Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982
r
I stuttu máli
Skuldafen sjúkrastofnana
PÉTUR SIGURÐSSON (S) og
Deiri þingmenn veittust harðlega að
Svavari Gestssyni, heilbrigðisráð-
herra, í neðri deild Alþingis í gær,
vegna lélegrar fjárhagsstöðu heil-
brigðisstofnana, skuldasöfnunar
þeirra, vegna ónógra tekna, og til-
heyrandi vanda i þjónustu þeirra.
Vitnaði Pétur til ummæla 8 for-
sjármanna heilbrigðisstofnana, sem
öll gengu á einn veg, að verr væri nú
komið fjárhags heilbrigðisstofnana
en um langt árabil. Taldi Pétur
margar heilbrigðisstofnanir komnar
í skuldafen.
Höfuðorsök þessarar stöðu var
talin sú, að hvorki daggjaldakerfið
né fjárlög, hefðu tekið nægilegt
mið af þeirri dýrtíðaraukningu,
sem væri í raun í landinu, heldur
miðað við „reiknitölur„ ráðherra,
byggðar á „niðurtalningu verð-
lags“, er hefði gjörsamlega brugð-
izt. Þessvegna hefðu útgjöld farið
langt fram úr tekjum, auk þess
sem samningar ríkisvaldsins við
einstakar heilbrigðisstéttir hefðu
og farið langt út fyrir áður ákveð-
inn útgjaldaramma. Þessi um-
mæli féllu í umræðu um stjórnar-
frumvarp, sem heimilar ríkis-
stjórninni, ef samþykkt verður, að
taka fleiri daggjaldasjúkrahús inn
á fjárlög. Töldu gagnrýnendur það
eitt, án annarra viðbragða, ekki
leysa nein fjárhagsvandamál.
Tollkrít
RAGNAR ARNALDS, fjár-
málaráðherra, mælti fyrir stjórn-
arfrumvarpi í efri deild, sem mið-
ar að því að taka upp svokallaða
tollkrít 1. janúar 1983, og stefna í
tilteknum áföngum að tollkrítar-
kerfi. LÁRUS JÓNSSON (S) sagði
forsætisráðherra hafa lofað þessu
frumvarpi þegar haustið 1980, svo
tímabært væri að liti dagsins ljós.
Hinsvegar væra það nú svo síðla
lagt fram af fjármálaráðherra,
sem auk þess hefði í framsögu
haft á margskonar fyrirvara um
framkvæmdina, þó frumvarpið
væri samþykkt, að hann efaðist
um vilja hans til að málið næði
fram að ganga, a.m.k. fyrir þing-
lausnir nú. Hann lýsti yfir stuðn-
ingi við frumvarpið og taldi það
spor í rétta átt.
Járnblendið og þátt-
taka ríkisins
HJÖRLEIFUR GUTTORMS-
SON, iðnaðaðarráðherra, mælti
fyrir frumvarpi um umtalsverðar
frekari fjárskuldbindingar fyrir
íslenzka ríkið í tengslum við eign-
araðild þess að járnblendiverk-
smiðjunni að Grundartanga,
vegna undangengis rekstrartaps
og til að styrkja rekstrarstöðu fyr-
irtækisins. Gerir frumvarpið ann-
arsvegar ráð fyrir því að hækka
hlutafjáreign islenzka ríkisins úr
13,2 milljónum dollara í 19 millj-
ónir dollara, en hinsvegar ráð
fyrir sjálfskuldarábyrgð ríkisins á
láni, er fyrirtækið tekur, á allt að
3,3 milljónum Bandaríkjadala.
Miklar umræður urðu um málið.
Söluerfiðleikar búvöru
EGILL JÓNSSON (S) hefur lagt
fram tillögu til þingsályktunar,
þess efnis, að þingflokkar tilnefni
sinn manninn hver í sérstaka
nefnd, sem vinni að tillögum um,
hvern veg skuli bregðast við þeim
vanda, sem íslenzkur landbúnaður
stendur nú frammi fyrir vegna
söluerfiðleika á hefðbundnum bú-
vörum á erlendum mörkuðum,
einkum á sauðfjárafurðum, en
sauðfjárbúskapur sé einmitt sú
búgreinin, sem þær byggðir hvíli
á, „sem ekki nærast af hinum
daglegu viðskiptum við þéttbýlið".
