Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 29 ííömul. Ella, en það var hún alltaf kölluð meðal vina og kunningja, var faedd í Reykjavík 30. júní 1948. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðlaugsdóttir og Ólafur Thorar- ensen tannlæknir. Fluttist hún ung með foreldrum sínum til Vest- mannaeyja þar sem hún ólst upp ásamt einkabóður sínum. Foreldr- ar hennar slitu síðar samvistum og lést Ólafur fyrir þó nokkrum árum. Fyrstu minningar mínar af Ellu eru frá því er hún 6 ára gömul lék Tótu í Fjaila-Eyvindi heima í Eyj- um. Ég minnist þess hve ótrúlega falleg hún var með sína ljósu lokka. Vinátta okkar hófst fyrir alvöru er hún var 16 ára gömul og þó að um nokkurra ára skeið rofn- aði samband okkar, vissum við þó alltaf hvor af annarri. Minn- ingarnar um fjórstirnið, en það vorum við vanar að nefna okkur, okkar á milli Ellu Thor, Höllu P, Jöru og mig, sem var þeirra elst, kemur fyrst upp í hugann. Þessi sumur æsku og áhyggjuleysis sem við áttum saman. Sumarkvöldin úti á Eiði við að horfa á sólarlagið, fleyta kerlingar eða hvað annað sem okkur datt í hug. Vangaveltur okkar um lífið og tilveruna voru oft ansi háfleygar og óraunsæjar á þessum árum, en þá var lífið líka eitt stórkostlegt ævintýri í okkar augum og áhyggjur þess víðs fjarri. Mörgum kvöldum eyddum við heima hjá henni við söng og glens, eða hlusta á Ellu fara með vísurnar sínar, samdar á augna- blikinu eða hún las þær upp úr brúnu bókinni sinni, en að fá að handleika þá bók voru vissulega mikil forréttindi. Mér býður í grun að með því að yrkja hafi hún oft létt af sér þeim erfiðleikum sem hún átti við að stríða. Nú eru mörg ár liðin frá því að við vorum að ræða drauma okkar um framtíð- ina. Fæstir draumar hennar rætt- ust, því miður. Lífið tók aldrei á henni með silkihönskum og mörg vonbrigði lifði hún. Það er beiskur kaleikur að kyngja, aðeins 27 ára gömul, ung móðir tveggja barna að fá að vita að hún var haldin lífshættulegum sjúkdómi. En hún átti svo mikla lífsgleði og lífsvilja, en nú er þessari baráttu, sem spannar yfir svo mörg ár, þar sem skiptust á skin og skúrir, lokið. Vonina um bata missti hún aldrei. Dauðinn er það eina sem við eig- um víst. Andlát Ellu kom mér síður en svo á óvart. Fyrstu viðbrögð mín voru léttir þó að það kunni að hljóma kaldranalega, engar þján- ingar lengur. Síðan kom sársauk- inn og söknuðurinn. Það er alltaf erfitt að sætta sig við dauðann, manni finnst hann oft óréttlátur, sérstaklega þegar ungt fólk í blóma lífsins á í hlut. Þegar ég hitti Ellu síðast var það hún mín helsjúka vinkona sem huggaði mig og styrkti. Mér finnst ótrúlegt hvernig hún gat svona lítil og nett staðist öll áföll lífsins. Ella átti 2 börn, Ólaf 15 ára og Ingibjörgu 9 ára. Barátta hennar við að tryggja þeim örugga fram- tíð var aðdáunarverð. A milli sjúkrahúsdvalanna, sem voru orðnar margar, vann hún við hár- greiðslu, oft á tíðum sárlasin. En hún náði takmarkinu, keypti sér íbúð í Hraunbænum, sem hún leigði út, en bjó sjálf á neðri hæð á heimili móður sinnar og stjúpa, en þar munu börnin hennar 2 eiga áfram heimili. Imba mín, hvað er hægt að segja þér og börnunum til huggun- ar veit ég ekki, en minningin um góða dóttur og móður getur eng- inn tekið frá okkur. Megi sá sem öllu ræður styrkja þig og fjölskyldu þína á þessari erfiðu stundu. Fríða Einarsdóttir Harðri baráttu er lokið. Enn hefur illvígur sjúkdómur höggvið skarð í hóp. Hvíld og friður. Hún Ella, Elín Thorarensen, var fædd 30. júní 1948. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Guðlaugsdóttir og Ólafur Thorar- ensen, tannlæknir, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Kynni Ellu og fjölskyldu minn- ar hófust fyrir 12 árum. Þá var Ella 21 árs gömul og hafði þegar orðið að reyna, að lífið er ekki ætíð leikur. En góðar gáfur og létt lund hjálpðu henni að yfirvinna allt mótlæti. Þær verða margar minningarn- ar, sem koma í huga, þegar Ella er kvödd. Það tókust strax óvenju góð kynni, þótt skemmri yrðu en skyldi. Ellu veittist það létt að láta mann eignast vin í sér. Henni voru svo eðlislægir þeir eiginleik- ar, sem leiða til sannrar vináttu. Um það vitnar best sá stóri hópur