Morgunblaðið - 17.04.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 17.04.1982, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 Tónlist Jón Ásgeirsson Það er ekki á hverjum degi að íslenskur hljómsveitarstjóri „debúterar" en Guðmundur Emilsson hóf sinn feril sem hljómsveitarstjóri með Sin- fóníuhljómsveit íslands sl. fimmtudag. Tónleikarnir hóf- ust með Pygmalion, forleik eftir Rameau. Það var auð- heyrt að Guðmundur hefur sterka tilfinningu fyrir drama- tískum tilþrifum en skortir nokkuð öryggi og tækni. Þessir þættir komu mjög vel fram í síðasta verkinu á efnisskránni, annarri sinfóníunni eftir Guðmundur Emilsson Sinfóníutónleikar Borodin. Þar reyndi á og auð- fara enn aftar í tímann en ís- heyrt að þrátt fyrir ýmis góð lensk saga, aftur til grískra, ít- atriði vantar Guðmund enn alskra og jafnvel japanskra það öryggi og kunnáttu, sem nátttrölla. Oft tekst svo til að hann auðvitað mun ávinna sér tengslin við þessi eldfornu með meiri reynslu og lærdómi. minni þarfnast skýringar og er í þriðja þætti sinfóníunnar, tiltækið orðið „listaverk með Andante-kaflanum, mátti skýringum". Sellókonsertinn greina víða mótandi áhrif og eftir Þorkel er vel unnin hefur Guðmundur góða til- tónsmíð og var vel fluttur af finningu fyrir lagferli, sem Hafliða Hallgrímssyni. Verkið honum hættir þó tii að gera of er i rauninni fullkomlega tón- augljós. Guðmundur fer vel af alt og skemmtilega einfalt stað sem stjórnandi, ekki með hvað snertir stefferli. Bæði í neinn „sukksess" til að hvíla á sellókonsertinum og Adagio sér eins og mara, heldur byrj- Magnúsar, er „atónalisminn" un sem lofar góðu og sem er nær algjörlega horfinn og undir Guðmundi sjálfum að hugmyndin um heimkomu efna. í Adagio eftir Magnús Odysseifs því táknræn fyrir Blöndal Magnússon var mótun þennan konsert fremur en Guðmundar góð og sem sam- aðra tónleika vetrarins, fast leiksmaður við Hafliða Hall- komið að vori og von í góðviðri grímsson stóð hann sig vel. fram til sumarkomu. Á tónleikunum var frum- PS. Af gefnu tilefni. Undir- fluttur sellókonsert eftir Þor- ritaður hefur ekki gengið heill kel Sigurbjörnsson er hann til skógar seinni hluta vetrar kallar Ulisse Ritorna. Það er og hafa af þeim sökum fallið oft verið að skamma íslenska niður umsagnir um nokkra listamenn fyrir dekur við tónleika. Undirritaður átti forna menningu landsins og þess ekki kost að hlýða á þeir jafnvel kallaðir nátttröll. píanósnillinginn Ashkenazy og Þessar glósur eru framreiddar þeir sem beðnir voru að hlaupa samtímis því, sem sömu ásak- í skarðið töldu sér það því mið- endur telja ekki eftir sér að ur ekki fært. Musica Antiqua Musica Antiqua stóð fyrir tónleikum í Háteigskirkju og lék hópurinn tónverk eftir Schútz, Frascobaldi, Bernhard, Clerambault, Telemann og Hándel. Þetta var ekta tríó- sónötu-hópur, Camilla Söder- berg á blokkflautur og Michael Shelton á fiðlu og basso cont- inuo, var Helga Ingólfsdóttir á sembal og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á viola da gamba. Hópurinn flutti eina tríósón- ötu eftir Telemann á seinni hluta tónleikanna og var leik- ur þeirra, sérstaklega í síðasta kaflanum, mjög góður. Signý Sæmundsdóttir er enn nem- andi í söng en þegar orðin sleipur söngvari, enda ágæt- lega tónmenntuð. Hún söng á þessum tónleikum fjögur verk. Það leikur ekki vafi á að Signý, sem söng öll verkin vel, eink- um það síðasta, Kantötu eftir Hándei, hefur til að bera fá- gæta rödd, er tónnæm og kann þegar töluvert fyrir sér í söng og tónlist, er efni í stórsöng- konu. Hún þarf núna að hleypa heimadraganum til fram- haldsnáms, enda vel í stakk búin til þess af kennurum sín- um. Þetta voru góðir tónleikar og mjög vel sóttir, sem sýnir að gömul tónlist, lágvær en þokkafull, er mönnum mikils virði á tímum hávaðamengun- ar og þrátt fyrir stíft uppeldi fólks í þyrrkingslegu hryn- hjakki, hafa margir varðveitt og þroskað tilfinningu sína fyrir fíngerðri lagfléttutónlist, sem