Telur flutningsmaður að röskun
á byggð í landinu liggi við, ef ekki
verði rétt við brugðið. í þessum
efnum verði sérstaklega haft í
huga: 1) lækkun framleiðslu-
kostnaðar, 2) skipulag framleiðsl-
unnar með tilliti til að byggð hald-
ist í svipuðu formi og 3) skipulegt
átak í markaðsmálum.
Einokunarákvæöum
aflétt
Friðrik Sophusson, Steinþór
Gestsson og Albert Guðmundsson,
þingmenn Sjálfstæðisflokks,
flytja frumvarp, sem felur það í
sér að einokunarákvæðum um sölu
matjurta- og gróðurhúsafram-
leiðslu verði numin úr lögum. Ekki
er Iögð til önnur breyting á starf-
semi Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins. Lagt er til að lögin
taki ekki gildi fyrr en 1. janúar
1983, þannig að Grænmetisverzlun
landbúnaðarins, núverandi fram-
leiðendur og hugsanlegir nýir
heildsöludreifiaðilar fái nokkurn
aðlögunartíma þar til lögin taki
giidi. Þessi breyting er talin til
mikilla bóta fyrir neytendur.
I sviðsljósi stjórnmálanna
„Stresstaskan“ hefur ekki þótt sérstakt „vörumerki" róttækari sósíalista, en
þeir tveir forystumenn Alþýðubandalagsins, sem hér má sjá, Hjörleifur
Guttormsson, orkuráðherra, og Ólafur Ragnar Grimsson, formaður þing-
flokksins, bera sínar töskur með tilheyrandi reisn, enda innihalda þær máski
nokkrar maraþonræður.
Guðmundur Karlsson:
Búa þarf betur að
björgunarsveitum
Tillaga um slysa-, líf- og örorku-
tryggingar þeirra, sem að almanna-
vörnum og björgunarstörfum vinna
(flutningsmenn Pétur Sigurðsson
og 15 aðrir sjálfstæðisþingmenn),
var til umræðu i Sameinuðu þingi
sl. fimmtudag. Tillagan gerir ráð
fyrir því að ríkisstjórnin leiti hag-
kvæmra leiða til að koma á sérstök-
um tryggingum fyrir alla þá sem
kallaðir eru til starfa að almanna-
vörnum og vinna sjálfboðastörf á
vegum björgunar- eða hjálparsveita
við leit eða björgun manna sem í
Kviknar á perunni hjá þingmönnum!
í þinghúsi er tvær ljósatöflur með 60 perum, einni fyrir hvern
þingmann. Strax og þingmaður gengur í þinghús kviknar á hans
peru — en slokknar, er hann fer úr húsinu. Þannig getur starfsfólk
þingsins jafnan vitað, hvaða þingmenn eru mættir til vinnu — og
hverjir ekki. Það er því ekki við hæfi þegar sagt er að ekki kvikni á
perunni hjá þessum eða hinum þingmanninum! Hér er Sigríðui
G.uðmundsdóttir, þingvörður, við töfluna í anddyri þinghússins.
tnjtnimöáð .fie .lannad mo 11; ( ; i 11 ': . m i m / r:i^ni
MU'lM *! J 1 i)
I!! H"1'. ('ITVH "l'Ml.j IH'.Þ Hijllfuni
háska eru staddir. Sérstaklega
verði athugað hvort slíkri tryggingu
verði ekki bezt fyrir komið hjá Við-
lagatryggingu íslands.
Guðmundur Karlsson (S) sagði
m.a. efnislega við þessa umræðu:
Hér er um mjög þarft og kall-
andi mál að ræða. í þessu sam-
bandi vil ég minna á hið hörmu-
lega slys, sem varð við Vest-
mannaeyjar sl. vetur, er belgísk-
ur togari strandaði og tveir er-
lendir sjómenn og tveir íslenzkir
björgunarmenn drukknuðu. Þetta
slys var með öðru kveikjan að
flutningi þessarar tillögu.
