Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 + Hjartkær sonur okkar og bróðir, RÚNAR HARALDSSON, lést föstudaginn 2. april. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. María E. Helgadóttir, Haraldur A. Einarsson, og syatkini hins látna. t Móðir okkar, GUDBJÖRG GUDBRANDSDÓTTIR, Langholtsvegi 24, lést aö heimili sínu aö morgni fimmtudagsins 15. apríl. Hulda Pétursdóttir, Þórdis Siguróardóttir, Halldóra Sigurðardóttir, Ólafur Jens Sigurðsson, Ingibjörg Siguröardóttir, Siguröur Randver Sigurösson. + Kæra dóttir mín og systir okkar, SIGRUN FINNBOGADÓTTIR (BRAULT), lést í sjúkrahúsi í Texas 5. þ.m. Jaröarförin hefur fariö fram. Hjartans þakkir fyrir sýnda samúö. Oktavía Ólafsdóttir Thorarensen, Albert og Gunnar Kr. Finnbogasynir. + Maöurinn minn og faöir okkar, GUÐMUNDUR B. ODDSSON fré Bolungarvík, sem andaöist 11. apríl, veröur jarðsunginn frá ísafjaröarkirkju laug- ardaginn 17. apríl kl. 2. Valgeröur Pélmadóttir og börn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR fré Skagaströnd, veröur jarösungin frá Hólaneskirkju laugardaginn 17. apríl kl. 2.00. Margrét Björnsdóttir, Guömundur Magnússon, Hrefna Björnsdóttir, Gunnar Albertsson, börn og barnabörn. + Dóttir mín, stjúpdóttir, móöir okkar, systir og mágkona, ELÍN THORARENSEN, hérgreiöslukona, Langholtsvegi 151, veröur jarösett frá Fossvogskirkju í dag, föstudag 16. apríl kl. 3 e.h. Ingibjörg Guölaugsdóttir, Ingimundur Ólafsson, Ingibjörg Stefénsdóttir, Ólafur Kjartansson, Brynjúlfur G. Thorarensen.lngveldur Gunnarsdóttir, Eiríkur Thorarensen, María Magnúsdóttir. + Systir okkar, ELÍN JÓNSDÓTTIR, Bírkivöllum 2, Selfossi, veröur jarösett laugardaginn 17. apríl kl. 2 e.h. frá Selfosskirkju. Systkini hinnar létnu og aörir vandamenn. + MAGNÚS SKARPHÉÐINSSON, Tunguseli 10, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. apríl kl. 13.30. Guöbjörg Guömundsdóttir, Guömundur Mar Magnússon, Sigurborg Magnúsdóttir, Brynhíldur Magnúsdóttir, Hulda Björk Magnúsdóttir, Linda Magnúsdóttir, Anna Guóbjörg Magnúsdóttir. Minning: Sveinn Jónsson bifreiðastjóri Fæddur 4. marz 1892 Dáinn 31. marz 1982 Mig langar aó sá t nga lygi þar finni sem lokar art síóusiu bókinni minni. Lífsbók Sveins Jónssonar hefur verið iokað. Sú bók geymir langa sögu sem nær 90 ár aftur í tímann. Þessi saga segir frá öllum þeim stökkbreytingum sem orðið hafa í íslensku þjóðlífi allt frá allsleysi til allsnægta, frá dönsku valdi til lýðveldis, frá menntun, tækni og þægindum sem þykja sjálfsagður hlutur í dag en þekktust ekki áður fyrr. Ef borin eru saman lífskjör fólksins nú eða fyrir hálfri öld þola þau engan samjöfnuð, hvað þá ef lengra er litið til baka. Sveinn var ein af hetjum hvers- dagslífsins, sem með dugnaði, seiglu og sjálfsafneitun lögðu grunninn að þeim lífskjörum sem við búum við í dag. Svitadropar öldungsins eru lífdögg þeirra blóma sem gróa við okkar eigin götu. Nú er hann allur, jarðneskar leifar heyra moldinni til en eilífð- in geymir anda og sál. Leiðir okkar Sveins lágu fyrst saman fyrir rúmum 34 árum en þá byrjaði ég akstur á BSR. Margir starfsbræður mínir, sem þá voru á stöðinni og eru þar enn, hafa orðið mér minnisstæðir samferðamenn og stend ég í þakkarskuld við marga þeirra, gagnkvæmt traust, virðing og vinsemd er veganesti sem aldrei þrýtur. Sveinn var einn af þessum mætu og minnisstæðu mönnum, lágur vexti, þrekinn, mikill um brjóst og herðar, bjart- ur á hörund, fríður sýnum, en það leyndi sér ekki að undir silfurhær- um þessa drenglundaða manns bjó mikið og stórt geð, skapgerð sem var vel tamin af langri