Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982
13
artakmarka og meira og minna
eru á hans vegum mörg hús og
stofnanir utan þeirra takmarka. A
launaskrá eru 1500 manns hjá
þessum eina spítala, þar af 144
læknar, 280 hjúkrunarfræðingar
— og hvorki fleiri né færri ljós-
mæður en 5 tugir, svo að einhverj-
ir hópar séu nefndir, sem ættu að
gefa sæmilega hugmynd um, að
þarna séu störfin mörg og marg-
vísleg. Og árangurinn hefur sýnt
sig: mannsævin á íslandi er nú að
meðaltali helmingi lengri en elztu
menn muna, og kunnátta ís-
lenzkra lækna og tækjabúnaður er
þannig, þrátt fyrir tregðu og vönt-
un, að einungis einn tugur sjúkl-
inga var árið 1980 sendur til út-
landa í von eða vissu um, að það
kæmi að tilætluðum notum. En
þessi feikna árangur sjúkrahúsa
og stofnana, sem starfa að ein-
hverju leyti að heilbrigðismálum,
virðist nú sumum fyrirhyggju:
sömum mönnum ískyggilegur. I
bókinni segir svo:
„Það fer að verða umhugsunarv-
ert, sem karlinn í Hrútafirði sagði
fyrir síðustu kosningar: „Við þurf-
um ekki svona mikla heilbrigðis-
þjónustu — fólkið verður eldgam-
alt og verður fjárhagsleg byrði á
þjóðfélaginu."
Varla mun hann nú vera kom-
inn að fótum fram, sá sem þetta
mælti, og hafi hvergi höfði sínu að
halla, en þó að orð hans séu nei-
kvæðrar merkingar, hefur varla
verið borið meira lof á framfarir í
heilsugæzlumálum íslenzku þjóð-
arinnar!
- O -
Gunnar og samstarfsmenn hans
hafa fundið frásögnum og greinar-
gerðum mjög skýrt og skiljanlegt
form. Hann ritar fyrsta kafla bók-
arinnar, í upphafi var orðið, um
heilsugæslu á 19. öld, og er það
vægast sagt ömurleg lýsing. Þá er
fjallað um hið frábæra líknarstarf
St. Jósefssystra, sem margur ís-
lendingur á að þakka heilsu og líf,
getið franska spítalans, Klepps og
holdsveikrasjúkrahússins, sem
oddfeílowar gáfu, og síðan er all-
rækilega getið baráttu framsýnna
og raunsærra manna fyrir stofnun
og starfrækslu Landspítalans.
Sérstakur kafli er að verðugu
helgaður þrotlausri baráttu
kvenna fyrir byggingu og tækja-
búnaði spítalans í bráð og lengd,
og er það sízt ofsagt, sem sagt er
hér áður, að án tilstyrks og frá-
bærrar framtakssemi kvennanna
hefði enginn Landspítali verið
vígður merkisárið 1930.
Þá er Gunnar hefur ritað um
fyrsta starfsár spítalans, hefjast
frásagnir af starfsemi hinna
mörgu deilda. Gunnar ritar nokk-
ur orð um hverja deild yfirleitt, en
síðan tekur við skýr og skipuleg
frásögn forstöðumanna, karla og
kvenna, um störf deildarinnar og
nauðsyn þeirra. Þessar frásagnir
eru að vonum enginn skemmtilest-
ur, en vel eru þær til þess fallnar,
að lesandinn geri sér grein fyrir
þeirri brýnu nauðsyn, sem alltaf
sé fylgzt með framförum og nýj-
ungum, hvar í veröldinni, sem þær
birtast. Hygg ég, að hin illræmda
tregða muni reynast hóflegri en
áður, ef helztu ráðamenn hinna
stjórnmálalegu flokka kynna sér
þetta merka rit rækilega.
Seinasta kafla bókarinnar, sem
er sá 21. í röðinni, kallar Gunnar
Undir lokin. Þar getur hann um
sitthvað, sem ekki hefur hæft að
minnast á í þeim tveim tugum
kafla, sem fjalla samfellt um starf
hinna mörgu deilda. Hann birtir
þar t.d. hinn ævaforna læknaeið,
Codex Ethicum, „sem hefur gilt
um lönd á vesturhveli jarðar í ná-
lega þrjú þúsund ár“, og læknar
verða að sverja í siðrænum aðal-
atriðum eins og hann hefur hljóð-
að frá upphafi.
