Morgunblaðið - 17.04.1982, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRIL1982
-.. r .:
ens. Ég lít svo á að það skipti
meira máli fyrir norræna lesendur
að fá nokkra heildarsýn yfir það
heldur en ég færi að geta um yfir-
borðsleg einkenni nokkurra rit-
höfunda og einstök verk þeirra.
Hið síðara er að mínu áliti efni,
sem áhugamenn geta kannað víða
í verkum sem liggja þegar fyrir í
ritum um finnskar bókmenntir.
Vera má að margur spyrji sem
svo: Verða menn varir við „fin-
landiseringu" í finnskum bók-
menntum? í menningarlífi okkar?
Svar við þessu fæst ekki nema gef-
inn sé gaumur að virkri þjóðlegri
samsemd okkar tíma. Ég er svo
djarfur að halda því fram að staða
okkar í Evrópu, landfræðileg og
pólitísk, fjárhagsleg og þá ekki
sízt menningarpólitísk, eigi sin
mörgu sérkenni. Við skulum hér
snúa okkur að hinu síðastnefnda.
Finnska þjóðin á rætur að rekja,
eins og kunnugt er, til lands ná-
lægt uppsprettum Volgu og þaðan
breiddust út allir hinir „málstofn-
arnir", að slepptum þeim úgríska
(ungverska) til norðurs eða var
þrýst til norðurs. Með næstum
fullri vissu má síðan segja að
sænsk-finnsku íbúarnir — einkum
í strandhéruðunum — megi reikna
með germönskum forfeðrum, séu
afkomendur víkinga, en einnig
Hansa-kaupmanna. Finnska þjóð-
in er blandaðri en aðrar Norður-
landaþjóðir. Framar öðrum
norrænum löndum nær Finnland
yfir víðlend óbyggð svæði, þar sem
yfirráðin hafa brevtzt, eins og svo
oft á sér stað á landsvæðum þar
sem tveim menningarstraumum
lendir saman.
Það hefur líka þýtt, að menn-
ingin hefur sprottið upp á mjög
þjóðlegu stigi, fjarri ólíkum
verndurum og velgjörðarmönnum.
I nútímabókmenntum dyljast
mönnum ekki töluverð áhrif frá
Kalevala, frá kyrjálisma, hugsun-
arhætti grísk-kaþólskra, viborgsk-
um hansaerfðum og frá þeirri ein-
staklingshyggju, sem oft verður
sterk við einangruð skilyrði, eins
og á eyjum og í skógabyggðunum.
„Finnlandisering" í þessari sam-
semdarmerkingu er eingöngu já-
kvæð.
En spurningin snertir líka rit-
skoðun og sjálfsgagnrýni, þrýst-
inginn frá raunpólitíkinni sem--
greina má í menningarlífinu. A
fjórða áratugnum gerðu nazistar
nokkrar tilraunir til að tengja
finnskt menningarlíf „blut-und-
boden“-dagskrá sinni og öðrum
„hreingermönskum" kenningum.
Það tókst ekki og allur saman-
burður við pólitískt ástand okkar
þá á ekki við. Sovézki sósíalreal-
isminn hefur ekki í stjórnartíð
Kekkonens haft neinn byr svo
heitið geti. Örfáir rithöfundar,
sem hafa fylgt honum, hafa eitt-
hvað verið lesnir í Sovét, en eru
frekar lítils metnir í Finnlandi.
Dæmi um það er Martti Larni.
Myndlist okkar hefur t.d. ávallt
verið frjáls á vestræna vísu og
„úrkynjuð list“ hefur aldrei orðið
fyrir ofsóknum. Aftur á móti
þekkjum við bókarbrennu. Hér á
ég við bók Agnars Mykle, „Sángen
om den eldröda rubinen". Utgáfu-
fyrirtækið hlaut þungan dóm, sem
byggður var á lögum um klám-
bókmenntir. En það kynlega skeði,
að sænsk þýðing á bókinni var til
sölu í Finnlandi á sama tíma.
Menn hafa hent gaman að þessu
sín á milli, og spurt hverju sætti.
Litu Finn-Finnar svo á málið, að
sænsk-finnskir íbúar landsins
væru spilltir af klámi hvort sem
var?
„Miðsumardansinn", skáldsaga
eftir Hannu Salama, kom út 1964.