útheimtir nákvæma og rökvísa greiningu á samspili tóna. Tónleikagestir voru beðnir að klappa ekki fyrir listamönnunum og að því er undirritaðan grunar, mun það vera ósk prests við kirkjuna. Slíka miðaldaharðýðgi er illt að vita í kirkju nútímans og ef ekki má gleðjast á jafn sak- lausan máta og að klappa, er kirkjan í raun og veru í stórri hættu, því mönnum er bönnuð eðlileg samskipti við guð sinn, eins og reyndar var einkenn- andi fyrir miðaldakirkjuna. Jón Ásgeirsson Forvitnileg bók um furðuleg afrek Bókmenntir Guðmundur G. Hagalín Landspítalabókin. Gunnar M. Magnúss tók saman. Ctgefandi: Kíkisspítalar, Reykjavík 1981. Nú er liðin hálf öld síðan við Gunnar M. Magnúss hittumst í fyrsta skipti, en nokkur skil kunni ég á honum áður. Hann var og Vestfirðingur, fæddur á Flateyri og ólst þar upp, en síðan á Suður- eyri í Súgandafirði. Hann gaf út smásagnasafn einmitt um það leyti, sem fundum okkar bar sam- an. Næst hittumst við og þá ærið oft, þegar hann var við nám í kennaraháskóla Dana. Það var ár- ið 1936. Þá hafði hann látið frá sér fara barna- og unglingabækurnar Börnin frá Viðigeröi og Við skulutn halda á Skaga, en þær skipuðu honum þegar á efsta bekk þeirra höfunda, sem rituðu á íslenzku fyrir börn og unglinga. Við Gunnar höfum verið góðvin- ir eftir kynni okkar í Kaupmanna- höfn, þó að við séum ekki sam- mála um veigamikil atriði í þjóð- málum, sem ollu stundum hörðum átökum út á við í heimi bókmennt- anna. Ég hafði þp.ekki ærið lengi haft neitt saman við hann að sælda, þegar ég heyrði þá furðu- fregn, að þessi jafnaldri minn hefði tekið saman hálfrar aldar afmælisrit Landspítalans. Sá var nú ekki aldeilis kominn að fótum fram! Annars hafði hann samið fleira en eitt og fleiri en tvö rit, sem voru svipaðrar tegundar, en hvort þurfti ekki sérfræðinga á sviði læknisfræði til að fjalla um þessi vandmeðförnu og marg- slungnu efni? ... Svo var það, að þessi jafnaldri minn hringdi til mín frá Reykjavík og sagðist hafa sent mér Landspítalabókina í þeirri von, að ég fengist til að geta henn- ar í víðlesnasta blaði landsins. Ég tók lítt undir við hann, en þar kom, að ég kvaðst skyldu kynna bókina í greinarstúf frá almennu sjónarmiði, og það svar lét hann sér nægja. - O - Þegar ég fékk bókina í hendur og fletti henni, varð mér þetta ær- ið ljóst: Þarna væri mikið merkisrit í þjóðarsögunni, mynd- prýtt og fullkomið að öllum frá- gangi, en svo stórt og margbrotið, að engin tök væru á að fara ræki- lega í efnið í blaðagrein. Ég fletti bókinni aftur og aftur og las sitt- hvað hér og þar, athugaði hvort ég, læknisfræðilega ófróður, gæti sagt nokkuð athyglisvert um hana. Leikar fóru þannig, að ég las hana frá upphafi til enda orði til orðs með vaxandi áhuga, ánægju og gremju til skiptis ... Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðismálaráðuneytinu hef- ur ritað formála. Þar segir hann meðal annars þetta, sem ég vildi, að menn, sem einhverju ráða, létu sér ekki í léttu rúmi liggja: „Þegar menn líta yfir efni þessa rits, sem hér hefur verið tekið saman, munu þeir vafalaust undr- ast þá tregðu, sem var á fyrstu áratugum þessarar aldar á því að ná samstöðu um nauðsyn bygg- ingar Landspítala. Og í raun er öll byggingarsagan merki um það, að á hverjum tíma hefur stór hópur ráðamanna talið slíka uppbygg- ingu óþarfa. Nú á dögum eru það nákvæmlega sömu úrtöluraddirn- ar, sem telja áætlanir um nýbygg- ingarframkvæmdir við Landspít- Gunnar M. Magnúss alann óþarfar og allt of kostnað- arsamar. Þannig er breyting hug- arfarsins lítil þegar öllu er á botn- inn hvolft." Þessa að því er virðist ódrep- andi tregðu rekur lesandinn sig á mjög víða í frásögnum lækna í bókinni, en um leið linnulausa þrautseigju og sívökula áróðurs- forystu, sem þrátt fyrir allt hefur borið ríkulegan ávöxt. Þó ber það að festa í minni, að án framtaks og undra þolgæðis íslenzkra kvenna, undir forystu kvenfélags- ins Hringsins, hefði enginn