Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 Lars Hamberg: Bókmenntalíf í Finnlandi í stjórnartíd Kekkonens Kr ætla að mestu leyti að halda mig við aldarfjórðunginn (1956—1981) sem kallaður er Kekkonens-tímabilið. Til að byrja með langar mig til að benda á nokkra viðburði fjær og nær okkur Finnum, sem annaðhvort hafa haft áhrif eða — þó merki- legt sé — hafa ekki haft áhrif á andrúmsloft menningar okkar. I heildarmyndina kemur svo eitt og annað fram sem ég fæ ekki komið hér að. Úrval mitt er eitt af mörg- um hugsanlegum og mjög per- sónulegt. Um sama leyti og Kekkonen var valinn forseti 1956 ætluðu frænd- ur okkar Ungverjar að varpa af sér skrifstofuveldinu mikla og miðstjórnarþunga kommúnism- ans sem var rækilega búið að hreiðra um sig. Uppreisnin mis- tókst og gaf okkur Finnum tilefni til að íhuga margt. Mikilvæga menningarpólitík okkar urðum við að verja, ekki sízt hana, en með vissri gát. Kekkonen forseti inn- leiddi hugtakið sjálfsgagnrýni. Víetnam-kreppan um 1965, þeg- ar Göran Sonnevi í Svíþjóð birti hið mikla Víetnam-kvæði sitt, sem þýtt var á finnsku, hafði í för með sér spennu í menningarlífi Finn- lands. Gáfnaljósin í röðum þeirra sem skipuðu sér lengst til vinstri, höfðu sig mikið í frammi í kröfu- göngum, rökræðum og ræðuhöld- um og börðust af miklum hita gegn vestrænum menningaráhrif- um. Bein veruleg bókmenntaáhrif hafði Sonnevi ekki í Finnlandi. Árið 1966 fóru fram kosningar til ríkisþingsins. Sósialistar kom- ust í meirihluta. — Um þær mundir var frumsýning á Lappó- óperunni eftir Arvo Salo. Hún hafði í för með sér ærinn menn- ingarhvata og ásamt þriggja binda bók Váinö Linna um hjá- leigubændur, sem var lokið 1963, beindust augu margra finnskra rithöfunda að því efni, sem menn í hálfskjalfestu formi gátu haft gagn af í sambandi við viðburði þar sem hugmyndafræði verka- manna og borgaralegum athöfn- um lenti saman á fyrstu þrem ára- tugum aldarinnar í Finnlandi. Árið 1948 gaf Halldór Laxness út hina miklu skáldsögu sína „At- ómstöðin". Þó að merkilegt megi teljast, hefur virkni vandamáls- ins, sem hann ræðir þar um, ekki gætt í finnskum bókmenntum, enda þótt baráttan gegn atómork- unni í mismunandi myndum hafi stundum líka verið hörð hjá okkur. Óeirðirnar í Tékkóslóvakíku 1968 mörkuðu djúp spor í Finn- landi bæði pólitískt og líka menn- ingarlega. Formaður kommún- istaflokksins, Arne Saarinen, og er það enn, var í hópi þeirra sem ekki gátu sætt sig við rússneska íhlutun. Það er sennilegt að sprungan milli lýðræðislegu kommúnísku hreyfingarinnar (DFFF) og hins rétttrúaða stal- ínska arms, sem urðu kommúnist- um sí og æ til aukinna erfiðleika, eigi rætur að rekja til ársins 1968. Margir vinstri rithöfundar fengu þá að minnsta kosti stimpilinn DFFF-sinnar eða stalínistar eftir því sem við átti. En enn betur skar þó úr æskuupphlaupið sem gætti mjög um sama leyti, er unga fólk- ið lagði undir sig stúdentahúsið og svæsnar rökræður jukust. Þetta kemur fram í bókmenntunum sem urðu til eftir 1968. Árið 1%9 varð Vindrosen, danska bókmenntatímaritið, marxískt. Eina hliðstæðan í Finnlandi, Parnasso, gekk aldrei svo langt. í Danmörku varð til á vinstri væng kvennahreyfingin „Rauða mamrna". Henni svipuð hreyfing barst mun seinna til Finnlands. Ekki kvað heldur jafn- mikið að sambýli meðal hinna ungu, íbúðaeignarhaldi, klámöld- unni og fíkniefnavandamáli hjá okkur og í Danmörku og Svíþjóð, m.a. um Kristjaníu-hreyfinguna. I fagurbókmenntum Finnlands fékk ekkert af þessu verulegan byr. Það er fyrst undir lok sjöunda áratug- arins að maður verður vottur þessa í bundnu og óbundnu máli hjá okkur. Geðveikralæknirinn, rithöfundurinn Claes Andersson, er sá sem fimlegast hefur farið orðum um fíkniefnavandamálin. Hin spennandi reikningsskii milli „þarfar" kommúnismans og upp- þotanna í vanþróuðu löndunum og í Evrópu gegn „ekki þörfinni" á Norðurlöndum, sem Dag Solstad dregur upp mynd af í skáldsögu sinni „Arild Asnes“ 1970, og kom fram á sama tíma og menn fóru að tala um Evrópukommúnismann og um mismunandi kosti Herberts Marcuse og Wilhelms Reich sem fram kemur í bókum þeirra. í all- mörgum skáldritum skýtur þess- um spurningum upp síðar í Finn- landi, en yfirleitt í ómeltum, van- þróuðum, óaðgengilegum stíl. Enginn náði Solstad í snjöllu rökræðuformi. Árið 1972 kom Watergate- hneykslið til, sem hleypti af stað andúð á skrifstofuveldinu, og þess gætti í skáldskapnum. 1974 var Solzjenitsyn sleppt til Vestur- landa, og að einu leyti, eins og ég síðar kem að, hafði „Gulag“-bók hans ekki svo lítil áhrif til að draga úr pólitískri viðleitni til áróðurs í fagurbókmenntum. Um leið og þjóðfélagslegur áhugi ákafra vinstri sinnaðra mennta- manna jókst, varð til orðið „finn- landisering" sem gætti meira og meira á vörum fólks í vestrænum heimi. Árið 1978 hafði hatrið á skrif- stofuveldinu náð því stigi, sem gerði lýðskrumara eins og Dan Steinbock það auðvelt að ná eftir- tekt ungdómsins, meðan ýmsar hreyfingar eins og t.d. náttúru- vernd og lækkandi lífsneyzlustigi fengu vaxtarmátt að vilja fólks. Einnig í finnskum fagurbók- menntum fer viðieitnin í þessa átt að taka á sig skýrari myndir. Göran Sonnevi orti 1979 kvæði um Víetnam, og nú með gagnstæð- um formerkjum. í Svíþjóð tóku ýmsir ólíkir menntamannahópar afstöðu í risastórum borguðum auglýsingum í dagblöðum með eða á móti vissum stefnum í pólitík Austurlanda fjær. Það er ef til vill táknrænt fyrir Finnland, að sam- tímis þessu verða pólitískar fundaályktanir róttækra vinstri manna, sem gætti svo mjög áður, æ fyrirferðarminni. Viss tilfinn- ing fyrir því að slík starfsemi svari ekki kostnaði leynir sér ekki. Að nokkru leyti hölluðu menn sér að öðrum áróðursaðferðum, mýkri, ógagnsærri, ísmeygilegri. Þessu veitir maður líka athygli í fagurbókmenntunum, ekki hvað sízt í ljóðum. Þegar verkamenn í Póllandi fóru að ókyrrast meira og meira 1980 við aukna samheldni, var Lars Hamberg vart þann einstakling að finna meðal menntaðra manna í Finn- landi að hann stæði ekki með þeim í baráttunni við steinrunnið skrifstofuveldi. Það er viðleitni, sem fram til þessa er ekki að fullu skýrð í fyrirbrigðinu um fylgi og samúö með Mauno Koivisto. Hér komum við að atriði sem ef til vill fær rúm í fagurbókmenntum á þeim tímum sem fara í hönd að Kekkonen gengnum. Friðarstarf hans (með ESSK í Helsingfors í júlí 1975) og áhugi á því að fá norrænt