Sagan hafði að geyma nokkrar
grófar kynlífslýsingar miðað við
þá tíma. Salama var dæmdur fyrir
guðlast — en bókinni var skotið
undan og gekk síðan kaupum og
sölum, þrátt fyrir dóminn. I
sænskri þýðingu var líka hægt að
fá bókina hvar og hvenær sem var.
Sérstöðu hafði „Gulag" eftir Solzj-
enitsyn. Þá bók lét bókaútgáfan
Tammi þýða, en hikaði síðan við
að birta (ástæðan fyrir því er
leyndardómur enn sem komið er).
Aftur á móti var prentletrið sem
þegar var tilbúið selt til Svíþjóðar,
þar sem bókin kom út á finnsku.
Finnskir ferðamenn áttu greiðan
aðgang að henni þar og fluttu
hana heim með sér. Bókasafns-
nefnd í hverju sveitarfélagi ákvað,
og það fór eftir pólitískum lit
hennar, hvort Gulag-bókin, sem
innflutt var frá Svíþjóð, skyldi
lánuð út eða ekki.
Þegar Hannu Salama gaf út ár-
ið 1972 skáldsögu sína „Det som
göms i snö“ (á sænsku 1974, verð-
launuð af Bókmenntaráði Norður-
landa), bjuggust menn við að blöð
kommúnista myndu hæla henni á
hvert reipi. Bókin ræðir sem al-
kunna er um neðanjarðarhernað
kommúnista í Tammerfors-héraði
í seinna heimsstríðinu. Það kom í
ljós, að stalínsinnuðu blöðin (eink-
um Tiedonantaja) réðust á Salama
fyrir það að hann væri ekki sósí-
al-realisti, hann hefði sett blett á
kommúnistahetjur sínar, þar sem
ekki var sneitt hjá breyzkleika
þeirra, tortryggni og keipum.
Hetja verður að vera alveg flekk-
laus samkvæmt stalínismanum.
Ef ekki, er rithöfundurinn svikari
við málstaðinn.
Sama grundvallarskoðun kom
fram nokkrum árum síðar, þegar
Denes Kiss, ungverskur rithöf-
undur, kom í heimsókn til Finn-
lands og dirfðist að segja í hópi
rithöfunda, að menn furðuðu sig á
því í Ungverjalandi, hve baráttu-
þorið hefði verið mikið í vetrar-
stríðinu, og síðar bætt við — sam-
kvæmt orðum þýðanda — er talið
barst að fasisma, þá hefði hann
spurt „hvaða fasisma". Afleiðing-
in varð sú, að finnskur, stalínskur
rithöfundur, Matti Rossi, kærði
Kiss fyrir ungverska og sovézka
kommúnistaflokknum fyrir land-
ráðastarfsemi sem leiddi til
harðrar refsingar við heimkomu
hans. Allt upplýstist þá fyrst eftir
að Anna Maija Raittila, þýðand-
inn, fyrir þrýsting frá Veijo Meri
m.a., játaði, að hún hefði líklega
mistúlkað orð Denes Kiss. Svo
mengað getur menningarloftslag-
ið orðið í Finnlandi. Allir stal-
ínsku menningarbroddarnir litu
svo á, að Matti Rossi hefði gert
rétt, þegar hann af fullri árvekni
hafði flett ofan af „svikara". Þetta
er gott dæmi um að frjálst er að
tala, ritskoðun er engin, en það er
öll ástæða til að viðhafa fulla
sjálfsgagnrýni.
Það hefur verið gert allmikið af
því í Finnlandi að breiða út menn-
ingarlíf, einnig að þjálfa lista-
menn á hinum ýmsu sviðum og
efla menningaráhugann. Við höf-
um á hverju ári vaxandi hóp
héraðsrithöfunda er byrjað hafa
oft sem áhugamenn og reka sum-
staðar bókaútgáfur sem þeir eiga
sjálfir og skrifa fyrir. Til þessa
svæðisb'undna starfs heyrir líka
síaukinn áhugi á að nota sumar-
tímann vel í þessu augnamiði, þar
sem þá er hlúð að hverskonar list-
menningu hvarvetna í héruðun-
um. Hæst ber ýmsa ágæta
skemmtiviðburði eins og óperu-
hátíðina í Ólafsborg í St. Michel,
jazztónleika í Björneborg (Pori)
og þjóðlagasöngmótin í Kaustby,
svo að eitthvað sé nefnt. Margir
kunnir rithöfundar koma þar
fram með upplestur, söng á milli
og söngtexta.