Land- spítali verið vígður 1930 — og þvi má bæta við, að án atfylgis þeirra og elju hefði þróunin orðið sein- færari síðan og verið vant margra þeirra tækja, sem hafa borið sinn ríkulega ávöxt, vissulega bjargað lífi og jafnvel starfskröftum mik- ils fjölda karla og kvenna. Það hefur þarna áunnizt, að Landspít- alinn hefur nú til umráða 18 stofnanir innan sinna gömlu lóð- Tvær bækur um samsæri Erlendar bækur ,Björn Bjarnason Samsæri og afhjúpun hetjunn- ar á því með innsæi, áræði eða ofbeldi, þó oftast öllu í senn, er þráðurinn í mörgum þeirra bóka, sem seljast í flestum eintökum um heim allan. Robert Ludlum er á kápu bókarinnar The Parsi- fal Mosaic kallaður heimsmeist- ari „superþrillersins" og víst er, að flestar bóka hans ef ekki allar hafa náð einhverju af efstu sæt- unum á listanum yfir mest seldu bækurnar í Bandaríkjunum. The Parsifal Mosaic er sögð tí- unda bók Ludlums. Bækur hans bera flestar sama svipmót: Á æðstu stöðum hefur illum öflum tekist að hreiðra um sig og stefna til alræðisvalda. Samsær- ismennirnir hafa falið sig svo vel, að það þarf yfirburða hæfi- leikamenn til að komast að hinu sanna. Hver atburðurinn rekur annan, menn eru á ferð og flugi. Sögur Ludlums verða þó aldrei erfiðar aflestrar, þótt þær séu flóknar, því að lesandinn er sí- fellt minntur á þau atriði í ferli söguhetjunnar, sem eru vörður á leiðinrti út úr völundarhúsinu. I The Parsifal Mosaic, sem nú er fáanleg hér í vasabroti, á hetjan uppruna sinn að rekja til Lidice, þorpsins í Tékkóslóvakíu, þar sem saklausir þorpsbúar urðu að gjalda fyrir það með lífi sínu, að einn illræmdasti nas- istaforinginn, Heydrich, var myrtur. Barn að aldri Ieitar hetjan skjóls í skóginum við Li- ROBERT LUDUJM Koberl Ludlum dice og lærir að bjarga sér undan ofstopafullum andstæðingi og bjóða jafnvel Gestapo byrginn. Síðar hefst hetjan til mestu met- orða í dularfyllstu deild CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, og stofnar til náinnar vináttu við sjálfan utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem gegnir mikilvægu hlutverki í sögunni. Átökin eru ekki við KGB, sov- ésku leyniþjónustuna, heldur úr- valssveit sovéskra njósnara og undirróðursmanna. Þeir, sem þar ráða ferðinni, telja öldung- ana í Kreml alltof milda í sam- skiptum við Vesturveldin. Á veg- um þessarar óbilgjörnu sérsveit- ar eru erindrekar á æðstu stöð- um í Bandaríkjunum, sem laum- að hefur verið inn í stjórnke|;fi þeirra með lymskulegasta hætti. Þessum mönnum er í raun fjar- stýrt og þeir svífast einskis. Þar fyrir utan er svo sjálfur Parsifal. Það er eitt helsta einkenni slíkra sagna, að leitast er við að gera þær sem sennilegastar með því að lýsa ýmsum sögupersón- um með þeim hætti, að lesand- inn geti í huganum tengt þær alkunnum mönnum. Bækur sem þessar krefjast ekki mikils af lesandanum. Hann hverfur á vit óraunveruleikans en þó í kunn- uglegu umhverfi. Robert Ludlum gaf út fyrstu bók sína The Scarl- atti Inheritance fyrir rúmum áratug og hefur ekki skorið framleiðsluna við nögl síðan, hvorki bókafjölda né lengd hverrar bókar. The Parsifal Mosaic er til dæmis 630 blaðsíð- ur. Robert Ludlum tekst að láta iesandann gleyma stað og stund, ímyndunaraflið nær yfirhönd- inni, og sé tími nægur, er bókin lesin til enda í nokkrum lotum. •k Robert Ludlum hóf ritstörf eftir kynni sín af bandarískum auglýsingaiðnaði og vinnu við hann. Morris West er Ástralíu- maður, sem einnig vann við auglýsingar, en hafði þó áður dvalist sjö ár í klaustri og hvarf ekki þaðan fyrr en rétt fyrir lokaheitið. Margar bækur Morr- is West hafa selst í milljónum eintaka. Meðal þeirra er The Devil’s Advocate, sem var þýdd á íslensku á sínum tíma og lesin í útvarp, ef rétt er munað, undir heitinu Málsvari myrkrahöfð- intyans. í þeirri bók sækir Morr- is West efnivið í reynslu sína í klaustrinu og sama má segja um bókina The Clowns of God, sem , V %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.