Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 Frá Grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna (börn fædd 1976) fer fram í skólum bæjarins í dág 16. apríl kl. 15—17. Innritun skólaskildubarna og unglinga sem flytjast milli skólahverfa, flytja í Kópavog eöa koma úr einka- skólum fer fram í dag föstudaginn 16. apríl á skóla- skrifstofu Kópavogs Digranesvegi 12 kl. 10—12 og 13—15 sími 41863. Skólafulltrúi. DAGSKRÁ Húsid opnaö kl. 19.QD MATSEÐILL Lystauki: Ðeinidorm-sólargeisli. Logandi kjúklingar — Diable Eftírróttur: Sítrónu-fromace. BENIDORM FERÐAKYNNING Ný kvikmynd írá Hvítu ströndinni Costa Blanca. Kynnir med myndinni er Júlíus Brjánsson PÓRSCABARETT Hinn sívinsœli cabarett þeirra Þórcafémannai Alltaí eitthvad nýtt úr þjódmálunum..! FERÐABINGÓ Júlíus Brjánsson stjómar spennandi bingói og vinningar em aö sjálísögðu BENIDORM ferdavinningar. DANS Hljómsveitin GALDRAKARLAR skemmta gestum til kl. Ol.OO. Kynnir kvöldsins er Pétur Hjálmarsson. MIÐASALA Miðasala og borðpantanir í Pórscaíé í síma 23333 frá kl. 16.00-19.00 Húsið opnað kl. 19.00 VERD AÐGONGUMIDA150 KR. óumjMú /<f. fltójií Bferda MIOSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AIGLYSINGA- SÍMINN F,R: 22480 H DJODVILIINN Þiáfthagsstofnun: jUA I Kaupmáttur iaðstöfunartekna 1981 var sá hæsti í sögunni Dagkaupið, eftirvinnan og Þjóðviljinn Þjóðhagsstofnun segir í nýju hefti „Úr þjóöarbúskapn- um“: „Umframeftirspurn eftir vinnuafli, a.m.k. í sumum greinum, kemur m.a. fram í launaskriði á liönu ári (hækkun greiddra launa umfram hækkun kauptaxta) og aukinni yfirvinnu. Þetta eru veigamiklar ástæöur þess, að kaup- máttur ráðstöfunartekna er nú talinn hafa aukizt um 4% á síöasta ári, 3% á mann, þótt kaupmáttur kauptaxta hafi minnkað um 1% .. .“ í eina tíö talaöi Þjóöviljinn um nauð- syn þess að hægt væri að lifa af dagvinnu — og kaupmátt- arsamanburður var allur miöaöur viö dagvinnu (taxta- kaup), en sá kaupmáttur hefur rýrnaö um allt aö 10% frá sólstöðusamningum, sem Alþýöubandalagið lofaði aö „setja í gildi“. Nú talar Þjóöviljinn um kaupmátt yfirvinnu, sem hefur vaxiö, vegna þess aö fleiri og fleiri þurfa aö leggja á sig meiri og meiri vinnu til aö lifa af „niöurtaln- ingu“ verðlags í landinu. En þaö er ekki sama hvort Þjóö- viljinn er í gerfi bara Jóns eöa séra Jóns, þ.e. sem sérstakt málgagn ráöherra Alþýðubandalagsins, sem nú eru viö- semjendur launafólks hjá borg og ríki! Hver er griindvöllur lífskjaranna? Ilvert mannsbarn, sem eitthvað þekkir til efna- hagsmála, veit og gerir sér grein fyrir, að þjóðarfram- leiösla og þjóðartekjur eru gnindvölhir lífskjara þjóð- arinnar, bæði sem heildar og einstaklinga. Þetta gild- ir sum sé ekki einungis um heimilin i landinu, kaup- mátt dagkaups einstakl- inganna, heldur ekkert sið- ur um samfélagslega þjón- ustu: fræðslukerll, heil- brigðisþjónustu, almanna- tryggingar oafrv. Kostnað- urinn, hvort heldur sem um einkaneyzhi eða sam- neyzhi er að ræða, er sóttur til þeirra verðmæta, sem verða til í þjóðarbúskapn- um, þjóðarteknanna. Við getum ekki sem hoild eytt meiru en við öfhim, nema með því að safna skuldum, rýra framtíðarkjörin, og það gerum við raunar á líð- andi stund í samræmi við stjórnarstefhuna. I»að er því uggvænlegt þegar Þjóðluigsstofnun spáir því að þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur dragist saman um 1% á ár- inu 1982 eða um 2% á mann. