Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 27

Morgunblaðið - 17.04.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 27 Sanitas — Sana: 5 Markaðshlutdeild fyrirtækisins úr 9% í 20% á árabilinu 1979 til 1981 — Stefnum í 25% á þessu ári, segir Ragnar Birgisson, forstjóri m.a. GÍFURLEGUR uppgangur hefur verið hjá fyrirtækjununi SANI- TAS-SANA á undanrórnum miss- erum, en að sögn Ragnars Birgis- sonar, forstjóra fvrirta kjanna, hef- ur velta Sanitas sjöfaldast á tíma- bilinu 1979—1981 og fimmfaldast hjá Sana, sem staðsett er á Akur- eyri. — l>að urðu eigendaskipti á Sanitas á árinu 1979 og við ákváð- um, að gera átak í að ná upp markaðshlutdeild fyrirtækisins, sérstaklega á gos- og ölmarkaðn- um, sem var komin ansi langt niður, sagði Ragnar Birgisson ennfremur. — Þessi viðleitni okkar til að auka markaðshlutdeildina og vanda ennfrekar til framleiðsl- unnar hefur skilað sér betur, en bjartsýnustu menn þorðu að vona á sínum tíma. í því sambandi má nefna, að markaðshlutdeildin á öl- og gosmarkaðinum var í kringum 9% á árinu 1979, en á síðasta ári var hún komin upp í um 20%. Nú, við stefnum enn hærra og gerum okkur vonir um að ná um 25% markaðshlutdeild á þessu ári, sagði Ragnar enn- fremur. Það kom fram í samtalinu við Ragnar, að fyrirtækin hafa lagt sig mjög fram, að koma svo- kölluðum gosvélum á markaðinn hér, enda njóta þær sívaxandi vinsælda. — í dag stendur málið þannig, að við erum með um 65% af öllum gosvélum á markaðnum. Þá get ég nefnt, að á árinu 1979 var hlutdeild okkar í ölmarkaðin- um um 14%, en á síðasta ári 1981 var hlutdeild okkar komin upp í um 42% og okkar takmark er að koma hlutdeildinni yfir 50% á þessu ári. Til glöggvunar má geta þess, að bjórmarkaðurinn er um 1.678.000 lítrar og maltmarkaður- inn er um 1.536.000 lítrar, sagði Ragnar ennfremur. Ragnar sagði, að aukningin í ölframleiðslu fyrirtækjanna á tímabilinu 1979—1981 hefði verið um 813% og aukningin í gos- framleiðslunni um 530%. — Þá má skjóta því inn, að við höfum náð mjög góðri markaðshlutdeild á Akureyri síðustu misserin. Okkur reiknast til, að hlutdeildin í öl- og gosdrykkjum sé eitthvað í námunda við 60% og á Akureyri eru 85—90% allra gosvéla frá okkur. Við njótum þess mjög í sambandi við Akureyri og reynd- ar Norðurland, að við erum með minni flutningskostnað, heldur en keppinautarnir. Við getum nýtt bílana báðar leiðir, þ.e. flytj- um Sanitas vörur norður og Sanavörur suður. Reyndar má geta þess, að gosmarkaðurinn var á árinu 1980 eitthvað í námunda við 17,9 milljónir lítra, en á árinu 1979 var hann um 17,5 milljónir lítra. Markaðurinn hafði því stækkað um nærri 2,9% milli ár- anna. Varðandi flutningskostnað- inn, sem okkur hefur tekizt að minnka verulega á milli Reykja- víkur og Akureyrar má gera ráð fyrir því að um 58% bætist ofan á verð vörunnar, svo gífurlegur er hann, sagði Ragnar Birgisson ennfremur. Auk öl- og gosdrykkjafram- leiðslunnar hefur Sanitas í gegn- um árin verið töluvert í efnaiðn- aði, framleitt sultur og fleira. Ragnar Birgisson sagði að fram- leiðsla fyrirtækisins á safa og sultu hafi nú verið endurbætt með aðstoð frá svissneska fyrir- tækinu Givaudan. — Um leið og töluverðar breytingar voru gerð- ar á framleiðslunni, komu á markaðinn nýjar umbúðír fyrir safa og sultu. Sanitas safi fæst nú í 1 iíters og 1,8 lítra umbúðum, en sultan m.a. í 650 gramma og 800 gramma í glerkrukkum. Við framleiðum nú blandaða ávaxta- sultu, jarðaberjasultu, appelsínu- sultu og bláberjasultu. í sam- bandi við sultuna hafa viðtökur neytenda óneitanlega verið mjög góðar, við höfum tvöfaldað