Morgunblaðið - 17.04.1982, Síða 37

Morgunblaðið - 17.04.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. APRÍL 1982 37 miklum glæsibrag, hárri fyrstu einkunn, og hlaut auk þess verð- launapening fyrir frábæra frammistöðu. Að þessu námsafreki loknu var þegar haldið heim. Strax eftir heimkomuna gerðist Helgi bók- bindari í Gutenberg og vann þar samfleytt til 1943. Auk þess hafði hann eigið verkstæði heima hjá sér og vann þar flest kvöld — og oft fram á nætur. Næg voru verk- efnin, því allir vildu eiga bók eða gefa bók, sem snillingurinn Helgi Tryggvason hefði bundið. Um langt skeið kenndi Helgi bókband við Kennaraskóla Is- lands. Og við bókbandsdeild Myndlista- og handíðaskólans kenndi hann frá 1946 og allt fram á síðasta ár. Hann var framúr- skarandi kennari og naut einlægr- ar vináttu og óskoraðrar virðingar hinna fjölmörgu nemenda sinna. Á gamlársdag 1933 gerðist sá atburður að prestssetrið á Hofi í Vopnafirði brann til kaldra kola. Þar varð, meðal margs annars, hið stórmerka bókasafn sr. Einars eyðingunni að bráð. Helgi sagði oft frá því sjálfur, að sá örlagaríki atburður hefði öðrum fremur orð- ið valdur að því, að hann hóf sinn algjörlega einstæða og ævintýra- lega söfnunarferil bóka, blaða og tímarita, sem hann var löngu orð- inn landskunnur fyrir. Árið 1947 seldi hann ríkinu hið gífurlega mikla og um margt fágæta safn blaða og tímarita, sem honum hafði tekist að ná saman. Mun það einn hinn mesti happafengur sem Landsbókasafninu hefir áskotnast hin síðari ár. Eftir það var hann á tímabili að hugsa um að hætta allri söfnun, en hvarf brátt frá því ráði. Og fram á síðustu ár var hann önnum kafinn flesta daga þegar hann var ekki að kenna, við að bjarga verðmætum í prentuðu máli frá glötun og hjálpa bæði opinberum söfnum og einstakling- um við að fylla upp í þau skörð, sem ella hefðu staðið opin og ófyllt um aldur og ævi. Hjálpfýsi hans og greiðasemi við þá sem fengust við söfnun blaða og bóka var með þeim eindæmum, að þar er, held ég, engar hliðstæður að finna. Gleðin yfir því að geta hjálpað, virtist oft vera bestu iaunin í vitund hans. Og vafalaust hugsaði hann oft og tíðum alltof lítið um peningalegan hagnað, þegar félítill bókamaður leitaði hjá honum ásjár og aðstoðar. En örlætið var honum svo eðlislægt. Hann vildi hvers manns vanda leysa. Ekki lét Helgi staðar numið við það eitt að safna blöðum og bókum og styðja við bakið á bókasöfnur- um með ráðum og dáð. Hann afl- aði sér auk þess svo mikillar þekk- ingar á bókfræði, að þar átti hann fáa sína líka. Og hvað snerti þekk- ingu á blöðum og tímaritum komst enginn með tærnar þar sem Helgi hafði hælana. En því má ekki gleyma, að Helgi stóð ekki einn og óstuddur í sínu mikla hjálpar- og þjónustustarfi. Ingi- gerður kona hans var alla tíð óþreytandi við að hjálpa honum og styðja hann á allan þann hátt, sem í hennar valdi stóð. — Þau voru líka gestrisin, hjónin, og sannir höfðingjar heim að sækja. Samverustundirnar með þeim á heimili þeirra verða ógleymanleg- ar, en allar áttu þær einn þátt sameiginlegan — þær liðu alltof fljótt. Þau hjónin eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi. Elst þeirra eru Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, þá Einar, bókbandsmeistari í Reykja- vík, Vigfús, húsgagnameistari, búsettur í Kaliforníu í Bandaríkj- unum, Halldór, bókbandsmeistari á Selfossi, Jakob, garðyrkjubóndi í Gufuhlíð í Árnessýslu, og Krist- inn, kortagerðarmaður í Reykja- vík. Barnabörnin eru 22 og lang- afabörnin 25 talsins. Helgi Tryggvason naut þeirrar gæfu að lifa lífinu lifandi og vera í takt við tímann allt til endadæg- urs. Þess vegna var alltaf bjart í kring um hann, alltaf gott að vera í návist hans, alltaf gaman að hlýða á mál hans, sem var þrungið fróðleik og logandi frásagnargleði. Það er bjart yfir kveðskap margra íslenskra skálda. En þó hygg ég að hvergi sé birtan tærari, hreinni og fegurri en í ljóðum Þorsteins Erlingssonar. Þeirrar sömu, vorfögru og brostæru birtu varð ég svo oft var í fari og við- móti Helga vinar míns. Og mér finnst, sem hinsta bænin hans gæti vart verið betur orðuð en með þessum hendingum Þorsteins: „Mig langar ad sá onga lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni." Um bænheyrslu þeirrar bænar efast enginn sem þekkti Helga Tryggvason. Eg votta Ingigerði, börnum þeirra hjóna, tengdabörnum, barnabörnum og ástvinum öllum mína innilegustu samúð og bið þeim öllum þlessunar Guðs í bráð og lengd. Björn Jónsson Hinn 20. mars sl. andaðist Helgi Tryggvason, bókbandsmeistari og bókasafnari, kominn hátt á níræð- isaldur. Ég ætla ekki að rekja æviferil Helga, þó merkilegur sé, það hafa aðrir kunnugri gert. En mig langar að minnast örlítið á einn þátt í söfnunarstarfi hans, söfnun í þágu bókasafna og þá ekki síst almenningsbókasafna. Það eru nú um 30 ár síðan ég kynntist Helga og þessum þætti í ævistarfi hans. Tímaritaeign bókasafns sem ég sá um var ærið skörðótt. Ég sendi Helga langan vöntunarlista. Ekki voru margar vikur liðnar þegar komu 6 bóka- kassar frá Helga og fylltust þá margar eyður. Þessi stóra og góða sending bjargaði miklu. Á þessa vísu voru öll viðskipti sem ég átti við Helga og verð sanngjarnt. Þá er ég var á ferð í Reykjavík áður en Helgi flutti verslun sína á Amtmannsstíg 2 talaði ég við hann í síma allajafna. Og þó báðir væru tímabundnir nokkuð fannst alltaf leið til að fundum okkar bæri saman. Það kom til að mynda fyrir, að ég kæmi í morgunkaffið til þeirra Ingigerðar. Þetta voru góðar stundir. Það var hugsjón Helga, að bóka- söfnun hans gæti komið almenn- ingsbókasöfnum í landinu að sem mestu gagni. Það urðu honum veruleg vonbrigði að þetta fór á annan veg. Alltof fá bókasöfn þáðu þessa þjónustu. Mun einkum tvennt hafa valdið, áhugaleysi og féleysi. Helgi sagði stundum að ekki væri á góðu von í þessu efni, bókasöfnin berðust í bökkum og gætu ekki keypt neitt umfram naumar áætlanir. Ég vil bæta því við, að stjórnvöld hafa allmörg síðustu ár gengið á það lag, í stað þess að efla almennu bókasöfnin hafa þau þrengt kosti þeirra. Helgi vildi láta söfnin sitja fyrir um kaup, t.d. torfenginna blaða ís- lenskra og tímarita; — þá njóta fleiri góðs af, sagði hann réttilega. Sem dæmi vil ég