ur aukist um 30% í vetur