Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Elín Thoraren- sen Minningarorð Kædd 30. júní 1948 Iláin 6. apríl 1982 ViA skulum »*kki vula. Vílid t*niían ba*lir. \ iA skulum þrcyja «i» þola þart. s« m okkur maiir. Ircysla l.uAi oj» j»cynia j»oll oj» saklausl hjarta. ollu illu j»k*yma clska hi«V fajjra oj» hjarta. Ilcrdís Andrcsdóltir. Þannig orti langamma Eínar Thorarensen, þegar hún leit yfir farinn veg á efri árum sínum. Margt felst í þessu annars auð- skilda erindi, sem vel á við, þegar éjí minnist stjúpdóttur minnar við leiðarlok, rifja upp minningar lið- inna samverustunda, og lít til stuttrar ævi hennar En áhersla skal hér löíjð á örfáa þætti og minnst þess, sem einkennandi var við skaphöfn hennar og daglega framkomu meðan við enn fengum að hafa hana meðal okkar. Elín Thorarensen var glæsileg kona, har höfuðið hátt, gekk létt- um, hröðum skrefum og einarðleg í fasi, svo samferðafólk veitti henni athygli. Hún vandaði mál- far sitt, hafði hreina og skæra rödd. Las mikið bundið sem óbundið mál, þegar ástæður henn- ar leyfðu. Sjálf var hún skáld- mælt, kastaði fram léttum stökum á glöðum stundum í vinahópi, en sem eru því miður gleymdar. Hún hafði næmt eyra fyrir hljómfalli, rími og söng og naut þess að syngja í hópi góðra vina. Einarðlegri framkomu hennar fylgdi hreinskilni í orðum og skoð- anir sínar á þjóðfélagsmálum var hún tilbúin til að rökræða og verja rétt þeirra, sem miður máttu sín í þjóðfélaginu. Reynsla hennar frá bernskuárum til þeirra síðustu hafði markað afstöðu hennar til þjóðfélagsmálanna. Sá skóli var Elínu strangur og erfiður fyrir viðkvæma lund hennar. í Vestmannaeyjum var bernsku- og æskuheimili hennar. Þar lauk hún námi í barna- og unglingaskóla og síðar í Iðnskól- anum. Iðnnámi lauk hún í hár- greiðslu hjá Ásthildi Sigurðar- dóttur hárgreiðslumeistara 1966. Gagnkvæm vinátta hélst meðal þeirra til hinsta dags. Elín Thorarensen var eftirsótt- ur félagi skólasystkina sinna vegna námshæfileika og hæfileika sinna til forystu í starfi og leikj- um. Kennarar hennar væntu mik- ils af henni strax í námi og síðar í þeirri iðngrein, sem hún valdi sér. Um skeið vann hún við hár- greiðslu hjá Sigurði Benónýssyni (Brósa), sem mat hana mikils í starfi. Með glaðlegu viðmóti, list- rænni meðfæddri tilfinningu, vandvirkni og snyrtimennsku, lað- aöi hún að sér þá er þjónustu hennar nutu. Elín hafði íbúð hér á Lang- holtsvegi 151 tvö síðustu árin, og hélt hér heimili með börnunum sínum, Olafi Kjartanssyni 15 ára gömlum og Ingibjörgu Stefáns- dóttur 9 ára. Hún var hér í skjóli móður sinnar, Ingibjargar Guð- laugsdóttur, en samband þeirra mæðganna var alltaf mjög náið. Því fylgdi órofa tryggð af beggja hálfu og ætla ég að þar hafi aldrei skugga á borið. Fórnfýsi móður- innar fyrir velferð hennar til hinstu stundar og barnanna henn- ar var slík að ekki gleymdist þeim er til þekktu. Þegar Elín flutti hingað kom hún frá Hallormsstað. Þar hafði hún tekið þátt í starfi barnaskól- ans og áunnið sér hylli nemend- anna og staðarfólksins. Hall- ormsstaðaskógur var yndi hennar og það fólk sem hún starfaði þar með' að félagsmálum á glöðum stundum. Hríslan hans Páls Olafssonar við lækinn ljúfa varð henni kær. Stundir hennar við nið lækjarins undir blaðskrýddri björkinni urðu færri, en hún hafði óskað sér, en greypti þó þá mynd í huga hennar að þessi orð Páls: „l>i|» skal cj» a*líA muna. áslríka, blíAa hjarlart urðu síðar hennar eigin játning. Hallormsstaðaskógur, kvæði Halldórs Kiljans, varð henni hugstætt, og oft leitaði hún til þess, er hún lýsti fegurð skógarins og gróðurveldi, og kynnum sínum af því góða fólki, sem hún kynntist eystra. A heimili Elínar hér var oft gestkvæmt, meðan heilsa og þrek leyfðu, en hún naut þess að veita gestum sínum og eiga með