nefna, að hann hringdi til mín fyrir nokkrum ár- um og sagði, að nú hefði hann Þjóðólf allan handa mínu safni ef ég vildi kaupa og skorti þó ekki kaupendur meðal safnara. ísafold náði hann líka saman handa sama safni áður en lauk. Helgi Tryggvason hefur lokið löngu og merku ævistarfi. Hann var m.a. kennari í Myndlista- og handíðaskólanum í 35 ár. Stund- um hefur mér þótt sem nafngiftin meistari væri ofnotuð. Það á ekki við um Helga. Hann var áreiðan- lega meistari í sinni grein, lista- maður. Lengi mun lifa minning um mætan bókamann. Haraldur Guðnason Guðmundur Bjarni Oddsson — Minning Fæddur 1. júní 1903 Dáinn 11. apríl 1982 Afi okkar fæddist í Bolungarvík og dvaldist þar sín æskuár. Síðan lágu leiðir hans á önnur byggðar- lög. Það var ekki fyrr en 1976 að hann settist að á Bolungarvík aft- ur. Afi var hæglátur maður og lét lítið yfir sér. Hann gat átt til að vera hnyttinn í tilsvörum og brá þá oft glettnislegu brosi yfir and- lit hans. Hann var líka hagmæltur og gat kastað fram vísu við ýmis tækifæri. Þegar við vorum litlar keyptu foreldrar okkar íbúð við Háaleitisbraut. Skömmu eftir að við fluttum kom afi í heimsókn. Leist honum vel á staðinn og orti þá þessa vísu: ÍNid eí mA ætt'éft bér, öll mín leystist þrautin, því hún er ansi hugguleg liáaleitisbrautin. Áður en afi og amma fluttust til Bolungarvíkur bjuggu þau á ísa- firði. Við heimsóttum þau oft þangað og var okkur alltaf vel og höfðinglega tekið. í stofunni þeirra stóð á hillu lítið líkan af jörpum hesti. Hafði afi keypt það af manni sem skar út í tré. Sagði hann að þetta væri hann Sokki sinn, en það var hestur sem afi hafði átt og hann talaði stundum um. Fyrir nokkrum árum varð afi fyrir því óhappi að detta illa og eftir það fór heilsu hans hrakandi. Hafði hann verið sjúklingur í Sjúkraskýlinu í Bolungarvík í nokkur ár. Afi andaðist að morgni páskadags. Vonandi hefur hann vaknað upp hress og heilbrigður í betri heimi og ef til vill hefur jarpur hestur beðið hans til að flytja hann til nýrra heimkynna. Við viljum að leiðarlokum þakka afa fyrir samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingunn og Margit Finarsdætur. Örn Þorsteinsson við nokkur verkanna á sýningunni. Ljó.sm. Mbl. Kmilía. Orn Þorsteinsson sýn- ir í Listasafni alþýðu LAUGARDAGINN 17. apríl opnar Örn Þorsteinsson sýningu á mál- vcrkum, teikningum, lágmyndum og skúlptúrverkum í Listasafni al- þýðu. Örn Þorsteinsson er fæddur í Reykjavík árið 1948. Stundaði nám við Myndlista- og handíða- skólann 1966—1971 og fram- haldsnám við Listaháskólann í Stokkhólmi 1971 — 1972. Náms- dvalir víða erlendis, Englandi 1970 og 1972, Skotlandi, Frakk- landi, Þýskalandi, Hollandi og Danmörku 1977 o.v. Örn er einn af stofnendum Gallerís „Sólon Islandus". Félagi í „íslenskri grafík" og FÍM. Formaður sýn- ingarnefndar FÍM 1979—1982. Örn hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima og er- lendis og auk þess haldið tvær einkasýningar, í Gallerí Sólon 1977 og nú í Listasafni alþýðu. Samfara störfum í myndlist hefur hann verið kennari við Myndlista- og handíðaskólann síðan 1972. Sýning Arnar