Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 15

Morgunblaðið - 17.04.1982, Page 15
einörðum vörnum fyrir gerðir Ind- iru Gandhi þegar bráðabirgðalög- in voru í gildi í landinu, og Man- eka gerði einnig harðar atlögur að dugleysi Desai-stjórnarinnar og hamraði á sundrungu þeirri sem var innan Janata-bandalagsins og varð því undir lokin að falli. Mörgum þótti Maneka Gandhi sýna hugdirfsku með skrifum sín- um á þessum árum, en það var vafamál, hvort meiri kærleikar voru með þeim Indiru þá en eru nú. Fyrst og fremst stendur Indiru ógn af metnaðargirnd hennar. Áð- ur en Sanjay lézt fannst Indiru einnig að Maneka hefði mjög óheppileg áhrif á Sanjay og spillti fyrir stjórnmálaframa hans með yfirlýsingum, sem á stundum bentu til nokkurrar grunnhyggni en gáfu og vísbendingu um, að sjálf væri Maneka Gandhi hreint ekki frábitin þeirri tilhugsun að hefja sjálf afskipti af stjórnmál- um. Akhbar Ahmed, sem skipulagði fundinn margnefnda sagði frétta- mönnum, að Indira Gandhi hefði af einhverjum ástæðum stundað kerfisbundnar „hreinsanir" á vel- vildarmönnum Sanjay. Svo virtist sem Sanjay hefði látinn orðið „einkaeign" Indiru Gandhi og hún myndi aðeins deila broti af eign- inni með Raijv og engum öðrum, og að því beindist nú allur hugur hennar að tryggja að hann erfði ríkið að henni frágenginni. Yfir- máta harkaleg viðbrögð hennar vegna ákvörðunar Maneku Gandhi að tala á fundi, benda kannski til að eitthvað sé hæft í þessu. Enn er indversk alþýða mjög áhugasöm um þetta mál, og á götuhornum stórborga og í litlum smábæjum skeggræða menn það. Það er svo vafamál hvað lengi menn geta leitt hjá sér eymd og volæði með tali um pólitískt og persónulegt uppgjör forsætisráð- herra við tengdadóttur sína í 900 milljón manna landi. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir niður í hópa eftir stærðum og gerðum og síðan keppt innan greina um undanúrslit og aðal- úrslit greinanna. Dómararnir eru þrautþjálfaðir skátar og flugdrek- aunnendur, framúrskarandi sann- gjarnir og auðvitað mannlegir. Og nú höfum við nefnt helstu liði og þá stærstu, en vinsælasti liðurinn er hjá þeim yngri er kynntur síðast, þó hann sé í raun- inni fyrstur á dagskrá. Þetta eru auðvitað skrúðgöngurnar vinsælu, sem allir Reykvíkingar hafa kynnst oft á sinni ævi. Göngurnar leggja af stað frá hverfunum kl. 13.30 frá eftirtöldum stöðum. Félagsheimilinu Árseli í Árbæj- arhverfi, Verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg, Breið- holtsskóla, Hólabrekkuskóla, þar sem gengið verður aðeins um hverfið og síðan farið með sér- stökum aukavögnum SVR niður á Elliðaáahólma. Ölduselsskóla, þar sem sami háttur verður á og frá Hólabrekkuskóla. Göngunum stjórna skátar og verður fánaborg fremst í hverri göngu. Trúðar og aðrir sprellkarl- ar verða með í göngunum, og ekki má gleyma því að lögreglan að- stoðar okkur til að komast slysa- laust í gegnum umferðartálmana sem á veginum verða. Undirbúningur að hátíðahöld- unum er nú á lokastigi, og að sögn Guðmundar Jónssonar, félagsfor- ingja sem er formaður nefndar- innar, er búist við mjög mikilli þátttöku í flugdrekakeppninni. „En auðvitað kemur fólk líka til að taka þátt i hinum dagskrárliðun- um“, sagði Guðmundur og nefndi aftur í sambandi við keppnina að þessar flugdrekakeppnir hafi ver- ið haldnar í Bandaríkjunum und- anfarin ár við miklar vinsældir, og þar sem við förum eftir þeirra fyrirkomulagi, vitum við að þetta verður einn vinsælasti viðburður- inn bori hérlepflis ^ nirieló-.íiv æ'nwbn:* c;.}( MORGIJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRIL 1982 Hí 15 Ein „flugmálasteíha“ í dag Rœða Arnar Johnson stjórnarformanns á aðalfundi Flugleiða Stjórn Flugleiða hf., sem kjörin var á aðalfundi félagsins 4. apríl 1981, kaus þá Örn 0. Johnson sem formann og Grétar Br. Kristjáns- son sem varaformann á fyrsta fundi sínum, en alls hélt stjórnin 14 fundi á starfsárinu. Svo sem við var að búast, og þá ekki síst í ljósi þeirra gífurlegu erfiðleika, sem við hefur verið að etja í flugrekstri nú og á síðustu árum, og þá einnig með tilliti til hinnar veiku fjárhagsstöðu félags- ins, sem af þeim hefur leitt, þurfti stjórn féiagsins að glíma við erfið vandamál og erfiðar ákvarðana- tökur á liðnu starfsári. Þó sitt- hvað annað kæmi til, var þó rekst- urinn á Norður-Atlantshafsleið- inni, sem mestum vanda olli nú, eins og nokkur undanfarin ár. Voru einhver þau batamerki á þessari þýðingarmiklu flugleið sjáanleg, sem gætu réttlætt áframhaldandi starfrækslu henn- ar af okkar hálfu? Ef áfram væri haldið, væri þá frekari stuðningur stjórnvalda á Islandi og í Luxem- borg nauðsynlegur? Ef svo, um hve háar fjárhæðir væri að ræða og væru þær fáanlegar? Og, að síðustu, þyrftu breiðþotur til að koma, og ef svo væri t.alið, hefði félagið þá bolmagn til að ráðast í slíka fjárfestingu og væri slík áhætta réttlætanleg meðan ekki væri um augtjósari batamerki að ræða en raun bar vitni? Niðurstöður stjórnarinnar í þessu vandamáli eru hluthöfum í meginatriðum kunnar, en verða auk þess ítarlega raktar af for- stjóra félagsins í hans skýrslu, en því vík ég sérstaklega að þessu, að þetta þýðingarmikla mál er í rauninni enn í biðstöðu og það mun aftur kalla á ákvarðanir á næstu vikum og mánuðum. Þang- að til hefur það ráðið úrslitum, að stjórnin hefur talið félagið of veikburða fjárhagslega til að taka verulega áhættu, en hins vegar bæri að leita allra þeirra leiða, sem færar kynnu að reynast, til að halda þessum rekstri áfram með lágmarks áhættu, þar til í ljós kæmi hvort viðunandi aðstaða til ábatasams rekstrar á þessari flugleið skapaðist að nýju. Enn er þessi flugleið rekin með veru- legum halla og enn er ekki bata- merki að sjá að því marki, sem menn hafa vonast eftir. Þetta var, að mínu mati, stærsta vandamálið, sem stjórn félagsins glímdi við á liðnu ári og mun svo vafalítið verða á þessu ári líka. Síðan Flugleiðir hf. tóku við allri starfsemi fyrirrennara sinna, höfum við venjulega greint milli 4ra meginþátta í flugrekstri fé- lagsins, þ.e.a.s. Evrópuflugs, Norður-Atlantshafsflugs, innan- landsflugs og Bahamaflugs. Nú hefur fjórði þátturinn, Bahama- flugið, fallið niður, en á liðnu ári varð hins vegar mjög mikil aukn- ing á starfsemi, sem á rekstrar- reikningi heitir „Flugvéla- og áhafnaleiga", sem að veltu til hef- ur þrefaldast. Mætti nú með réttu nefna þennan lið, ásamt leiguflug- inu, fjórða þáttinn í flugrekstrin- um. Þessi þáttur hefur orðið félag- inu til styrktar á liðnu ári, beint og óbeint, og skapað mörgum tæknimenntuðum starfsmönnum störf á sínum sviðum, sem ella hefði ekki verið fyrir hendi. Er það vel og vonandi að framhald verði á, sérstaklega meðan erfið- leikar og óvissa steðja að öðrum þátty^e^^^n^^ufíf* 6í?jijI1 ííiayolli önnur á morgun? „Ný flugmálastefna er boðuð. Hvernig er hún og hvernig verður hún? „Hæfi- leg og hófleg samkeppni með samvinnu er sagt“, hvað sem það nú þýðir. I»að mun koma í Ijós, segja sumir. En er það nú svo? Hvernig getum við nú vitað hvað gerist og hvar við stöndum, þegar næsti ráðherra sest í stólinn, jafn- vel þó núverandi samgöngu- ráðherra marki sína stefnu?