þeim glaðar stundir. Barnsleg einlægni hennar kom best fram, þegar börnin hennar bjuggu sig undir hátíðahöld og leiki. Fáu gat hún neitað þeim um, sem þau töldu sig með þurfa, svo leikurinn næði til- ætluðum árangri í vitund þeirra og félaganna. Sjálf var hún barnið meðal barnanna, þegar hún tók þátt í leikjum þeirra. Jólin voru í vitund hennar hin raunverulega hátíð hátíðanna, boðskapur þeirra og hátíðahald innan fjölskyldunnar. Áleitin var sú spurning í huga hennar sam- fara jólaundirbúningi, hvort ekki hefði gleymst lítill fjarstaddur vinur, sem beðið hefði kveðju hennar og lítillar gjafar, sem rninnti á jólin. í huga hennar skipti verðmæti gjafarinnar ekki máli, heldur hugarþel þess sem gjöfina veitti. Gjafmildin var rík- ur þáttur í fari hennar þótt efnin væru lítil. Hún vildi einnig að dýr- in nytu gjafa og falslauss viðmóts mannsins. Sjálf fann hún í augum og viðmóti vinu sinnar, Tinnu, þá tryggð, sem hún óskaði að mætti móta samskipti mannanna í dag- legri kynningu og samskiptum. Frá 1. nóvember sl. lá Elín Thorarensen í Borgarspítalanum til 6. þ.m. er ævi hennar lauk, en þar hafði hún einnig legið lang- dvölum áður. Meðan hún gat notið samvistar við sjúklingana á sjúkrahúsinu naut hún þess að taka þátt í samræðum þeirra og lagði sitt til að gera samveru- stundirnar sem léttbærastar í hinu sérstæða andrúmslofti sjúkrahússins. Margir sjúklingar fögnuðu komu hennar að rúmi sínu. Meðal þeirra var háöldruð móðir mín, sem lá þar sl. vetur samtímis Elínu. „Hún kom einsog engill inn á stofuna til okkar, blessunin," sagði móðir mín, sem minnist hennar nú með hlýhug og þakklæti fyrir kynni liðinna ára. Á Borgarspítalanum naut hún einstakrar hjúkrunar og um- hyggju af hjúkrunarliði sjúkra- hússins, bæði lækna og annarra, sem jafnframt dáðust að andlegu þreki hennar og hugarró meðan sjúkdómurinn vann á lífsþrótti hennar. Hjartans þakkir flyt ég þessu góða fólki. Snemma sl. vetur fór dóttir Eín- ar til barnaguðsþjónustu hér í Langholtskirkju. Hún náði fundi séra Sigurðar Hauks Guðjónsson- ar og bað hann með barnslegri einlægni sinni að biðja fyrir mömmu sinni, því að hún væri svo mikið veik. Ljúfmennska prestsins snart barnið. Bænin var flutt frá altari kirkjunnar. í upphafi dymbilviku lauk ævi þessarar glæsilegu, ungu konu. En í lok dymbilviku rís páskasólin og flytur okkur boðskapinn: Látinn lifir. I þeirri trú kveð ég kæra stjúp- dóttur mína með virðingu og þakka henni fyrir kynnin á liðnum árum, um leið og ég bið henni blessunar á ókunnum leiðum. Ingim. Olafsson Hún Ella er dáin, fallegi glókoll- urinn frá Eyjum er dáin eftir langa og stranga sjúkrahúslegu. Ella var fædd 30. júní 1948, dóttir hjónanna Ingibjargar Guð- laugsdóttur og Ólafs Thorarensen, áttu þau tvö börn, Elínu og Brynj- ólf. Ella ólst upp í Vestmannaeyj- um. Hún giftist Kjartani Ólafs- syni, þau eignuðust einn son, Ólaf, fæddan 1966, þau slitu samvistum. Síðan fluttist hún til Reykjavík- ur, þar kynntist hún seinni manni sínum Stefáni Jökulssyni, þau eignuðust eina dóttur, Ingibjörgu, fædda 1972, þau slitu samvistum fyrir tveim árum. Við vorum 4—5 ára þegar við kynntumst og höfum haldið hóp- inn síðan allar þrjár og eigum yndislegar minningar. Fyrst sem lítil börn, síðan sem unglingar í stórum hóp, sem skemmtu sér saman og nutu lífs- ins og seinna sem giftar konur. Alltaf var Ella miðpunkturinn, hrókur alls fagnaðar svo bráðvel- gefin, orðheppin og ljúf og góður trúnaðarvinur. Okkur er það minnisstætt þegar við vorum litlar stelpur, þegar við komum inn í verslun eða hvar sem var allsstaðar var dáðst að Ellu, hún var svo falleg, með gullna lokka, hún var yngst og fallegust. Hún hélt sínum glæsileik og feg- urð til hins síðasta. Rúm sex ár eru liðin siðan Ella veiktist