Morgunblaðið - 17.04.1982, Qupperneq 11
'
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982
11
pappírinn og það fór blek út
um allt. Þess vegna urðu skrift-
arhreyfingar koparstungunnar
einhæfar; þær voru aðlagaðar
takmörkunum pennans.
Lykkjuskriftin erfði sama
hreyfingarkerfið. Núna not-
arðu kúlupenna og hann hefur
aðrar takmarkanir en
oddpenninn og aðra möguleika.
Og hann aflagar ekki kansellí-
skrift að ráði.
Svo er kansellískriftin gull-
falleg. Og í henni er rúm fyrir
persónuleg einkenni án þess að
fólk þurfi að leggja á hilluna
allt, sem það lærði í skóla. Hún
er fljótskrifuð, læsileg og þegar
vel tekst til er hún til mikillar
prýði."
Hvað kom til að þú fórst út í
að setja upp sýningu sem
þesba?
^Ég var í London síðastliðið
haust að búa mig undir fyrir-
lestraferð um Ameríku. Ég
bjóst við að hitta marga skrif-
ara, sem ég dáist að og datt í
hug að þeim kynni að þykja
púður í að sýna á íslandi. Svo
hringdi ég í Einar Hákonarson,
skólastjóra Myndlista- og
Gunnlaugur S.E. Briem: „Það er til fólk sem segir að skrifara ætti að
geyma í búri. Ég er ekki viss um að það hafi rangt fyrir sér að öllu leyti.“
Hann stendilr fyrir framan kóransopnu eftir Ghani Alani; hana lánaði
Menningarmiðstöð írak í London. MorgunhlaAiA Krislján KinarsMon.
handíðaskólans, og stakk upp á
að við hefðum samvinnu um
litla sýningu, kannski fjöru-
tíu-fimmtíu verk. Hann tók því
vel. Þegar til kom fóru þau
reyndar yfir hundrað og þrjá-
tíu.
Ekki létu menn við sitja að
lána mér verk eftir sjálfa sig.
Þeir drógu fram alls konar fá-
gætar gersemar, sem þeir áttu
eftir annað frægt fólk. Og þeg-
ar ég kom heim úr reisunni
höfðu mér áskotnast miklu
fleiri verk og betri en ég hafði
þorað að búast við. Og nú þótt-
ist ég sjá að það væri vinnandi
vegur að ná í verk eftir flest-
alla bestu skrifara þessarar
aldar ef vel væri haldið á spöð-
unum.
Stundum þurfti ég að vísu að
knýja á með nokkurri einbeitni
til að upp væri lokið. Til dæmis
vildi St. Bride-prentbókasafnið
fá svo miklar skriflegar upp-
lýsingar um skólann og sjálfan
mig að beiðnin mín var upp á
þrjár þéttskrifaðar síður. Þá
var gott að eiga vísan stuðning
Sigurðar Bjarnasonar sendi-
herra þegar á þurfti að halda;
mikil eftirsjá verður að þeim
hjónum þegar þau hafa vista-
skipti í haust.
Loftleiðir greiddu fyrir
flutningi á verkunum."
Sjötíu skrifarar frá sautján
löndum taka þátt í sýningunni,
Norðurlandafrændur okkar og
nærþjóðir aðrar, Irakar og
ísraelsmenn, Japanir, Júgó-
slavar, Kínverjar og Kanada-
menn, eða eins og Gunnlaugur
kemst að orði í sýningar-
skránni: „Hér eru saman kom-
in verk eftir ungt fólk með
óvenju mikla hæfileika og eldri
kynslóð, sem þegar nýtur orð-
stírs. Þau koma víða að, löndin
er snúið að telja. Hvernig á
maður að draga í dilk kín-
verska konu frá Malaysíu, sem
býr í Kanada og skrifar á arab-
ísku?“
„Það urðu svolítil vanhöld á
fólkinu, sem ætlaði að ramma
inn og hengja upp. Svo fékkst
ekki gler í réttri þykkt. Ég
gekk til verka með fáeinum
nemendum og kennurum á
daginn, lamdi saman sýn-
ingarskrána á kvöldin og gerði
vinnuteikningar fyrir höfðalet-
ursútskurð Asgeirs meistara-
Torfasonar fram í morgunsár-
ið.
Mér þótti sérstaklega gaman
að setja upp sýninguna í
Myndlista- og handíðaskólan-
um. Samvinna við Einar Há-
konarson hefur verið snurðu-
laus frá upphafi. Hann er
þaulvanur sýningum og hefur
þar að auki þá víðsýni, sem er
alveg nauðsynleg til þess að
svona viðfangsefni verði
ómaksins vert; ég þekki ekki
marga listaskóla erlendis sem
ekki þættust fullsæmdir af
skrá eins og þeirri, sem sýning-
unni fylgir."
Hvað er það helst sem er
ólíkt með skrift Austurlanda-
búans og Vesturlandabúans?
„Þetta er stór spurning og ég
vildi að ég hefði meiri tíma til
að svara henni. Letur Vestur-
landa eru þrjú stafróf, það
latneska, gríska og kýríska
letrið, sem slavar nota. I Asíu
er aragrúi, þrjú í Indókína einu
saman. I Japan eru tákn og
samstöfuletur notuð saman.
Alhæfing, sem nær yfir allt
þetta, er orðin mjög lausleg. En
með þeim fyrirvara að hér er
einfaldað svo að jaðrar við
endileysu, mætti ef til vill
benda á að letrið okkar stendur
ofan á línu, en mjög mörg
stafróf Austurlanda hanga
neðan í henni. Og við notum
hástafi og litla á Vesturlönd-
um; það tíðkast almennt ekki
annars staðar."
Hvað er næst á dagskrá hjá
þér að þessu loknu?
„Til dæmis að búa höfðalet-
ursritgerðina mína undir
prentverk, halda ráðstefnu um
útlit og hönnun stafanna þ og
ð, og fá ísland til að gerast að-
ila að Vínarsamþykktinni frá
12. júní 1973 um höfundarrétt á
prentletri."
iunnar Ásgeirsson hf.
it 16 Simi 9135200
—_
SÝNING laugardag og sunnudag KL. 14.00-18.00
Setlaugar med loft og/eda
vatnsnuddi, margar
stærdir og gerdir.
Scandi-Spa
... þvílík vellíðan!