Morgunblaðið - 17.04.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 17.04.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 23 Bulent Ecevit, fyrrverandi forsætisrártherra í Tyrkjaveldi, sést hér leiddur úr réttarsal í Ankara en þangað var hann dreginn fyrir að virða að vettugi þær fyrirskipanir herstjórnarinnar, að stjórnmálamenn skuli þegja sem fastast. Ecevit var handtekinn sl. laugardag. AP-KÍmimynd Kínverjar semja um viðskipti við Rússa Spurningar um kynningarrit um skipulagsmál: Kortið á forsíðu ekki það sama og skipu- lagsstjórn staðfesti BORGARSTJÓRINN í Reykjavík svaraði á fundi borgarráðs í gær, fyrirspurnum frá borgarráðsmönnum Sjálfstæðis- flokksins varðandi útgáfu á svonefndu kynningarriti um skipulagsmál, en því var dreift fyrir skömmu. Fyrirspurnir þessar voru lagðar fram á fundi borgarráðs þann 6. apríl sl., en var svarað í gær, föstudaginn 16. apríl. Svör borgarstjóra fara orðrétt hér á eftir. Peking 16. apríl. AP. KÍNVERJAR og Sovétmenn gengu í dag frá viðskiptasamningi milli þjóð- anna og eru niðurstöðutölur hans um 300 milljónir dollara, sem er 50% hækkun frá fyrra ári, að þvi er heimildir herma. Þótt viðskiptaaukningin sé mik- il milli ára eru viðskiptin þrátt fyrir það þau sömu og voru 1980, en Kínverjar minnkuðu mjög viðskipti sín við Austantjaldslönd- in þegar þeir hófust handa við efnahagslega endurskipulagningu í landinu og eru nú fyrst að auka þau aftur. Helsta viðskiptaþjóð Kínverja í Austur-Evrópu er Rúmenar en þau nema um einum milljarði dollara. I viðræðum Kínverja og Rússa, að þessu sinni, var einnig um það rætt að opna landamærin fyrir verslun en Kínverjar hafa mikinn áhuga á að koma ýmsum iðnað- arvörum sínum á markað í Síb- eríu. Ekki er vitað hvort um það tókst að semja. Þótt Kínverja og Rússa greini á um margt hafa þeir fyrrnefndu reynt að halda við- skiptunum þar utan við og á síð- ustu mánuðum hefur verið samið við öll Austur-Evrópuríkin um verulega aukna verslun. A. Sundurliðaður kostnaður við út- gáfu kynningarrits um skipu- lagsmál. Kostnaðaráætlun, dags. í jan. ’82, hljóðar upp á liðlega 130.000 kr., en þar sem reikningar eru ekki komnir fram liggur ekki fyrir sundurliðun á kostnaði né endanlegt tal um heildarkostn- að. Tilboða var aflað í dreifingu, og var tilboði KR, sem var lægst, tekið. Það voru 40.000 kr. rúmar og eru þær inni í 130.000 kr. upphæðinni. Sú vinna, sem starfsmenn skipulagsins hafa lagt fram, er ekki sundurliðuð, en engin auka- vinna hefur verið greidd vegna ritsins til þeirra. B. Áætlaður kostnaður í fjárhags- áætlun 1982. Samkv. upplýsingum fjár- máladeildar er kostnaður við út- gáfu ritsins ekki í fjárhagsáætl- unartillögum sérstaklega, held- ur færður á kostnað við sérstak- ar samþykktir borgarráðs — lið 09-051. C. Upplýsingar um höfunda og hönnuði. Svo sem fram kemur í upplýs- ingaritinu eru það eftirtaldir aðilar, sem um endanlegan frá- gang ritsins sáu: Ljósmyndir: ímynd, filmuvinna: Korpus hf., setning: Leturval sf., prentun: Blaðaprent hf. Hins vegar þar sem notaðar eru teikningar án áritunar og úrdrættir úr skýrslum eða hlut- ar úr skýrslum, þá eru höfundar ýmsir starfsmenn Borgarskipu- lags. Kynningarblað um skipu- lagsmál er byggt á skipulags- áætlunum einstakra svæða og byggingarreita, sem hlotið hafa samþykki borgaryfirvalda, svo og gögnum, sem samin hafa ver- ið á Borgarskipulagi á undan- förnum árum og gefin út sér- staklega. Þá er byggt á ályktun- um borgaryfirvalda, sem gerðar hafa verið, en aukið við frásögu af framvindu mála. Af öðrum heimildum má nefna Aðalskipu- lag Reykjavíkur 1962—’83, Handbók sveitarstjórna nr. 9, ritið „Hin fornu tún“, svo og lög og reglur um skipulagsmál. D. Hvers vegna svo langan tíma tók að koma ritinu til almenn- ings. Upphaflega var aðilum utan Borgarskipulags falið