“ Örn Ó. Johnson ínu. Þriðji þátturinn, innanlands- flugið, átti við sömu vandamál að etja og árið áður, mjög verulegt rekstrartap vegna þess að félaginu var áframhaldandi fyrirmunað að verðleggja þessa þjónustu í sam- ræmi við tilkostnað. Búið er að berjast fyrir lagfæringu þessa máls um árabil án árangurs, með- an töpin hrannast upp. Forstjóri og forráðamenn Flugleiða hafa haldið baráttu sinni áfram í þessu máli á iiðnu ári og síðustu vikum og mánuði, en enn er málið ekki komið í höfn, sem er okkur öllum óskiljanlegt. Fjórði rekstrarþátturinn, Evr- ópuflugið, gekk allvel á árinu og skilaði hagnaði. Svo sem menn muna, var það einmitt þessi rekst- ur, Evrópuflugið, sem sumir vilja nú kalla „grundvallarflugið", sem varð til þess, fyrir níu árum, að þáverandi ríkisstjórn íslands þrýsti með ofurþunga á flugfélög- in tvö til þess að þau sameinuðust. Samkeppni milli félaganna hafði vaxið á flugleiðunum til Norður- landa og bæði flugráð og ríkis- stjórn landsins komust að þeirri niðurstöðu, að sú samkeppni væri þjóðhagslega óæskileg og gæti auk þess leitt til fjártjóns félaganna sjálfra. Þau og þjónusta þeirra voru þá talin svo mikilvæg, að ekki mætti rýra styrk þeirra, því slík gæti leitt til tjóns fyrir þjóð- ina og skerðingar á samgöngum hennar við umheiminn. Það kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn að sameina flugfélögin tvö, en þáverandi ríkisstjórn vildi mikið af mörkum leggja til að það mætti takast. Fögur loforð voru gefin, fyrirheit um það að ekki skyldu aðrir aðilar hérlendis fá flugrekstrarleyfi á þeim leiðum, sem hið nýja sameinaða félag teldi eðlilegt og hagkvæmt að starf- rækja. Sú samkeppni ein skyldi fé- laginu nægileg, ef eitthvert þeirra flugfélaga, eitt eða fleiri, kysu að neyta þess gagnkvæma réttar, sem í loftferðasamningum felast, til að taka upp flugsamgöngur við landið. Ég efa ekki, að þeir tveir ráð- herrar, sem hvað mestan þátt áttu í sameiningu flugfélaganna á sín- um tíma, séu ekki síður en við Flugleiðamenn undrandi og vonsviknir yfir siðustu atburðum í þessum málum. Ég hygg að þeim hafi ekki frekar en okkur dottið í hug, að þau loforð, sem þá voru skriflega gefin af æðstu stjórn- völdum landsins, yrðu nú, aðeins níu árum síðar að tilefnislausu svikin. Ný flugmálastefna er boðuð. Hvernig er hún og hvernig verður hún? „Hæfileg og hófleg sam- keppni með samvinnu, er sagt“, hvað sem það nú þýðir. Það mun koma í ljós, segja sumir. En er það H nú isvo? Hvemig gidnm við mi vit-. ^já_itð. .ejtgiuu. IlugrL'katraraðUi.. /I að hvað gerist og hvar við stftndrtqsifÉ’fVilHlít um þegar næsti ráðherra sest í stólinn, jafnvel þó núverandi sam- gönguráðherra marki nú sína stefnu? Auðvitað hljóta margar spurn- ingar að leita á hugi þeirra, sem þátt tóku í sameiningu flugfélag- anna þegar aðstæður og atburðir hafa tekið slíkum stakkaskiptum sem raun ber vitni. Vorum við virkilega öll og allir, sem þarna áttu hlut að máli á sínum tíma, bæði ráðherrar og ráðamenn flug- félaganna, svo glámskyggnir að sjá ekki, að það sem með ákvörðun og þrýstingi heillar ríkisstjórnar og sérstökum lögum frá Alþingi var til lykta leitt, var í rauninni hægt að ógilda og afmá með öllu með einfaldri og einhliða ákvörð- un eins ráðherra, hvenær sem henta þótti? Voru hin sérstöku bráðabirgðalög undirrituð af for- seta Islands og síðan staðfest af Alþingi þá í rauninni aðeins formsatriði, lítilfjörlegt auka- atriði, sem litlu máli skipti? Meg- inatriðin, bréfin, sem félögunum bárust inn á hluthafafundi beggja félaganna, undirrituð af þáver- andi samgönguráðherra, upplesin fyrir alla viðstadda hluthafa og sem mótuðu skoðanir þeirra og ákvörðun í sambandi við samein- inguna, voru þá þegar allt kemur til alls, þrátt fyrir góðan vilja þess ráðherra, sem undirritaði þau, í raun einskis virði. Ég sagði, að margar spurningar hlytu að leita á nú þegar málin hafa tekið þeim stakkaskiptum, sem raun ber vitni. Mér virðist t.d. augljóst að takmarka verði það vald sem samgönguráðherra nú hefur til að móta „flugmála- stefnu“ og úthluta flugrekstrar- leyfum. Hér þarf augljóslega að dreifa valdinu á fleiri hendur, því mikið er í húfi að rétt sé að málum staðið. Þótt tilefni þessara orða minna séu að sjálfsögðu þau skref, sem