Mikilvægan þátt í þessu öllu
saman leika listamenn héraðanna
og margir rithöfundar eiga eða
hafa átt þar hlut að máli. I hverju
fylki í Finnlandi eru skipaðir þrír
rithöfundar af hálfu héraða, léna
og ríkja til tveggja ára. Þeir fá
leiðbeinendur sem og menningar-
fræðara. Sem dæmi um fylkisrit-
höfund er Matti Paavilainen í
Kymmene-fylki. I fullan aratug
hefur hann þjálfað marga rithöf-
unda og einnig starfað fyrir ríkið
sem ráðgjafi þess. Við hliðina á
þessu starfi hefur hann náð því að
gefa út ljóðasafn annaðhvert ár að
minnsta kosti. Arslaunin eru mið-
uð við fjóra mánuði, en part úr
árinu getur listamaðurinn gefið
sig eingöngu að því að semja sjálf-
ur.
Finnskar bókmenntir — ekki
sízt ljóðræns eðlis á háu stigi — er
erfitt að þýða og því hefur það
verið allt annað en auðvelt að
kynna þær svo sem vera bæri.
Sviðið, sem rithöfundar okkar
starfa á, er harla breitt. Vilji mað-
ur draga fram það sem mest ber á
að magni til, verður myndin næst-
um þessi: Við höfum nú í fullan
áratug eignazt feiknin öll af póli-
tískum minningabókum. Það eru
fyrst og fremst menn úr „hirð“
Kekkonens og aðrir, sem ekki
þótti gott að vinna með honum,
sem kortlagt hafa tímabilið og
þróunina. Við höfum líka eignazt
langa röð sem ber yfirskriftina
„rödd manneskjunnar“, þar sem
m.a. margir rithöfundar setja
fram eigin skýringar á því sem
gerðist 1939—1944, og opinbera
lífsskoðun sína. Eiginlegum
stríðsbókmenntum á tímum Kekk-
onens má skipta í þrennt. Það eru
sérfræðirit, lýsingar manna sem
stóðu í eldlínunni í stríðinu og fag-
urbókmenntir. (Hvað varðar hið
síðasttalda ber að nefna Váinö
Linna, Veijo Meri og þá ekki sízt
Paavo Rintala.) Auk þess eigum
við feiknin öll af lýsingum, þar
sem atburðirnir kringum 1918 eru
teknir til meðferðar — oft í fag-
urbókmenntalegu formi. Stefn-
unnar „nouveau roman" í anda
Robbe Grillet, Michael Butor og
Claude Simon gætir lítið — eigin-
lega aðeins hjá Antti Hyry. Eftir
að Váinö Linna kom með þriggja
binda verk sitt um hjáleigubafnd-
urna, hafa margir haldið sig við
það sem Svíar kalla „Dómkirkju-
bygginguna" í hálfskjalfestum
skáldsagnaröðum með nærsögu-
legum fjarvíddum eins og Eeva
Joenpolto. Hinn breiði þjóðsagna-
kveðskapur sem byggir svo nyög á
þjóðlegri kviku myndar líka mik-
ilvæga röð frá Mika Waltari til
Sillanpáá og allt til okkar daga í
ritum Alpo Ruuth, Heikki Turun-
en, Kalle Páátalo og margra fleiri.
Það ánægjulegasta sem hefur
borið við meðal sænskra Finna í
stjórnartíð Kekkonens er líklega
það, að grundvöllurinn fyrir hvern
sem skrifar og hvað sem skrifað er
um hefur færzt nær fólkinu frá
menntamönnunum, sem héldu sig
við viðburði stórborgarinnar og
„betri“ fjölskyldur, skrifuðu
skáldsögur til dægrastyttingar.
Hvað ljóðagerð varðar höfum við
úr mörgu góðu að velja bæði á
finnsku og sænsku.