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1975 sem framleiðslan dregst saman. Hér hafa mál því snúizt þann veg, að grundvöllur lífskjaranna er að veikjast Þessu ráða sumpart óvið- ráðanlegar aðstæður, þ.e. hrun loðnustofnsins, en ekkert síður stjórnarstefn- an, sem skert hefur rekstr- arstöðu undirstöðuatvinnu- greina þjóðarbúsins og þar með þrengt — og jafnvel útikikað möguleika þeirra til vaxtar, framleiðni- aukningar og aukinnar verðmætasköpunar. Hér ræður mestu fjandsamleg afstaða Alþýðubandalags til hverskonar atvinnu- rekstrar — en jafnframt þröngsýni þess gagnvart orkuiðnaði og möguleikum hans til að skjóta nýjum stoðum undir verðmæta- sköpun og lífskjör í land- inu. * Aróður á kostnað Reykvíkinga í Tímanum stendur eft- irfarandi klausa í gær: „Guðrún llelgadóttir, al- þingismaður, hafði sam- band við okkur vegna klausu um væntanlega ferð hennar og Sigurjóns Pét- urssonar til Norðurlanda síðar i þessum mánuði. Vildi Guðrún koma því á framfæri að hún færi á höf- uðborgaráðstefnu sem varamaður Kristjáns Bene- diktssonar. Ekki gaf hún þó mikið út á að hún myndi sem slíkur „agit- era“ sérstaklega fyrir Framsóknarflokkinn með- al íslendinga ytra ...“ Tilefni þeæarar klausu mun það að Sigurjón Pét- ursson og Guðrún Helga- dóttir, sem hyggja á utan- ferð á kostnað reykviskra skattborgara, hafa í huga að nota ferðina til áróðurs fyrir Alþýðubandalagið meðal námsmanna vtra, sem og þeirra íslendinga, er dvelja við margháttuð störf á Norðurlöndum. Annar höfuðtilgangur ferð- arinnar er sem sé flokks- pólitiskar atkvæðaveiðar fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar! Fyrir skemmstu var gerður áróðurspési um skipulagstillögur Alþýðu- bandalagsins, á kostnað Keykvíkinga, og borinn út undir þvi yfirvarpi, að verið væri að kynna þennan málaflokk óhlutdrægt. Og áfram er haldið á þessari brauL Nú á að nýta ferð, sem farin er utan á kostn- að Keykvíkinga, til að áróðurssnörur fyrir námsmenn ytra. Við þessu væri ekkert að segja, ef áróðursfólkið bæri sjálft kostnað af ferð sinni. En hitt er vafasamara, en talar þó sínu máli, að sameina ferð, sem borgin kostar, pólitísku trúboói Alþýðu- bandalagsins. En Reykvík- ingar eru reynslunni ríkari og munu svara fyrir sig þegar tækifæri gefst — áð- ur en langur tími líður. Skagafjörður: Hestasýning í Grófar- gilsrétt um páskana I!M páskana er ætíð mikil ferð af hestamönnum í Skagafirði og svo var einnig nú. Er mikill hugur í mönnum, enda landsmót á Vind- heimamelum í sumar. Á laugardag fyrir páska komu hestamenn saman með gæðinga sína í Grófargilsrétt hjá Varmahlíð. Kfndu þeir til nýstárlegrar sýningar sem var haldin á vegum Skagafjarð- ardeildar hagsmunasamtaka hrossa- bænda. 23 hestar, tamdir og hálf- tamdir, voru sýndir þarna og voru þeir allir til sölu. Gunnar Dungal tók sýningu þessa upp á myndsegul- band. Eftir því sem best er vitað er ætlunin að sýna þessa mynd í versl- uninni Ástund í Reykjavík. Hrossabændur segja mikla deyfð í sölu hrossa um þessar mundir og var markmið hesta- 1 sýningarinnar að hleypa lífi í sölurnálin. Kunnugir telja að fleiri hundruð hross hafi verið í tamningu og þjálfun í Skagafirði í vetur. Ættu menn því að vera vel ríðandi í sumar. Páskaveðrið hér í Skagafirði var með afbrigðum gott, sunnanátt og hlýindi hvern dag. Alauð jörð er í héraðinu og fannir fara dag- minnkandi í fjöllum. Einn draumspakur sagði um daginn að þetta blíðviðri kæmi sér ekki á óvart því að hann hefði dreymt fyrir þessu öllu. Draumur- inn var á þessa leið: Hann var á baki á skjóttum hesti sem var rauður allt aftur fyrir bóga, en hvítur fyrir aftan. Félagslíf hefur blómstrað með hefðbundnum hætti í héraðinu í vetur. Þrír kórar hafa æft reglu- lega og héldu þeir söngskemmtun skömmu fyrir páska við góðar undirtektir. Einnig hefur tónlist- arfélagið starfað af krafti og gengist fyrir tónleikahaldi. En ieikfélag Skagafjarðar hefur ekki sett upp sjónleik og finnst mörg- um skarð fyrir skildi. Fréttaritari. Myndin er tekin á hestasýningu í Grófargilsrétt um páskana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.