Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Úr Þykkvabænum. Verzlunarhús Friðriks Friðrikssonar er fyrir miðri mynd, en nýja kartofluverksmiðjan er langa byggingin til vinstri. Mynd Mbl. Arnór Kagnarsnon. bykkvibær: Tilraunavinnsla hafin í kartöfluverksmiðjunni TILRAUNAVINNSLA er hafin í kartöfhiverksmiðju í Þykkvabæn- um. IVfenn frá Danmörku hafa að undanfornu unnið að þvi að stilla saman taeki, en síðasta tækið var sett upp í verksmiðjunni í vikunni, steikarpottur, sem er um sex metra langur og á annan metra á breidd. í næstu viku er reiknað með að verksmiðjan hefji full afköst, en hún afkastar um 500 kg. af full- unninni vöru á klukkustund. Þessa dagana er verið að gera tilraunir með að pakka hálfsoðnum kartöfl- um í loftþéttar umbúðir. Þær verða svo seldar í verzlunum og tekur aðeins fimm mínútur að hita þær upp, auk þess að þær verða seldar afhýddar. Verksmiðjan er í 525 fermetra húsnæði og er áætlað að kostnað- ur við að koma verksmiðjunni á laggirnar verði á bilinu fjórar og fimm milljónir króna. Friðrik Magnússon er framkvæmdastjóri hinnar nýju verksmiðju, en við hana munu starfa á milli 8 og 10 manns. Listahátíð: Leikhús frá Frakklandi og Venezúela sýna hér í sumar NÚ ER ákveðið að tvö erlend leik- hús komi hingað á Listahátíð í Reykjavik í sumar. Er annað þeirra franskt og sýnir verk úr síðari heimsstyrjöldinn, sem heitir Flug- mennirnir. Hitt er frá Venezúela og mun sýna leikritið Simon Bolivar, sem nýlega var frumsýnt. Að sögn Örnólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra Listahátíðar, er sýning franska leikhópsins, Flugmennirnir (Les Aviateurs), aðallega byggð á látbragðsleik og tónlist frá styrjaldartímanum og því byggt upp þannig að þeir, sem ekki hafa frönsku á valdi sínu, geta skilið hvað um er að vera. Einn af þekktustu leikurum Frakka, Ged Marlon, tekur þátt í sýningunni. Leikhópurinn frá Venezúela, Rajatabla, er frá höfuðborginni Caracas og er að sögn Ornólfs lík- lega þekktasta leikhús latnesku Ameríku, það er utan hennar. Hefur það sýnt í Evrópu og á ýms- um leiklistahátíðum undanfarin 12 ár við góðan orðstír. í hópnum eru yfir 30 manns og gerir það Listahátíð kleift að fá hópinn hingað, að hann, hefur ferðastyrk frá ríkisstjórn sinni. Fer hópurinn í leikferð til 11 landa í Evrópu og byrjar hér á landi. Hér mun hóp- urinn sýna verk, sem fjallar um frelsishetjuna Simon Bolivar. Var það frumsýnt í marz í Venezúela og hefur vakið geysilega athygii og verið mjög umdeilt, enda er það sett á svið í fangelsi, þannig að í sýningunni er skírskotað til ým- issa vandamála latnesku Ameríku hvað varðar mannréttindi. Þá er hugsanlegt að hópurinn sýni fleiri verk hér, en það er ekki ljóst enn. Grindavík: Bjargað af þaki brennandi húss (.rindavík, 14. apríl. MAÐUR komst út á þak þegar kviknaði i risíbúð í Grindavík á Súrrealískt tímarit MEDÚSA hefur hafið útgáfu tíma- ritsins „Ilinn súrrealíski uppskurð- ur“. Timaritinu, sem mun koma út á tveggja til þriggja mánaða fresti, er ætlað að vera samstarfsgrundvöllur súrrealista á íslandi og félaga þeirra út um heim, segir i frétt útgefanda. í fyrsta tölublaðinu eru stuttar fréttir af starfi norrænna súrreal- ista og ljóð og myndir eftir með- limi Medúsu og m.a. Alfreð Flóka, Tony Pusey, Pavel Reznicek og Jó- hann Hjálmarsson. skírdag og tókst að bjarga honum þaðan. Eldur kom upp i einu elsta húsi Grindavíkur, Garðhúsi, sem byggt var árið 1914, kl. 19.10. Garð- hús er tvílyft timburhús með risi. Mikill eldur var í risíbúðinni þegar