Síðast dregur bókarhöfundur
saman nokkrar minnisverðar
staðreyndir og lýkur máli sínu
þannig:
„Er það ekki drýgsti skerfurinn
til lífsins, að hafa stutt að því eft-
irsóknarverða að sjá vonglatt blik
í auga og heyra orðin: Það er gam-
an að lifa“
Egilsstaðir:
Fundur um
hreppsmálin
KgilsNtoAum, 14. apríl.
HREPPSNEFND Egilsstoðahrepps
boðaði til almenns fundar í Vala-
skjálf í gær. Þar voru reikningar
sveitarfélagsins fyrir árið 1981 lagðir
fram ásamt fjárhagsáætlun yfir-
standandi árs — eins og hún litur út
eftir 2. umræðu í hreppsnefnd.
Niðurstöðutölur rekstrarreikn-
ings árið 1981 eru kr. 10.567.348.-.
Á gjaldalið rekstrarreikningsins
ber mest á fjárhæðum til fræðslu-
mála, æskulýðs-, íþrótta- og um-
hverfismála — svo og til gatna- og
holræsagerðar.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætl-
unar yfirstandandi árs eru kr.
15.488.300.-, eða 46,57% hærri en
niðurstöðutölur rekstrarreikn-
ingsins 1981.
Fundurinn var vel sóttur; um-
ræður líflegar um reikninga og
áætlanir sem og um aðra þætti
sveitarstjórnarmálanna — enda
vart við öðru að búast þar sem
kosningar eru í sjónmáli.
Ólafur.
Tvær kápur
teknar í ógáti
LAUGARDAGINN 3. apríl var
haldin skemmtun á vegum Fá-
skrúðsfirðingafélagsins í Reykja-
vík í heimili Fóstbræðra. Tvær
kápur voru þá teknar í ógáti og
eru þeir, sem fyrir því urðu, vin-
samlega beðnir að hringja í síma
35556.
hér skal stuttlega skýrt frá, en
hún fæst nú í vasabroti í bóka-
verslunum hér.
í The Clowns of God skýrir
Morris West frá örlögum páfa,
sem verður fyrir þeirri vitrun að
sjá ragnarök og endurkomu
Krists. Höfðingjarnir í Vatíkan-
inu vilja síst af öllu að þetta
spyrjist og páfi er knúinn til að
segja af sér. Á hinn bóginn vill
hann, að því sé komið á framfæri
við sem flesta, hve tæpt mann-
kyn standi andspænis hörmung-
um gjöreyðingarátaka. Lýsir
bókin þessum atburðum og er
víða gripið til guðfræðilegra
röksemda um heimsslit og ým-
islegt annað, sem setur svip sinn
á samtímaumræður um stríð og
frið.
Bók Morris West er ekki eins
spennandi og sú bók Ludlums,
sem að ofan var getið. West læt-
ur sögupersónur sínar að sjálf-
sögðu leiða fram dýpri rök en
Ludlum. Bækurnar eiga það eitt
sameiginlegt, að í þeim báðum er
fjallað um samsæri. í þeim báð-
um eru kjarnorkuvopnin hin
ógurlega ógn, sem samsæris-
mönnunum er kærust. Og í báð-
um tilvikum tekst að koma í veg
fyrir hinar mestu hörmungar á
síðustu stundu, þótt með ólíkum
hætti sé.
Við þurfum ekki að leita lengi
í blöðum eða hlusta lengi á frétt-
ir ríkisfjölmiðla til að heyra
samsæriskenningar um kjarn-
orkuvopn, eins og til dæmis þá,
að risaveldin hafi uppi áform um
að fórna Evrópu í takmörkuðu
kjarnorkustríði. Það er líklega
engin tilviljun, að rithöfundar,
sem báðir hófu skriftir í auglýs-
ingaiðnaðinum, skuli nú velja
sér söguefni nátengt slíkum
samsæriskenningum, annar
tengja það kirkjuhöfðingja og
hinn undirróðursstarfi Sovét-
manna á Vesturlöndum.
RR BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Sölusýning á notuðum
mazDa biium
frá 10-4 alla laugardaga
Nú geta allir veriö sérfræðingar í því að
velja og kaupa notaöan bíl.
o
Þiö athugiö útlit bílsins, ástand hjólbaröa og annaö sem sést.
og viö ábyrgjumst þaó sem ekki sést.
o
Tryggió góó og örugg viðskipti. veljiö notaðan MAZDA BÍL MEÐ
6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ. Við erum eini aðilinn á landinu sem veitir
ábyrgó á öllum notuöum bílum. og tryggir þannig öryggi í viö-
skiptum.
A BÍLABORG HF
° Smiðshöfða 23. sími 812 99.