kjarnorkulaust svæði, hefur ekki enn sem komið er feng- ið beinlínis stuðning bókmennta- manna, enda þótt einkum ljóðræn skáld meðal kvenna hafi oft komið að mikilvægum sjónarmiðum frið- arins. Norrænar konur, þar á með- al margar finnskar, tóku þátt í evrópsku friðargöngunni til París- ar 1981. Á því ári bar það við, sem að minnsta kosti fyrst um sinn verður til þess að drepa hugmynd- inni um kjarnorkulaust svæði á dreif á Norðurlöndum. Hér er átt við siglingu rússneska kafbátsins inn í skerjagarð Karlskrona. -O- Við stuðning þess sem hér hefur verið dregið fram, ætla ég í því sem á eftir fer að benda á nokkur atriði varðandi bókmenntalífið í Finnlandi í stjórnartíð Kekkon- Rétt fæðuval: Aukefni: ingur — eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Fá neytendamál hafa vakið eins harðvítugar deilur og notkun auk- efna í matvelaiðnaði. Hefur sums staðar gengið svo langt að myndast hefur vísir að andófshreyfingu gegn fyrirbærinu. Vart líður nú sá mánuður að ekki komist eitthvert þessara fjölmörgu efna í sviðsljósið. Eru aukefni i faeðu á góðri leið með að verða eitt viðkvæmasta viðfangs- efni heilbrigðisyfirvalda. Nýleg dæmi um aukefni sem hafa verið til umræðu í fjölmiðl- um má nefna sykur og salt, sætu- efnin sakkarin og sýklamat, ýmis gervilitarefni og nítrít og saltpétur. Segja má að algengust allra aukefna séu sykur og salt. Er í vaxandi mæli reynt að sporna gegn ofnotkun þessara efna. Á sama tima eru íslendingar að ihuga að reisa bæði sykur- og salt- verksmiðju. En til hvers eru aukefni not- uð? Hvers vegna eru þessi efni svona mörg? Er það rétt að þetta séu hálfgerð eiturefni sem fram- leiðendur noti tií þess að spara dýr hráefni? Aukefni eru öll þau efni sem framleiðandinn bætir vísvitandi í matvörur umfram nauðsynleg- ustu hráefni. Skipta þau hundr- * Avinn- áhætta uðum og geta gegnt hinum ólík- ustu hlutverkum? Aukefni þjóna þrenns konar tilgangi í mat. Eru sum nær- ingarefni, t.d. vítamín í hveiti, önnur tæknileg aukefni, t.d. rot- varnarefni í gosi og enn önnur skynræn aukefni, t.d. bragðefni í sælgæti. Aukefnum má ekki rugla sam- an við aðskotaefni, en það eru efni sem er ekki bætt í mat, heldur komast i hann fyrir slysni. Geta þetta t.d. verið leifar af skor- dýraeitri eða kemískum áburði. Aukefni hafa verið notuð frá örófi alda í fæðu og áttu drjúgan þátt í að manninum tókst að sigrast á umhverfi sínu. Hins vegar hefur fjöldi þeirra marg- faldast á þessari öld. Eina leiðin til þess að meta giidi aukefna er að skoða hvert einstakt tilfelli. Gildir að finna jafnvægið milli þess ávinnings og þeirrar áhættu sem notkun efnisins hefur í för með sér. Ef ætla má að áhættan sem af efninu stafar sé meiri en ávinn- ingurinn kemur aðeins eitt til greina, en það er að hindra að efnið komist á markað eða banna það ef um eldra efni er að ræða. Yfirleitt er miklu auðveldara að meta ávinninginn sem af notkun tiltekins efnis hlýst heldur en áhættuna. Stafar það af því hve Jón Óttar Ragnarsson mælingar á eiturvirkni eru enn ónákvæmar, dýrar og tímafrekar. Aukefni: Búbót eða bábilja? í deilum um aukefni koma venjulega fram tvö andstæð sjón- armið sem kalla mætti annars veg- ar viðhorf