slökkviliðið kom á vettvang og mikinn reyk lagði frá húsinu. Slökkvistarf gekk greiðlega og var allur eldur slökktur laust fyrir klukkan 21. íbúð í risi skemmdist mikið vegna eldsins, en fjórar fjöl- skyldur eru á götunni vegna skemmda sem urðu á öðrum íbúð- um í húsinu. Eldsupptök eru ókunn. Fréttaritari. Norsk skógartröll og norskt landslag í litmyndum eftir Ivar Orgland Hvernig lítur ósvikið norskt skógartröll út? — Þessari spurn- ingu reyni ég að svara í Norræna húsinu á laugardag með því að sýna myndir eftir hinn fræga norska ævintýrateiknara Theo- dor Kittelsen (1857—1914), sem ásamt fleirum, en aðailega þó Erik Werenskiold, gerði teikn- ingar við ævintýrasafn As- björnsen og Moe: Norske folke- og huldreeventyr (Norskar þjóð- sögur og ævintýri um huldufólk). Líf Kittelsens einkenndist af basli og fátækt, en einnig hug- myndaheimi ævintýranna. Hann var kaupmannssonur frá Krag- erö i Austur-Noregi, dálítið mis- heppnaður úrsmíðanemi, en mun betri teiknari og stundaði nám bæði í Osló, Múnchen og víðar, m.a. París, en kunni ekki vel við sig þar. Hann hvarf aftur til Múnchen, en heimþrá og sultar- líf réðu úrslitum. Hann fór heim til Noregs og bjó þar um tíma í Lófóten, en lengst átti hann heima í Sigdal, yndislegri skóg- arsveit með vatni og á, en ekki síst útsýni til fjallsins Anders- natten, sem er vinsælt „mótíf" í list Kittelsens. Kittelsen var bæði málari og teiknari, en frægastur er hann fyrir ævintýrateikningar sínar. Þar er hann meistarinn mikli, sem gerði norsku tröllunum skil. Þau lifðu bókstaflega í landslag- inu kringum hann, og einu sinni, þegar einhver þekktur málari var ráðinn til að teikna við ævintýrin og þjóðsögurnar norsku, hló Kittelsen og sagði: Hvernig getur þessi maður teiknað tröll? Hann hefur aldrei séð þau! — Tröll Kittelsens eru í senn nátengd landslagi í Aust- ur-Noregi og raunsæjum verum Skredsvig — sjálfsmynd. á þann hátt, að þau bera með sér mannlega eiginleika í sínu trega- fulla og einfalda tröllalífi: þau bera umhyggju fyrir börnum sínum og hugsa um aldur sinn ... Kittelsen er mikill húmoristi í teikningum sínum, einn af þeim útvöldu í Noregi. Þannig hefur hann teiknað mikið skógartröll sem kemur labbandi með staf og nestispoka eftir Karl Johann, en líka heimakært tröll, sem af mikilli samviskusemi er að þvo krakkann sinn. — Kittelsen er líka hvass þjóðfélagsgagnrýn- andi, og myndaflokkur hans um Svartadauða (ekki brennivínið!) sýnir líka mikla hæfileika til að túlka hinar óhugnanlegustu hliðar mannlífsins. — En að baki ailrar listar hans er hinn tilfinninganæmi náttúruaðdá- andi, sem skynjaði sál hins aust- urnorska skógarheims. Það gerði líka Christian Skreds- vig (1854—1924), sonur malara á Modum í Austur-Noregi. Eins og íittelsen er Skredsvig ævin- ýramaður í norskri málaralist, >n fremur á þann hátt, að hann, sem líka var fátækur piltur, ^ann mikinn sigur erlendis og /arð einskonar ævintýraprins í heimi listanna. Hann stundaði nám í Osló, Kaupmannahöfn, Múnchen og París, en andstætt Kittelsen var það einmitt í Frakklandi sem Skredsvig varð fyrir miklum og heilbrigðum áhrifum, aðallega frá J.F. Millet og J. Bastien-Lepaga. 