Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982
„Skrifarar eltast við lítilræði í stafkrókum, sem flest
fólk tekur varla eftir, hvað þá hefur áhyggjur af. Þeir
geta verið smámunasamir; ég hef heyrt þá kýta tímun-
um saman — meira að segja standa í illdeilum á prenti
— um hvort alltaf eigi að halda sama pennahallanum
eða víkja honum við. Minn halli er breytilegur."
í Myndlista- og handíðaskóla
íslands stendur nú yfir alþjóð-
leg letursýning, sem Gunn-
laugur S.E. Briem safnaði sam-
an á síðastliðnum sex mánuð-
um. Hún var upphaflega ætluð
íslendingum einum; verkunum
á að skila eigendunum í maí.
Leturfyrirtæki í London, Typo-
graphic Systems International,
hefur sýnt mikinn áhuga á að
bjóða henni húsnæði en það er
enn á samningsstigi. Morgun-
blaðið hitti Gunnlaugs S.E.
Briem að máli. Hann heldur
áfram:
„Það má segja það um
skrautskrift, sem Bernard Lev-
in sagði um blaðamennsku.
Ekki bæri öllum saman um
hvað hún væri: listform, iðn-
grein, svikabragð eða sjúkdóm-
ur. Eins og listin hefur hún
ekki sama notagildi og til
dæmis veiði á handfæri.
Skrautskrift eltist við takmörk
eins og fegurð og tjáningu.
Mikið handverk er að skera
fjaðrir og vatnsþétta óþægt
pergament. Þeir eru til, oft
nánasta fjölskylda og vensla-
menn, sem segja að skrifarar
mættu gjarna vera undir lækn-
ishendi. Það lái ég þeim ekki.“
Gunnlaugur S.E. Briem er
sonur hjónanna Sigríðar
Uppkast og vinnuteikning að heið-
ursskjali eftir Donald Jackson,
skrifara Elísabetar Bretadrottningar
og lávarðadeildarinnar. Hann notar
fjaðrapenna, miðaldablek og skrifar
annaðhvort á handunninn pappír eða
pergament. Vinnuaðferðir hans eru
þær sömu og tíðkuðust hjá skjala-
skrifurum miðalda.
Skúladóttur og Eggerts P.
Briem. Hann stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskólan-
um og varði doktorsritgerð við
Royal College of Art fyrir
tveimur árum um uppruna og
þróun höfðaleturs. Hann býr í
London.
Hvernig stóð á því að þú
valdir leturfræði?
„Gæska forsjónarinnar. Þeg-
ar ég var í menntaskóla vann
ég hjá Sigurjóni Þorbergssyni í
Fjölritunarstofunni Letri.
Honum var sennilega tamari
æðri stjarnfræði en rekstur á
fyrirtæki, alla'vega í þá daga.
En hvað er söluskattur í reislu
eilífðarinnar? Það sem máli
skiptir fyrir mig var að Sigur-
jón er bókaunnandi og húman-
isti og hefur aldeilis einstakt
hjartalag. Hjá honum var mik-
ið til af fagritum og bókstafir
hafðir í hávegum. Ég var sá
lukkumaður að rekast á
kennslubók í kansellískrift
uppi á hillu og eftir það varð
ekki aftur snúið."
Það er mikið af kansellí-
skrift á sýningunni. Hvernig
stendur á því að þú gerir henni
svo hátt undir höfði?
„Þegar skriftarkennsla verð-
ur endurskipulögð á íslandi, og
það er ekki langt undan, á að
taka upp kansellískrift. Áhugi
á endurvakningu hennar nær
varla lengra en fimmtíu ár aft-
ur í tímann. En hún ryður sér
jafnt og þétt til rúms og ég veit
enga betri í heiminum. Hún er
kennd í Austur-Þýskalandi og
Svíþjóð, víða í Bretlandi og
Bandaríkjunum — Oregon er
með einstaklega gott kerfi. Það
gleður mig að vita að íslensk
börn eiga að læra hana.
Og mér þykir nauðsyn að
sýna það greinilega hversu
mikið við munum hagnast á
skiptunum."
Hvers vegna er kansellískrift
betri en sú skrift sem notuð er
núna?
„Þú veist hvernig kúlupenn-
inn fer með þína eigin rithönd.
Það er ekki vegna þess að hann
er vont skriffæri. En hann á
ekki við. Það er vegna þess að
skriftin, sem núna er notuð og
kennarar kalla lykkjuskrift er
byggð á fátæklegu hreyfinga-
kerfi.
Lykkjuskriftin er einföldun á
eldri stíl. Hann heitir kopar-
stunga og var skrifaður með
hvössum oddpenna. Það var
ekki hægt að gera almennilega
pennadrætti nema niður á við.
Ef þú gættir þín ekki í upp-
strokunni stakkst penninn í
Tanz, Ballet, Pantomime eftir Werner Schneider. Strokumikið letur tjáir
danshreyfingar.
Egilsstaðir:
Iþróttahús í byggingu
Kgilsstöóum, 5. apríl.
Nll HILLIK undir að vonir
rætist og áralöng bið styttist
um íþróttahús í Egilsstöðum
— en til þessa hefur öll
íþróttakennsla og íþrótta-
starfsemi innanhúss farið
fram í Héraösheimilinu Vala-
skjálf — sem hefur vissulega
staðið öllu íþróttalífí hér fyrir
þrifum.
I sumar verður 1. áfangi
íþróttabyggingar fokheldur
og væntanlega tilbúinn til
notkunar á næsta ári. Þessi
1. áfangi íþróttahússins er
1.215 fm að stærð og hafa
rekstraraðilar grunnskól-
ans, þ.e. Egilsstaðahreppur,
Fellahreppur og ríkissjóður
gert með sér samning um
byggingu íþróttahússins —
sem er reist sem grunn-
skólabygging með sérstök-
um notkunarrétti Mennta-
skólans á Egilsstöðum.
Hlutdeild hvers aðila fyrir
sig í byggingarkostnaði fer
eftir eignaraðild og er sem
hér segir: Egilsstaðahrepp-
ur 47,2%, Fellahreppur
9,6% og ríkissjóður 43,2%.
Áætlað er að allt íþrótta-
húsið verði risið árið 1988.
Ólafur
íþróttahúsið í byggingu.
Grunnskólinn Egilsstöðum.
Menntaskólinn Egilsstöðum.