framleiðenda og hins vegar viðhorf neytenda og neyt- endasamtaka. Framleiðendur viðurkenna að fersk og ómenguð fæða sé að sjálfsögðu bæði hollust og best, en bæði sé framleiðslan árstíða- bundin og geymsluþol takmark- að. Því sé vinnsla oftast nauð- synleg. En hvaða samband er á milli vinnslu og aukefna? Við vinnsl- una, benda þeir á, þarf oft margs konar aukefni ef fæðan á að fá þá eiginleika sem neytendur sjálfir óska eftir. Ixiks benda framleiðendur á að margar unnar og fínunnar (mikið unnar) afurðir hafi tryggt sér fastan sess í fæðinu sem neytendur séu ekki tilbúnir að fórna fyrir hollustusjónar- mið. Margir neytendur og neytenda- samtök eru á öndverðum meiði. Þeir viðurkenna að mörg aukefni séu gagnleg, jafnvel nauðsynleg, en segja að notkun þeirra sé komin út í hreinar öfgar. Mest kvarta þeir yfir því að sér- stakir aukefnaflokkar eru notaðir til þess að leysa minni háttar vandamál í matvælaiðnaði, t.d. efni til að gera hveiti hvítara eða hindra að matarsalt hlaupi i kekki. Þeir benda jafnframt á að þróunin sé sú að mikið unnar (fínunnar) fæðutegundir á borð við saltaðan mat, sælgæti og annan sykraðan mat víki smám saman fyrir ferskari afurðum sem í eru fá eða engin aukefni. Aukefni á íslandi Aukefni hafa verið notuð á ís- landi frá landnámstíð. Bendir margt til þess að skynsamleg notk- un rotvarnarefna hafi bjargað þjóðinni frá hungurdauða. Var það ekki síst skyrmysan og reykurinn. í skyrmysu er mjólkursýra sem heldur örverum í skefjum (í þá daga var auðvitað ekkert vitað um örverur) og í reyknum eru önnur rotvarnarefni sem þjóna sama til- gangi. Um tíu alda skeið fór vinnsla matvæla fram í heimahúsum og var að mestu kvennaverk. Not- uðu þær ýmis náttúruleg aukefni við vinnsluna, þ.á m. skyrmysu (sýru), reyk, skyrhleypi, krydd- jurtir o.fl. í kjölfar iðnbyltingarinnar fluttist vinnslan í verksmiðjur. Jókst þá þörf fyrir aukefni til muna. Nú þurfti að framleiða mikið magn af mat, flytja hann langan veg og geyma langtímum saman. Til þess að fullnægja þörfum iðnaðarins fyrir ódýr og kröftugri aukefni var farið að framleiða ým- is gerviefni og tilbúnar eftirlik- ingar náttúrulegra efna í sérstök- um efnaverksmiðjum. Þessi nýju aukefni leystu mörg brýn vandamál í matvæla- iðnaði. En jafnframt komu tl sögunnar nýir aukefnaflokkar sem voru óþekktir þegar kröf- urnar voru minni og efnahagur þrengri. Sem betur fer hafa íslenskir matvælaframleiðendur ekki enn tileinkað sér öll þau margvíslegu aukefni sem notuð eru í löndum þar sem matvælavinnsla á sér lengri sögu. Hins vegar er það staðreynd að eftirlit með aukefnum í matvæli á íslenskum markaði er lítið sem ekkert. Er orðið knýjandi nauðsyn að leyst verði úr þessu vandamáli. Hvað varðar heimildir til að nota ný aukefni og endurmat á eldri efnum ættu a.m.k. tveir að- ilar innan heilbrigðiskerfisins að geta sinnt því: Manneldisráð ís- lands og Eiturefnanefnd. Aukefni og heilsa Þegar heilbrigðisyfirvöld taka afstöðu til notkunar aukefna verða þau að vega og meta ann- ars vegar ávinninginn og hins vegar áhættuna fyrir heilsu neytandans eins og áður var nefnt. Þung gagnrýni á matvælaiðn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.