núverandi flugmálaráðherra hef- ur stigið í veitingu flugrekstrar- leyfa og boðun hans á nýrri flug- málastefnu, fela þessi orð mín ekki í sér beina árás á hann per- sónulega, þó ég sé auðvitað alger- lega andvígur þessari stefnubreyt- ingu hans. Ég á fyrst og fremst við það, sem raunar hefur þegar kom- ið fram í orðum mínum, að þótt núverandi samgönguráðherra móti nú nýja stefnu í flugmálum, þá virðist ekkert því til fyrirstöðu, að eftirmaður hans geti söðlað um og aftur breytt þeirri stefnu til samræmis við sínar skoðanir. Einnig virðist nú ljóst, að sú stefna, sem mörkuð var af sam- gönguráðherra árið 1973, var ekki til neinnar frambúðar og kannski bara tilviljun að henni var ekki breytt þegar næsti ráðherra tók við af honum. Það hljóta allir að ingar í tækjum og starfsliði, getur búið við slíkt öryggisleysi, sem getur valdið honum, og þá jafnvel þjóðarbúinu einnig, miklu tjóni. Þessu er óhjákvæmilegt að breyta, hvernig sem að verður farið. Hvað sem um slíka breytingu verður, er nú þegar ljóst, að tvö íslensk flugfélög munu nú aftur keppa á millilandaleiðum. Auk þess er nú einnig vitað, að SAS mun nú í sumar og einnig næsta vetur herða mjög samkeppni við okkur á flugleiðinni Keflavík — Kaupmannahöfn með stórauknu sætaframboði og fjölgun ferða. Fundarmenn hafa nú í höndum ársskýrslu félagsins ásamt árs- reikningi. Mun forstjóri fjalla um hvorttveggja í máli sinu hér á eft- ir. Svo sem ársreikningurinn ber með sér, hefur orðið mjög veru- legur bati í rekstrarafkomu fé- lagsins og er það gleðiefni og eiga bæði forstjóri og starfsfólk félags- ins sinn drjúga þátt í því og er þakkarvert. Rétt er þó að vekja athygli á, að enn var félagið þó rekið með tapi, 2 millj. króna, þrátt fyrir fjárhagsstuðning stjórnvalda hér á landi og í Lux- emborg, sem nam 40,6 millj. króna. Við virðumst því enn eiga langa og stranga baráttu fyrir höndum, sem engan veginn sér f.vrir endann á með þeirri óvissu, sem enn ríkir á Norður- Atlantshafsleiðinni, með vaxandi samkeppní við innlend og erlend flugfélög á Evrópuleiðunum og með snöru um hálsinn í verðlagn- ingu innanlandsflugsins. Þessi staða, hvernig sem á hana er litið, en þó fyrst og fremst neikvæð eiginfjárstaða og tap- rekstur, gera það að verkum, að ekki getur orðið um arðgreiðslu til hluthafa að ræða. Er það vissu- lega sérstaklega bagalegt nú, þeg- ar niður eru fallin þau fríðindi, sem hluthafar Flugleiða hafa til þessa notið varðandi eignarskatts- greiðslu. Það er þó vonandi einhver hugg- un harmi gegn, þó í litlum mæli sé, að stjórn félagsins hefir ákveð- ið að endurtaka á þessu ári við- skiptaafslætti til hluthafa með sama hætti og sl. ár, þ.e., að hlut- hafar fá afsláttarmiða sem nema 10% af hlutafjáreign þeirra og veita þeim afslátt á fargjöldum með flugvélum félagsins, sem þó má ekki fara fram úr 50% af far- gjaldi. Ég lýk máli mínu með þökk til forstjóra og meðstjórnarmanna fyrir góða samvinnu og þökkum til alls starfsfólks félagsins fyrir vel unnin störf á hinu liðna ári. Fyrirlestur um málefni þroskaheftra IIKK A landi er nú staddur í boði Svav- ars Gestssonar, félags- og heilbrigð- ismálaráðherra, Karl Griinewald frá Soeialstyrelsen í Stokkhólmi. Hann er einn helsti sérfræðingur Svía í málefn- um þroskaheftra, segir í frétt frá fé- lagsmálaráðuneytinu. Karl Grúnewald mun heimsækja hér nokkrar stofnanir til fyrirlestra- halds, s.s. Öskjuhlíðarskóla, Bjark- arás og Lyngás, Þorskaþjálfaskól- ann, Sólborg á Akureyri og Kópa- vogshælið. Mánudagskvöldið 19. apríl mun Karl Grúnewald halda fyrirlestur að Ilótel Esju sent nefnist: Omsorg for psykisk udviklingshæmmede (Mál- bestræbelser — Ideologi). Fyrirlesturinn er fluttur á ___iii'Diku.Uat] d JitíiLkl Jil) Ji) Jig-ccu..

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.