fram- leiðsluna á tiltölulega skömmum tíma og í dag telst okkur til, að markaðshlutdeild okkar sé um 35%. Nú, safinn hefur á milli ára þrefaldast í magni og á árinu 1980 var markaðshlutdeild okkar í námunda við 14%, en á síðasta ári var hún um 30%. Það má reyndar segja, að efnagerðin hjá okkur sé að komast á mjög góðan skrið. Framleiðslan jókst í heild- ina um 30%, þá í magni talið, en um fjárfestingum á síðustu miss- erum, sérstaklega í vélum og hlutum þeim tengdum. — Síðan tókum við í vetur í notkun nýja verksmiðju á Akureyri, en sú gamla var orðin mjög úr sér gengin og var farin að valda okkur erfiðleikum. í dag fram- leiðum við þar eingöngu öl og gos- drykki fyrir markaðinn fyrir norðan. Við höfum síðan í hyggju, að hefja þar framleiðslu á malti, en sú framleiðsia hefur legið niðri hjá okkur um nokkurt skeið vegna þess, að gamla verksmiðj- an gerði okkur ákveðna grikki. Hins vegar sjáum við fram á bjartari tíð í því sambandi og ætlum okkur stóran hlut í mark- aðinum. Það má reyndar skjóta því að, að framleiðslugeta verk- smiðjunnar fyrir norðan í öli og malti er í námundan við 4 millj- Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas og Sana. IJr hinum nýja og fullkomna átöppunarsal Sana á Akureyri. Ljosmynd Mbl. Sv.P. auk sultu og safa, framleiðum við m.a. saft ýmis konar og ediksýru svo eitthvað sé nefnt. Það má og skjóta því að, að aukningin í efnagerðinni á tímabilinu 1979-1981 var um 230%, þá í veltu talið. í sambandi við Sanits safann, þá inniheldur hann engin litar- efni, auk þess sem safinn er nú C-vítamínbættur. Þá hefur syk- urmagn í Sanitas sultunni verið minnkað vegna breyttra neyzlu- hátta landsmanna, sagði Ragnar Birgisson. Ragnar Birgisson sagði, að fyrirtækið hefði staðið í gífurleg- Nýja linan frá Sanitas i safa og sultu. ónir lítra, en markaðurinn í dag er í námunda við 3,5 milljónir lítra. Á síðasta ári settum við svo Sanitas Pilsner á markaðinn og hlaut hann þegar mjög góðar við- tökur neytenda, reyndar mun betri viðtökur, en við höfðum þor- að að vona. Þeirri framleiðslu verður því að sjálfsögðu haldið áfram, auk þess sem við erum ákveðnir í að koma Thule á mark- aðinn fyrir alvöru á nýjan leik, en framleiðsla hans hefur verið í lægð vegna verksmiðjunnar á Ak-_ ureyri. Thule var hins vegar mjög vinsæll á sínum tíma og við erum sannfærðir um, að hægt er að vinna þann markað upp að nýju. Varðandi verksmiðjuna fyrir norðan, þá fengum við til liðs við okkur danska sérfræðinga, sem tóku gömlu verksmiðjuna út lið fyrir lið. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að brugghús og kjall- ari væru í sæmilegu lagi og því væri alveg nóg að bæta það veru- lega, en hins vegar væri nauð- synlegt, að byggja nýjan átöpp- unarsai og aðstöðu fyrir ýmsa aðra starfsemi, hvað við og gerð- um. Verksmiðjan fullgerð er tvisvar sinnum 750 fermetrar og við höfum þegar tekið neðri hæð- ina í gagnið og munum síðan bæta hinni við innan tíðar. Þegar við vorum búnir að byggja upp verksmiðjuhúsið sóttum við um fyrirgreiðslu úr Byggðasjóði á þeirri forsendu, að verið væri að b.vggja upp atvinnutækifæri og bentum á, að um vel rekið fyrir- tæki væri að ræða, sem hefði ver- ið í mikilli uppbyggingu síðustu misseri. Þeir háu herrar sáu hins vegar enga ástæðu til að veita þessa fyrirgreiðslu, og reyndar virðist mátið vera þannig vaxið, að fyrirgreiðsla úr Byggðasjóði sé helzt alls ekki veitt nema til sjáv- arútvegs, sem í flestum tilfellum er rekinn með bullandi tapi. Þá er einnig vert að hafa í huga í sam- bandi við umsókn okkar, að við vorum ekkert að biðja um fyrir- greiðslu