að sjá um texta og myndefni. Borgarskipulag tók svo við verkinu og lauk því. Hins vegar var leitað út fyrir stofnunina um gerð ljósmynda, filmuvinnu, setningu texta, gerð einstakra skýringarmynda, að- stoð við uppsetningu, prentun og dreifingu. Hvaða aðilar hér eiga hlut að máli kemur að mestu leyti fram á öftustu síðu kynn- ingarblaðsins. Auk þess sem þar getur, veittu aðstoð Bjarni D. Jónsson teiknari og Hilmar Þór Björnsson arkitekt. Aðstoðuðu þeir við gerð forsíðu, val leturs, gerð nokkurra skýringarmynda og uppsetningu. Verkið tók meiri tíma en ætlað var. E. Beðið er skýringa á því hvers vegna borgarstjóri gat ekki á borgarstjórnarfundi 1. apríl svarað spurningum um hvar blaðið væri prentað, hver hefði skrifað það, hvað væri áætlað að það kostaði. Svo sem fram hefur komið hefur Borgarskipulag haft veg og vanda af gerð kynningar- bæklingsins í samráði við borg- arstjóra. Samráðin voru fyrst og fremst um textalengd, kafla- skipti og uppröðun. Um það atriði hvar blaðið var prentað hafði ég engin áhrif, eða hvaða fagmenn að því unnu. Borgarskipulag hefur gefið út mikinn fjölda skýrslna og rita með aðstoð þeirra fagmanna, sem þurft hefur hverju sinni, og ber ég fullt traust til ákvarðana þeirra. F. Er kort, sem synt er á forsíðu ritlingsins, það sama og skipu- lagsstjórn ríkisins staðfesti 15. mars sl.? Kort á forsíðu bæklings er smækkuð mynd af þeim upp- drætti, sem samþykktur var í borgarstjórn 30. apríl 1981. Eft- ir það gerði borgarstjórn samn- ing við Hestamannafélagið Fák um leiguland í Selási. Af honum leiddi lítils háttar breyting á mörkum svæða í Selási, hvað landnotkun snertir. Sú breyting var að sjálfsögðu færð inn á endanlegan uppdrátt, sem stað- festingu hlaut með þeim hætti, sem skipulagsstjóri ríkisins óskaði. Hins vegar þótti ekki ástæða til að leggja í kostnað við að gera sérstaklega nýtt kort vegna kynningarblaðsins, enda er hér um að ræða óverulega breytingu. Esquivel leitar að friðsamlegri lausn Buenos Aires, 16. apríl. AP. ADOLFO Perez Esquivel, mynd- höggvari og mikill friðarsinni, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1980, átti í gær fund með utanríkis- ráðherra Argentínu, Nicanor Costa Mendez, og er það í fyrsta sinn sem fulltrúi herstjórnarinnar og þessi bar- áttumaður fyrir mannréttindum ræð- ast við. Esquivel sagði eftir fundinn, að hann hefði skýrt Costa Mendez frá tilraunum sínum á alþjóðavett- vangi til að finna friðsamlega lausn á deilu Breta og Argentínu- manna um Falklandseyjar, en greindi ekki nánar frá í hverju þær væru fólgnar. „Falklandseyjar heyra Argentínu til en hvað sem því líður getum við ekki gleymt hinu alvarlega ástandi í efnahags- og þjóðfélagsmálum í landinu," sagði Esquivel. Hann sagði, að við- urkenna yrði yfirráð Argentínu- manna yfir Falklandseyjum en ekki væri vitað með hvaða hætti það gæti orðið. Perez Esquivel hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda herstjórn- arinnar og margoft hvatt til lýð- ræðislegra stjórnarhátta. í rúmt ár, 1977—78, sat hann í fangelsi, grunaður um að styðja vinstrisinn- aða undirróðursmenn og bylt- ingarmenn, en þeim ásökunum hef- ur hann ávallt neitað. * Ovenjulegar stöðuveitingar innan KGB: Andropov fær tvo nýja aðstoðarmenn Mo.skvu, 16. apríl. Al*. SOVÉSK yfirvöld hafa skipað tvo menn til aðstoðar Yuri Andropov, yf- irmanns sovésku leyniþjónustunnar, KGB. Vestrænir fréttaskýrendur telja þetta einstæðan viðburð í Sov- étrikjunum. Málgagn sovéska kommúnista- flokksins, Pravda, skýrði frá því á föstudag, að Georgy K. Tsinev, 74 ára gamall, hefði verið skipaður fyrsti aðstoðarmaður Andropov. tók Tsinev við af Semyon Tsvigun, serh’M^ádúáí/"^'" í Rauðu Stjörnunni mátti hins vegar lesa þann 4. apríl, að Viktor M. Chebrikov hefði verið skipaður fyrsti aðstoðarmaður Andropovs. Að sögn vestrænna fréttaskýr- enda geta þeir ekki fyllilega gert sér grein fyrir hvað er á seyði. Sumir vilja skilja það svo, að Tsin- ev hafi verið vikið úr embættinu skömmu eftir að hann tók við því, en aðrir hallast að því að þeir gegni ii báðic’ i jkeirrt. etöðu) • sem • Tstigun hafði áður. Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna: Tillaga um að fella „ís- lenzku greinina“ niður Á HafréttaRráðstefnunni i New York er komin fram tillaga um að fella niður 71. greinina í uppkastinu að Hafréttarsáttmála, en það er greinin, sem gengur undir nafninu „Islenzka ákvæðið“, og undanþyggur ríki sem mjög eru háð fiskveiðum öllum skyld- um til að heimila landluktum og land- fra-ðilega afskiptum ríkjum veiðar. ís- lenzka sendinefndin hefur þegar mót- mælt breytingartillögunni, sem borin er fram af Zaire, og bendir meðal ann- ars á, að öll mál, sem varða efnahags- lögsöguna séu þegar orðin venjuréttur. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að varla væri hætta á ferðum því að íslendingar hefðu skorað á fulltrúa Zaire að draga tillöguna til baka og forseti ráðstefnunnar hefði sér- staklega þakkað Hans G. Andersen sendiherra ræðu hans í fyrrakvöld, þar sem hann benti á, að þegar hefði náðst samkomulag um 69. til 71. grein og því ætti ekki að taka þau málefni upp nú á lokastigi. Hans G. Andersen talaði strax á eftir fulltrúa Zaire og benti á, að nú yrði að beita öllu afli til að ná árangri varðandi auðæfi úthafs- iihotpslna.otí ekki jBtti-að.oolýa «pp> deilur um það sem þegar hefði fyrir löngu verið samið um. Þess vegna væri eðlilegast að draga til baka all- ar breytingartillögur um þau mál- efni, sem önnur nefnd hefði fjallað um, þar á meðal fiskveiðimál. For- seti ráðstefnunnar sagði eftir ræðu Hans, að fulltrúi íslands hefði enn einu sinni gefið fordæmi um það hvernig haga bæri málflutningi og skoraði á fulltrúa annarra þjóða að fylgja því, en 80 voru þá á mælenda- skrá og fundir standa þessa dagana fram á nótt. Fyrir nokkrum dögum benti Hans einnig á það í hnitmiðaðri ræðu, að allt það sem í uppkastinu stæði um efnahagslögsöguna væri þegar orðið venjuréttur og því ætti þar engu að breyta. Engu að síður er ljóst að íslendingar verða að vera vel á verði til síðasta dags, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Hugmyndin er að ljúka almennu umræðunum, sem nú standa yfir á allsherjarfundum í sal Allsherjar- þingsins í kvöld, laugardag, en síðan kemur það sem kallað er „kæl- ingartíminn” en þá er hugmyndin að í nokkra daga reyni menn að forðast rifrildi, en þeim mun meiri ^áherzla- verði •tögð1 á' formlega"1 og óformlega samningafundi, þar-Méto8* til hins ýtrasta verði látið á það reyna hvort unnt verði að ljúka ráðstefnunni 30. þessa mánaðar með allsherjarsamkomulagi og án þess að nokkru sinni verði gengið til at- kvæða. Eftir ræðu fulltrúa Banda- ríkjamanna í gær, eru menn von- góðir um að þetta takist, en hann margítrekaði að æðstu ráðamenn Bandaríkjanna væru staðráðnir í að reyna sættir og teldu höfuðnauðsyn, að þeir yrðu aðilar að sáttmálanum. í sumum blöðum hér er líka sagt að Reagan-stjórnin hafi gefizt upp. Bandaríska sendinefndin hefur dregið til baka mikinn hluta breyt- ingartillagna sinna og fulltrúi þeirra benti á, að ellefu manna sáttanefndin hefði unnið geysiþýð- ingarmikið starf og ríkisstjórn hans gæti fallizt á margt af því, sem hún hefði lagt til. Þessvegna halda menn nú að sú sögulega stund sé að renna upp að yfirráðaréttur tveggja þriðju hluta jarðarkringlunnar verði ákveðinn með samkomulagi þjóð- anna án verulegra átaka þótt auð- vitað sé margt óútkljáð innan marka þeirra alþjóðalaga, þar á meðal íslenzk hafsbotnsréttindi, seip, ejtui að myndastj sagði Eyjólfui I Konráð Jónsson að lokum. i ;í i -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.