Hvað barnabókmenntir snertir
(sem fullorðnir lesa líka) er um að
ræða nokkra ágæta höfunda,
þekktust utan Finnlands er múm-
ínmamman Tove Jansson. Bóka-
útgefendur segja þó að alþjóðlegt
framboð á barnabókum sé að gera
út af við innlenda útgáfu.
Einnig sænskir Finnar skrifa
fagurbókmenntir. Eina bókin sem
hlotið hefur lof gagnrýnenda er
„Asfaltblomman“ eftir Antti Jal-
avas. Bókin kom út á sænsku 1980
og var þýdd á finnsku, um líkt
leyti og forsetatíð Kekkonens var
lokið.
aðinn á Vesturlöndum hefur orð-
ið til þess að reglur um prófanir
nýrra aukefna hafa verð hertar
svo um munar. Gilda þær þó
ekki um eldri aukefni.
Þrátt fyrir gífurlegar framfarir á
sviði eiturefnafræði eru prófanir á
eiturvirkni aukefna enn afar dýrar
og tímafrekar. Hefur því mjög
dregið úr áhuga á nýjum aukefn-
um.
Því miður er ennþá engin leið
að beita þessum aðferðum á all-
an þann sæg aukefna sem þegar
er búið að leyfa til notkunar í
matvæli. Mun þess langt að bíða
að svo verði.
Lokaorð
Ljóst er að aukefni i fæðu eru
ekki loftbóla heldur lausn á mörg-
um erfiðum vandamálum i mat-
vælaiðnaði. Hitt virðist og auðséð
að notkun þessara efna hefur oft
gengið út í hreinar öfgar.
Vandi heilbrigðisyfirvalda er
að sigla milli skers og báru. Of
mikil stífni getur tafið um of
framfarir í íslenskum iðnaði. Of
mikið frjálsræði getur skaðað
heilsu neytandans.
Umhugsunarvert er hve enn er
mikið af gerviaukefnum í notk-
un. Væri æskilegra — þegar
kostur er — að leysa þau af
hólmi með náttúrulegum eða
a.m.k. tilbúnum eftirlíkingum
náttúrulegra efna.
í fæðuvali ættu neytendur að
leggja sem mesta áherslu á allan
ferskan mat eða nýmeti. Þegar það
ekki fæst ætti að nota frysta fæðu,
en að öðrum kosti þurrkuð eða
niðursoðin matvæli.
Fínunnar og aukefnarikar afurð-
ir ætti ekki að nota nema þegar
ferskari fæða er ekki tiltæk. Dæmi
um slíkan mat eru t.d. sælgæti,
gos, kökur, saltaðar og sykraðar
matvörur.
Eiöfaxi
kominn út
MORGUNBLAÐINU hefur borist
tímaritið Eiðfaxi, þriðja hefti ársins
1982, og er ritið fjölbreytt að efni að
vanda, efni um hesta, hestamenn og
hestamennsku. IJtgefandi Eiðfaxa er
samnefnt hlutafélag, en ábyrgðar-
maður ritsins er Sigurður Sig-
mundsson.
Meðal efnis að þessu sinni er
grein um kaup og sölu hrossa eftir
Arna Þórðarson, Páll S. Pálsson
ritar um hesta á þjóðvegum, viðtal
er við Tómas og Karen á Orms-
stöðum, skrá er yfir hestaþing
1982, Jón Sigurðsson í Skollagróf
ritar um útflutning hrossa, grein
er um Stóðhestastöð Búnaðarfé-
lagsins í Gunnarsholti, skrá er
birt um útleigu á stóðhestum vorið
1982 og margt fleira efni er í rit-
inu, sem er 36 síður að stærð.
Forsíðumyndin er eftir Sigurð
Sigmundsson, tekin í Mosfellsdal.
EIÐFAXlal
HÁRGREIÐSLUMEISTARAFÉLAG ÍSLANDS
HEFUR FENGIÐ
HÁRGREIÐSLUMEISTARANN
DODDY
FRÁ DANMÖRKU
til að halda SÝNIKENNSLU í HÁRGREIÐSLU
fyrir félagsmenn og starfsfólk þeirra.
Sýnikennslan veröur á Hótel Loftleiöum
laugardaginn 17. apríl (í dag) kl. 3 e.h.
Aöeins þetta eina skipti.
Aögangur kr. 150.00.
Hárgreiðslumeistarafélag
Islands