Sú gæfa hefur fylgt íslenzku
björgunarstarfi, lengst af, að
björgunarmenn hafa ekki týnt
lífi, þrátt fyrir margskonar hætt-
ur er starfi þeirra fylgja. Hér var
um fyrstu dauðaslysin að ræða í
íslenzkri björgunarsögu. Guð-
mundur rakti nokkuð þessa
björgunar- og slysavarnasögu,
bæði á vegum Slysavarnarfélags-
ins, landhelgisgæzlunnar og fleiri
aðila, ekki sízt undanfara Slysa-
varnarfélagsins, Björgunarfélags
Vestmannaeyja, en það var
björgunarsveit þess og hjálpar-
sveit skáta í Eyjum, sem vann að
björgun skipshafnar belgíska
togarans. Gerði hann í ítarlegu
máli grein fyrir starfi þessara að-
ila í Vestmannaeyjum allar götur
frá upphafi þessa starfs fram á
líðandi stund.
Það var Eldeyjar-Hjalti sem
fyrstur hreyfði því á þingmála-
fundi, sagði Guðmundur, að
nau^synlegl, ypól
arskip;tjj ;Eyja, en þaÁnvóim i>in j
Guðmundur Karlsson
tíðu slys, sem urðu í upphafi vél-
bátaútgerðar, sem vöktu menn til
vitunddar um nauðsyn björgun-
arstarfs. Manntjónið, eignatjónið
og atvinnutjónið sem báts-
töpunum fylgdi, var á stundum
svo ægilegt, að ekki varð hjá því
komizt að ráða þar á einhverja
bót. Þá var kosturinn oft sá einn
að biðja sjóhrakta menn, sem
nýsloppnir vóru úr háskanum á
illa búnum smábátum, að fara
aftur út í illviðri og náttmyrkur
til að leita að bát, sem ekki hafði
náð landi.
Það var hinn 11. júní árið 1918
sem samþykkt var þingsályktun
um heimild fyrir landstjórnina
til þess að veita fé til kaupa á
björgunarbáti. Björgunarfélag
Vestmanneyja var stofnað á
þessu sama ári fyrir forgöngu
Karls Einarssonar, alþing-
ismanns, en fyrsti erindreki þess
var Sigurður Sigurðsson, lyfsali.
Félagið keypti björgunarbátinn
Þór, sem jafnframt varð fyrsta
íslenzka strandgæzluskip þjóðar-
innar og vísir að íslenzku land-
helgisgæzlunni. Frumkvæði Vest-
mannaeyinga á þessum vettvangi
11 átti. eftiiíi; að; leiða til ▼íð.tæksoi
9i starfs. Þingmaðurinn rakti isöjfb: i
þessa skips og starfs, sem hér
verður ekki tíunduð frekar, þó
þessi forsaga íslenzks björgun-
arstarfs og landhelgisgæzlu eigi
vissulega erindi til samtímans.
Þingmaðurinn sagði að lokum:
Við getum styrkt þetta björgun-
arstarf með því að tryggja björg-
unarsveitunum lágmarkstekjur
og með því að gera þeim auðveld-
ara að verða sér úti um nauðsyn-
leg tæki og búnað, sem oft er
mjög dýr ef vel á að vera. Ekki er
við hæfi að taka innflutnings-
gjöld af þessum búnaði, sem lúx-
usvara væri, en ekki nauðsynleg
tæki, sem mannslíf geta oltið á að
til staðar séu. Margt fólk eyðir nú
öllum frístundum sínum í þágu
þessa björgunarstarfs við fjáröfl-
un, við þjálfun og skipulagningu
starfsins. Þetta fólk er ávallt
viðbúið til strafa oft við hinar
erfiðustu aðstæður og verstu skil-
yrði og leggur oftlega líf sitt í
hættu. Þannig missti hjálpar-
sveit skáta í Vestmannaeyjum
einn af sínum ágætustu félögum
við leitaræfingu í Eyjafjallajökli.
Við, sem höfum notið þjónustu
þessa björgunarfólks, skiljum
þörfina fyrir bætta starfsaðstöðu
þess, en sá skilingur þarf að fara
víðar, svo starfsemin fái nauð-
synlegt brautargengi. Það er
sjálfgefið, að mínu mati, að fram-
fylgja efni þeirrar tillögu, sem
hér er til umræðu, að búa þann
veg í haginn varðandi slysa-, líf-
og örorkutryggingar björgunar-
fólks, að þar verði eins vel frá
öllu gengið og tryggilega og frek-
ast er kostur. Það er vanzi að svo
skuli ekki fyrir löngu vera fyrir
séð.