vegna einhvers, sem við ætluðum að gera í framtíðinni, bygging verksmiðjunnar var staðreynd, sagði Ragnar Birgis- son. Það kom ennfremur fram í samtalinu við Ragnar Birgisson að á þessum miklu uppgangstím- um fyrirtækisins, hefur starfs- fólki ekki verið fjölgað að neinu ráði. — Við höfum einfaldlega hagrætt eins og kostur hefur ver- ið, auk þess sem við viljum frekar borga mönnum vel og gera miklar kröfur til þeirra og það held ég að sé gagnkvæmt milli starfsmanna og yfirmanna í fyrirtækinu, sagði Ragnar ennfremur. I sambandi við nýjungar, sagði Ragnar að nú væri kominn á markað í fyrsta sinn lítri af Diet Pepsi, en sá drykkur hefur átt vaxandi vinsældum að fagna. Þá höfum við nýverið sett á markað- inn Diet Pepsi í svokölluðum „six pack“-einingum, eða sex flöskur saman. Þeir sem kaupa þessa pakkningu fá 15% afslátt, sem þýðir að viðkomandi borgar að- eins 5 flöskur af 6. Nú af öðrum nýjungum má kannski nefna, að við erum með í bígerð, að mark- aðssetja nýjan bjór innan tíðar og síðan erum við með í gangi áætlun um að stækka við okkur í matvælaiðnaðinum, en það er of fljótt að skýra nánar frá því, sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas og Sana að síðustu. Mývatnssveit: „Leirhausinn“ frum- sýndur . aorí IJNGMENNAFELAGIÐ Mývetning- ur frumsýndi Leirhausinn eftir Starra i Garði i Skjólbrekku annan páskadag. Leikstjóri var Þráinn Þór- isson, tónlist eftir ()rn Friðriksson og fleiri. |aiÍÍV9^ >**|t|J flllflf'f gerist leikurinn í Mývatnssveit á sjöunda áratug 20. aldar. Persónur og leikendur eru: Aðalráður Kís- iló, sveitarstjóri: Pétur Þórisson, Gógó, kona hans: Æsa Hrólfsdótt- ur, Heiðvendur Ómar, rannsókn- arblaðamaður: Friðrik Dagur Arnarson, Vígaskúta, landnáms- maður á Skútustöðum: Haukur Hreggviðsson, Kjörviður Leirvogs, listamaður: Asmundur Krist- jánsson, Leifi, síðasti bóndinn í sveitinni: Þorgrímur Starri Björgvinsson, Sólunda Leifs, kona hans: Ásta Lárusdóttir, Baron Sheik, bítill, túlkur og fylgdar- maður: Egill Freysteinsson, og að síðustuiJón Meinvillfngur að we<stJJJ an: Hjörlnifur Sigurðsson. n i 1 el i j . Húsfyllir var og leiknum frá- bærlega vel tekið. Kristján Leiörétting í frétt frá Skotveiðifélagi íslands, sem birtist í föstudagsblaðinu, slæddist sú villa inn, að sagt var að Eðvarð Sigurgeirsson, ljósmyndari, hafi farið nokkrar ferðir á hreindýraslóðir til ljósmynda- og kvikmyndatöku ásamt Valtý Pét- urssyni, rithöfundi. Hið rétta er, að Eðvald fór þessar ferðir ásamt Hel*a':Vá*eýsSýri?.“ E?-þé&tíi'WBn * réttlrifrúhér'nýeölkbmið á-fra^fæW-.1™ Almannavarnir vara við gönguferðum á Heklu Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi frá Almannavörnum ríkisins: „Frá þvi að eldsumbrotunum við lleklu lauk 1980 hafa jarðfræðistofn- anir fylgst með þróun á sva'ðinu. Hef- ur prófessor Sigurður Þórarinsson vakið athygli á því að reynslan sýni að fyrirvaralausar smásprengingar geta orðið í gígnum á toppi Heklu í nokkur ár eftir að eldsumbrotum lýkur. Hafa jarðfræðistúdentar nú ný- verjð orðið.vjtni.aý. sljkum. spr.engr . ingum við toppgíginn. Einnig hafa mæwiRar.-sfflrpTðarMfsrfmsw’ Norrænu eldfjallastöðinni og Raunvísindastofnun Háskólans, bent til þess að ekki sé enn komin á kyrrð við Heklu. Þar sem nú fer í hönd sá árstími þegar fólk leggur leið sína á fjöll og stundar meiri útivist, þykir Al- mannavörnum rétt að vekja athygli á þeirri hættu sem því getur verið samfara að ganga á Heklu, ef fyrir- yaralausar sprengingar verða í gíg- um hennar, en ógjörningur yrði að - raTTrvrð-M • ~~------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.