lífsreynslu en ætíð var hann reiðubúinn að veita þeim mönnum og málefnum lið sem hann áleit að hefðu til þess unnið en hann gat orðið þungur í garð þeirra sem hann taldi að hefðu að sér vegið. A þessum árum átti Sveinn heima á Grettisgötu 80. Kvæntur Ingibjörgu Þorláksdóttur, af- bragðs konu norðan úr Húna- vatnssýslu, af góðum ættum kom- in. Þau áttu tvö ung börn, Sverri og Sigurbjörgu. Leiðir þeirra hjóna lágu fyrst saman 1938. Hjónaband þeirra var mjög far- sælt og reyndist Ingibjörg manni sínum traustur og góður lífsföru- nautur sem Sveinn kunni bæði að virða og meta. Honum lá góður hugur norður í Húnavatnssýslu og nutum við þess oft, Húnvetningarnar á stöðinni, þegar gustaði um okkur af ein- hverjum ástæðum. Hann sagði sjaldan mikið en svipurinn og lif- andi hreyfingar leyndu því ekki að hann var liðsmaður okkar. Aður var Sveinn giftur Ingi- björgu Sigfúsdóttur af skagfirsk- um ættum. Þau slitu samvistum en með henni átti hann tvo syni, Sverri, rafveitustjóra á Siglufirði, og Sigfús Agnar, búsettan á Sauð- árkróki. Ungur að árum eignaðist Sveinn son, Jón að nafni. Hann dvelur nú á Reykjalundi, rúmlega sjötugur að aldri og heilsan þrot- in. svo til Reykjavíkur og byrjaði að keyra á BSR. Vann síðan við akst- ur næstum óslitið á BSR það sem eftir var af starfsævinni. Ekki fór það á milli mála að Sveinn var föstum og traustum böndum bundinn við æskustöðvar sínar í Fljótshlíðinni og hann varð hýr á svipinn og léttur í máli þeg- ar hann talaði um hlíðina sína og Þórsmörkina, þann unaðsreit sem enginn getur gleymt sem þangað kemur. Hún er sannkölluð paradís á bakvið jökla og eyðisanda. Það er mikill þjóðarauður sem skáldið frá Hlíðarendakoti, Þorsteinn Erl- ingsson, skildi eftir sig og víst er að Sveinn mat þennan sveitunga sinn mikils og svo má segja um flsiri almúgans niðja. Ungur að árum lærði ég Gunnarshólma og var hrifnari af því kvæði en öðrum ljóðum sem ég þá hafði lært. Fljótshlíðin og umhverfið varð í huga mínum undraheimur sem ég kynntist þó betur þegar ég fór að lesa Njálu. Nú hef ég séð þetta allt með eigin augum, farið víða og margt séð en æskustöðvum Sveins gleymir enginn sem þær hefur augum litið. Þegar ég byrjaði akstur á BSR var Sveinn á nýjum Chevrolet sem annar á stöðinni átti. Síðan liðu all mörg ár þar til hann eignaðist sinn eigin bíl og varð sjálfseign- arbílstjóri, um svipað leyti eign- aðist hann nýja íbúð inni í Hæð- argarði 28. Hann var enginn efnishyggju- maður og safnaði ekki veraldar- auði, en með dugnaði og nýtni sá hann sér og sínum farborða, dyggðin og trúmennskan voru leiðarljós á lífsvegi hans. Sveinn var bráðgreindur, viðræðugóður og sagði skemmtilga frá, víðlesinn og bókhneigður, fróður vel og minnið gott, hefði örugglega haft mikla námshæfileika ef leið hans hefði legið til mennta á yngri ár- um en á þeim tima hjá alþýðunni var bókvitið ekki í askana látið, hans líf var stöðugt starf. Þegar fróðir og skemmtilegir menn eru horfnir af sjónarsviðinu er skarð fyrir skildi. Þá sér maður betur en nokkru sinni áður hvað kapp- hlaupið við dagsins önn hefur tek- ið frá manni mikinn tíma af lífs- hlaupinu svo alltof skammur tími hefur farið í að blanda geði við samferðamanninn. Það er mikill skóli og uppbygging að hlusta og læra af þeim sem eru reynslunni ríkari. Hvað segir líka stórskáldið Björnstjerne Bjórnson: „Þar sem góðir menn fara þar eru guðsveg- ir.