Þorsteinssonar stendur yfir í Listasafni alþýðu við Grensásveg dagana 17. apríl — 9. maí og er opið alla daga kl. 14.00-22.00. Aðalfundur Verkalýðsfé- lags Borgarness AÐALFUNDUR Verkalýðsfélags Borgarness var haldinn 31. mars sl. — I skýrslu stjórnar um starfið 1981 kom fram, að kjaramálin voru aðalviðfangsefni félagsins eins og jafnan áður. Félagið hafði nokkur afskipti af atvinnumálum. Síðari hluta ársins gætti nokkurs atvinnuleysis hjá konum á félags- svæðinu, en það nær yfir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu (norðan Skarðsheiðar). Félagsmenn eru nú um 520. Aðalfundurinn samþykkti að styrkja nýstofnað leikfangasafn f.vrir þroskahefta sem staðsett er í Borgarnesi, með 15.000 kr. framlagi úr Sjúkrasjóði félags- ins, en 20 ár eru nú liðin frá stofnun sjóðsins. Stjórn félagsins árið 1982 var sjálfkjörin en hana skipa: For- maður Jón Agnar Eggertsson, ritari Karl Á. Ólafsson, gjald- keri Agnar Ólafsson, fjármála- ritari Berghildur Reynisdóttir, varaformaður Baldur Jónsson, meðstjórnendur Sigrún D. Elías- dóttir og Ólöf Svava Halldórs- dóttir. l'r rréttatilkynningu. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátt- töku 12 para og var spilað í ein- um riðli. Röð efstu para: Gylfi Ólafsson — Kristján Ólafsson 136 Helga Magnúsdóttir — Sveinn Þorvaldss. 131 Helgi Skúlason — Kjartan Kristóferss. 122 Anton Gunnarsson — Baldur Bjartmarss. 117 Meðalskor 110 Á þriðjudaginn kemur verður einnig eins kvölds tvímennings- keppni, en annan þriðjudag hefst firmakeppnin, sem er í formi einmennings. Spilað er um veg- legan farandbikar. Spilað er í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, og hefst keppni kl. 19.30. íslandsmótið í tvímenningi Spilarar eru minntir á að ís- landsmótið í tvímenningi byrjar fimmtudaginn 22. apríl kl. 13.00 í Domus Medica. Skráning í mótið er enn í gangi og verður haldið áfram til kl. 17.00 21. apríl. Þeir spilarar, sem hafa áhuga á að spila í mótinu, eru beðnir að hafa samband við stjórn þeirra félaga sem þeir eru félagar í, eða stjórn Bridgesambands íslands. Keppnisgjald er 400 krónur á par og 24 pör komast áfram í úrslitakeppnina sem verður spil- uð 24.-25. apríl á Hótel Heklu. Undankeppnin er spiluð í 4 riðlum, en stærð þeirra fer eftir þátttöku. Spiluð verða a.m.k. 90 spil í 3 umferðum og er riðlunum alltaf raðað upp á nýtt (slöngu- raðað) fyrir hverja umferð. Spilatími er: 1. umferð kl. 13.00, fimmtudaginn 22. apríl, 2. um- ferð kl. 19.00 sama dag og 3. um- ferð kl. 17.00 föstudaginn 23. apríl. Bridgedeild Skagfirðinga Staða efstu para eftir tvær lotur í Butler: Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hannesson 160 Baldur Ásgeirsson — Magnús Halldórss. 158 Bjarni Pétursson — Ragnar Björnsson 150 Högni Torfason — Steingrímur Jónss. 149 Garðar Þórðarson — Guðmundur Ó. Þórðars. 147 Pála Jakobsdóttir — Valdimar Þórðarson 141 Síðasta lota verður spiluð þriðjudaginn 23. apríl. Þarnæsta þriðjudagskvöld hefst þriggja til fjögurra kvölda tvímenningur. Nýir spilarar velkomnir. Spilamennska hefst stundvíslega kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.