1880 var mynd eftir Skredsvig tekin gild á „Salonen" í París, en árið 1881 fékk hann gullpening á sama stað fyrir málverk frá Norm- andie. Þetta var stærsti sigur norsks málara til þess dags í Evrópu, en síðar kom Edvard Munch, sem dáði Skredsvig mjög, og fleiri. í Frakklandi málaði Skredsvig fleiri fræg verk, m.a. aðaimynd sína „Ballade" með miðaldamót- íf af blóðugum hestum, sem koma mannlausir heim til borg- arinnar úr orrustunni. — Skredsvig var góður vinur sænska málarans Ernst Joseph- son, en þeir urðu samferða í námsför til Spánar. Seinna kom Ernst Josephson til Eggedal, næst til Sigdal (þar sem Kittel- sen síðar bjó) og málaði þar frægt málverk Strömkarlen (fossvættur, sem kennir mönnum að leika á fiðlu), á norsku: Fossegrimen. Ernst Jos- ephson nefndi hina norsku dali „ett land för sjálen". Eggedal varð uppáhaldsstaður Skredsvig eins og Sigdal var draumaheimur Kittelsen. Þar bjó hann síðustu 30 ár ævi sinn- ar og lést þar, meðan Kittelsen varð vegna fjárskorts að selja heimili sitt í Sigdal og flytjast þaðan. Þeir voru miklir vinir, og Gjörbyltum öfugþróun- inni í húsnæðismálum eftir Hilmar Guð- laugsson, borgar- fulltrúa sjálfstœð- ismanna Húsnæðismál snerta hvert ein- asta mannsbarn í borginni og er því mikilvægt að vel sé hugað að þeim. Á því kjörtímabili, sem nú er að Ijúka, hefur vinstrimeirihlutanum tekist að koma húsnæðismálum stórs hluta Reykvíkinga í algjört óefni. Lóðaframboð hefur stórlega minnkað eða um helming miðað við tvö síðustu kjörtímabil. Þess- ari öfugþróun verður að gjörbylta, en það gerist ekki með því að byggja á útivistarsvæðum borg- arbúa, hvorki við Rauðavatn né á grænum svæðum inni í borginni sjálfri. Sú staðreynd ein, að láta sér detta í hug að byggja íbúð- arhverfi í 130 metra hæð yfir sjáv- armáli, lýsir best ráðleysi og dug- leysi meirihluta vinstrimanna í borgarstjón Reykjavíkur. Dagana 12.—14. mars sl. hélt borgarstjórnarflokkur sjálfstæð- ismanna ráðstefnu, þar sem stefna flokksins í hinum ýmsu málaflokkum borgarmála var ákveðin fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í maí nk. Megininntak í stefnu sjálfstæð- ismanna í húsnæðismálum er þessi: Hilmar Guðlaugsson 1. Fullnægt verði þörfum hús- byggjenda fyrir hentugar bygg- ingalóðir á hverjum tíma. Sér- staklega verði aukin úthlutun lóða undir minni einbýlishús og hverskonar sérbýli. Skipulagsreglur verði gerðar sveigjanlegri þannig að þær svari óskum einstaklinganna. Gæta skal sérstaklega að hin- um mannlega þætti við ákvarð- anir í skipulagsmálum. 2. Stefna sjálfstæðismanna er að gera sérhverri fjölskyldu kleift að eignast og búa í eigin hús- næði. <_>' ' " v- Áhersla verði lögð á, að lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins til allra þeirra einstaklinga, sem eignast íbúð í fyrsta sinn, verði aukin í 80% af kostnaðarverði, hvort sem um er að ræða ný- byggingu eða kaup á eldra hús- næði. Lánstími verði lengdur. Hraðað verði útborgun lána eða komið á verðtryggingu á út- borgunartíma lánanna. Raunhæft átak verði gert í hús- næðismálum aldraðra og fatl- aðra. Veitt verði fé til frjálsra samtaka húsbyggjenda og ein- staklinga, sem hyggjast reisa íbúðir, þar sem sérstakt tillit er tekið til þarfa aldraðra og hreyfihamlaðra. Auðvelda skal íbúðareigendum að endurnýja og stækka eldra húsnæði, þannig að það svari nútíma kröfum um stærð og þægindi. Stefna ber að meiri sveigjanleika í nýtingu hús- næðis. 3. Með stórauknum lánum til þeirra, sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn, mun mjög draga úr eftirspurn eftir íbúðum byggð- um á félagslegum grundvelli. Sjálfstæðismenn telja þó að húsnæðismál þeirra, sem ekki hafa fjárhagslega getu til að kaupa íbúðir á almennum markaði, verði best leyst með því að beina fjármagni til bygg- ingar verkamannabústaða. .1.1.i,i.< ( I :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.