“ Þessi sígilda setning er saga Sveins í sem fæstum orðum. A BSR gerum við okkur margt til dægrastyttingar þegar lítið er að gera. Það er spilað og teflt, skipst á skoðunum en aldrei kast- ast i kekki svo umtalsvert sé. Okkar viðhorf er að koma fram sem einn maður. Sveinn hafði mjög gaman af að tefla og gleymdi þá í ákafanum bæði stund og stað en gaf sig ekki fyrr en baráttunni var lokið. Arið 1966 varð Sveinn ekkju- maður. Ingibjörg hafði verið heilsuveil síðustu árin sem hún lifði, svo kannski hefur andlát hennar ekki komið honum alveg að óvörum. En hetjan hélt velli og lét ekki bugast. Hélt akstrinum áfram, var einn í íbúðinni og borð- aði á matsölustöðum. Börnin hans tvö, Sigurbjörg, sem hann kallaði ætíð Diddu sína og Sverrir, bæði búsett hér í borginni, litu til með honum og reyndust honum frá- bærlega vel. Attræður keypti hann sér nýjan bíl og keyrði tvö ár til viðbótar. Alla þessa löngu ævi hafði hann verið mjög heilsugóður og hélt henni enn. Sveinn var að- gætinn og góður bifreiðarstjóri og varð aldrei fyrir neinum skakka- föllum alla þá áratugi sem hann stundaði bifreiðaakstur. Hann gætti þess að ofmeta ekki sjálfan sig þegar ellin færðist yfir, þó heilsan væri góð, dró sig í hlé þegar akstursskilyrði voru ekki hagstæð en var drjúgur í starfi þegar vel viðraði. Veturinn 1974 hætti hann akstri, þá 82 ára að aldri. Sama vetur flutti hann á vistheimilið Ás í Hveragerði og var þar þangað til seint á síöasta ári að hann flutti aftur til Reykjavíkur og nú á Elli- heimilið Grund. Eftir að leiðir skildi og hann flutti til Hveragerðis fóru nokkur bréf og kort á milli okkar. Þau bréf eru mér hugstæð, þar er hversdagsblæjunni svipt til hliðar og ég sé innri manninn í enn þá skírara Ijósi en nokkru sinni fyrr. Skriftin stílhrein og falleg og hug- urinn túlkaður í skírum og falleg- um búningi. Það er mikils virði fyrir hvern sem er að eiga vináttu þeirra sem eldri eru að árum, slíkt er ódauðleg auðlegð. Ég á hljóðritað viðtal við Svein frá því hann var áttræður. Það skyldi maður síst ætla að svo aldr- aður maður sæti fyrir svörum. Röddin skýr og öll frásögn í besta lagi. Ég hefi gaman af að eiga þetta í fórum mínum og ekki síst nú þegar hann er horfinn af svið- inu. I nóvember 1978 þegar flugslys- ið mikla varð á Sri-Lanka missti hann dóttur sína, Sigurbjörgu. Hún var glæsileg kona, greind og góð, og reyndist föður sinum ein- staklega traust og umhyggjusöm. Hann unni dóttur sinni mikið og hjá henni áttu hans viðkvæmu til- finningar og stóra geð öruggt at- hvarf. Það fór ekki hjá því að eftir dótturmissinn brast sterkur strengur í lífsþræði Sveins. Síðustu mánuðina gekk Sveinn ekki heill til skógar. En langri æfi lauk á Elliheimilinu Grund 31. mars. Að eigin ósk var hann jarð- settur í kyrrþey. Sú athöfn fór fram frá Fossvogskirkju, miðviku- daginn fyrir páska, 7. apríl. Ég kveð góðan vin, en minning- in lifir, á hana hefur enginn skuggi fallið, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fortjaldið mikla skilur á milli. Á bakvið það bíða hans vinir í varpa, sem bjóða hann velkom- inn heim. Jakob Þorsteinsson Sveinn var fæddur á Torfustöð- um í Fljótshlíð 4. marz 1892 og voru foreldrar hans ábúendur á jörðinni. Hann átti þrjá bræður sem allir eru dánir en enga systur. Sveinn var elstur sinna bræðra. Hann ólst upp við venjuleg störf í heimasveit sinni, en ungur að ár- um fór hann á vertíð í Vestmanna- eyjuin og var þar alls 20 vertíðir — og mun hann meir hafa stundað landvinnu en sjóinn. Seinni hlut- ann af þessum 20 árum stundaði hann reknetaveiðar fyrir norðan á sumrin, aðallega frá Ólafsfirði og Siglufirði. Árið 1929 flutti hann ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morg- unblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.