af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða. Hún gekkst undir margar erfiðar aðgerðir, og lá lengi á sjúkrahúsi, núna síðast í fimm mánuði. Hún barðist hetjulega og hélt sinni gleði, svo manni varð oft orðfall. Svona ung og tvö börn sem biðu heima. En hún átti góðan að, móðir hennar stóð með henni eins og klettur í baráttunni. Ekki er hægt að skrifa um Ellu án þess að minnast á það sérstaka samband milli þeirra mæðgna. Við höfum oft orð á því að annað eins fyndist ekki. Þær voru mæðgur, vinkonur og systur, þær voru svo samrýndar. Krefjandi spurningar leita á hugann. Hvers vegna Ella sem átti tvö börn og svo miklu ólokið? Hvers vegna var hún látin þjást svo mikið, meðan við gátum lifað lífinu? Var hún að þjást fyrir okkur öll? Við vorum alltaf með hugann hjá henni, og munum enn halda áfram að hugsa um hana, og rifja upp yndislegar minningar. Við biðjum algóðan Guð að gefa móður hennar og börnum styrk í sorginni. Biddý og Jara Elín Thorarensen vinur okkar var aðeins 34 ára gömul er hún andaðist á Borgarspítalanum þann 6. apríl sl. af völdum sjúk- dóms sem hún með lífsviljann og kjarkinn að vopni, barðist gegn uns yfir lauk. Elín lést á þann hátt er hún helst óskaði, með móður sína Ingi- björgu Guðlaugsdóttur, sér við hlið, þá manneskju er hún mat svo mikils og þótti svo vænt um. í þeirri baráttu sem Elín háði við sjúkdóm sem enginn mannlegur máttur gat spornað gegn, stóð móðir hennar sem klettur við hlið hennar og var börnunum tveim, Ólafi 15 ára og Ingibjörgu 9 ára, stoð og stytta. Þau hafa misst svo mikið, engin orð fá sefað þann söknuð sem nú ríkir í hjörtum þeirra. Elín naut þeirrar gæfu að búa í sambýli við móður sína og stjúp- föður, Ingimund Ólafsson kenn- ara, það rúma ár er var henni erf- iðast, og naut umhyggju þeirra og barnanna sinna sem hún unni svo mjög. Elín bjó á Hallormsstað í Fljótsdal í þrjú ár en þangað flutt- ist hún 1977, og þarna fyrir austan hófust kynni okkar sem rofuðu ekki upp frá því, við urðum síðan nágrannar í Reykjavík. Fljótsdal- inn kvaddi Elín með söknuði, er hún varð að flytjast aftur suður, því í þeirri sveit átti hún ómetan- lega vináttu góðs fólks sem reynd- ist henni svo vel á alla lund. Þeir sem kynntust Elínu bundust henni sterkum böndum því góð skapgerð hennar og hæfileikar voru á þann veg að alltaf var gaman og nota- legt í návist hennar. Elín hafði mikla kímnigáfu og hún var haf- sjór af fróðleik og hafði þekkingu á mönnum og málefnum líðandi stundar og einnig því er heyrði fortíðinni til. Hún var bókaormur hinn mesti og þó sér í lagi hafði hún gaman af kveðskap af öllu tagi og kunni ógrynni af ljóðum og vísum og stundaði þá iðju sjálf að yrkja. Það var ekki ósjaldan að hún lagði til frumsamið efni þegar þannig stóð á að stofna átti til skemmtunar. Alltaf var Elín hrókur alls fagnaðar í vinahópi og tíminn varð óþekkt stærð í návígi við kostulegar frásagnir hennar af einhverju sem hún hafði lesið eða upplifað. Með stórkostlegri frá- sagnargáfu og mikilli þekkingu á mannlegu eðli og lífsins gangi, gat hún fengið fólk til að hlægja, gráta og velta fyrir sér tilgangi lífsins, þessar stundir eru ógleym- anlegar. Elín trúði staðfastlega á líf eftir dauðann og að fyrir hand- an fengi hún að hitta á ný föður sinn, Ólaf Thorarensen tannlækni, sem henni þótti svo vænt um en naut aðeins stuttra samvista við í þessu lífi. Við kjósum að óska þess að svo hafi farið. Með sárum söknuðu kveðjum við í dag vin okkar Elínu Thorar- ensen og vottum börnum hennar, móður og stjúpföður okkar inni- legustu samúð. Minning hennar mun lifa. Atli og Kristjana Á sólbjörtum degi, hinn 6. apríl sl., dró skyndilega ský á loft, er sú sorgarfregn barst meðal fjölskyld- unnar, að Ella frænka hefði látist þá um nóttina. Að vísu hafði hún legið helsjúk frá