vina, sem hún eignaðist alls staðar þar sem hún hafði viðdvöl. Fráfall hennar, langt um aldur fram, kom ekki að óvörum þeim sem til þekktu. Um nokkra hríð hafði hún átt við veikindi að stríða. í því stríði sýndi hún þrek og þolgæði og fágætt æðruleysi. Lífsgleði hennar, lífstrú og óbil- andi kjarkur, höfðu ítrekað vakið vonir um bata. Þær vonir brugð- ust okkur vinum hennar og vanda- mönnum. I þeim vonbrigðum öll- um var þó einn ljósgeisli. Sá ljós- geisli var óbilandi kjarkur ÉIlu sjálfrar. Ugglaust hefur það mikið hjálp- að Ellu, að finna og vita, að hún stóð ekki ein í þeirri baráttu, sem háð var. Allir, sem hana þekktu, voru boðnir og búnir til að aðstoða eftir megni. Sérstaklega verður þó að geta Ingibjargar, móður hennar, sem vakti nánast nótt sem dag yfir henni og var óþreytandi við að hlynna að og hjúkra dóttur sinni með öllu móti. Nú standa eftir minningarnai þeim til handa sem kveðja Éllu af sinni, tveimur börnum, móður bróður og stjúpa/ ásamt stórun hópi vina og kunningja. Obrotgjarnar, bjartar minn ingar, sem duga vel fram til næstu endurfunda. Garðar Þegar mér var tilkynnt lát Elín- ar Thorarensen kom það mér ekki á óvart, hún var búin að þjást svo lengi. Ég fagnaði því, eins kald- ranalegt og það er, þegar ung móðir deyr frá tveimur börnum. En stríðið var orðið svo langt, lengra en nokkurt okkar óraði fyrir. Þegar ég kveð hana núna leita á hugann margar minningar frá unglingsárum okkar heima í Vest- mannaeyjum. Þá blasti framtíðin björt og fögur við í hugum okkar, við áttum heiminn, ekkert gat breytt þeirri fögru framtíðarsýn. Við ætluðum að gera svo margt, fcrðast saman, læra eitthvað sam- an, vera bara alltaf saman. Elín átti, það sem hópurinn okkar öf- undaði hana af, hún gat ort, en fór með ljóðin sín eins og glóandi gull. Þess vegna var ég stolt af því að vera ein af fáum sem barði brúnu litlu bókina augum, en í hana voru þau skrifuð. Arin liðu, örlögin höguðu því þannig til að leiðir okkar skildu um langt árabil en aldrei þó svo að við vissum ekki hvor um aðra. Síðastliðið sumar endurnýjuð- um við kynni okkar, en samt var eins og við hefðum alltaf verið saman. Okkur fannst við ekkert hafa breyst, báðar fimmtán ára ennþá. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Myndin frá æskudögum okkar hafði að vísu breyst. Hún hafði mátt reyna hörðustu hiiðar mannlífsins og reynt meira en margur öldungurinn, en þrátt fyrir það, og kannski þess vegna, var það hún sem gaf og gladdi, hvatti. Við vissum báðar að brugð- ið gat til beggja vona um heilsu hennar en hún hafði þann kraft, að það hvarlaði aldrei að okkur eitt augnablik að framtíðin væri ekki enn okkar. Að sækja styrk í helsjúkan vin er lífsreynsla sem ég upplifði hjá henni og gleymdi því að hún var þá alvarlega sjúk, slíkur var krafturinn og lífsgleði hennar. „Maðurinn minn er ei nema hálfur, með öðrum meiri en hann sjálfur" orti Einar Benediktsson. Þetta er setning sem ég skil alltaf betur og betur eftir því sem árin líða og reynslan eykst. Elín átti góða móður, sem hlúði að okkur sem viðkvæmum jurtum, hlustaði á öll okkar vandamál í æsku og gaf okkur alla sína ást og blíðu. Hún stóð eins og klettur úr hafi í öllum erfiðleikum hennar í gegn um lífið. Börnin tvö voru það feg- ursta sem Elín eignaðist, og bera henni vitni. Hann er stór hópur- inn sem skilur ekki hvers vegna hún kvaddi svo snemma. Ég bið og vona að börnin, og móðir hennar fái styrk í minningunni um hetju- skap Elínar allt fram á síðustu stund. H.P. „Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ pg rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins mín sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú.“ (Hallgr. Pétursson) Þessi sálmavers eru kveðjuorð okkar til Elínar með hjartans þökk fyrir vináttu, sem aldrei bar skugga á. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi." Systkinin Guðrún, Jökull Karl, Svava og Soffia Dögg. Emblo Strandgötu 29 Hafnarfirði Grund Grundarfirði Simi 93-8710 TINNI Fellagörðum - Sími 75713 Glitbrá Laugavegi 70 - Sími 10660 mömmusál Laugavegi 17 - Sími 27340 Silfurgötu 2 ísafirði. Sími 94-3695

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.