áramótum, en alltaf leyndist sú von meðal okkar, að hún mætti yfirstíga veikindi sín, verða aftur glöð og hress, eins og hún var vön að vera og njóta þess að vera með börnum sínum og sjá þau vaxa úr grasi og verða nýta þjóðfélagsborgara. Það er erfitt að standa frammi fyrir þeirri staðreynd, að ung kona í blóma lífsins, aðeins 33 ára sé horfin á brott frá tveimur elsk- andi börnum, ástríkri móður og stjúpföður, og góðu heimili, ein- mitt þegar lífslöngun var mikil og ýmsar framtíðaráætlanir voru á prjónunum, ef heilsan leyfði. Elín var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Guðlaugsdóttur og Ólafs Thorarensen, tannlæknis, föð- urbróður míns, sem látinn er. Sumarið 1955 fór ég á Eyjahátíð með vinkonum mínum, og í hlíð- inni í Herjólfsdal hitti ég Ingi- björgu, móður Ellu og Lárus heit- inn frænda minn, sem einnig hafði farið á hátíðina með vinum sínum. Þarna hittumst við öll fjögur, að því er virtist af tilviljun, í dásam- legri sól, mannfagnaði og hátíða- höldum á þessu annars rign- ingarsumri. „Sjáðu hana frænku þína,“ sagði Ingibjörg, og er ég leit til hliðar, sá ég litla stúlku með glóbjart liðað hár sitja á þúfu og horfa á mig. I fyrstu var hún svo- lítið feimin, bæði við mig og Lárus hálfbróður sinn, en svo fór það af, og þessi fallega frænka og systir varð okkur Lárusi mjög hjartfólg- in. Sumarið 1963 dvaldi ég um tíma í Eyjum. Á vegum frænku minnar kynntist ég fljótlega mörgum í bænum. Kunningjar og vinkonur hennar tóku mér af hinni mestu alúð, bæði buðu mér heim og í ökuferðir um eyjuna. Mér er sér- staklega minnisstætt afmæli hennar þá um sumarið, er nokkrir hljómlistarmenn bæjarins spiluðu þar og sungu. Þá var nú líf og fjör. Elín var tvígift og eignaöist tvö indæl börn í hjónaböndum sínum, þau Ólaf 15 ára og Ingibjörgu 9 ára. Eftir að hún flutti frá Eyjum til Reykjavíkur hafði hún atvinnu af iðn sinni, hárgreiðslu og skyld- um störfum í þeirri grein. Þægi- legt var fyrir okkur að skreppa til hennar í hárgreiðslu, þegar svo bar undir. Elín var mjög smekkleg og fundvís á það, sem betur mátti fara, bæði hvað snerti hárgreiðslu, klæðaburð og snyrtingu. Vissi ég, að ýmsir fengu góð ráð hjá henni í þessum efnum. Fyrir nokkrum árum fór að bera á vágesti þeim, sem leiddi til ótímabærs dauða og brottfarar úr þessari jarðvist, en þá tókst þó að komazt fyrir veikindin, og vonir vöknuðu, að allt færi á bezta veg. ' Aldrei man ég Elínu á þessu tíma- bili öðruvísi en glæsilega, glaðlega og bjartsýna. En er haustaði fór heilsu hrakandi á ný, og dvaldi hún frá því á Borgarspítalanum unz yfir lauk. Færi ég læknum og hjúkrunarliði 7. hæðar kærar þakkir frá móður hennar, stjúpa og börnum og öðrum vandamönn- um fyrir góða hjúkrun og að- hlynningu í þessum langvarandi veikindum hennar. Ég þakka Ellu allar skemmti- legar samverustundir, sem því miður voru allt of fáar. Guð gefi henni góða heimkomu og varðveiti alla tíð. Móður hennar, stjúpa, börnum og bræðrum bið ég Guð að gefa styrk og þrek og sendi þeim ogöðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Klín Karitas I dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju vinkona mín Elín Thorarensen, hárgreiðslukona, en hún lést á Borgarspítalanum 6. apríl síðastliðinn, tæplega 34 ára + Þökkum auösynda samúö og hlýhug viö andlát og útför systur okkar, GUÐNÝJAR HALLDÓRSDÓTTUR, Suöurgötu 15, Hafnarfiröi. Sérstakar þakkir skulu færöar hjúkrunarkonum og ööru starfsfólki á Sólvangi í Hafnarfiröi. Lára Halldórsdóttir, Rúna Halldórsdóttir, Svanbjörg Halldóradóttir, Stefán Halldórsson, Gísli Halldórsson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför bróöur okkar, PÁLS PÁLSSONAR, húsasmíöamaistara frá Söndum í Meöallandi, Hraunteig 17. Systkinin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.